Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Do it“ MYNDLIST Kjarvalsstaðir/ I) a g s I j 6 s / Morgunblaöið BLÖNDUÐ TÆKNI Samsýning. Opið kl. 10-18 alla daga til 12. maí. Aðgangur 300 kr. (gildir á allar sýningar). Sýningarskrá 200 kr. MARGAR nýjungar í nútímalist síðustu áratuga hafa átt erfitt með að ná til almennings, og má þar einkum kenna um lélegri list- fræðslu til að byggja á. Hugmynd- alist hefur t.d. oftar en ekki fengið á sig neikvæðan blæ, þar sem for- sendurnar hafa verið framandi og listafólk jafnvel lagt lítið upp úr því að hjálpa almenningi að nálg- ast hið nýja í listinni. Þetta hefur verið að breytast um nokkurt skeið hér á landi jafnt sem erlendis. Bæði fer listfræðsla batn- andi, fjölmiðlar eru að verða örlítið virkari þátttakendur í henni, og listasöfn hafa lagt vaxandi áherslu á að þau séu þjónustustofnanir fyr- ir allan almenning, ekki aðeins fyr- ir hina innvígðu. Það er úr þessum jarðvegi sem hugmyndin að „Do it“ er sprottin. Fyrirmælaverkin eru hluti af hug- myndalist samtímans og hafa lengi verið til, en fyrst og fremst í stöku formi einstakra verka þekktra lista- manna. Hans Ulrich Obrist, ungur safnstjóri í Austurríki og Frakk- landi, er maðurinn að baki þeirri skipulegu framsetningu fyrirmæla- verka, sem hér eru unnin í sam- vinnu við rúmlega fimmtíu lista- NÚ STENDUR yfir kynning á listmunum Guðbjargar Kára- dóttur í galleríi Smíðar & skart á Skólavörðustíg 16A. Guðbjörg leggur áherslu á nytjalistmuni og hefur meðal annars sérhæft sig í vinnslu matar- og kaffistella. Hún lauk menn frá öllum heimshornum. Tólf verk eru sett upp í vestursal Kjar- valsstaða eftir fyrirmælum þeirra, á annan tug verða sýnd í sjónvarpi og tæplega þrjátíu birtast á síðum þessa blaðs yfir sýningartímann. Hér má finna ýmis þekkt nöfn í hópi þátttakenda, og nægir að nefna Ilya Kabakov, Alison Know- les, Bertrand Lavier, Allan Kaprow, John Baldessari, Nam June Paik, Yoko Ono, Damien Hirst og Gilbert & George til sögunnar. Slíkir aðilar leggja þessu framtaki tæpast lið nema vegna þess að þeim þyki það verðugt, en alls munu nú um eitt hundrað og þijátíu listamenn vera orðnir þátttakendur í „Do it“ sýn- ingum sem Obrist hefur haft for- göngu um. Framkvæmd sem þessi vekur upp ýmsar spurningar um eðli list- ar og hlutverk þeirra sem að henni koma. Hefðbundin myndlist gerir ráð fyrir því að sá sem á frumkvæð- ið að listsköpuninnni, á hugmynd- ina að listaverkinu og skapar það sé einn og sami aðilinn, þ.e. mynd- listarmaðurinn. Hér eru þessi hlut- verk brotin upp í þátt þess sem á frumkvæðið (sýningarstjórans), hugmyndina (listamannsins), þess sem framkvæmir (sem stundum er tilgreint af hugmyndasmiðnum, en gæti í öðrum tilvikum verið hver sem er) - og sá sem á að njóta þessa alls, gesturinn, getur greini- lega komið inn í þetta síðasta hlut- námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1994, hún hefur einnig farið í námsdvöl erlendis. Kynningin á verkum Guðbjargar stendur til 21. maí og er opin á verslunartíma frá kl. 11-18 virka dagaog 11-14 laugardaga. verk. Og næsta spurning er aug- ljós: Getur þá „hver senr er“ verið listamaður? Mikil þátttaka í sköpun lista- verks hefur ekki verið hefðbundin í myndlist, en er talin sjálfsögð í öðrum greinum. Tónlist er afrakst- ur hugmyndar (tónsmíðar) og framkvæmdar (flutnings); bæði tónskáld og tónlistarfólk er skil- greint sem listamenn. Leiklist er samsvarandi afrakstur hugmyndar (leikritunar) og framkvæmdar (flutnings); leikskáld, leikarar, og leikstjórar eru viðurkenndir sem listamenn. Annars staðar er vafinn meiri; rithöfundar (hugmyndasmið- irnir) eru taldir listamenn, en bóka- gerðarmenn (þeir sem þó færa hugmyndina í form) síður; arkitekt- ar eru taldir listamenn, en bygging- ariðnaðarmenn ekki. Skilningur okkar á tengslum hugmynda og framkvæmdar list- sköpunar reynast þannig nokkuð á reiki, og „Do it“ vekur athygli á þessari tvíræðni með því að nýta hana við framkvæmdina. í dæmun- um um tónlist, leiklist og bygging- arlist er hins vegar oftast gert ráð fyrir að njótandinn, gesturinn, sé aðgerðarlaus - listin kemur til hans. Hér er hins vegar, verið að færa listina til fólksins í þeim skilningi að “hver sem er“ getur orðið þátt- takandi með því að fylgja fyrirmæl- um einstakra verka sér og öðrum til skemmtunar. KVIKMYNPIR Iláskólabíó VAMPÍRA í BROOKLYN „Vampire In Brooklyn" ★ Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Charles Murphy, Michael Lucker og Chris Parker. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Angela Bassett, Allen Pa- yne, Kadeem Hardison, Zakes Mokae. Paramount. 1995. GAMANHROLLVEKJUR eru viðsjárverð kvikindi og hafa ekki heppnast sérlega vel í seinni tíð. Annars vegar er búin til hrolivekj- andi spenna og hins vegar hryll- ingsblandað gaman en þetta tvennt nær yfirleitt ekki að vinna saman. Útkoman er hvorki hrollvekja né gamanmynd heldur einhver óspennandi og ómerkileg blanda af hvoru tveggja. Þannig bastarður er nýjasta mynd Eddies Murphys, Vampíra í Brooklyn, sem meistari unglingahrollvekjunnar, Wes Cra- ven, leikstýrir. Ekki bætir úr skák að sagan er að nokkru leyti fengin úr annarri og betri Murphymynd, nefnilega „Coming to America“. Þar lék hann afrískan prins sem fann sér konu í Bandaríkjunum. I vampíru- myndinni leikur hann prins myrkraaflanna sem kemur til • LEIÐBEININGAR um alhliða kynfræðslu ískólum er komin út. Bókin er þýðing úr ensku á Guidelines for Comprehensive Sexuality Education og er þýð- andinn Jóna Ingibjörg Jónsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og fræðslustjóri Kynfræðslumiðstöðv- ar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur. Bókin samanstendur af leiðbein- ingum sem settar voru saman af bandarískum vinnuhópi sem skip- aður var fremstu sérfræðingum í kynferðis-, heilsufars- og uppeldis- í sýningarskrá er að finna heild- aryfirlit yfir öll svið þessarar fram- kvæmdar, þ.e. þau fyrirmæli sem fylgt er á sýningunni á Kjarvalsstöð- um, í Morgunblaðinu og tilvísanir í sjónvarpsfyrirmælin. I raun er skrá- in ekki aðeins heimild um sýningar- haldið, heldur gestum einnig nauð- synlegur þáttur þess; með hana í hendi er auðvelt að meta á hvern hátt fyrirmælunum hefur verið framfylgt, og jafnvel hægt að sinna þeim á eigin forsendum. Það er helsti veikleiki þessa framtaks, að fyrirmælin eru ekki öll jafn áhugaverð, og á stundum óþarflega flókin. Hin bestu eru stutt og hnitmiðuð; á Kjarvalsstöð- um má nefna fyrirmæli Mariu Eichhorn, Ilya Kabakov og Bertrand Lavier (sem er um leið ágætt skot á listgagnrýnendur); í dagblaðsformi má benda á fyrir- mæli Hugo Suder, Allan Kaprow og Ugo Rondinone, og í sjónvarpi hafa fyrirmæli Gilbert & George og Michelangelo Pistoletto borið af (hingað til). Það er ágæt rúsína í enda þessar- ar margþættu pylsu að vísa til raunveruleika, setn þó er einnig á jaðri hins fáránlega. íþróttafólk kannast við vörumerki sem á sér svipað slagorð og heiti sýningarinn- ar, og við útganginn á Kjarvals- stöðum hefur verið komið fyrir ein- taki af þeim flottasta (og dýrasta) fótabúnaði sem framleiddur er und- ir þessu heiti. Þyki mönnum fyrir- mælaverkin skorta jarðsamband, þá ætti þessi viðbót að sannfæra hvern sem er um að það er aðeins spurning um viðhorf - annað ekki. Eiríkur Þorláksson Bandaríkjanna að leita sér að kvonfangi. í fyrrnefndu myndinni tók Murphy á sig ýmis skemmtileg gerfi með hjálp förðunarmeistara og það sama gerir hann hér. Kon- an sem hann girnist sem vampíra er leikin af Angelu Bassett. Hún hefur þó einhveija leikhæfileika sem gleðja augað og það ætti eng- um að koma sérstaklega á óvart að hún gerir meira fyrir þessa mynd en myndin gerir fyrir hana. Handritið er skrifað meira af vilja en mætti og efnistökin eru lítt frum- leg. Murphy er pinnstífur sem svartur Drakúla og berar tennurnar sannfærandi; líklega er Ieitun að svalari Drakúla. Eins og klisjan kennir okkur þolir hann ekki dags- ljósið, býr í kistu, er ekki kirkjusæk- inn og hræðist tréfleyga. Murphy lætur aðstoðarmann Drakúla um gamanið sem snýst að mestu leyti um hvernig andlitið dettur smátt og smátt af honum. Ekkert er spennandi í myndinni þrátt fyrir nokkra tilburði Cravens í þá veru að skapa ódýran hroll. Ekki er hún heldur fyndin svo neinu nemur. Ferill Eddie Murphy hefur nú um langt skeið verið mjög á niður- leið og með sama áframhaldi verð- ur hann gleymdur og grafinn um ókomna tíð. Nýjar bækur málum. í þýðingu leiðbeininganna var leitast við að laga þær að ís- lenskum aðstæðum og í því skyni var leitað til ýmissa einstaklinga, félagasamtaka, opinberra stofnana og embætta. Bókin er 74 blaðsíður í A-4 stærð og skiptist í kaflana: Mark- mið og lífsgildi, Uppbygging leið- beininganna og nýting þeirra, Þroskaferli mannsins, Sambönd, Persónuleg .færni, Kynhegðun, Kristján Jóhannsson með Sin- fóníuhljóm- sveitinni SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís- lands flytur í næstu viku óper- una Otello eftir Giuseppe Verdi í konsertuppfærslu í Háskóla- bíói. Verður það gert í tvígang: Fimmtudaginn 9. maí kl. 20. oglaugardaginn ll. maíkl. 17. í titilhlut- verki verðut' Kristján Jó- hannsson tenór og verður þetta í fyrsta sinn sem hann syhgur hlut- verk Otellos. Önnur hlut- verk verða í höndum Luciu Mazzaria, An- tonio Marceno og Alan Titus sem koma frá Ítalíu og íslensku söngvaranna Alinu Dubik, Lofts Erlingssonar, Jóns Rún- ars Arasonar og Sigurðar Skagfjörð Steingrímssonar. Þá hefur Kór íslensku óperunnar stóru hlutverki að gegna. Hljómsveitarstjóri verður Rico Saccani. Tónlistarvor í Fríkirkjunni TÓNLEIKAR helgaðir hljóð- færaleik, þeir fyrstu af þremur tónleikum í tónleikaröð sem nefnd er Tónlistarvor Fríkirkj- unnar, verða haldnir í Fríkirkj- unni þriðjudaginn 7. maí næst- komandi kl. 20.30. Flytjendur eru Auður Haf- steinsdóttir fiðla, Ilka Petrova þverflauta, Violeta Smid orgel og Pavel Smid orgel. Burtfarar- próf í Lista- safni Islands TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni íslands, þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Hrafnkels Orra Egils- sonar selló- leikara frá skólanum. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Á efnis- Hrafnkell skrá eru Orri Egilsson Svíta nr. 2 í d-moll BWV 1008 fyrir ein- leiksselló eftir J.S. Bach, Són- ata fyrir selló og píanó nr. 3 í A-dúr op. 69 eftir Beethoven, Tilbrigði um slóvakískt þjóðlag eftir Martinu og Sónata fyrir selló og píanó í g-moll op. 65 eftir Chopin. Aðgangseyrir er 300 kr. Kynlífsheilbrigði, Menning og samfélag. í viðauka er heimilda- skrá yfir íslenskt efni í kynfræðslu. Leiðbeiningarnar eru fyrstu til- lögur sem lagðar eru fram hérlend- is að ramma, eða grunni, fyrir al- hliða kynfræðslu í skólum. Kennar- ar geta notað leiðbeiningarnar sem fræðilegan grundvöll kennslu. Einnig geta þær komið að gagni í námi kennara eða starfsþjálfun. Bókin kostar 1.000 kr. og ertil sölu á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, Barnónsstíg 47,101 Reykja- vík. Þar máeinnig panta hana. % % TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1996-1997. Mittur verður einn styrkur að upphæð 500.000 kr. Verður þetta fimmta úthlutun sjóðsins. U msóknir með upplýsingum um námsferil og fram- tíðaráform sendist fyrir 15. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar Selvogsgrunni 27 104 Reykjavík Umsóknum fylgi híjóðritanir.; raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hœfni umscekjanda. LISTMUNIR eftir Guðbjörgu. Guðbjörg sýnir í Smíðar & skart Blóðsuga í Brooklyn Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.