Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helena Stefánsdóttir Eignir fínnast í þrotabúi Miklagarðs Rúmar 905 þús- undir eru til ráðstöfunar NÝR skiptafundur í þrotabúi Miklagarðs hf., sá þriðji og síðasti, var haldinn 9. júlí síðastliðinn og komu þar fram nýjar eignir búsins. Voru það rúmar 905 þúsundir króna eða 0,66% en þar var einkum um að ræða endurgreiddan virðisauka- skatt og smávægiiegar vaxtatekjur. Jóhann H. Níelsson, annar skiptastjóra þrotabúsins, tjáði Morgunblaðinu að lýstar almennar kröfur, sem samþykktar voru á sín- um tíma, hefðu verið rúmar 1.470 milljónir króna. Upp í þær fengust um 21% í tveimur úthíutunum eða um 309 milljónir króna. Aður höfðu verið greiddar forgangskröfur að upphæð tæplega 38 mOljónir. Akveðið var, að sögn skiptastjór- ans, að greiða sem fyrst samþykkt- ar kröfur eftir því sem eignir búsins hrukku til og lauk því árið 1997. Þá stóð eftir ágreiningur um endur- greiðslu á virðisaukaskatti sem þrotabúið gerði kröfu til. Fékkst úrskurður í því máli fyrir nokkru, búinu í vil. Um prófmál var að ræða og var þar viðurkenndur rétt- ur þrotabús til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt. Að meðtöldum nokkrum vaxtatekjum voru rúmar 905 þúsundir króna til úthlutunar nú og var það, að sögn Jóhanns, lokaúthlutun. Húsbyggingar í Laugardal ARON Kári Stefánsson (t.v.) byggingum í Laugardal. Húsið og Jóel Daði Ólafsson hafa er glæsilegt og vinunum til undanfarið staðið fyrir hús- mikils sóma. Kvótaúthlutun til byggða í vanda Stjórn Byggða- stofnunar kynnt drög* DRÖG að reglum um úthlutun 1.500 þorskígildistonna á ári til byggða í vanda liggja fyrir hjá þróunarsviði Byggðastofnunar og verða lagðar fyrir stjórnarfund stofnunarinnar á Sauðárkróki í dag, fimmtudag. Um er að ræða aflaheimildir til veiða á þorsk, ýsu, ufsa og steinbít, sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði sem skotið var inn í lög um stjóm fisk- veiða. Gert er ráð fyrir að 1.500 þorskígildistonnum verði úthlutað á ári á alls sjö fiskveiðiárum, eða sam- tals 10.500 tonn. Bjarki Jóhannesson forstöðumað- ur þróunarsviðs Byggðastofnunar, segir að gengið hafi verið frá reikni- reglum vegna fyrh-hugaðrar úthlut- unar, þar sem metnir eru ýmsir byggðaþættir. Hvorki inngrip né leiðrétting „Þetta er ekki hugsað sem inn- gríp í fiskveiðistjómunarkerfið eða leiðrétting á því, heldur sem byggðaaðgerð sem virkar á sama hátt og t.d. láglaunabætur í skatta- kerfinu. Úthlutað verður til sveitar- félaga sem hafa orðið fyrir erfiðleik- um í sambandi við fiskveiðar og fiskvinnslu almennt," segir Bjarki. „Við reynum að meta það út frá ýmsum talnalegum forsendum hvemig sveitarfélögin standa, kvótatap er einn þessara þátta en þeir em fleiri sem koma til athug- unar og út frá öllum þessum atrið- um reiknum við út hvaða sveitarfé- lög era verst stödd. Úthlutun fer síðan væntanlega fram samkvæmt þeirri viðmiðun." Fjallað verður um drögin að regl- unum á stjómarfundi Byggðastofn- unar á morgun og föstudag á Sauð- árkróki og þau tekin tii frekari af- greiðslu að sögn Bjarka. Stjómin mun jafnframt ákveða í hvaða tíma- bilum þorskígildistonnunum verður úthlutað. ífmijM fyrir fímh] bfía Auðvelt í uppsetningu og festist pannlg vlð bfllnn að hægt er að skilja bað ettlr og leggja bví aftur. Tílboösverö kr. 29.900 stgr. www.come.to/utisport 5?07T ■#L EIGANl ÚTIVISTARBÚÐIIU viðUmfer&rmiðBtöðna Sfrni 551 9800 Bjarni Tryggvason undirbýr aðra geimferð Kannar áhrif fólks- fjölgunar á jörðina Lítið hefur heyrst frá Bjarna Tryggvasyni geimfara síðustu miss- eri en hann hefur m.a. unnið að undirbúningi næstu geimferðar. Bjarni sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa verið í þjálfun frá því í ágúst í fyrra og að fyrst nú sé honum leyfílegt að tjá sig við fjölmiðla. Reuters BJARNI Tryggvason geimfari undirbýr nú aðra geimferð en auk þess starfar hann við nokkur rannsóknarverkefni. Myndin af Bjarna var tekin er hann gekk um borð í Discovery-geimflaugina sem bar hann út í geim 7. ágúst 1997. ,Á MEÐAN á fyrsta ári þjálfunar- innar stendur mega nemendurnir ekki eiga samskipti við fjölmiðla þar sem þeir eiga að einbeita sér einvörðungu að þjálfuninni sjálfri. Af þessum sökum hefur lítið heyrst frá mér síðastliðið ár,“ sagði Bjarni. „Fyrsta stig þjálfunarinnar fól í sér að læra á stjórnkerfi geimferj- unnar og hefðbundnar kerfisaðgerð- ir. Þessum hluta lauk í mars. I apríl hófst svo þjálfunin á ISS-kerfið, stjórnkerfin sjálf, hefðbundnar kerf- isaðgerðir og hvernig bregðast eigi við ef bilanir verða á kerfinu. Þess- um hluta lýkur ekki fyrr en í lok nóvember á þessu ári. í næsta mánuði byrja ég að vinna að fyrstu tæknilegu verkefnunum hér hjá NASA samhliða þjálfun- inni.“ Bjami mun starfa ásamt fimm öðram geimfóram í hermi þar sem endanleg athugun er gerð á hug- búnaði tölvukerfisins í tengslum við geimferjuna og þeim búnaði og því ferli sem notast er við til að skjóta ferjunni á loft. „Þetta er líkan í fullri stærð af stjórnklefa geimferjunnar, vöralest og vélarrými. Líkanið er búið ná- kvæmri eftirlíkingu af öllum tækj- um, tengingum og hermibúnaði í geimferjum," sagði Bjarni. „Vitanlega koma fleiri tæknimenn að verkinu en það fellur undir okkar starfshring að athuga hvort stjórn- kerfi ferjunnar starfi sem skyldi.“ Bráðlega mun Bjarni einnig læra á ISS-herma sem eru samhæfðir hermar, sem gera öllum þeim starfsmönnum er að geimferðinni koma, kleift að æfa í sameiningu lofttakið og annað er viðkemur ferð- inni. í desember mun Bjami svo halda áfram við frekari þjálfun á geimferj- unni sjálfri, þó sérstaklega hvernig bregðast eigi við bilunum. Snemma á næsta ári mun þjálfuninni svo ljúka og Bjarni fá réttindi sem „sér- fræðingur um borð í ferjunni“. En Bjarni hefur í nógu öðra að snúast. „Til viðbótar við þetta er ég enn að stjóma hópi verkfræðinga sem era að þróa rafeindabúnað fyrir ISS. Þessi vinna er framhald á til- raunum mínum með örþyngdar-titr- ingseinangrarann (MIM), sem not- aður hefur verið á geimstöðinni Mir frá árinu 1996 til 1998, og MIM-2 kerfinu sem ég prófaði í geimferð- inni 1997.“ Bjarni hannaði sjálfur MIM-kerf- in en sú rannsóknarvinna er unnin í samvinnu við Kanadísku geimstofn- unina (CSA). MIM-kerfmu er ætlað að eyða titringi í rannsóknarbúnaði á braut um jörðu. „Sem stendur eram við að þróa tvö ný kerfi fyrir ISS. Ráðgert er að þessum kerfum verði skotið á loft til ISS innan þriggja ára ef allt gengur samkvæmt áætlun," sagði Bjami. Bjarni er enn að vinna að tilraun- um sem renna eiga stoðum undir þær niðurstöður sem fengust með þeirri vinnu sem unnin var í síðustu geimferð. Að verkinu starfa nokkr- ir háskólanemar í Montreal en Bjami hefur yfiramsjón með starf- inu og er í tölvupóstsambandi við aðstoðarmenn sína auk þess sem hann ferðast til Montreal einu sinni í mánuði. Sá með eigin augum hvaða áhrif maðurinn hefur á jörðina Bjarni byrjaði á öðra verkefni fyiir rúmu ári sem felur í sér að kanna frá geimnum þau áhrif sem mannkynið hefur á jörðina. „Áhugi minn á þessu verkefni kviknaði er ég var úti í geimnum og sá með eigin augum hvaða áhrif maðurinn hefur á jörðina. Okkar bíður ærið verkefni á komandi áratugum þar sem fjölgun mannkynsins virðist verða jörðinni sífellt meiri byrði. Sem fyrr er mikið af starfinu unnið af aðstoðarmönnum en mitt hlutverk er að stjórna rannsókn- inni og meta niðurstöður hennar," sagði Bjarni. Bjarni hefur í hyggju að flytja fyrirlestra víðsvegar síð- ar á þessu ári þar sem hann mun fjalla um þær upplýsingar sem fást með rannsóknarstarfinu. Þar við lætur Bjarni ekki sitja en hluti af þjálfun hans hjá NASA er m.a. að fljúga reglulega T-38 þjálfunarflugvélum. „Eg á frekar annríkt sökum alls þessa en vinn- an er áhugaverð og krefjandi.“ Bjarni sagði hugann þó einnig dvelja hjá fjölskyldunni, en í lok vikunnar mun hann halda í ferða- lag um óbyggðir Ontario í Kanada, sem er árleg ferð hans og fjöl- skyldunnar. „Eg hlakka virkilega til ferðarinnar, ekki síst þar sem engar tölvur né símar verða með i för.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.