Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2  FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994
f
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Kristinn Einarsson var tæpa sex tíma að synda Drangeyjarsund
Geri þetta
aldrei aftur
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
HÓPUR fólks beið á höfðanum
á Reykjadiski eftir að sjá til
ferða sundkappans Kristins
Einarssonar, sem í gær leysti
þá þrekraun að synda frá
Drangey á Skagafirði til lands.
Tók Kristinn land við Grettis-
laug tuttugu mínútur yfir tvö,
eftir að hafa verið á sundi í
fimm klukkustundir og fjörutíu
mínútur, og fögnuðu þeir sem
beðið höfðu honum vel. Þetta
sund er aðeins talið hafa verið
þreytt sex sinnum áður.
Niðaþoka lá yfir firðinum,
og gerði það sundkappanum
erfiðara um vik, þar sem
skyggni var um eða innan við
hundrað metrar og sást því
ekki til neinna kennileita. Krist-
inn, sem er 37 ára, sagði sund-
ið mun erfiðara en hann hefði
gert ráð fyrir, og raunar hefðu
fylgdarmennirnir gert gæfu-
muninn, með því að segja sér
sífellt frá því hversu stutt væri
eftir í þokunni.
„Þetta eru 7,5 kílómetrar og
ég ætlaði mér um hálftíma í
kílómetrann, þannig að ég bjóst
við að Ijúka þessu svona á fjór-
um tímum," sagði Kristinn.
Kristinn sagði að sér hefði
verið orðið verulega kalt, en
hitastig sjávar var 9,2 gráður
og lofthiti rúmar 7 gráður þeg-
ar hann lagði upp frá Drangey.
„Ég get lofað þér því að þetta
geri ég aldrei aftur," sagði
Kristinn við fylgdarmann sinn,
sem var að hjálpa honum við
að skafa af sér feitina, sem
hann hafði smurt sig með fyrir
sundið — „eða að minnsta kosti
alls ekki strax aftur," bætti
þessi frækni sundkappi við.
Kristinn var þrekaður eftir
sundið, en hresstist fijótt og
fékk í sig hita með því að Ieggj-
ast í heita Grettislaugina, þar
sem Grettir Ásmundarson, sá
sem fyrstur manna þreytti
þetta sund, er sagður hafa
hvílst eftir þrekraunina.
. *                               Morgunblaðið/Björn Björnsson
KRISTINN fær aðstoð við að komast í land eftir Drangeyjarsundið.
Tillögur um rannsókn felldar á hluthafafundi Islenska útvarpsfélagsins
Oskað eftir að ráðherra
skípi rannsóknarmenn
TILLÖGUR minnihlutans í stjórn íslenska út-
varpsfélagsins um að höfðað verði mál á hendur
Jóni Ólafssyni, Jóhanni J. Ólafssyni, Haraldi
Haraldssyni og Guðjóni Oddssyni voru allar felld-
ar í atkvæðagreiðslu á hlutahafafundi félagsins
í gær. Um var að ræða sex tillögur og fjölluðu
þær einkum um ýmis viðskipti Jóns Olafssonar
og fyrirtækja hans við félagið á árunum 1990-
1992. Þar var m.a. lagt til að félagið krefðist
endurgreiðslu ábyrgðarþóknunar sem umræddir
aðilar fengu á sínum tíma, oftekinnar leigu, of
hás afsláttar o.fl. Þá fólu tillögurnar í sér að
fram færi rannsókn á viðskiptum þessara aðila
við félagið og ætlar minnihlutinn í krafti fjórð-
ungs atkvæða að óska eftir að ráðherra skipi
rannsóknarmenn. Atkvæði féllu þannig að
52,59% voru á móti en 46,67% voru með tillögun-
um.
í hlutafélagalögum segir nánar um þetta efni
að hluthafi geti á aðalfundi eða á öðrum hluthafa-
fundi, þar sem slík mál eru á dagskrá, komið
fram með tillögu um, að fram fari rannsókn á
stofnun félags, tilgreindum atriðum varðandi
starfsemi þess eða ákveðnum þáttum bókhalds
eða ársreiknings. Hljóti tillagan fylgi hluthafa-
hóps, sem ræður yfir minnst fjórðungi hlutafjár-
ins, getur hluthafi í síðasta lagi einum mánuði
frá lokum fundarins, farið þess á leit við ráð-
herra, að hann tilnefni rannsóknarmenn. Tilmæl-
in skal taka til greina, svo framarlega sem ráð-
herra telur nægilegar ástæður til þessa.
Brot á lögum
Einar Hálfdánarson, stjórnarmaður í félaginu, lét
bóka á fundínum spurningar varðandi tengsl
Útherja hf., sem greiddi atkvæði fyrir hönd
meirihlutans, og umræddra hluthafa. Við þeim
spurningum fengust engin svör á fundinum, að
sögn Einars. í framhaldi af því lét hann bóka
að atkvæðagreiðslan væri alvarlegt brot á lögum.
Vísar Einar tH 65. greinar hlutafélagalaganna
en þar segir: „Óheimilt er hluthafa sjálfum, með
umboðsmanni eða sem umboðsmaður fyrir aðra,
að taka þátt í atkvæðagreiðslu á hluthafafundi
um málsókn gegn honum sjálfum eða um ábyrgð
hans gagnvart félaginu. Sama á við um málsókn
gegn öðrum eða um ábyrgð annarra, ef hluthafi
hefur þar verulegra hagmuna að gæta, sem
kynnu að vera andstæðir hagsmunum félagsins."
„Við teljum að Útherji hf. hafi ekki haft rétt
á því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Mér
sýnist að tengslin milli Útherja og þessara hlut-
hafa séu augljós," sagði Einar Hálfdánarson.
Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður ís-
lenska útvarpsfélagsins hf., sagðist í samtali við
Morgunblaðið fagna því ef þessi mál yrðu borin
undir ráðherra. „Hann tekur afstöðu til þess
hvort það er þörf á einhverri rannsókn eftir að
hafa leyft öllum sem eiga hlut að máli að tjá
sig. Einn þeirra sem stendur að þessum tillögu-
flutningi er fyrrverandi varaformaður félagsins
sem hefur lagt fram ársreikninga ásamt öðrum
stjórnarmönnum. Sá hinn sami vissi um alla þessa
hluti og tók þátt í því að afgreiða það á stjórnar-
fundi árið 1992 að ekki væri þörf á neinni rann-
sókn."
Margeir með
4 vinninga
MARGEIR Pétursson er ásamt fleiri
skákmönnum með fjóra vinninga
eftir fimm umferðir á opnu skák-
móti sem nú stendur yfir í Lundún-
um, en mótið er jafnframt undan-
keppni fyrir Intel-PCA útsláttarmót
sem haldið verður um mánaðamótin.
Efstur á mótinu er enski stórmeist-
arinn Mark Hebden með 4 'A vinn-
ing. Hann bar óvænt sigurorð af
ungverska stórmeistaranum Chernin
í fimmtu umferð.
Margeir vann skoska stórmeíst-
arann McNabb í þriðju umferð og
hefur síðan gert jafntefli við Frias
frá Bandaríkjunum og 011 frá Eist-
landi. Þá hafa tveir íslenskir ungling-
ar staðið sig vel á mótinu. Matthías
Kjeld, sem er 15 ára, er með 3 vinn-
inga og Sigurbjörn Björnsson, sem
er 18 ára, hefur 2'/2 vinning.
Tveir íslendingar handteknir í Flórída
Hafðir í haldi innan um
kúbverskt flóttafólk
TVEIR íslendingar á þrítugsaldri
voru handteknir í Flórída í Banda-
ríkjunum á þriðjudag í seinustu viku
fyrir að stunda þar vinnu án atvinnu-
leyfís. Engar upplýsingar hafa feng-
ist um hvenær réttað verður í máli
mannanna en þeir voru hafðir í haldi
við slæman kost ásamt fjölda kúb-
verskra flóttamanna sem streymt
hafa þúsundum saman til Bandaríkj-
anna á degi hverjum og valdið hafa
öngþveiti að undanförnu, að sögn
Ingibjargar Mohamed, sem búsett
er í Flórída en hún hefur reynt að
veita íslendingunum aðstoð.
Síðast liðinn föstudag voru íslend-
ingarnir svo fluttir í fangelsi í Texas
þar sem þeir eru einnig hafðir innan
um fjölda ólöglegra innflytjenda.
Ingibjörg sagði að mennirnir hefðu
verið í án matar og drykkjar í 20
tíma þegar þeir voru fluttir til Texas
á föstudaginn. Sendiráð íslands í
Washington og ræðismenn íslands í
Houston og Dallas hafa unnið í
máli þeirra undanfarna daga og
reynt að fá þá lausa en án árang-
urs. í gær tókst að útvega þeim lög-
fræðing í Texas.
Mennirnir höfðu starfað í tvo
mánuði í Flórída og voru þeir hand-
teknir á leið til vinnu að morgni
þriðjudags í seinustu viku. Ingibjörg
sagði að þeir óttuðust mjög um sinn
hag og væru hræddir um að verða
fyrir árás í fangelsinu. Sagði hún
að vonir stæðu þó til að tækist að
fá þá lausa í dag og að þeir yrðu
sendir heim til íslands.
Tveir ígul-
kerjabátar
strönduðu
TVEIR litlir bátar sem voru á
ígulkerjaveiðum strönduðu með
stuttu millibili í mynni
Hvammsfjarðar í gærmorgun.
Tókst að draga báða bátana af
strandstað og amaði ekkert að
mönnum en bátarnir skemmd-
ust báðir og eru ósjóhæfir að
sögn lögreglu.
Komið hafði lítilsháttar leki
að öðrum bátnum sem varð
ósjóhæfur vegna skemmda á
stjórnbúnaði og var hann dreg-
inn til Stykkishólms. Minni bát-
urinn steytti á skeri þar sem
hann var við veiðar. Nærstadd-
ur bátur dró hann til hafnar en
hann skemmdist mikið við
strandið bæði á skrúfu og stýri.
Veður var gott þar sem bátarn-
ir strönduðu en miklir straum-
ar. Rannsóknarnefnd sjóslysa
og lögregla hafa málin til rann-
sóknar.
Jóhann og
Helgi
eru efstir
STAÐAN á Skákþingi íslands
eftir 2. umferð, sem tefld var
í Vestmannaeyjum í gærkvöldi,
er sú að Jóhann Hjartarson og
Helgi Ólafsson hafa tvo vinn-
inga en Sævar Bjarnason,
Hannes Hlífar Stefánsson og
James Burden eru með Vh
vinning.
Úrslit 2. umferðar urðu þau
að Jóhann vann Stefán Þór Sig-
urjónsson, Hannes Hlífar vann
Rúnar Sigurpálsson, Þröstur
Þórhallsson vann Magnús
Pálma Örnólfsson, Helgi vann
Guðmund Halldórsson, James
Burden vann Pál Agnar Þórar-
insson og Sævar Bjarnason og
Jón G. Viðarsson gerðu jafn-
tefli. Þá lauk biðskák Guð-
mundar Halldórssonar og Páls
Agnars úr 1. umferð með jafn-
tefli. 3. umferð verður tefld í
dag og hefjast skákirnar kl. 17.
Fólksbílafæri
um Kjöl
ÞESSA dagana er vinnuflokkur
frá Vegagerðinni að smíða brú
yfir Seyðisá, sem rennur norður
af Hveravöllum. Stefnt er að
því að ljúka brúargerðinni í
haust. Baldvin Einarsson, hjá
Vegagerð ríkisins, sagði að
þegar búið væri að brúa Seyð-
isá yrði hægt að aka á fólksbíl
um Kjalveg.
Nýja brúin verður um 30
metra löng og kostar á annan
tug milljóna, Seyðisá hefur ver-
ið erfíður farartálmi á Kjal-
vegi, en annars er Kjalvegur
orðinn allgóður yfirferðar.
Kærði rán
MAÐUR kærði tvo pilta fyrir
að hafa rænt sig við fjölbýlishús
í Breiðholti í fyrrinótt.
Maðurinn hafði hitt piltana
fyrir utan krá í miðbænum' og
tekið með þeim leigubíl upp í
Breiðholt.
Eftir að þeir fóru út úr bíln-
um við Eyjabakka hefðu pilt-
arnir ráðist á hann, slegið hann
margsinnis og sparkað í hann
liggjandi og tekið af honum
seðlaveski og armbandsúr.
Maðurinn sá síðan á eftir pilt-
unum hlaupandi i átt að
Stekkjahverfi, komst í nær-
liggjandi hús og hringdi á lög-
reglu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44