Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 1
JRwgttiiirib&ib Suðurlandsskjálftar Morgunblaðið/Sverrir Mikil mildi er að Kristín Erla Kjartansdóttir, 10 ára, skuli ekki hafa verið sofandi í rúminu sínu heima í Laufskáia 11 á Hellu þegar jarðskjálftinn reið yfir á laugardag. Sem betur fer var enginn úr fjölskyldunni heima við og brá heimilisfólkinu mjög þegar að var komið. Líkt og með fleiri börn á Hellu fékk jarðskjálftinn mjög á Kristínu og hefur hún átt erfitt með svefn frá því skjálftinn reið yflr og hefur auk þess haft mjög litla matarlyst. Hún segir að áfallahjálp sem hún fékk á sunnudagskvöld hafi hjálpað sér mikið oggott sé að fá að tala um atburðinn. —— 16 FJÖLSKYLDUR HEIMILISLAUSAR AÐ minnsta kosti 16 Qöl- skyldur - níu á Hellu, fimm í Holta- og Landsveit og tvær á Skeiðum - eru heimilislaus- ar eftir jarðhræringarnar á Suðurlandi 17. júní. Það þyk- ir mildi að enginn týndi lífi en vitað er um þtjá sem leit- uðu læknis vegna meiðsla. „IVflög margir íbúar voru að heiman á 17. júm-hátíðar- höldum og samkomum," sagði Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvalla- sýslu, í samtali við Morgun- blaðið. „Ég held að það fari ekki hjá því að það hefði orð- ið slys ef fólk hefði almennt verið heima; það hefði orðið fyrir fljúgandi innanstokks- munum og meiðst.“ Maður fór úr axlarliði og brotnaði eftir skjálftann, unglingsstúlka í Vestmanna- eyjum fótbrotnaði þegar hún varð fyrir gijóthruni og barn hlaut meiðsli, sem ekki voru talin hættuleg, en það hafði nær troðist undir þegar fólk þusti út úr Hellubíói. Upptök skjálftanna voru í grennd við Kaldárholt í Holta- og Landsveit og mældist sá stærsti 6,5 á Richter. Fólk allt vestur til ísafjarðar og í Strandasýslu og norður í Skagafjörð og til Akureyrar fann skjálftana. Tjón af völdum jarðhrær- inganna er gríðarlegt en fjárhagslegt mat hefur ekki verið lagt á það enn. Menn frá viðlagatryggingu hófust handa við markvissa könnun í gær. Auk húsanna sem talin eru óíbúðarhæf varð meira og minna tjón á Qölmörgum húsum. Þá varð innbú ótalins fjölda fjölskyldna fyrir skemmdum. Einnig varð verulegt tjón í glerverk- Wngvalla: lægðinv Reykjavík Flekaskil og sprungureínar á Reykjanesskaga ... Reykjanes V-t- ... og tjónasvæði gosbeltiö á Suðurlandi Hekla / Tjónasvæði skjálfta 1732 og 1734 Sprungurein jarðskjálftabelti /~) Tjói skjáift ónasvæði anna1784 Tjónasvæði skjálfta 1896 og 1912 Markar- fljót 10 20 30 40 SOkm smiðju Samverks á Hellu og í fleiri verslunum og fyrir- tækjum á svæðinu, t.d. á gróðurhúsum við Flúðir. Vísindamenn gera ráð fyr- ir fleiri skjálftum á næstunni og að umbrotin á laugardag hafi verið upphaf nýrrar hrinu Suðurlaiidsskjálfta og gera ráð fyrir áframhald- andi en heldur aflminni um- brotum vestar á Suðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.