Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 94. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins A Olga í Moskvu vegna morðs á þmgnianni Stríðið 1 Bosníu Vilja innanríkis- ráðherrann burt Moskvu. Reuter. RUSSNESKA þingið samþykkti í gær að krefjast þess af Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, að hann viki Víktor Jerín innanríkisráðherra tafarlaust úr embætti. Er ástæðan morðið á þingmanninum Andrej Ayzderdzis en hann var skotinn í anddyri heimilis síns á þriðjudag. Var þess jafnframt krafist, að skorin yrði upp herör gegn sívaxandi glæpastarfsemi í landinu og Jeltsín hét að koma lögum yfir morðingj- ann eða þá, sem stóðu að baki. „Ég hef fyrirskipað, að allt verði gert til að finna morðingjana,“ sagði Jeltsín á þingi í gær en þing- heimur lét sér þá yfirlýsingu ekki nægja. Sergej Shakhraj, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra, sagði, að ástandið í Moskvu eftir morðið á Ayzderdzis, sem var áður stjórnar- formaður einkabankans MDK Bank, væri „stórhættulegt". „Ríkis- stjórnin er í erfiðri stöðu. Setji hún neyðarlög verður hún sökuð um að Verkföll í Póllandi Samstaða í stríði við stjórnina Varsjá. Reuter. VERKFÖLL breiddust út í Pól- landi í gær og sljórn vinstriflokk- anna kvaðst ekki ætla að verða við kröfum verkalýðssamtak- anna Samstöðu, sem boðaði frek- ari verkfallsaðgerðir. Verkföllin hófust í fjórum mó- kolanámum og ná nú til þriðjungs allra kolanáma Póllands. Marian Krzaklewski, leiðtogi Samstöðu, sagði að 120.000 manns hefðu ver- ið í verkfalli í gær og hann hvatti til allsherjarverkfalls í dag. Samstaða krefst þess meðal ann- ars að stjórnin afturkalli nýjar til- lögur sínar um frystingu launa. Stjórnin hafnaði þessu og sagði verkföllin af pólitískum rótum runn- in, til þess ætluð að koma höggi á stjórnina. Þetta er mesti vandi sem stjórnin hefur þurft að glíma við frá því hún komst til valda i fyrra. vilja nota þau til að klekkja á pól- itískum andstæðingum en geri hún ekkert, verður það haft til marks um getuleysi hennar,“ sagði Shakhraj. Ayzderdzis, sem tilheyrði litlum miðjuflokki, var skotinn þegar hann var að koma heim til sín í einu út- hverfa Moskvuborgar og bendir margt til, að leigumorðingi hafi verið að verki. Flokksbræður Ayzd- erdzis telja, að morðið sé af pólitísk- um rótum runnið, en aðrir nefna, að hann hafi komið við kaunin á mafíunni og bakað sér reiði hennar þegar hann birti í tímariti, sem hann gaf út, nöfn 266 manna, sem hann sagði mafíuforingja og til- greindi ýmsa glæpi þeirra. Grígoríj Javlínskíj, þingmaður Jabloko, frjálslynds flokks, kvaðst mundu styðja kröfuna um afsögn Jeríns en hann kvaðst hafa lítið álit á þeim þingmönnum, sem hefðu þagað þunnu hljóði í marga mánuði þótt fjöldi bankamanna og athafna- manna hefði verið drepinn. Reuter De Klerk spáir farsæld fyrir alla kynþættina F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, sem ákvað fyrir fjórum árum að binda enda á kynþáttaaðskilnaðinn í landinu, á kjörstað í Pretoríu í gær. „Ég greiði atkvæði með betri Suður-Afríku,“ sagði forsetinn og spáði „farsælli framtíð fyrir alla íbúa landsins“. Vilja stór- veldafund Genf. Reuter. RÚSSAR og Frakkar samþykktu í gær að hvelja til stórveldafund- ar um stríðið í Bosníu og vilja, að hann verði strax í næstu viku. Telja þeir, að nú sé betra lag en áður til að knýja á um friðarsamn- inga í landinu. Bosníu-Serbar hafa orðið við öllum kröfum NATO um brottflutning þunga- vopna frá Gorazde. Utanríkisráðherrar Frakklands og Rússlands, Alain Juppe og Andrej Kozyrev, sögðu á fréttamannafundi í Genf í gær, að nú væri rétti tíminn til að finna lausn á Bosníuófriðnum og hann mætti ekki ganga mönnum úr greipum. Var þetta niðurstaða þeirra ráðherranna í gær en í fyrra- dag lýstu þeir Kozyrev og Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfir, að þeir myndu vinna með Vestur-Evrópuríkjunum að friðsamlegri lausn. Eric Chaperon, talsmaður her- sveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði í gær, að Serbar hefðu flutt þungavopn sín út fyrir 20 km hring um Gorazde og orðið þannig við úrslitakröfum NATO. Talsmaður NATO sagði hins vegar í Brussel í gær, að notuðu Serbar vopnin gegn öðrum griðasvæðum múslima, yrði skipun gefin um loftárásir.. Samningamenn múslima og Kró- ata náðu í gær samkomulagi um skiptingu ráðuneyta í stjórn fyrir- hugaðs sambandsríkis í Bosníu. Mikil kjörsókn og ringulreið á mörgum kjörstöðum í Suður-Afríku Inkatha hótar að draga sig út úr kosningnnum Jóhannesarborg. Reuter. MILLJÓNIR manna neyttu í gær atkvæðisréttar síns í þingkosn- ingunum í Suður-Afríku sem binda enda á fjögurra áratuga kynþáttaaðskilnað í landinu. Kjörsóknin var mikil og talið er að það komi einkum Afríska þjóðarráðinu (ANC) til góða og hugsanlega Þjóðarflokki F.W. de Klerks forseta. Ringulreið ríkti Nixon borinn til grafar ÚTFÖR Richards Nixons, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, fór fram í Kaliforníu í gærkvöldi en áður var kista hans geymd í sólarhring í Nix- on-bókasafninu í Yorba Linda. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í gær og allar opinberar skrif- stofur voru lokaðar. Um 30.000 manns komu í bóka- safnið til að votta forsetanum fyrrverandi virðingu sína. Myndin var tekin þegar kistan var borin í bókasafnið. rvt’UUT á mörgum kjörstöðum og Man- gosuthu Buthelezi, leiðtogi Ink- atha-frelsisflokks Zúlú-manna, sagði að til greina kæmi að hann drægi sig út úr kosningunum. Þúsundir manna gátu ekki kosið á nokkrum kjörstöðum vegna ring- ulreiðarinnar, sem virtist mest í KwaZulu, höfuðvígi Inkatha-frels- isflokksins. Meðal annars bárust kjörgögn of seint og sumstaðar alls ekki. Buthulezi sagði að menn hefðu orðið varir við kosningasvindl. Þá hefði kjörstjórnin orðið uppiskroppa með Inkatha-miða, sem límdir eru á kjörseðlana, en miðarnir voru prentaðir á síöustu stundu eftir að Inkatha ákvað í vikunni sem leið að taka þátt í kosningunum. Buth- elezi sagði að kjörstjórnin hefði sagt að stuðningsmenn Inkatha gætu skrifað nafn flokksins á kjör- seðlana þegar þeir kjósa en það væri ófullnægjandi lausn. Margir af kjósendunum eru óskrifandi. Óttast er að Buthelezi neiti að virða úrslit kosninganna og að blóð- ug átök blossi upp að nýju milli fylgismanna hans og Afríska þjóð- arráðsins. Forystumenn ANC sögðust einn- ig hafa orðið varir við „alvarlega agnúa“ á framkvæmd kosninganna og lögðu til að fólk fengi frí frá vinnu síðasta kjördaginn, sem er í dag, þannig að kjósendur fengju nægan tíma til að kjósa. Fréttaskýrendur segja að mikil kjörsókn komi Afríska þjóðarráðinu til góða. Roelf Meyer stjórnlagaráð- herra sagði að kjörsóknin væri einn- ig góðs viti fyrir Þjóðarflokkinn. Öfgamenn handteknir Lögreglan leitar nú þeirra sem stóðu fyrir sprengjutilræðum fyrr í vikunni sem kostuðu 21 mann lífið. 31 maður var handtekinn vegna rannsóknarinnar í gær og sprengi- efni og vopn voru gerð upptæk. Á meðal þeirra sem voru handteknir eru nokkrir liðsmenn lífvarðasveitar Eugene Terre Blanche, leiðtoga nýnasista í Andspyrnuhreyfmgu Búa. Sjá „Við erum að hefja ...“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.