Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Barnavernd og kynferðisbrot AÐ UNDANFÖRNU hafa vaknað spumingar um störf barnaverndaryfirvalda í málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Slíkt ofbeldi veldur flóð- bylgju tilfínninga og eðlileg við- brögð eru að leita allra leiða til að fyrirbyggja að þetta geti nokk- urn tíma komið fyrir aftur. Þá vakna spurningar um hvaða leiðir séu færar, hvaða skyldur hvíli á opinberum aðilum sem ætlað er lögum samkvæmt að vernda böm og hvað megi betur fara í þessum efnum. Sérstaklega hefur verið horft til þess hvað gera skuli þeg- ar upplýsingar berast um tilvist ákveðins aðila sem áður hefur verið grunaður um eða dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og án þess að fyrir liggi nein sérstök vitneskja um áfram- haldandi brot. Hér verður reynt að varpa nokkm ljósi á skyldur bamaverndamefnda í þessum efnum eins og lesa má þær úr lögum um vernd bama og ung- menna nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995. Vernd eða refsing Segja má að tvö opinber kerfí taki aðallega á kynferðisbrotum gagnvart bömum, refsikerfið og bamavemdarkerfíð. Kerfín tvö em oft borin saman og því er nauðsyn- legt að nefna að það gilda ólíkar gmndvallarreglur í þessum tveimur kerfum. í fyrsta lagi þarf að leggja áherslu á að markmiðin era ólík og í öðm lagi að málsmeðferð er ólík. Markmið refsikerfisins er að refsa brotamönnum. Forsendur þess em skýrar afmarkaðar regl- ur um hvaða háttsemi telst refsi- verð, afmörkuð viðbrögð við hveiju broti og refsirammi í hverju tilviki. Málsmeðferðin byggist á því að sérhver maður er talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð, allur vafí er skýrður sakbomingi í hag og oft sagt að betra sé að níu sekir gangi lausir en að einn saklaus sé dæmdur. Markmið barnavemdarkerfís- ins er að vemda börn. Forsenda þess er sú staðreynd að ógerlegt er að afmarka allar þær aðstæður sem upp geta komið í lífí barna og ungmenna sem þykja kalla á sérstakar aðgerðir af hálfu yfir- valda sem þó verður að setja ein- hver mörk. Kerfíð er af ásettu ráði sveigjanlegt og viðbrögð háð ýmsum matskenndum atriðum. Jafnframt er lögð áhersla á að reglur gefí nokkuð skýr fyrir- mæli um til hvers er ætlast svo að ekki verði tilefni til mismun- andi og ólíkra túlkana og að- gerða. Málsmeðferðin einkennist af því að barnavemdarkerfinu er skylt að bregðast við rökstuddum gmn um að barn sé í hættu og vafí er gjaman skýrður barninu í hag. Þegar bæði kerfín vinna í sama málinu veldur þetta því að óhjá- kvæmilega skiljast leiðir og mikilvægt er að hvort kerfí fyrir sig sé meðvitað um sitt hlutverk. Það er nauð- synlegt að nefna mis- mun þessara tveggja kerfa þar sem leggja þarf áherslu á að mjög erfítt er að draga ályktanir af skýram meginreglum refsi- kerfisins og heimfæra þær upp á bama- verndina. Þannig eru barnavemdaryfírvöld ekki háð ferli máls gegnum refsikerfið en jafnmikilvægt er að ekki má gera þá kröfu að bama- verndaryfírvöld geri markmið refsikerfísins að sínum. Friðhelgi Eftir stendur að freista þess að afmarka heimildir og skyldur barnavemdaryfirvalda. Skv. lög- um um vemd bama og ungmenna hvílir barnavemd fyrst og fremst á herðum bamavemdarnefnda. Á vegum hvers sveitarfélags í land- inu skal starfa barnaverndar- nefnd skipuð fímm mönnum, bæði Markmið bamavemdar- kerfísins, segir Hrefna Friðriksdóttir, í fyrstu grein sinni um kynferð- isafbrot gegn bömum, er að vemda þau. konum og körlum. Nefndarmenn skulu vera kunnir að grandvarleik og bera gott skyn á þau mál sem barnavemdamefnd fjallar um. Minni sveitarfélög skulu samein- ast um kosningu bamavemdar- nefnda auk þess sem heimilt er að fela félagsmálanefndum störf barnavemdamefnda. Þá skulu barnaverndarnefndir ráða sér- hæft starfslið sem heimilt er að fela könnun og meðferð einstakra mála eða málaflokka. Meginþáttum í starfí bama- vemdarnefnda er m.a. lýst þannig að þeim ber að hafa eftirlit með aðbúnaði, hátterni og uppeldis- skilyrðum bama og ungmenna í þeim tilgangi að greina sem fyrst vanda þeirra sem búa við ófull- nægjandi aðstæður, sæta illri meðferð eða eiga í félagslegum erfiðleikum. Þá ber bamaverndar- nefndum að beita þeim úrræðum skv. barnaverndarlögum sem best eiga við hveiju sinni og heppileg- ust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð barna eða ungmenna. Lagasetning um bamavernd ræðst augljóslega af mikilvægum hagsmunum varðandi öryggi og velferð bama. En það er jafn ljóst að hér er átt við persónuleg málefni og einkalíf manna. Vandinn er að tryggja velferð og öryggi bama og ung- menna án þess að skerða um of frið- helgi einstaklinga. Bæði túlkun núgild- andi laga og heimildir til að setja ný lög era takmarkaðar af ákvæði 71. gr. stjórn- arskrár íslands nr. 33/1944 um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Skv. þessu ákvæði er einungis heimilt að takmarka friðhelgi með lögum í þeim tilvik- um þegar brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Þetta lýsir ákveðnum vanda - annars vegar er löngunin og skyldan til að vernda öll böm fyr- ir skaða - hins vegar er réttur fólks til að lifa lífi sínu í friði fyrir bamaverndaryfirvöldum. Mat á því hvenær um árekstur þessara réttinda er að ræða, eða hversu mikið friðhelgi einkalífs manna verður að víkja fyrir vernd barna, er stundum erfítt. Þá er þetta mat í sífelldri þróun þar sem mannréttindaákvæði verða að vera sveigjanleg svo þau haldi gildi sínu þegar þjóðfélagið og aðstæður breytast. Kynferðislegt ofbeldi gegn bömum er gott dæmi um þjóðfé- lagslegt vandamál sem hefur tek- ið miklum breytingum undanfarin ár. Á nokkuð skömmum tíma hafa rutt sér til rúms ýmsar kenn- ingar sem setja svip sinn á um- ræðuna, svo sem um sérstök rétt- indi bama og viðurkenning á til- vist barna sem sjálfstæðra ein- staklinga, samhliða kenningum um ósjálfstæði bama og nauðsyn til að vernda þau, viðurkenning á kynferðislegu ofbeldi gegn böm- um og fordæming þess, kenningar um áhrif þessa ofbeldis og um brotamenn. Þessi umræða hefur gert málin sýnilegri en líka gert þennan brotaflokk sérstakan. Þetta hefur fætt af sér almenn, hörð og ein- dregin viðbrögð samfélagsins um að beijast gegn kynferðislegu of- beldi gegn bömum með öllum til- tækum ráðum, og hér era fáir sem leggja inn gott orð fyrir meinta brotamenn. Kannski er hægt að segja á stjómarskrárbundnu máli að almennt sé talin svo brýn nauð- syn til að vernda mjög mikilvæg réttindi barna til að vera ekki beitt ofbeldi, að réttlætanlegt sé að skerða réttindi meintra brota- manna. Höfundur er lögfræðingur Bamavemdarstofu. Hrefna Friðriksdóttir Burt með kvót- ann - glæp aldarinnar LOKSINS! Loksins hrökk þjóðin við. Fréttin um „yfir- töku“ Samheija á Hrönn hf. og þar með Guðbjörgu ÍS kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, aðeins um ári eftir sjónvarpsviðtal við skipstjóra og einn aðal- eiganda hins nýja og glæsilega skips, sem þá var að bætast í flota landsmanna. Ég undrast ekki þótt þessi fráneygi sæhauk- ur gleddist yfir að stíga um borð í eitthvert full- komnasta atvinnutæki heims, þó að margir hefðu látið í Ijós nokkrar efasemdir um að rekstr- argrandvöllur væri fyrir svo hrika- legri fjárfestingu. En svo kom högg- ið, og það var hnípinn maður sem talaði til þjóðarinnar nú fyrir skemmstu, og útskýrði „hagræðing- una“ með því að hverfa inn í Sam- heija. Samkvæmt upplýsingum DV er þó bót í máli að þeir Hrannar-menn fara ekki alveg skítblankir út úr ævintýrinu, eiga að sögn blaðsins tæpa tvo milljarða og bætast því tæplega við þann fjölda sem nú lifir undir fátæktarmörkum. Nú er það svo að samkv. lögum er það þjóðin sem á þessa fjármuni (þ.e. kvótann) en ekki bara „sægreifamir“. Þetta er bara hluti þess sem búið er að ræna frá þjóðinni og hefði verið nefnt þýfi á meðan hlutimir voru nefndir réttu nafni. Frændur okkar Færeyingar tóku upp kvótakerfi í útgerðinni að ís- lenskri fyrirmynd, en hvað gerðist, strax og þeir sáu afleiðingarnar skáru þeir kvótakerfið niður við trog með þeim ummælum, að hefði það fengið að standa lengur hefði það riðið færeyska þjóðfélaginu að fullu. Þegar skuttogaramir sáust fyrst hér við land fengu þeir nafnið ryk- sugur, þó voru þau skip ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem síðar varð. Nú þegar skuttogaramir hafa stækkað um helming sumir hveijir og vélarorkan tvö- til þrefaldast, er engu líkara en þetta séu heilagar kýr og nánast guðlast að gagmýna hvemig svokölluð fiskveiðistefna er útfærð, enda hafa Kristján Ragnars- son og hans nótar unnið að því hörð- um höndum að eyðileggja véibáta- flotann, einmitt þær tegundir báta sem voru undirstaðan undir rekstri frystihúsanna vítt um land. Það var heldur ekki amaleg tilhugsun fyrir sægreifana að geta gramsað í íjölda vélbáta sjómanna, þegar búið var að taka frá þeim lífsbjörgina, rústa bátana niður - auðvitað í hagræð- ingarskyni, hafa svo bara „hæfilegt" atvinnuleysi til að tryggja að karl- amir væru ekki með neitt múður, enda þá hægast að segja þeim að „taka pokann", slegist væri um „plássið" og trúlega myndu þeir þá velja þann kostinn að þegja, jafnvel þó svolítill böggull fylgdi skammrifi, að „smávegis" þátttaka í kvótakaup- um væri innifalin svona til bragðbætis. Tilgangur kvótakerf- isins var ekki fiskvernd- arstefna íyrst og fremst, því hefði svo verið takmörkun í sókn að sjálfsögðu beinst að þeim veiðiaðferðum sem verst fara með lífríkið, það er botnsköfunum, botnvörpu og dragnót. Nei, sægreifarnir sáu sér leik á borði þar sem nokkuð hafði dreg- ið úr þorskaflanum eins og hann var mestur, nú skyldi flotinn minnkaður sögðu þeir, ráðist var að vélbátaflotanum sem var undirstaða frystihúsanna, togur- um hleypt upp á bátamiðin, þrengt svo að smábátaútgerðinni sem mest mátti og um leið högum fiskverka- fólks og afleiðingamar létu ekki á sér standa. En nú er Hrunadansinn á enda, þjóðin hefur loks vaknað. Þverpólitísk samtök munu koma misvitrum þingmönnum og ráðherr- um í skilning um að tími flokksaga og hlekkja er liðinn. Ef stjórnmála- flokkamir mmska ekki, og það strax, stefna þeir þjóðinni til átaka því það verður aldrei liðið að nokkr- ir tugir útgerða komist upp með að sölsa undir sig sameign þjóðarinnar. Ef stjómmálaflokk- amir rumska ekki og það strax, segir Guðmundur G. Hall- dórsson, stefna þeir þjóðinni til átaka. Vænlegasta leiðin út úr ógöngun- um er að afnema kvótann með einu pennastriki, taka upp 50 mflna land- helgi sem sótt væri í með kyrrstöðu- veiðarfæri, þ.e. línu, handfæri og netum, takmörkunum væri aðeins beitt með skyndilokunum, svæðalok- unum vegna uppeldis- og hrygning- arstöðva, að öðru leyti væri sóknin fijáls, en um rækjuveiðar giltu sér- reglur. Isfisktogaramir fengju svæði milli 50-200 mílur en fiystitogarar úthafsmið og nytu þeir einir úthlut- aðra aflaheimilda utan tvö hundruð mílna. Það er viðurkennt nú að 15-20 togarar verði verkefnalausir á þessu ári. Hvar eru nú allir hagfræðingarn- ir? Sumir þingmenn sjá hvert stefnir, en allt of margir virðast ekki heyra rödd þjóðarinnar. Trúlega berst hún þeim ekki til eyrna í gegnum glasa- glaum kokkteilboða lénsherranna sem nú reyna að sölsa undir sig þá stærstu auðlind sem þjóðin á, og ein getur gert komandi kynslóðum kleift að lifa í þessu landi. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri á Húsavík og gamall sjómaður. Guðmundur G. Halldórsson j_borgar sig að hafa hraðann á og gera góð kaup. A þessari útsölu eru efni og áhöld til að fegra heimilið -■—ódýr. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFEFNI VEGGFODRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF ? A X A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.