Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR Síðsumarís HÖFUÐBORGARBÚAR hafa nú síðsumars fengið dágóða veðuruppbót og það örvar viðskiptin hjá íssöl- unum. Þetta heiðursfólk var að kæla sig aðeins í sólskininu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Lifnar að- eins yfir Norðaust- urhorninu ÞAÐ hefur verið rólegt að undan- förnu, en um helgina þykknaði upp og við það lifnaði nokkuð yfir veið- inni,“ sagði Garðar H. Svavarsson á Vakursstöðum í Vopnafirði í sam- tali við Morgunblaðið, en hann hef- ur víða veitt á Norðausturhorninu að undanförnu og fylgst með fregn- um úr helstu ánum. Nú er einn frægasti laxastraumurinn, Höfuð- dagsstraumurinn, yfirvofandi. Samkvæmt Birni heitnum Blöndal var sá straumur löngum frægastur fyrir stórlaxa sína. Nú er að sjá hvort að straumurinn hressi ekki upp á endasprettinn á laxveiðiver- tíðinni sem telst nú vera hafinn. Risar sleppa í Sandá... Veiðimenn sem voru í Sandá í Þistil- firði fram á helgina veiddu 17 laxa, allt að 19 punda, og var það fyrsta góða lífsmarkið sem komið hefur um nokkurt skeið. Voru þá komnir um 160 laxar á land. „Menn settu í en misstu tvo algera risa, lágmark 25 punda, en við erum öll á því að þeir hafi verið í kring um 30 pund- in,“ sagði Garðar H. Svavarsson. „Haukur Geir sonur minn setti í annan þeirra í Þriggja-laxahyl efri GEIRLAUG Eva Jónsdóttir, 14 ára, með 14 punda hrygnu sem hún veiddi á dögunum í Sandhólahyl í Þverá. á fluguna Black and Blue númer 10. Hann glímdi við hann í hálf- tíma, en réði hreinlega ekkert við hann. Laxinn var alltaf utan í stór- grýti og náði að lokum að sarga tauminn í sundur. Þeir félagar sáu laxinn vel og voru ekki í vafa með stærð hans. Sama er að segja um Þorstein Jónsson flugkappa, sem setti í annað svona tröll í Brúar- hyl. Hann var með laxinn í tvær klukkustundir og tuttugu mínútur, en það var sama sagan, laxinn sótti í gijótið og náði að lokum að sarga tauminn sem var þó 18 til 20 punda. Þessi lax var gjörsamlega óþreyttur og var þó tekið vel á honum allan tíman. Betri málalok fengust er Hulda konan mín setti í sinn stærsta flugulax til þessa, í Kofahyl og náði honum eftir 50 mínútna glímu. Það var glæsilegur 19 punda hæng- ur og flugan Black and Blue númer 10,“ sagði Garðar og bætti við að töluvert væri af laxi í ánni og sér virtist að heildarveiðin næði vel yfir 200 laxa. Rólegt í Selá - betra í Hofsá... Garðar sagði Selá vera í rólegri kantinum, þó kæmu gjarnan 10 til 12 fiskar á dag upp af efra svæð- inu, svokölluðu Leifsstaðasvæði, en minna væri um að vera á neðri hlut- anum. Betur gengi í Hofsá þar sem algengt væri að dagsveiðin væri 10 til 25 laxar. „Selá hefur gefið um 450 laxa, en Hofsáin er komin yfir 700 fiska;“ sagði Garðar. Viðunandi í Vesturdalsá Við þetta er að bæta, að veiði hefur glæðst á nýjan leik í Vesturdalsá eftir að það þykknaði upp og rigndi dálítið. Hafa hollin verið' að taka lOtil 15 laxaá3-4 stangir ogdijúgt af góðri sjóbleikju með. Síðustu vik- una gengu 130 nýir laxar um teljar- ann neðst í ánni og talsvert magn af sjóbleikju með. Um 180 laxar eru komnir úr Vesturdalsá og hald- ist veður hagstætt gæti veiðst vel, því gott magn af fiski er í ánni. Lifnar yfir Svalbarðsá Lengst af í sumar hefur veiði verið með daufasta móti í Svalbarðsá í Þistilfirði, en fýrir nokkru veiddust 22 laxar í einu þriggja daga holli og voru þá komnir milli 120 og 130 laxar á land. Reytingur af laxi er talinn í ánni, mest vænn fiskur, en lítið af smálaxi. Takan hefur hins vegar verið lítil og léleg á köflum vegna aðstæðna. Stórir fiskar eru í aflanum það sem af er, enginn þó eins og í fyrra, er Svalbarðsá gaf stærsta lax sumarsins, 27 punda hæng. Haustlín; L komiii! Draktir v Jakkaföt Kápur Blússur Buxur o.fl. Franskar dragtir frá stærð 34 TBMv’Si 1 ‘\ .VÓ999.1 D OpiS virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 164 kr. á dag koma sparnabinum í lag! Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) að spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.