Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						í í   reei trúoa .?.r fluoAauaívaiM
10    MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
(HÖAJaVÍUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Haldið upp á 150 ára afmæli verslunar á Borðeyri við Húnaflóa
Það kemur sennilega fáum
ferðalangnum í hug sem
kemur við á Borðeyri að þar
hafi einhvern tíma verið blómlegur
verslunarstaður. íbúar kauptúns-
ins eru um tuttugu talsins, eyrin er
lítil og þau hús sem þar eru standa
sum hver auð.
Þegar betur er að gáð má sjá að
verið er að gera upp eitt fallegasta
húsið á staðnum, Riis-húsið. Það
var lengst af íbúðarhús en var
einnig notað sem verslunarhús-
næði. Það er kennt við kaupmann-
inn Richard P. Riis, sem verslaði á
Borðeyri í þrjátíu ár. Það er við
hæfi að endurbætur séu hafnar á
þessu merka húsi einmitt í ár þeg-
ar íbúar Bæjarhrepps minnast 150
ára verslunarafmælis staðarins.
Sérstök afmælisnefnd afréð að
minnast afmælisins með ljós-
mynda- og munasýningu um menn-
ingu og mannlíf á Borðeyri þar
sem áhersla er lögð á verslunar-
sögu þorpsins. Rakel Pálsdóttir
nemi í þjóðfræði við HÍ var ráðin
framkvæmdastjóri hátíðarinnar og
setti hún upp sýninguna. Munir og
myndir koma víða að, m.a. frá
byggðasafninu á Reykjum og Þjóð-
minjasafninu. Auk þess fór Rakel á
milli bæja í Bæjarhreppi og falað-
ist eftir munum á sýninguna. Hún
segir sér hafa verið tekið vel og er
árangurinn með ágætum eins og
sjá má á sýningunni.
Ennfremur prýða myndir eftir
Þorvald Skúlason veggi Grunn-
skólans á Borðeyri sem hýsir sýn-
inguna. „Þorvaldur fæddist á Borð-
eyri og bjó hér fyrstu árin, þess
vegna teljum við okkur eiga hlut í
honum," segir Georg Jón Jónsson
bóndi á Kjörseyri og formaður af-
mælisnefndar Borðeyrar. „Við
segjum líka stundum að veldi
Thorsaranna eigi rætur sínar hér
því ættfaðir þeirra Thor Jensen
eignaðist sína fyrstu eign her,"
heldur Georg áfram og brosir út í
annað: „Thor kom til Borðeyrar
bláfátækur verslunarlærlingur.
Daníel Jónsson bóndi á Þórodds-
stöðum gaf honum lamb sem er lík-
lega það fyrsta sem hann eignaðist.
Thor bar alltaf hlýhug til staðarins
eins og kemur fram í minningum
hans."
Staður með
merka sögu
Georg er manna fróðastur um
Borðeyri, enda hefur hann skrifað
kafla um Borðeyri í væntanlega
bók um Strandasýslu. Hann segir
það vera eitt af markmiðum þess-
arar afmælishátíðar að vekja at-
hygli á Borðeyri og þeirri merku
sögu sem hefur átt sér stað þar.
„Það eru ótrúlega margar hug-
myndir sem höfðu mikil áhrif á
sögu seinni hluta nítjándu aldar og
fyrri hluta þeirrar tuttugustu sem
kviknuðu hér á Borðeyri. Þar með
á ég ekki við að ef Borðeyrar hefði
ekki notið við hefði ekkert breyst á
íslandi heldur að á Borðeyri voru
miklir hugsjónamenn sem voru
með á nótunum."
Hér á Georg við menn eins og
Pétur Eggerz sem fluttist til Borð-
eyrar árið 1857 og hefur verið
nefndur faðir Borðeyrar. Pétur
var umsvifamikill í verslun Borð-
eyrar og reisti nokkur hús á staðn-
um, þ.ám. Riis-húsið. Pétur var
stórhuga og stofnaði Lestrarfélag
Húnvetninga auk þess sem hann
og búfrömuðurinn Torfi Ólafsson
unnu að stofnun alþýðuskóla á
Borðeyri. Ekkert varð úr fram-
kvæmd síðari hugmyndarinnar en
eins og Georg bendir á var hún
einn af mörgum undanförum
skólahalds fyrir almenning í land-
inu.
Pétur er þó þekktastur fyrir
hlut sinn í félagsverslun Húnvetn-
inga, svokölluðu Borðeyrarfélagi,
sem sett var á laggirnar árið 1870.
Borðeyrarfélagið var hlutafélag og
um hríð öflugasta tilraun íslend-
inga til að koma á fót innlendri
verslun ásamt Gránufélaginu. Því
Morgunblaðið/Kristinn
Á BORÐEYRARTANGA er að finna elstu hús staðarins. Hér má t.d. sjá f.h. sláturhúsið, kaup-
félagið, Riis-hús og símstöðina.
A Borðeyri
kviknuðu margar
góðar hugmyndir
Um þessar mundir
er haldið upp á
150 ára verslunaraf-
mæli Borðeyrar við
Húnaflóa. Sigríður
B. Tómasdóttir sótti
staðinn heim, skoðaði
minjasýningu sem
sett hefur verið upp
og fræddist um sögu
Borðeyrar í fortíð
og nútíð.
JÓNAS Rafnsson málar þak kaupfélagsins.
GEORG Jón Jónsson fræðir Þór Gunnarsson og börn hans,
Sölver Inga og Helgu, um Iiðna tíð.
var ætlað sama hlutverk og kaup-
félögum bænda síðar meir.
En svo vikið sé aftur að afmælis-
hátíðinni þá er hún haldin til að
minnast þess þegar Borðeyri varð
löggiltur verslunarstaður með kon-
ungsbréfi í desember 1846. Ekkert
er getið um verslun á Borðeyri á
tímum einokunar. í fornum heim-
ildum er hins vegar oft getið um
MEÐAL þess sem gestir geta
skoðað eru gömul pdstkort.
Borðeyri í sambandi við siglingar
og farmennsku. Að sögn Georgs
bendir allt til þess að Borðeyri hafi
verið í tölu meiri háttar siglinga-
og kauphafna hér á landi frá fyrstu
tíð og fram á 13. öld. En þegar
komið var fram á átjándu öld var
verslun úr Hrútafirði einkum sótt
til Stykkishólms eða Búðakaup-
staðar. Eins og gefur að skilja voru
Strandamenn lítt ánægðir með
þetta ástand, miklar fjarlægðir
réðu því að verslunarferðir voru
langar og strangar.
Reimt í Riis-húsi
Eftir að Borðeyrarfélagið lagði
niður laupana var verslun í hönd-
um kaupmanna. Arið 1890 komst
hún í hendur Richard P. Riis sem
rak um tíma einu verslunina á
Borðeyri. Menn óttuðust í byrjun
veldi kaupmannsins en sá ótti
reyndist ástæðulaus og var Riis
vinsæll og virtur. Veldi Riis var
mjög mikið, hann færði út kvíarnar
og verslaði bæði á Hólmavík og
Hvammstanga. Georg segir Riis
aldrei hafa yfirgefið Riis-hús,
menn hafi orðið hans varir í hús-
inu. Hann segir það góðs viti, enda
hefur Riis-hús varðveist eitt húsa
frá þessum tíma en tvisvar sinnum
hafa orðið stórbrunar á Borðeyri.
Á síðustu áratugum nítjándu
aldarinnar var verslunarsvæði
Borðeyrar mjög víðfemt. Þangað
sóttu bændur úr suðurhluta
Strandasýslu, úr Dalasýslu allt
vestur í Saurbæ, úr Norðurárdal
og Þverárhlíð í Borgarfirði og úr
Húnavatnssýslu austur að Vatns-
dal. Þegar sauðasala íslendinga
var í sem mestum mæh var Borð-
eyri aðalútflutningshöfnin norðan-
lands ásamt Akureyri. Vesturfarar
fóru einnig til fyrirheitna landsins
frá Borðeyri þannig að óhætt er að
segja að mikil umferð hafi verið um
staðinn um tíma.
Það var þó ekki eingöngu versl-
un sem menn sóttu til Borðeyrar,
veitingasala laðaði til sín viðsldpta-
vini. Jón Jasonarson reisti Verts-
húsið svokallaða árið 1880. Þar var
veitinga- og vínsala þangað til fót-
unum var kippt undan slíkri starf-
semi með áfengisbanninu 1912.
Símstöð var á Borðeyri frá árinu
1908 til ársins 1951 þegar hún var
flutt að Brú. Segja sumir þann
tíma blómaskeið Borðeyrar, enda
hafi unga fólkið sem þar vann sett
skemmtilegan svip á bæinn.
Árið 1974 var reist nýtt hús fyrir
Grunnskóla Borðeyrar. Það hýsir í
dag Sparisjóð Hrútfirðinga og er
miðstöð félagslífs fyrir sveitina.
Síðustu tvö árin hefur ekki verið
kennt á Borðeyri heldur hafa nem-
endur verið keyrðir að Reykjum,
hinum megin fjarðar.
Þrátt fyrir minnkandi umsvif á
Borðeyri er ágætur hugur í íbúum
Bæjarhrepps og Borðeyrar. Máni
Laxdal kaupfélagsstjóri segir íbúa
sveitarinnar halda tryggð við versl-
un í kaupfélaginu og óttast ekki um
framtíð Borðeyrar sem verslunar-
staðar. Georg bendir á að afmælis-
hátíðin á Borðeyri verði vonandi
fyrsta skrefið til að glæða staðinn
lífi. „Það er aðkallandi að finna t.d.
Riis-húsinu hlutverk. Víðs vegar
um landið hefur gengið ágætlega
að finna gömlum húsum nýtt hlut-
verk, t.d. með sölu veitinga. Hér
höfum við einnig mikinn áhuga á
því að handverkshópurinn í sveit-
inni verði með aðstöðu í Riis-húsi.
Þetta á þó allt eftir að koma í ljós,"
segir Georg.
Hann er bjartsýnn á framtíð
Bæjarhrepps og í sama streng tek-
ur Guðjón Ólafsson oddviti: „Við
erum að vonast til þess að það horfi
til betri vegar í málefnum landbún-
aðar eftir lægðina undanfarin ár."
Þegar talið berst að sameiningar-
málum verður lítið um svör en báð-
ir leggja áherslu á að þar þurfi að
fara hægt í sakirnar.
Það verður víst nóg af umræðu-
efni á afmælishátíðnni sem nær há-
marki sínu um helgina. Á laugar-
dag er boðið upp á gönguferðir,
grillveislu og kvöldvöku. Aðstand-
endur hátíðarinnar vonast til að sjá
sem flesta sveitunga sína, brott-
flutta Borðeyringa og aðra.
_L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52