Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HAFSTEINN GUÐMUNDSSON + Hafsteinn Guð- mundsson járn- smiður fæddist í Reykjavík 4. febrú- ar 1912. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 16. maí síðastliðinn. Haf- steinn ólst upp á Skjaldvararfossi á Barðaströnd. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son bóndi, siðast á Skjaldvararfossi, og Friðgerður Mar- teinsdóttir, og var hann elstur barna þeirra. Systk- ini Hafsteins eru: Unnur, f. 1914; Gyða, f. 1917, d. 1991; Guðmundur Friðgeir, f. 1918, d. 1972; Þórarinn Fjeldsted, f. 1920; Snæbjörn Gunnar, f. 1924; Lúðvík, f. 1925, d. 1977; Kristín, f. 1927, d. 1942. Hafsteinn kvæntist 4. júní 1938 Hansínu Jónsdóttur kenn- ara, f. 29. apríl 1906 í Miðdal í Laugardal, d. 6. júní 1991. For- eldrar hennar voru Jón H. Wi- um og kona hans Jónína Bjarnadóttir. Þau voru síðast búsett í Reykjavík, en bjuggu áður á Iðu í Biskupstungum. Börn Hafsteins og Hansínu eru: 1) Jónína, f. 29.3. 1941, safnvörður á Örnefnastofnun ís- lands. Maður hennar er Ármann Einarsson og eiga þau tvær dætur, Kristínu og Særúnu, og þrjú barnabörn. 2) Guð- mundur, f. 1.4. 1945, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. Kona hans er Þór- hildur S. Sigurðar- dóttir og eiga þau tvö börn á lífi, Jón Haf- stein og Hrefnu Katrínu, en látinn er Hrólfur Kári. 3) Hafsteinn, f. 28.6. 1950, rennismiður, rekur eigið verk- stæði í Kópavogi. Kona hans er Kristín Magnúsardóttir og eiga þau einn son, Gunnar Hans. Stjúpsynir Hafsteins eru Magnús og Hjörvar. Hafsteinn og Kristín eiga eitt barnabarn. 4) Gerður Hulda, f. 3.11. 1957, skrifstofu- maður hjá Blikksmiðjunni, tækni- deild ÓJ&K. Maður hennar er Runólfur Runólfsson og eiga þau þijú börn, Sigríði Hafdísi, Davíð Arnar og Atla Frey. Hafsteinn vann að búi foreldra sinna á Skjaldvararfossi, en fór nokkuð að heiman til sjóróðra eins og títt var um unga menn. Hann stundaði nám í unglinga- skóla í Flatey, og hélt síðar til iðnnáms í Reykjavík og lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólan- um í Reylqavík 1938. Hann vann um árabil í smiðju Árna Gunnlaugssonar að Laugavegi 71 í Reykjavík. Um 1960 hóf Hafsteinn sjálfstæðan rekstur í bflskúr sínum að Kambsvegi 33 í Reykjavík og stundaði þar járnsmíði allt til ársins 1998, þó í mjög smáum stíl síðustu árin, þegar heilsan var farin að bila. Smíðisgripir Hafsteins voru af ýmsum toga, s.s. handrið, hóf- járn og brennimörk, og skeifna- smíði var stór þáttur í störfum hans um margra ára skeið. Eitt stærsta verkefni Hafsteins var klukknaturninn við Langholts- kirkju í Reykjavík, en þar starf- aði hann sem meðhjálpari og kirkjuvörður á árunum 1961 til 1970. Hafsteinn var virkur í Félagi járniðnaðarmanna um árabil, sat í stjórn, var fulltrúi félags- ins á þingi Alþýðusambands Is- lands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Þá átti hann sæti í Iðnráði Reykjavíkur um skeið. Hafsteinn starfaði í Barð- strendingafélaginu í Reylqavík og var félagi í Kvæðamannafé- laginu Iðunni. Útför Hafsteins Guðmunds- sonar fer fram frá Langholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. in, en nú væri slökkt á aflinum og ekki yrði kveikt á honum aftur. Eftir það töluðumst við saman nokkrum sinnum og alltaf bar hann sig vel. Eg sá svo Hafstein síðast á spítalanum í þann mund er dauðinn, sem alla hefur undir að lokum, var að herða á honum kverkatökin. Hafsteinn hafði eignast góðan maka, Hansínu Jónsdóttur, sem hann missti af slysförum sumarið 1991, og góð böm og tengdaböm, og hann var því sáttur við lífið og tilveruna. Þegar Hafsteinn varð 80 ára (4.2. 1991), birti ég um hann í Morgunblaðinu smáafmælisrabb og fylgdi með verknaðarmynd af honum við skeifnasmíði. Mynd þessi hangh' nú á vegg í kaffístofu hesthússins ásamt mynd af skeif- um og vísu eftir hann, sem birtist annars staðar. Sýndi ég svo Haf- steini þetta að góðu tómi. Vísan lýsir iðju Hafsteins betur en flest annað og með henni, hans eigin orðum, vil ég kveðja þennan góða og dygga iðjumann. Vísan er þessi: Gott er að smíða gripi fríða, gleðja og prýða oft það má! Höndin snjalla hér lét falla harðan skalla jámið á. Eg færi eftirlifandi aðstandend- um Hafsteins einlægar samúðar- kveðjur. Þorkell Jóhannesson. Vinur minn, Hafsteinn Guð- mundsson, járnsmiður, lést sunnu- daginn 16. maí síðastliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Kynni okkar hcfðu staðið í ein 30 ár. Hafsteinn var þekktur af járn- smíðum sínum, hvort sem var rennismíði, logsuðu eða eldsmíði, sem þó raunar var oftast uppistað- an í verkum hans. Hann kom víða við í verkum sínum, en merkustu smíðaverk hans eru án efa í kirkj- unni hans, Langholtskirkju, þar sem hann verður nú kvaddur. Haf- steinn hafði á tímabili verið þar bæði kirkjuvörður og meðhjálpari og unnið þau störf af trúmennsku svo sem honum var lagið. Haf- steinn var trúmikill maður, en gerði einatt lítið úr. Leiðir okkar Hafsteins lágu saman í þeim punkti að mig van- hagaði um skeifur haustið 1969. Mikill og góður ferðamaður á hestum benti mér þá á handsmíð- aðar skeifur Hafsteins og ágæti þeirra. Urðu svo úr þessu föst við- skipti í nær 30 ár, sem aldrei bar skugga á, fyrst með góðum kunn- ingsskap og síðar með vináttu. Á síðastliðnu sumri lét Hafsteinn mig svo vita, að hann hefði lokið við að smíða fyrir mig vetrarjárn- Kveðja frá Barðstrendingafélaginu Það er svo einkennilegt með sumt fólk að það eldist ekkert. Svo var einmitt með vin okkar og góð- an félaga, Hafstein Guðmundsson, hann eltist aldrei þó árin sem hann átti að baki væru fleiri en hjá flest- um okkar. Hafsteinn var í áraraðir einn af virkustu félögum Barð- strendingafélagsins, mætti á allar samkomur og fundi og var virkur í öllu sem gert var. Hans sérstaka áhugamál var málfundadeildin sem hann stýrði lengi. Allir þeir sem þar komu minnast Hafsteins og Hansínu þegar þau stigu í pontu, mæltu á kjamyrtri og góðri ís- lensku og töluðu tæpitungulaust um þau málefni sem til umræðu voru. I stjórn félagsins var Haf- steinn í áraraðir, sat þar reyndar lengur en hann vildi. Við hin í stjóminni neituðum að hann hætti því þó hann væri elstur vom hans tillögur, áhugi og vinna meiri og betri en hjá flestum hinum yngri. Hann hlýddi okkur því lengi vel og sinnti sínu félagi af alúð, en svo kom að hann neitaði að sitja lengur í stjórn. Engu að síður hélt' hann sínu ötula stai'fi áfram meðan heilsa entist. Það er mikill fengur fyrir öll fé- lög að eiga félaga eins og Hafstein. Hann var fus til að gera allt sem þurfti, ávallt léttur í lund og hafði með lundinni góð áhrif á þá sem unnu með honum. Fyrir sín fórn- fúsu störf fyrir Barðstrendingafé- lagið fékk hann gullmerki félags- ins. Hugur Hafsteins var mikið fyr- ir vestan, hann hafði áhuga á öllu sem þar gerðist og fylgdist með mannlífi þar. Sýna þessar vísur hans sem ort- ar era í ferð félagsins um Barða- strandarsýslu hug hans til átthag- anna. Allt sem fyrir augu ber er yndislegt að líta: firði, eyjar, fjöll og sker og fjörusandinn hvíta. Heldur lifnar hugurinn við heimsókn í mín bemskulönd. En verður þetta í síðasta sinn sem ég kem á Barðaströnd? Við í Barðstrendingafélaginu þökkum Hafsteini góða samfylgd og vottum ættingjum hans samúð. Barðstrendingafélagið. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sór umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða vlð val á kistu og líkklæðum. I - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: j - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað I kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. I - Kross og skilti á leiöi. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35 - 105 Reykjavfk. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. + Guðrún Theó- dóra Beinteins- dóttir fæddist á Vesturgötu 26b í Reykjavík 12. októ- ber 1915. Hún lést á Landakoti í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. í Reykja- vík 1884, d. 28. nóv- ember 1974, og Beinteinn Thorlaci- us Bjarnason, söðlasmiður, f. 26. febrúar 1884, d. 7. desember 1917. Guðrún Theódóra giftist 18. október 1940 Hafliða Magnús- syni, kjötiðnaðarmanni, f. 6. júlí 1917, d. 30. maí 1998. Systkini Guðrúnar Theódóru eru Ólafur Beinteinsson, f. í Reykjavík 8. október 1911, og Sigríður Bein- teinsdóttir, f. í Reykjavík 25. júlí 1913. Guðrún og Hafliði voru barnlaus en Hafliði eign- Kæra Gunna frænka. Einhvemveginn er það nú þannig með þá sem lifa að þeim finnst að allir eigi að lifa að eilífu og allt eigi að hafa sinn vana gang. Svo þegar fólk eins og þú fer frá okkur hinum þá finnst okkur það svo ósanngjamt því að það var allt svo miklu betra áður. Ég á svo margar minningar um þig og á meðal þeirra em minningar um það þegar ég hef staðið við pínóið hjá henni ömmu og horft á þig hleypa fingmnum á skeið og stökki eftir nótnaborðinu. Einnig minn- ingar um þig og ömmu, systumar leika fjórhent eftirlætislögin ykkar. Fyrst þegar ég stóð við píanóið aðist eina dóttur, Margréti, f. 25. des- ember 1946. Guðrún Theó- dóra gekk í Miðbæj- arbarnaskólann í Reykjavík og síðan í Verslunarskóla Is- lands, sem var fyrsta veturinn til húsa við Vesturgötu og síðar við Grund- arstíg, þaðan lauk hún verslunarskóla- prófi. Sem bam og unglingur lærði hún á píanó, síðast eitt ár í Tónlist- arskólanum í Reykjavík, sem þá var nýtekinn til starfa. Starfaði síðan á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands í mörg ár og síðustu tuttugu ár starfsævinnar á röntgendeild Landspftalans og hætti þar störfum sjötug. Útför Guðrúnar Theódóra fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. horfðirðu niður til mín en ég rétt náði upp. Núna síðast um jólin þá leist þú upp og þá var bamið orðið gráskeggjað og svolítið kmmpað í andliti. Bros þitt var eins og fjörið var eins og ég man það fyrst fyrir 40 ámm. Man nokkur eftir því í dag þegar þú lékst tólf ára á orgelið í Reyk- holti í Borgarfirði fyrir dansi hjá ungmennafélaginu og frændur þín- ir Sveinbjöm og Bjami stigu orgel- ið af því að þú náðir ekki niður? Ætli þér hafi ekki tekist að af- sanna það sem einhver sagði við þig unga að þú værir með of stutta fingur og litlar hendur til að verða píanóleikari. Þú varst píanóleikari allt þitt líf. Það mun enginn gleyma því sem þú sagðir á spítalanum, þegar svo stutt var eftir: „Ég sakna þess bara að geta ekki spilað á píanóið á hverjum degi.“ 83 ára gömul lékstu á píanóið þér til skemmtunar. Ætli nokkurn sem leið átti framhjá húsinu við Bergþóragötuna, hafi gmnað að þarna inni væri öldrað kona að skemmta sjálfri sér. Það skorti ekki á leiknina og sköpunarkraft- inn í þessum stuttu fingram. Þeir vora líka áfastir við sterkt skap- lyndi og dillandi gleði þegar það átti við. Rétt áður en þú fórst á spítalann sagði ég við þig: „Gunna mín, við Óli frændi eram að velta því fyrir okkur að safna tónlistarfólkinu í fjölskyldunni saman og múss- isera.“ Af varkámi spurði ég hvort þú værir ekki til í að spila svona tvö til þrjú lög. Þú leist á mig, með þínu sterka og óvægna augnaráði eins og ég hefði aldrei móðgað þig jafnmikið á ævinni og sagðir: „Ég held að þú verðir frekar í vandræð- um með að stöðva mig þegar ég byrja.“ Svo skelltirðu uppúr og bros þitt og glettni sigraðu mig og fyrirgáfu mér ósvífnina. Þannig varstu eins og hljóm- kviða sem stekkur á milli tilfinn- inganna. Stundum skærir og glettnir tónar, stundum þungir en hjá þér aldrei alvarlegir af því að þú tókst lífinu einhvemveginn eins og það var. Þakka þér fyrir frænka, þú varst yndisleg kona og minning þín lifir. Ásgeir Beinteinsson. Við eigum eftir að sakna Gunnu sárt eftir öll þessi ár, hennar sem var hrókur alls fagnaðar. Við eigum eftir að sakna hennar vegna kátín- unnar, gleðinnar og tónlistarinnar sem hún skreytti líf okkai' með. Þessar minningar ylja okkur og þær geymum við með okkur ævin- lega. Guðrún var 83 ára þegar hún lést en svona er aldurinn afstæður, vegna þess að í anda var hún alltaf ung, fjörag og lífglöð. Okkur datt ekki í hug að svona stutt væri eftir þegar við spjölluðum saman tveim dögum fyrir andlátið. Við þökkum minningamar. Megi Guðrún Beinteinsdóttir hvfla í friði. Svava og Beinteinn. Lífsleiðin er misjafnlega samofin hjá fólki, en það má segja að Gunna frænka hafði verið með mér alla mína ævi. Gunna frænka var við- stödd þegar ég fæddist og mannin- um hennar, Hafliða Magnússyni, var í misgripum óskað til hamingju með drenginn, þegar hann kom við í hádeginu til að athuga hvernig gengi. Gunna frænka er systir móður minnar Sigríðar Beinteins- dóttur og vora þær mjög samrýnd- ar frá æsku. Þær stundir sem Gunna sat við píanóið verða mér ógleymanlegar meðan ég lifi, svona lítfl og nett lokkaði hún fram geislandi gleði- tóna og áður en varði vora allir við- staddir komnir kringum píanóið að syngja með. Sem ungum manni sem var að byrja að spila í hljóm- sveit þótti mér gott að geta leitað til Gunnu frænku um góð ráð, hún var fljót að finna rétta bassann og rétta „swingið", þó að það væri ný- móðins dansmúsík. Hún spilaði undir söng og dansi í fjölskyldunni, en hún og mamma æfðu sig að spila fjórhent, og þá var nú fjör! Þegar ég skrifa þessi orð verður mér ljóst að aldrei varð okkur Gunnu sundurorða, hún hafði sínar ákveðnu skoðanir, og ein af þeim var að sjá alltaf góðu hliðar lífsins og tilverunnar. Hún hallaði undir flatt, horfði kankvís á mig, og sagði „ekki satt, Óli minn“ og fór svo að hlæja. Eg er þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Gunnu frænku og í hvert skipti sem ég sest niður við píanóið mun ég hugsa til hennar. Ólafur Már. GUÐRÚN THEÓDÓRA BEINTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.