Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Digraneskirkja í Kópavogi vígð þann 25. september Sóknar- nefndin vefur þijá hökla SÓKNARNENFD Digranes- kirkju í Kópavogi skiptist nú á að vinna við að vefa þrjá hökla undir leiðsögn Guðrúnar Vig- fúsdóttur, fyrir nýja kirkju safnaðarins sem vígð verður þann 25. september næstkom- andi. Séra Þorbergur Kristjáns- son og Þorgerður Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, riðu á vaðið í gær og sagði Þorbergur að mjög áhugavert væri að vefa. „En ég er nú ekki til mikilla afreka," sagði hann. Þorbjörg sagði hins vegar að hún hefði unnið alls kyns handavinnu í gegnum tíðina, en aldrei komið nálægt vefnaði áður. Upphafsmaður verksins er Guðrún Vigfúsdóttir, veflista- kona, en hún er varamaður í sóknarnefnd kirkjunnar. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um hvað væri til af helgiskrúða og altarismunum fyrir nýju kirkj- una komst ég að því að kirkjan væri allslaus," sagði hún. Guðrún hefur ofið nokkra hökla áður, en hún rak í 26 ár Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdótt- ur hf. á ísafirði auk þess sem hún kenndi við Húsmæðraskól- ann á ísafirði. Á sóknarfundi lagði hún svo til að nefndin væfi þijá hökla, en Guðrún átti hvítan hátíðarhökul tilbúinn sem hún gaf Digraneskirkju. Arkitektinn hannar mynstrið Arkitekt kirkjunnar, Benjam- ín Magnússon, var fenginn til að hanna mynstrið á höklana Morgiinblaðið/Árni Sæberg ÞORBERGUR Krisljánsson, sóknarprestur, t.v., nýtur leiðsagnar Guðrúnar Vigfúsdóttur við vefstólinn, en Benjamín Magnússon, arkitekt, fylgist með. nwr’nrnWStRÍR'ftðpNRfi' ?WSS* nviwr»r.i* rmw%»ru*Titfrmr'T-træx ÞORGERÐUR Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, við vefstólinn. þrjá en hann segist aldrei hafa gert slíkt áður. „Guðrún hefur verið mér til halds og trausts," sagði hann. I mynstrin eru dregin fram tákn úr kirkjubyggingunni og segir Benjamín að á fjólubláa hökulinn sé form glugganna notað, á þann rauða er það grunnmynd kirkjunnar. Enn á eftir að teikna mynstrið á græna hökulinn, en Guðrún segir að líklega verði á honum súlur úr kirkjunni og kornöx, tákn alls þess sem vex og dafnar, enda sé kirkjan staðsett í grasagarði. „Höklarnir eru þannig orðnir eyrnamerktir kirkjunni," segir Benjamín. Vandasamt verk Guðrún segir að afar vanda- samt sé að vefa hökla, slátturinn þurfi að vera hárnákvæmur, þannig að jafnmargir þræðir í vefnaðinum verði á hveijum sentimetra. Því sé það ekki á færi viðvaninga að vefa lengi, en allir þeir sem áhuga hafi geti komið og lagt hönd á plóg- inn. Segist Guðrún stefna að því að hver einstaklingur sem komi að verkefninu vefi í mesta lagi í klukkutíma undir hennar leið- sögn, en sjálf inuni hún vefa manna mest. Mest geta komið þrír til hennar í einu, en hún er með tvo vefstóla í bílskúrnum við hús sitt í Vogatungu. Uppi- staðan í höklana er íslenskt ein- girni, en einnig er notað bómull- arperlugarn, gullþræðir og fínn hörþráður. SUS hvetur til haustkosninga STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem lagt er til að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar beri árangur þriggja ára stjómarsetu undir kjósendur og endurnýi um- boð sitt. Segir Guðlaugur Þór Þórð- arson formaður SUS að ástæðu- laust sé að klára kjörtímabilið formsins vegna, búið sé að ná þeim árangri sem menn hafi ætlað sér í stjórnarsamstarfinu og sjálfsagt að leggja hann fyrir dóm kjósenda. í ályktuninni segir að staða Sjálfstæðisflokksins sýni að kjós- endur treysti flokknum til þeirrar stefnumótunar til næstu ára sem aðstæður kalli á. Ennfremur seg- ir: „[Ríkisstjórnin] hefur náð fram markmiðum sínum um stöðug- leika, lága verðbólgu, frið á vinnu- markaði, jákvæðan viðskiptajöfn- uð og lækkun vaxta og umtals- verður árangur hefur náðst í bar- áttunni við fjárlagahallann. Reynsla íslensku þjóðarinnar af samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur verið góð og ríkisstjórnin hefur haft kjark og þor til að takast á við erfið við- fangsefni í erfiðu árferði. Nú eru því vatnaskil í íslenskum stjórn- málum og næsta verkefni stjórn- valda hlýtur að vera langtímaá- ætlanir um hallalaus fjárlög og sókn í atvinnulífi landsmanna fremur en að einblína á að nokkr- ir mánuðir eru enn eftir af kjör- tímabilinu. Það er rökrétt að ríkis- stjórnin leggi árangur sinn fyrir dóm kjósenda á þessum tímamót- um og endurnýi umboð sitt.“ I Ifc^l^n m mrjmL wm mrjtiL ■ hófst í morgun kl. 8.00. TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI • SÍMI 33300 haustkosningar Tveir mánuðir líði frá þingrofi til kosninga Ólafur W. Stefánsson ætla má að um tveir mánuðir þurfi að líða frá þingrofi þar til efnt er til kosninga, að mati Ólafs W. Stefánssonar, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Leitað var til Ólafs vegna umræðna um hugsan- legar haustkosningar. Þann- ig mætti búast við að ef þing yrði t.d. rofið 1. september, gengi þjóðin til kosninga seinustu viku í október eða fyrstu viku í nóvember. „í reyndinni eru það flokkarnir sem líklegast þurfa lengstan tíma, eða að minnsta kosti mánuð til að skila framboð- um, meðal annars vegna prófkjörsmála og þeirrar vinnu sem tekur við að próf- kjörum loknum af hálfu upp- stillinganefnda og annarra," segir Ólafur, en hann hefur unnið í tengslum við ellefu þingkosningar frá því að hann hóf störf í ráðuneytinu árið 1959, auk þess sem hann átti sæti í kjördeild í Reykjavík áður en hann tók til starfa. „Þegar menn hugleiða þingrof að haustlagi, vakna yfirleitt spurn- ingar um hveiju valdi og hverju menn séu að bjarga, og því seinna sem kosningar eru því lengri tími líður þangað til starfhæf ríkis- stjórn myrrdast til að taka á mál- um. Þá nálgast áramót og fjárlög stöðugt meir þannig að ýmsu þarf að huga að áður en ákvörðun um þingrof og haustkosningar er tek- in,“ segir Ólafur. Samkvæmt kosningalögum þarf að skila inn framboðslistum á há- degi þann dag þegar tvær vikur eru til kjördags, sem er helmingi styttri tími en áður var. Sveitar- stjórnir eiga að leggja fram kiör- skrá ekki síður en 24 dögum fyrir kjördag, en þó er heimilt að stytta þann tíma ef þörf krefur. Kjörskrá skal byggð á íbúaskrá sjö vikum fyrir kjördag. „íbúaskráin er í raun fryst, þannig að það sem komið er inn er tekið gilt en hitt situr fast. Huglægt ástand gildir því ekki lengur og hafi menn flutt og gleymt að tilkynna flutningana, eru þeir á kjörskrá á gamla staðn- um,“ segir Ólafur. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla má ekki hefjast fyrr en átta vikum fyrir kjördag, en upp- haf hennar ræðst þó töluvert af kjördegi þeim sem ákveðinn er og getur því verið nokkuð styttri. Kjör- gögn sem gilda al- mennt fyrir kosningar eiga að liggja frammi hjá sýslumönnum og sendiráðum. „Það er gert ráð fyrir því að þessi regla gildi í meg- inatriðum, en þar sem ræðismenn hafa ekki sömu viðveruskyldu með sama hætti og sendiráðin, auglýsir utanríkisráðuneytið hvenær kosið er hjá þeim, sem kallar á nokkurn fyrirvara," segir Ólafur. Hann segir að þegar rætt hafi verið um með hversum stuttum fyrirvara rjúfa megi þing, sé reyndin sú að flokkakerfin hafi mótað tímalengdina að miklu leyti. Þess vegna hafi t.d. fram- boðsfresturinn verið færður nær kjördegi. Mislöng forsaga þingrofs Forsaga þingrofs er mislöng, og segir Ólafur hana hugsanlega geta haft áhrif á tímann frá þingrofi til kosninga. Þó skeiki ekki mörg- um vikum. Árið 1959 var þing rofið 15. ágúst og kosningar haldn- ÓLAFUR Walter Stefánsson er fæddur árið 1932 í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Verzlun- arskóla Islands árið 1952, lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1959 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héLaðsdómi 1962. Hann tók til starfa sem fulltrúi hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 1959, varð deildarsljóri þar 1964 og hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra frá 1972. Ólafur hefur m.a. átt sæti í umferðarlaganefnd frá 1963 til 1987, í Umferðarráði og framkvæmdanefnd þess frá 1969, þar af formaður 1969- 1988 og varaformaður ráðsins 1970-1972 og frá 1988, auk setu og formennsku í happdrættis- ráði HI, Norræna umferðarör- yggisráðinu og í stjórn Norræns ráðs um rannsóknir á Evrópus- amrunarétti frá 1991. Hann var formaður Lions-klúbbsins Bald- urs 1986 til 1987. ar í lok október, en strax um vor- ið lá fyrir að kosningar yrðu haldn- ar um haustið þannig að öll hjól voru farin að snúast. Arið 1974 var hins vegar þing rofíð mjög skyndi- Iega 8. maí og kosningar fóru fram 30. júní. Árið 1979 var þing rofið 15. október og efnt til kosninga fyrstu vikuna í desember. Árið 1983 var þing rofið 14. mars og efnt til kosninga 23. apríl, en það voru kosn- ingar búnar að vera í umræðu og undirbúningi í töluverð- an tíma, þannig að þingrofið kom ekki mjög á óvart. „Áður fyrr réðust kosningar af fleiri þáttum en þær gera í dag, t.d. þótti viss tími á haustin ekki hæfur til kosninga þar sem göngur og réttir rákust á við þær, þar sem heilu sveitirnar eru uppteknar," segir Ólafur. „í gegnum tíðina hefur kjördagur án efa ráðist mik- ið af atvinnu- og þjóðlífsháttum, og t.d. var kjördagur, sem var fast- ur í lok júní, fluttur fram, þar sem þjóðin var og er komin á mikið flandur á þeim tíma og kjördagur- inn því óhentugur. Samgöngur eru miklu betri í dag en þegar ég hóf störf við þessi mál, og oft var erfið- leikum bundið að flytja kjörgögn frá Reykjavík og út á landsbyggð- ina, sem nú er liðin tíð, auk þess sem utankjörstaðakjörgögn liggja hjá embættunum þannig að hægt er að byija að kjósa um leið og það er heimilt." í reyndinni þurfa flokk- arnir lengstan tíma <9 C « ■ I c I c I I I í « í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.