Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 25
TITILLAUST verk eftir Guðjón Ketilsson.
í MINNINGU Njálsbrennu, eftir Magnús Pálsson.
miklu sterkari, ekki síst sökum vel
valinna tilrauna hennar til að virkja
raunverulegt tungutak og þanka-
gang okkar með tvíbentum setning-
um við fótmál sinna hálfuppstopp-
uðu veislugesta. Hulda tekur drep-
fyndinn raunveruleikann fram yfír
óljósar, ísætar endurminningar. Þá
hleypa allegorísk minni Helga Þ.
Friðjónssonar allri viðtekinni
skírskotun í frásagnakenndar end-
urminningar í hreint uppnám. 011
viðmið eru teygð langt út fyrir kjör-
lendi sitt.
Segja má að Magnús Pálsson - í
hinu snjalla minningarverki sínu um
Njálsbrennu - takist einnig á við ís-
lenskan raunveruleik, eða réttara
sagt minnið sjálft, ímynd þjóðarinn-
ar og fjöregg, spegil hennar og ýkj-
ur. Sama verk var á sýningunni í
fyrra, enda margslungið og mátt-
ugt, og þolir endurtekna skoðun án
þess að fölna. Sjá má að Þórdís Alda
hefur með sínum hætti orðið fyrir
áhrifum af myndgerð Magnúsar.
Það er stundum stutt í bókmennt-
irnar hjá okkur og bókmennta-
tengda útfærslu.
Það væri vissulega að æra
óstöðugan að reyna að fjalla um
hvert einasta verk á sumarsýning-
unni á Kjarvalsstöðum, en þama
em hestamir dásamlegu í tígullaga
rammanum, Kiddi og ég, og ýmis
önnur smellin verk Kjarvals. Þau
færa okkur heim sanninn um óend-
anlegt ímyndunarafl málarans og
því standa þau óvart sem ákveðin
gagnrýni á hugmyndadeyfðina í
hefðbundinni landslagsgerð þeirra
Asgríms, Júlíönu og Gunnlaugs
Blöndal. Hestamynd Kristínar
Jónsdóttur sýnir hins vegar hve
splundrandi málari hún var og
bráðþroska sú árkona íslenskrar
málaralistar.
Hvað varðar yngri verk þá má
alltaf dást jafnmikið að járnteins-
höggmyndum Jóns Gunnars Ar-na-
sonar og sérstæðum og mjög svo
persónulegum abstraktmálverkum
Karls Kvaran. Þá kemur titillaust
verk Guðjóns Ketilssonar alltaf
jafnskemmtilega á óvart. Það er
trúlega eitt hans allra besta verk og
fetar kunnáttusamlega einstigið
milli höggmyndar og málverks. Við
hliðina fetar Sigurður Árni Sigurðs-
son svipað einstigi milli málaralistar
og skipulagsteikninga og beinir
sjónum okkar að allri þeirri náttúru
sem orðin er skipuleg menning.
Reyndar er nýlegt verk Georgs
Guðna ekki alls fjarri. Hólar hans
sem nú fylla fyrri dali eru á mörk-
um þess að geta talist náttúrulegir.
Þeii’ eru miklu fremur einhvers
konar rómantískt framhald af im-
pressjónískum heysátum Monets.
Munurinn er rökkrið sem umlykur
þessa drungalegu hauga. Skyldi
draugurinn Gunnars Hámundar-
sonar hafa talað úr slíkri þúst?
Eins og lesa má er þessi sýning
úr fórum Listasafns Reykjavíkur-
borgar ekki sem verst. Hún er
prýðilega valin og ógætlega upp
sett. En hana skortir samt mikil-
vægan lykil allra slíkra sumarsýn-
inga. Engar upplýsingar fylgja
verkunum og slíkt er afar slæmt. í
stað veglegs fjölblöðungs ó fjórum
til fimm helstu tungumálum er-
lendra ferðamanna um verkin, höf-
undana og ágrip af þróun þess sem
fyrir augu ber er ekkert sem fylgir
sýningunni. Er ekki kominn tími til
að veita upplýsingar á söfnum
landsins, eða hvers eiga þeir að
gjalda, útlendingamir sem ráfa um
sumarsýningu Kjarvalsstaða án
þess að fá botn í nokkuð það sem
fyrir augu ber?
Halldór Björn Runólfsson
&
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið úrval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
KitchenAid
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
60 ára l'rálxer reynsla.
Einar
Farestvert&Cohf
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
sTjöld fyrir næstu öld
30 ára reynsla
í tjöldum.
Allt í útileguna. — Frábært verð.
Svefnpokar 15 g verð frá.. kr. 3.900
Bakpokar 55 I________kr. 7.500
UTIVISTARBUÐIN
VID UMFERÐAMIDSTÖÐINA
SIMI 551 9800
Laugavcgi 25, simi 551 9805
WVVW.MMEDIA.IS/SPOHTLEIGAN
LOKAÐ í DAG
ÚTSALAN HEFST Á MORGUN
r\
30% - 50% AFSLATTUR
K r i n g I u n n i