Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 28

Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Að syngja fyrir þjóðir“ Morgunblaðið/Golli „SAMLEIKUR" Jóhanns Smára Sævarssonar og Maris Skuja var eins og best verður á kosið segir í umsögn um tónleika þeirra. TONOST íslcnska ópcran EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jóhann Smárí Sævarsson og Maris Skuja fluttu söngverk eftir Tsja- íkovskij, Rachmaninov, flmm íslensk sönglög og aríur eftir Beethoven, Bellini, Mozart og Verdi. Þriðjudag- urinn 15. apríl, 1997. FRÁ því að Jóhann Smári söng hlutverk Colline í La Bohéme, sem uppfærð var í Borgarleikhúsinu á vegum Óperusmiðjunnar, hafa borist fregnir að utan af góðum náms- árangri og að hann hefur verið ráð- inn til starfa við óperuna í Köln. Nú kemur hann heim til að innsigla stöðu sína sem fullgildur óperu- söngvari með tónleikum í íslensku óperunni. Efnisskráin var þrískipt, fyrst rússnensk sönglög, þá íslensk og síðast fjórar óperuaríur. Rúss- nesku sönglögin eru flest iítt kunn nema ef til vill fyrsta lagið, Nei, aðeins sá hefur þekkt þá þrá, af- burðafagurt söngverk eftir Tsja- íkovskij, sem Jóhann Smári mjög failega og af fimm lögum eftir Rac- hmaninov, var síðasta lagið, Í þögn leynardómsfullrar nætur, sérlega vel flutt. Rússnesku lögin voru í heild mjög vel flutt og átti undirleikarinn Skuja þar stóran hlut, með frábær- um leik sínum, sérstaklega í lögun- um eftir Rachmaninov, sem mörg eru krefjandi fyrir píanistann. Þá var leikur Skuja í íslensku lög- unum ekki síðri, sérstaklega í Kvöld- söng Markúsar Kristjánssonar og Sverri konungi, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem Jóhann Smári söng af glæsibrag. Rósin eftir Árna Thorsteinsson var fallega sungin en í leikrænu lögunum, Nirflinum, eftir Karl 0. Runólfsson og Tengdamæðr- unum, eftir Atla Heimi Sveinsson, sýndi Jóhann Smári að hann kann eitt og annað sem heyrir til leikrænn- ar túlkunar, eins og heyra mátti einnig í aríu Rocco, úr fjórða atriði óperunnar Fidelio, eftir Beethoven, og í La vendetta, aríu Bartolos úr fyrsta þætti Brúðkaupsins, eftir Mozart. Fíngerður og ljóðrænn flutningur einkenndi Vi rawiso, aríu úr La Sonnambula, eftir Bellini og í tveim- ur síðustu aríunum, sem eru eftir Verdi, sýndi Jóhann Smári að hann hefur á valdi sínu að túlka á sann- færandi máta tilfinningaþrungin átök, eins í aríunni „Come dal ciel precipata" úr Macbeth og „Ella giammai m’amo", aríunni frægu úr Don Carlos. Með þessum tónleikum hefur Jó- hann Smári fært okkur heimamönn- um sanninn um að hann er góður söngvari og ræður yfir töluverðri breidd í túlkun, þótt enn eigi hann verk að vinna varðandi há- og lág- svið raddarinnar. Með honum lék aldeilis ágætur píanóleikari, Maris Skuja, er átti einnig þátt í sterkri túlkun á Verdi aríunum, rómantík- inni hjá Beilini og grárri gamansem- inni hjá Mozart og Beethoven. „Sam- leikur" þeirra var eins og best verð- ur á kosið. Jóhann Smári Sævarsson fyllir nú þann flokk efnilegra ein- söngvara, sem haslað hafa sér völl við óperuhús erlendis, til að „syngja fyrir þjóðir“. Jón Ásgeirsson Kórsöngiir í Laugar- neskirkju KÓRTÓNLEIKAR verða í Laugar- neskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á tónleikunum syngja og stjórna nemendur úr Tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Eru þessir tónleikar síðasti hluti af kórstjórnarprófí þeirra nemenda er taka lokapróf í kórstjórn, segir í kynningu. Kór Tónlistarskólans mun einnig syngja, en stjórnandi hans er Mar- teinn H. Friðriksson. -----» ♦ ♦--- Sesselja Björnsdóttir opnar sýningu SESSELJA Björnsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls föstudaginn 18. apríl kl. 16. Sesselja hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis, segir í kynningu. Ljós og skuggar I) 6x6x4-AB, 1996 MYNPUST Kjarvalsstaöir RÝMISLIST LARRY BELL Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 11. maí. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 900 krónur. MINIMALISMI eða naumhyggja eins og mörgum er tamt að nefna stílheitið, á dijúgu fylgi að fagna í þröngum hópi hér í þessu víðáttu- mikla stijálbýla landi fjölbreytileika og veðrabrigða. Jafnframt eru þeir öðrum fremri í markaðssetningu fyrirbærisins eins og fram kemur, og mörgum er nóg um í dvergþjóð- félginu, því eitthvað hlýtur að láta undan er ein stefna er tekin upp sem trúarbrögð, öllum öðrum æðri. Listamaðurinn Larry Bell kemur hins vegar frá risaþjóðfélagi þar sem hugsanagangurinn er allt annar, hrátt skipulag, hraði, hávaði og hamagangur ríkir og einfaldleikinn og þögnin sem vin í eyðimörk. Að liststefnan skyldi fundin upp í mark- aðsþjóðfélaginu Bandaríkjunum, er eins skiljanlegt og að Chagall færi að nota rússneskar þjóðsögur sem myndefni. Fólkið á dúkum hans að auk án þyngdarafls sem má bæði vísa til íkonamálverksins og tím- anna, upphafs flugsins og afreka Wrigth bræðra og Blériots í næsta sjónmáli. Á þennan ákveðna hátt eru sjón- listir sagnfræði, mun meiri sagn- fræði en aðrar listir, jafnvel bók- menntir, yfirgengur ritaðar lýsingar á mannlegum fyrirbærum með skynvíddum innra augans. Um þetta er öll listasagan til vitnis, ennfremur að fyrirbærið að vera þjóðlegur og um leið alþjóðlegur, er að skynja samtíð sína og umhverfi jafnt með ytra sem innra auga, hvort heldur það sé gert með kajdri rökhyggju eða tilfinningafuna. Á hvorutveggja jafn mikinn rétt á sér, sem allt þar á milli, svo fremi sem framsetningin sé hrein fersk og safarík, það er íjölbreytni tegundanna sem máli skiptir í lífi og náttúru en ekki ein tegund né eitt afmarkað svið eða miðja. Minimalismi eða, primary strukt- ures, eins og listastefnan nefndist í upphafi, markar grunnbyggingu forma og var beint gegn ofurveldi poplistarinnar og sértæku úthveru innsæi (abstrakt expressjónisma) sem voru leiðandi stefnur um mið- bik sjöunda áratugarins. Ameríski listrýnirinn Richard Wollheim er sennilega faðir hugtaksins, en hann notaði það í fyrsta skipti 1965, er hann skilgreindi verk með minnsta mögulegu innihaldi. Málarinn Bar- bara Rose tók skilgreininguna upp varðandi eigin verk í mjög eintóna litum. Leiti menn lengra til baka finna þeir röð mynda, sem ameríski málarinn Alexander Liberman skil- greindi með nafninu „minimum" 1950. Og málarar eins og Ad Rein- hardt, Barnett Newman og Josef Albers unnu á skyldum grundvelli í mjög takmörkuðum formum fárra og eintóna litaheilda. Ekki má svo ganga framhjá harðflatalist Ken- neth Nolands, „Hard Edge“ né áhangendum litaskipulagsins „Colo- ur Fielding" svo sem Alfred Jensen, Jo Baer og Myriam Sharphio. Og leiti maður enn lengra aftur í söguna, ber að rannsaka málfræði hinnar hreinu skreytilistar, eða „The grammar of ornament" í Aust- urlöndum nær og íjær fyrir árþús- undum, ásamt vægi einfaldra forma í húsagerðar- og hvers konar brúks- listum. Það eru menn eins og Dan Flavin, Donald Judd, Robert Moris, Carl André og John McChracken, sem helst tengjast upphafi lista- stefnunar með rúmfræðilegum grunnformum í þrívídd. Aðallega teningum, plötum, girðingum, köss- um og römmum úr ýmsum efnum eins og tré, áli, steini og stáli, sem á kerfisbundiiin hátt er raðað upp í tilfallandi rými. Stærðir og fyrir- ferðir hlutfallanna ásamt einfald- leika framsetningarinnar, er form- gerðin birtist í frumgerð sinni, eiga að marka hina listrænu lifun. Þar með renna form, efni, rými og ljós- áhrif saman í eina heild og er þetta undanfari hinna svonefndu innsetn- inga „Installationa" sem eru þó meira sviðsmyndir. Grunnform minimalismans eru sett fram sem tímalaus óbreytanleiki, afdráttar- leysi þeirra og yfirsýn eiga að þjappa saman aðalatriðunum. Ollu skreyti er hafnað til hags fyrir hið stranga formmál hlutarins og skýr- leika rýmisáhrifanna. Inn á þetta afmarkaða svið þrengir sét nafn Larry Bell, sem upprunalega vann í málverkum sér- tæks úthverfs innsæis, sem smám saman nálgaðist strangflatalistina, og hóf þá um leið að vinna með smákassa úr tré og sprungnu gleri. Seinna gerði hann smíðisverk úr gleri speglum og lérefti og loks hefur hið hreina gler verið megin- uppistaðan í list hans svo snemma sem frá 1964. í uppsláttarbókum er Bell ekki skilgreindur sem minimalisti, þótt hann sé sagður hafa tilhneigingar í þá átt að hlutleysa, og/eða leysa upp efnið, þannig að ljósið og hið gagnsæja yfirborð er í aðalhlutverk- inu. Efnið sem hann vinnur með verður þá í senn óáþreifanlegt sem áþreifanlegt og sjálfur vill hann réttilega nefna sig, sensúalista, væntanlega í þeim skilningi að hann vinni með skynjanir á formum og efnum í ljósi viðbragða þeirra á fólk. í þá veru telur hann verk sín hvorki hugmyndafræðileg né minimölsk nema með skírskotun fyrir sig per- sónulega og hvernig honum fmnst ljósið vinna með efninu. Ljósið sjálft og yfirborð glersins er þá öllu frek- ar miðill hans en áþreifanleg fyrir- ferðin. Gler hefur verið þekkt frá því 3.000 árum fyrir tímatal okkar og var sennilega fundið upp af Egyptum. í Evrópu var snemma á miðöldum farið að vinna í gler svo að efnið er ævagamalt og vinnsla þess litlum takmörkum sett um fjöl- breytni. Glerið er stór þáttur í húsa- gerðarlist og hrein vísindi hvernig birtan að utan er látið leika gegnum það, þótt lítið fari fyrir þeim í landi þar sem gluggar virðast vera gerðir fyrir gardínur sem byrgja fyrir ljós- gjafan. Hið síðasta er útúrdúr en þó ekki án tilgangs, því glervek Larry Bells að Kjarvalsstöðum ættu að opna augu ýmissa fyrir frumþáttum efn- isins og möguleikum þess sem varð- andi lífrænt samspil ljóss og skugga. Vafalítið er komið ágætt dæmi um vinnubrögð Bells í þessum fáu glerverkum í vestursal, og það er rétt hjá Iistamanninum að hið opna og ósveigjanlega rými fellur afar vel að þeim. Jafn vel og það fellur illa að ýmsum öðrum tegundum sjónlista vegna gervibirtu og staðrar lýsingar. Að öllu jöfnu truflandi endurspeglunin í parketgólfinu gef- ur honum að auk möguleika á nýrri vídd og því er rýmið sem sniðið að list hans. Sýningin hefst á firnalangri röð litríkra smámynda „Brotl-135“, sem sýna tengsl listamannsins við hið fagurfræðilega, og er um að ræða að skila frá sér áhrifum sem hann varð fyrir af landinu á fyrri ferð sinni. það er ekki fyrr en við endurtekna skoðun að þessar mynd- ir fara að njóta sín vegna þröngrar upphengingar, sem þætti forkast- anleg ef hérlendur málari ætti í hlut. Er sambandi er náð við einstaka myndir kemur í ljós að hér er snjall og skipulagður málari á ferð, sem sker sig frá félögum sínum er sum- ir koma ekki nálægt handverkinu sjálfir. Eftirtektarvert er svo, að þessi fagurfræðilega kennd frekar stigmagnast í einfaldleika glerverk- anna, minnst þó í minni verkunum tveim í öðrum sal, magnast til allra muna í þeim þriðja og nær hámarki í þeim innsta. Þetta margslungna verk hlýtur að vera meistarstykki frá hendi Larry Bells, fyrir fjölþætt- ar, mjúkar og margræðar speglanir, leik með ljós og skugga, skýra og klára formræna samspil þessara þátta. Ekki að undra þótt stjörnu- arkitektinn Frank Gehry hafi viljað virkja þennan meistara rýmislistar- innar, þótt sjálfur hafí Bell svo val- ið að gera fígúratívar bronsstyttur! Innsiglar sjálfstæði hans sem lista- manns, er lætur ekki utanaðkom- andi marka sér leiðir. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.