Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókna- styrkir í nafni sendi- herrahjóna Þrítugustu ólympíuleikarnir 1 eðlisfræði hafnir á ftalíu Þrjú hundruð kepp- endur frá 62 löndum ÞRÍTUGUSTU ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru settir á mánudaginn við hátíðlega athöfn í Verdi-óper- unni í Padova á Italíu. Borgarstjóri Padova ávarpaði gesti og fulltrúi ítalska menntamálaráðuneytisins flutti kveðju ráðherra. Formaður framkvæmdanefndar leikanna, Pa- olo Violini, setti ólympíuleikana formlega, en þeir standa til 27. júlí og verða hinir lengstu hingað til. Þrjú hundruð unglingar koma að þessu sinni frá sextíu og tveimur löndum til að keppa í verklegri og kennilegri eðlisfræði. Þrítugustu ólympíuleikarnir eru því hinir stærstu í sögunni, en 266 keppend- ur komu frá fimmtíu og sex löndum í fyrra þegar leikarnir voru haldnir á Islandi. Meðal keppenda nú eru sex stúlkur og yngsti keppandinn er aðeins þrett- Agnes M. Sigurðar- dóttir skip- uð prófastur SÉRA Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungai-vík, hefur af biskupi íslands verið skipuð pró- fastur Isafjarðarprófastsdæmis. Tekur skipanin gildi 23. júlí næst- komandi og gildir til fimm ára. Embætti prófasts Isafjarðarpró- fastsdæmis hefur séra Baldur Vil- helmsson í Vatnsfirði gegnt til fjölda ára en hann lætur nú af störf- um fyrir aldurs sakir. Agnes M. Sigurðardóttir hefur síðustu árin verið sóknarprestur í Bolungarvík. Áður var hún um nokkurra ára skeið sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli. Agnes er þriðja konan í hópi 16 prófasta landsins en hinar eru séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í Rang- árvallaprófastsdæmi og séra Dalla Þórðardóttir í Skagafjarðarpró- fastsdæmi. án ára, en þeir eistu eru tvítugir. Keppnislið Islendinga er skipað fimm drengjum; Jóel Karl Friðriks- son, Páll Melsted og Haukur Þor- geirsson eru nemendur við Mennta- skólann í Reykjavík, Jens Hjörleifur Bárðarson er frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, og Ingólfur Magnússon er frá Menntaskólanum á Akureyri. Fararstjórar eru Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Hug- fangs, og Halldór Páll Halldórsson, deildarstjóri við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verklega hluta leikanna lauk í gær, miðvikudag, eftir að keppendur höfðu glímt í fimm klukkustundir við að finna snúningsvægi í strekktum stálvír og massamiðju í samsettum pendli. Sumum íslensku keppendun- um gekk vel að framkvæma tilraun- ina, en enginn lauk henni. „Heima er ég vanur að eyða heilum degi í að gera skýrslu úr einnar klukkustund- ar tilraun,“ sagði Ingólfur Magnús- son. „Nú þurfti ég að skrifa skýrsl- una um leið og ég framkvæmdi miklu lengri tilraun og Ijúka öllu á fimm klukkustundum. Það var ein- faldlega of mikið, en þetta var samt skemmtileg tilraun." Keppendurnir eiga hvíldardag í dag samkvæmt lögum ólympíuleik- anna og ítölsku skipuleggjendurnir bjóða þeim í sveitaferð til Castel- franco, Possagno og Treviso. Fai-ar- stjórarnir munu í dag fjalla um kennilegu verkefnin og þýða þau í nótt yfir á móðurmál keppenda. Á morgun fá keppendur fimm klukku- stundir til að leysa þrjú löng verk- efni sem búast má við að verði álíka þung og stúdentum á fyrsta ári í eðl- isfræði í háskóla er boðið upp á. í KVEÐJUHÓFI, sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt til heiðurs bandarísku sendi- herrahjónunum um síðustu helgi, tilkynnti Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, formaður samstarfs- nefndar Háskóla Islands og Vest- mannaeyja, að ákveðið hefði ver- ið að stofna til rannsóknastyrks í nafni sendiherrahjónanna. Styrkurinn er ætlaður banda- rískum háskólastúdentum og fræðimönnum sem rannsaka vilja samspil manns og sjávar með að- stöðu í Rannsóknasetrinu í Vest- mannaeyjum, og nefnist „Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Fellowship". Stjórn styrk- veitinga verður í samráði við Fulbright-stofnunina. Þorsteinn sagði að ákvörðunin væri viðurkenning á óþreytandi áhuga sendiherrahjónanna á efl- ingu vísindasamskipta þjóðanna. Áframhaldandi aukning umsdkna hjá Lánasjóði landbúnaðarins Bendir til meiri fram- kvæmda í sveitum UMSÓKNIR til Lánasjóðs land- búnaðarins og lánveitingar sjóðsins hafa aukist mjög undanfarið hálft annað ár miðað við næstu ár á und- an, að sögn Guðmundar Stefánsson- ar framkvæmdastjóra sjóðsins. Hann segir þetta benda til aukinna framkvæmda í sveitum landsins. Allt árið í fyrra lánaði sjóðurinn rúma 1,6 milljarða króna en hafði um mitt árið veitt 330 lán upp á rúmar 600 milljónir króna, en fyrstu sex mánuði þessa árs er búið að veita 281 lán upp á tæpar 600 millj- ónir króna. Til samanburðar má nefna að fyrstu sex mánuði ársins 1997 veitti sjóðurinn lán upp á rúm- ar 400 milljónir króna. Meira byggt af fjósum og fjárhúsum „Við erum að lána mun meira núna heldur en var fyrir tveimur ár- um og mörg ár þar á undan. Breyt- ingin mikla varð í fyrra og það virð- ist ekki marktækur munur á milli 1998 og 1999, þó svo að það geti breyst, Við getum gert ráð fyrir að lánveitingamar endurspegli ágæt- lega framkvæmdir í sveitum. Við lánum langmest til jarðakaupa og síðan vélakaupa, sérstaklega drátt- arvélakaupa, en við höfum einnig lánað talsvert mikið til fjósbygg- inga, bæði nýbygginga og endur- bygginga. Fjósin eru greinilega miklu stærri en verið hefur. Þá höf- um við lánað til fjárhúsa, sem þekktist varla fyrh' örfáum árum, og einnig tO svinaræktar, hesthúsa og reiðskemma, loðdýrabúa og sömuleiðis til gróðurhúsa," segir Guðmundur. Fyrstu sex mánuði ársins 1998 voi'u lán til vélakaupa hæsti lána- flokkur sjóðsins en í ár er mest lán- að til jarðakaupa. Aukning á lán- veitingum til fjósa nemur 13% milli ára miðað við fyrstu sex mánuði. „Við lánuðum um 70 milljónir króna allt árið í fyrra til fjárhúsa, þar af 7 milljónir fyrstu sex mánuði ársins. Fyrri helming þessa árs höf- um við lánað um 30 milljónir króna, sem þýðir fjórföldun á lánveitingum til fjárhúsa miðað við fyrstu sex mánuði. Þarna er um greinilega aukningu að ræða, en við erum hins vegar í miðjum klíðum, þannig að þetta getur breyst,“ segir Guð- mundur. Kynslóðaskipti í stétt bænda Hann kveðst telja ýmsar skýring- ar á aukinni lánsþörf bænda og þannig megi benda á að menn hafí um langt árabil haldið að sér hönd- um hvað t.d. vélakaup og viðhald varðar en nú sé svo komið að þeir geti ekki lengur frestað endurnýj- un. „En kannski er veigamest í þessu sambandi að það eru að verða ákveðin kynslóðaskipti í stéttinni og það er greinilegt að það er að vaxa upp kynslóð yngri bænda, einkum í mjólkurframleiðslunni, sem byggir stærri hús og hugsar á öðrum for- sendum en gert hefur verið. Ég veit t.d. til þess að bændur séu að velta fyrir sér nýrri mjaltartækni og notkun vélmenna í því sambandi. Allar slíkar hugmyndir krefjast þess að búin séu stór og að ráðist sé í gríðarlega miklar fjárfestingar. Þá eru þess dæmi að menn sameinist um að byggja fjós. Allt bendir þetta til að menn hafi trú á framtíðinni í þessum efnum, en hún mun samt sem áður birtast okkur með allt öðrum hætti en við þekkjum," segir Guðmundur. Hann bendir jafníramt á að kröfur í landbúnaði hafi verið hertar og því þurfí bændur, sem hyggist halda áfram, að grípa til aðgerða til að bæta aðstöðu og húsa- og tækjakost. Fjórir sóttu um Akur- eyrar- prestakall FJORIR umsækjendur eru um embætti prests í Akureyrar- prestakalli en séra Svavar A. Jónsson, sem gegnt hefur því embætti síðustu árin, hefur verið skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli frá 1. september næstkomandi. Umsækjendurnir eru: Ai-na Yrr Sigurðardóttir guðfræð- ingur, séra Jónína Elísabet Þorsteinsdóttii', fræðslufulltrúi kirkjunnai' á Norðurlandi, séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, sóknarprestur á Raufarhöfn, og séra Magnús Björn Bjöms- son meðferðarfulltrúi. Auk skipunar sr. Svavars hefur kirkjumálaráðheiTa skipað séra Sigurð Rúnar Ragnarsson, sóknarprest í Norðfjarðarprestakalli, frá 1. júlí og séra Cecil Haraldsson, sóknarprest í Seyðisfjarðar- prestakalli, frá 1. september og eru þeir báðii' skipaðir til fimm ára. Séra Ingimar að hætta Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti sóknar- prests í Þórshafnarprestakalli frá 1. október. Séra Ingimar Ingimarsson lætur þá af störf- um fyrir aldurs sakir. Einnig embætti sóknarprests í Hvera- gerðisprestakalli frá sama tíma. Því hefur séra Jón Ragn- arsson gegnt ft'á 1995 er hann var kallaður til starfa en skylt er að auglýsa prestaköli að nýju að loknu köllunartímabili. Umsóknarfrestur um þessi embætti er tU 23. ágúst. Kópavogur Krossinn með 50 milljóna bæjarábyrgð BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt skuldbreytingu á lánum áhvílandi á fasteign trúfélagsins Krossins við Hlíð- arsmára 10, vegna 50 milljón króna bæjarábyrgðar. Að sögn Sigurðar Geii'dals bæjar- stjóra eru og/eða hafa öll stærri trúfélög í bænum sem sótt hafa um fengið bæjará- byrgðir vegna framkvæmda. „Það vilja allir söfnuðir fá bæjarábyrgð ef þeir standa í framkvæmdum," sagði Sig- urður. „Kirkjurnar hafa feng- ið bæjarábyrgð og við flokkum söfnuðina ekki niður því þeir hafa allir sama rétt sam- kvæmt lögum. Við höfum reynt að vera hlutlausir og mismuna þeim ekki. Krossinn var að byggja mikla byggingu í dalnum og við vorum að hjálpa þeim með skuldbreyt- ingar. I dag eru hins vegar engar bæjarábyrgðir á dag- skrá enda ekki heimilt lengur að fara í ábyrgð vegna þriðja aðila. Við höfum lítið beitt bæjarábyrgðum. Einungis til íþróttahreyfingarinnar og safnaðanna." Sigurður tók fram að bæj- arábyrgð hafi alltaf verið háð því að veð í fasteigninni væri fyrir hendi og þá miðað við veð í félagsaðstöðu, þar sem ekki er hægt að veðsetja kirkjur. „Hjá Krossinum er ekki nema lítill hluti kirkja þannig að þeir höfðu veð á móti,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.