Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ - glæsilegasta stórbýli á Islandi Ur nýjum bókum Komin er út bókin Korpúlfsstaðir — Saga glæsileg- asta stórbylis á íslandi. Höfundur er Birgir Sig- urðsson rithöfundur en Rey kj avíkurborg og Foriag- ið standa saman að útgáfunni. Korpúlfsstaðir voru í sinni tíð fullkomnasta kúabú á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Athafnamaðurinn Thor Jens- en reisti býlið en hann stofnaði Kveldúlf sem talinn var eitt stærsta útgerðarfyrírtæki í heimi þegar hæst stóð. í bókarkynningu segir að á Korpúlfsstöð- um hafí Thor Jensen unnið mesta stórvirki einstakl- ings í íslenskum landbúnaði sem um getur. Hér segir frá því er Thor ræðst í framkvæmdimar á Korpúlfsstöðum: THOR bar allar miklar fyrir- ætlanir undir eiginkonu sína, Margréti Þorbjörgu. Hvað sagði hún? Hvernig varð henni við þegar hann sagði að sig iangaði til að koma á fót stærsta og fullkomnasta búi á Is- landi? Við vitum það ekki. Við vitum aðeins að hún gaf samþykki sitt. Annars hefði ekkert orðið úr fram- kvæmdum á Korpúlfsstöðum. Hann breytti aldrei gegn vilja hennar. Á allsleysisárum þeirra í Hafnarfirði hvarflaði að honum að þau flyttu til Ameríku. Hún lagðist gegn því. Og þar við sat. Nú sagði hún já. Þessi kona sem hefur fætt þeim ellefu börn hvikar sjaldan. Kannski aldrei. Hún hefði getað sagt að nú væri best að þau tækju sér hvíld. Ekki hefði verið hægt að álasa henni þótt hún hefði talið óðs manns æði að hann réðist í svo umfangsmikla framkvæmd á efri árum. Þau eru stórefnuð. Hvers vegna ekki að njóta þess og láta þar við sitja? Ef til vill hefur hún strax hrifist með á sinn hátt. Hann gat aldrei án stuðnings hennar verið. Þessi fáorða sterka kona eflir hann þeim krafti sem hann þarf. „Því að með henni og fyrir hana fyrst og fremst voru öll hans ævintýr, - eða svo gat það litið út á köflum, og svo munu ýmsir síðar herma,“ segir Thor Thors. Margrét Þorbjörg er í þunga- miðju lífs hans og á þátt í athöfnum hans sem því nemur. Þessi þáttur verður ekki mældur og veginn en hann er þar samt, óaðskiljanlegur frá öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Með samþykki sínu og stuðningi við áformin á Korpúlfsstöðum tekur hún undir þegar hann segir: Ég er ekki nema sextugur maður. Síðan byrjar hann óvenju- legustu framkvæmd sína Gamli bærinn á Korpúlfsstöðum stóð á dálitlu leiti vestur af núver- andi byggingu, lítill og ekki reisu- legur torfbær en þó ekki lélegri en gerðist víða um land. í bænum var þiljuð stofa og tvö herbergi. Dyrnar sneru til suðurs í átt að þjóðvegin- um. Fagurt útsýni til þriggja átta eða svo en þó fegurst til Esjunnar og út á hafið. Tii vesturs voru auðn- arfull og stórgrýtt holt. Handan þeirra Reykjavík. Þangað lá mjór og hlykkjóttur forfaðir þess þjóð- vegar sem tryllitæki nútímans æða nú hvað hraðast um. Heimreiðin að Korpúlfsstöðum lá frá gamla Gufunesveginum. Trúlega þrettán THOR Jensen var sextugur þegar hann ákvað að breyta kotbýli í stórbýli sem átti eng- an sinn líka. Ætli nokkru sinni hafi verið tekin jafn hugdjörf ákvörðun af sextugum manni í íslensku athafnalífi og staðið við hana með jafn eftirminni- legum hætti? til fjórtán kílómetrar frá bænum að hjarta Reykjavíkur. Ekki er vitað hvar elstu bæjar- húsin stóðu en út á hlaðið á þessum bæ hafði maður fram af manni komið að morgni dags, klórað sér, geispað, kastað af sér vatni, horft yfir ána svefndrukknum augum. Gengið til verka svo í dag sem í gær. í kyrrstæðum tíma. Sumt af þessu fólki snautt og atkvæðalítið og gat ekki einu sinni varið túnskækla sína fyrir búfé annarra jarða. En allt i einu býr enginn í þessum bæ. í hlaðvarpanum stend- ur aðkomumaður og svipast um: Gamla bæjarstæðið er fallegt en nýi bærinn getur ekki staðið þar. Hann er of mikill um sig til þess og þar á ofan ólíkur öllum íslensk- um býlum að því Ieyti að vistarver- ur manna og búpenings með öllu tilheyrandi eru í sömu bygging- unni. Við val á bæjarstæði verður að hafa þessa einstæðu samsetn- ingu í huga ásamt stærð hússins. Þess verður líka að gæta að undir öllu fjósinu verður haughús og jafn- framt þarf að vera auðvelt að aka heybílum inn í hlöðuna ofan við fjós- ið. Þetta er eldsnemma morguns. Hann er óþreyjufullur, etur kappi við tímann, ekki ungur lengur hið ytra en honum finnst nýtt æviskeið byijað og kannski það þýðingar- mesta. Vissi það þó ekki fyrr en TVEIR pípureykingamenn við slátt á „kentárum" um miðjan fjórða áratuginn. Það voru fjórar slikar vélar á búinu, auk ann- arra dráttarvéla. ÞRJÁR vinnukonur og vinkonur á frídegi við einn af búbílunum sumarið 1935. FJÓSAMENN í fullkomnasta fjósi á Norðurlöndum. Myndin er tekin árið 1934. Þá voru sextán fjósamenn á búinu. hann hafði keypt þetta kotbýli að hér skyldi það gerast. Það sem tek- ið yrði eftir. Það sem ekki yrði gleymt. Þótt hann hafi mikla sjálfs- stjóm er hann ákafamaður. Jafn- skjótt og ákvörðun hefur verið tek- in byijar hann. Honum liggur á. Framkvæmdum á Korpúlfsstöðum á að verða lokið á þúsund ára af- mæli Alþingis árið 1930. Þeir eiga að verða tákn um þjóðlega endur- reisn, framlag hans til alþingishá- tíðarinnar. Miðað við hve áformin eru risavaxin er skammur tími til stefnu. — Hann reikar um tún og mela. Loks staðnæmist hann á melhrygg lítið eitt austur af torf- bænum. Svipast um, horfir til allra átta. Tekur ákvörðun: Hér skal húsið rísa. Til er kvikmynd þar sem mynda- vélinni er fyrst beint að gamla bænum og síðan rennt að nýja hús- inu sem þá var í byggingu. Þetta eina myndskeið segir meira en lang- ur lestur. Milli þessara tveggja bygginga er óbrúanlegt djúp. Það er líkt og tíminn hafi allt í einu tekið risastökk fram á við og skilið þennan gamla torfbæ með veðruð- um burstum og sliguðum torfveggj- um eftir í svo mikilli fortíð að þetta myndskot sé óhugsandi. En þó eru ekki nema örfá ár síðan fólk lifði og hrærðist í þessu húsi úr torfi og gijóti. Bygging hússins hófst í apríl árið 1925. Það var geysistórt á mælikvarða þeirrar tíðar, hvort sem miðað er við dreifbýli eða þéttbýli. Mölin sem fékkst þegar kjallarinn var grafinn var notuð í steypuna og þótti prýðilegt steypuefni. Öðru efni til hússins viðaði Thor að sér erlendis frá og leigði skip undir fyrstu sendinguna til landsins. Enn sem fyrr var hann fundvís á rétta menn til að hafa umsjón með fram- kvæmdum. Jón Eiríksson hafði umsjón með allri múrvinnu og Sól- mundur Kristjánsson sá um tréverk. Það vekur furðu hve skamman tíma tók að koma húsinu upp þegar þess er gætt að öll vinna var unnin með handafli og steypa hvergi spöruð. Þótt húsið hafi þegar þetta er ritað mjög látið á sjá ber það þessum mönnum og vinnuflokkum þeirra gott vitni. Thor hafði vakandi auga með öllu en þegar framkvæmdir við bygginguna voru nýhafnar dró upp bliku. Hann segir: „En er leið á það ár (1925, BS), kenndi ég mér las- leika, sem að nokkru eða öllu leyti var talinn stafa af ofþreytu. Á tíma- bili leit það svo út, sem ég hefði á sjötugsaldrinum oftekið mig á þessu nýja ævistarfi, hefði tekið of geyst þennan síðasta æviþátt minn. Þegar kom fram á árið 1926, varð ég hvað eftir annað að liggja rúmfast- ur vikum saman, en þó ekki þjáð- ari en svo, að ég öllum stundum var með hugann við búskapinn og varð daglega að fá ráðsmann og yfirsmið heim til mín og stjórna verkunum óséðum úr rúmi mínu.“ Það bráði af honum þegar leið á sumarið og þá bauð hann vini sín- um, Guðmundi Björnssyni land- lækni, upp að Korpúlfsstöðum til þess að skoða framkvæmdir. Guð- mundur hafði frá upphafi haft mik- inn áhuga á því að búskaparhug- myndir Thors yrðu að veruleika og hvatt hann til þeirra á alla lund. Hann var framfarasinnaður maður og greinilegt að hann áttaði sig á þeirri þýðingu sem Korpúlfsstaðir gátu haft fyrir þróun landbúnaðar- ins. En áhugi hans og hrifning á þessu stórbúi var þó fyrst og fremst af læknisfræðilegum ástæðum. Á þessum árum var taugaveiki land- læg og illviðráðanleg. Ein helsta smitleið þessa skæða sjúkdóms var neysla sýktrar mjólkur. Fram til þessa höfðu engar skipulegar til- raunir verið gerðar til þess að bæta framleiðsluna, hreinlætiskröfur voru litlar sem engar og opinbert eftirlit með mjólk ekkert. Bestu og framsæknustu bændurnir reyndu að gæta hreinlætis eftir föngum en aðrir kærðu sig kollótta. Mjólkur- framleiðslan galt þess að hreinlæti var almennt mjög ábótavant þótt farið væri að þokast í rétta átt á ýmsum sviðum. Víða þekktist lítt eða ekki að júgur kúnna væru þveg- in fyrir mjaltir, kýr voru með viðvar- andi flórlæri og mykjukleprar hang- andi yfir opnum mjaltafötum. Sóða- skapur af þessu tagi var lengi við lýði í fjósum landsmanna. Bragi Steingrímsson dýralæknir segir svo frá: „Þegar jeg var að skoða fjósin hjer í nágrenni Reykjavíkur, kom jeg í eitt fjós, þar sem gripirnir voru sjerstaklega óþrifalegir. Á júgrum kúnna var þumlungsþykt myglulag, en berin hengu niður með spenanum." - Mjaltamenn létu iðulega buna úr spenum á hendur sér til þess að mýkja átakið. Síðan láku óhreinindin af höndunum niður í mjólkurföturnar, algengt að sjá þykka, brúna skán í greipum manna eftir mjaltir. Fjós voru víða mjög frumstæð og gróðrarstía sýkla sem áttu greiða leið að júgrum kúnna. Mjólk úr sýktum og skemmdum júgrum var látin saman við ósýkta mjólk enda höfðu margir bændur ekki þekkingu til að greina milli sýktrar og ósýktrar mjólkur fyrr en ígerð var orðin svo mikil í júgrum að mjólkin var orðin að vilsu. Það lætur að líkum að engar skýrslur eru til um ástand fjósa og mjólkur- framleiðslu í landinu frá þessum árum en ekki er vafi á því að þessi ófagra lýsing á við um fjós víða um land. í augum Guðmundar Björnssonar landlæknis fólu áformin á Korpúlfs- stöðum í sér stórt stökk fram á við. Ef vel tækist til gæti búskapur þar orðið fordæmi sem ylli byltingu í þessum efnum. Ekki að furða að landlæknir væri spenntur og hrifinn þegar Thor bauð honum að Korp- úlfsstöðum sumarið 1926. Eftir þessa ferð skrifar Guðmundur Thor bréf þar sem segir meðal annars: „Ég þakka þér kærlega fyrir förina að Korpúlfsstöðum, en það getur verið að þú vitir ekki hvers vegna ég var að tala svo margt í Morgun- blaðið um ísafjörð og taugaveiki og hvers vegna ég var svo áfjáður að sjá þín kraftaverk á Korpúlfs- stöðum. Það var af þessu: Taugaveikin er að verða okkur til skammar. Sjáðu nú til. Ég vil hafa að við séum og verðum heilbrigðasta og langlífasta þjóð í heimi ... Ef ég bara gæti fengið þetta tvennt lag- að, taugaveiki og slysfarir, niður á borð við aðrar þjóðir þá held ég að við yrðum minnstir í heimi, hvað manndauða snertir. Hvað sem öðru líður, þá er ég að óska mér þess hjartanlega að þú megir lifa sem lengst og satt að segja held ég nú sem stendur, að þú sért sá maðurinn sem ís- lenzka bændastéttin má sízt missa. Undarlegur hlutur, og þó er það satt.“ Hvers vegna var það undarlegt að Thor skyldi vera sá maður sem bændastéttin síst mætti missa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.