Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 32
32 m'íðvíkúdagur 12. júlí 2000 UMRÆÐAN MORGÚNBLAÐIÐ Frægð og fréttir ✓ Eg minnist þess ekki að íslenskur fjölmiðill hafi fjallað beint um framhjáhald„frægs “samlanda míns, drykkju einhvers þeirra eða hvers konar vandamál heima fyrir. Hvað þá að ráðherrasonur fái sér í glas. MIKIÐ óskaplega er ég feginn að vera ekki talinn frægur. Og ekki tel ég mig síður lán-saman að geta nokkurn veg- inn fullvissað sjálfan mig um að ég verði laus við það, sem kallað er frægð, um aldur og ævi. Það er nefnilega ekki tekið út með sæld- inni, held ég, að hafa öðlast hana, hvort sem er heims- eða einhverja aðra óskilgreinda. Það er líklega teygjanlegt hvað hugtakið frægð nær raunverulega yfir, en nú til dags er fólk gjarnan talið frægt fyrir fjarskalega litlar sakir - til að mynda þær að koma oft fram í fjölmiðlum. Sem sagt að vera þekkt VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson andlit, eins og það var ein- hvern tíma kallað. Sinn er vissulega siðurinn í hverju landi. Breskir fjölmiðlar eru til að mynda duglegir við það, sumir hverjir, að fjalla afar persónulega um einkalíf fólks. Framhjáhald, skilnað, drykkjuskap og þar fram eftir götunum. Frakkar hafa, svo dæmi sé tekið, aftur á móti farið mun hægar í sakirnar og fjölmiðl- ar þar gjarnan gert skýran grein- armun á einkalífi þekkts fólks og opinberum athöfnum þess. Besta dæmið er sú staðreynd að Francois heitinn Mitterand, síðar Frakklandsforseti, eignaðist dótt- ur utan hjónabands á sínum tíma, sem flestir vissu af en ekkert var fjallað um. Umrædd dóttir mætti svo ásamt eiginkonu forsetans fyrrverandi og öðrum börnum hans til athafnar eftir að Mitter- and var allur, og fjallað var um það af smekkvísi í heimalandi hans, ef ég man rétt. Það var sem sagt, og er kannski enn, sem óskrifuð regla að einkalíf fólks - þó frægt sé - komi almenningi lít- ið við. Aðeins meira um Bretland: Rit- stjóri pólitískra frétta á Sky sjónvarpsstöðinni stóð ábúðarfull- ur á svip fyrir utan Downing- stræti 10, bústað breska for- sætisráðherrans, þegar ég gaut augunum að sjónvarpinu einn morguninn í síðustu viku. Og hon- um virtist mikið niðri fyrir. Enda færði hann áhorfendum sínum þá frétt að 16 ára drengur hefði verið tekinn ofurölvi á Leicester-torgi kvöldið áður og færður í fangageymslur. Nokkrir félagar hefðu fagnað skólaslitum en gleðskapurinn farið úr bönd- unum. Auðvitað er það slæmt ef 16 ára unglingur drekkur áfengi. Hvað þá að viðkomandi innbyrði svo mikið að hann liggi nær rænulaus eftir á víðavangi. Það er slæmt; hvort sem er á Lækjar- eða Leicester-torgi. En málið var ekki svo einfalt. Hér var um að ræða son breska forsætisráðherrans. Sky ræddi atburðinn við formann Frjálslynda ílokksins breska, þegar ég gekk framhjá sjónvarpi síðar um daginn; hann lýsti yfir samúð með Blair fjölskyldunni, og eflaust hafa fleiri pólitíkusar látið ljós sitt skína. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mál sonarins. Fjöl- skylda hans kvaðst reyndar strax sætta sig við að málið vekti at- hygli, en bað fjölmiðla jafnframt um áframhaldandi aðstoð við að halda bömum forsætisráðherra- hjónanna sem minnst í sviðsljós- inu. Þau hafa nefnilega hingað til ekki verið þekkt fyrir annað en að vera börn foreldra sinna. íslenskir fjölmiðlar hafa að mestu látið einkalíf „fræga“ fólks- ins í friði hingað til, blessunar- lega, þó svo talsvert hafi breyst í þeim efnum síðustu misseri. En ég minnist þess ekki að hafa séð neins staðar fjallað um framhjá- hald neins samlanda míns, drykkju eða hvers konar vanda- mál heima fyrir. Hvað þá að ráðherrasonur fái sér í glas. Svo verður vonandi áfram. A dögunum drap heimskunnur tónlistarmaður niður fæti hér á eyjunni í einkaerindum og það fór ekki framhjá neinum. Ögmundur Jónasson, al- þingismaður, sagði í grein hér í blaðinu af því tilefni: „Að vissu leyti var það rökrétt að heimsókn hans vekti áhuga fjölmiðla enda varð sú raunin. Hingað til lands kom Paul McCartney að sögn til að slaka á og njóta íslenskrar náttúra. Einkaflugvél tónlistar- mannsins lenti á Reykjavíkur- flugvelli að nóttu til og var greini- legt af öllu atferli hans, ef marka má ljósmyndir og fréttaflutning, að mikið vildi hann vinna til að vera laus við fjölmiðla og athygli. Ekki varð honum að þeirri ósk sinni.“ Ég hef aldrei hamast við að vera sammála umræddum þing- manni en óhætt er að vekja at- hygli á fyrirspurn sem hann setur fram til íslenskra íjölmiðla. Hann bendir á að í mörgum tilvikum sé fólki ekki vel við að því sé sýnd at- hygli og spyr: Væri hægt að gera um það þegjandi samkomulagað láta þá afskiptalausa sem greini- lega óska eftir því að fá að vera í friði? Ögmundur segir svo: „Sú var tíðin að íslendingar höfðu þennan háttinn á. Eftir prívatheimsóknir margra heimskunnra einstakl- inga til íslands birtist iðulega lítil og látlaus frétt í Mogga um að herra eða frú NN hefðu haft hér viðdvöl og síðan ekki söguna meir. Sama gilti um aðra fjölmiðla ef þeir á annað borð gátu um slíkar heimsóknir. Mér er minnisstætt að heyra haft eftir slíkum ein- staklingum sem hingað komu að þeir kynnu vel að meta þá kurteisi og tillitssemi sem þeim væri sýnd á íslandi." Því má halda fram að tímarnir hafi breyst en ekki er þar með sagt að íslendingar og þar með ís- lenskir fjölmiðlar þurfi að breyt- ast hvað þetta varðar. Ögmundur spyr hvort ekki færi vel á því að gera ísland að friðlandi fyrir fólk - einnig það fólk sem eitthvað hef- ur sér til frægðar unnið en vill fá að vera í friði. Mikið held ég að ísland og ís- lendingar yrðu hátt skrifuð hjá mörgum ef sú yrði raunin. Fjöl- miðlarnir ættu að taka þetta til al- varlegrar íhugunar. ,, Gangastúlkurnar hvæstu...“ Guðmundur Sævar Ásta Sævarsson Svavarsdóttir Á VEGUM Landspítalans era nokkrar geðdeildir. Kleppm’ er þekktastur, svo geðdeildarbyggingin á Landspítalalóðinni, deildir á Lsp. í Fossvogi, Bama- og unglingageð- deildin o.fl. Starf þessara deilda er mannað með læknum, hjúkranar- fræðingum, sjúkraliðum og starfs- mönnum. Það kann að koma ókunn- ugum á óvart að stærstur hluti starfsfólks er ófaglærðir starfsmenn og þeir hafa mest samskipti við sjúkl- ingana. Og mestu samskiptin við þá mest veiku því yfir þeim er setið allan sólarhringinn. Geðdeildir era svolítið sérstakar sjúkrastofnanir vegna þess að sjúkl- ingarnir era ekki líkamlega veikir. Hefur sú hefð skapast að starfsmenn vinna við hlið sjúkraliða sömu störfin. Sjúkraliðarnir era á hærra kaupi en þeir fást ekki inn á deildimar. Starfs- menn sinna þ.a.l. verðmætari vinnu en þeir fá fyrir hana. Aður fyrr skiptust starfsmenn í tvennt: gangastúlkur og gæslumenn. Gangastúlkurnar sinntu býtibúram og mjúku verkunum en gæslumenn- irnir gættu friðar. Auðvitað vora karlmennirnir á hærri launum. Með minni fordómum og auknu jafnrétti vora þessi störf sameinuð og bera nú ófaglærðir starfskraftar hið óform- lega starfsheiti; starfsmenn. Jafnrétti náðist með launalækkun karlanna. Vinna starfsmanna flokkast, kjara- lega séð, undir umönnunarstörf og er svo í langflestum tilvikum. Það getur verið ákaflega gefandi að vinna á geð- deild. Þangað kemur mikið af fólki, bæði venjulegu fólki og líka óvenju- legu, hverjum með sína sögu, sumar stórkostlegar en flestar þó sorglegar. Enda gerir enginn það að gamni sínu að leggjast inn á geðdeild. Starfsmenn staldra yfirleitt stutt við sem er hið versta mál því sumir sjúklingar þurfa ítrekað að leggjast inn á deild og þurfa að kynnast nýju fólki í hvert skipti. Vinnureglan er að sjúklingurinn tilheyrir þeirri deild sem hann leggst fyrst inn á. Frekar tilgangslaus regla þegar manna- breytingarnar era jafn örar og raun bervitni. Byrjunarlaun ungra starfsmanna era rétt rúmlega 70.000 kr. á mánuði. Annars er það lífaldurinn sem blífur, starfsaldurinn hefur lítið að segja. Maður með 20 ára starfsreynslu er á sömu launum og sá með tveggja ára reynslu. Þótt þessi starfsreynsla sé ekki metin þar sem hún er fengin er hún vel metin annars staðar. Það er því engin ástæða til að ílendast. Vegna þessara smánarlauna er við- varandi mannekla og deildir iðulega reknar á aukavöktum. Gott dæmi um það að spara eyrinn og kasta krón- unni. Hjúkrunarstjómin stendui’ uppi ráðalaus og hvaða jólasveinn sem er ráðinn sem á ekkert erindi inn á deild. Stundum lítur starfsmanna- vaktin út eins og barnaheimili og kynslóðabilið á milli starfsmanna og fullorðinna sjúklinga óbrúanlegt. Það er slæmt þegar þú liggur inni á geð- deild og hefur eiigan til að tala við. Það segir sig líka sjálft að vinnustað- ur sem er sífellt mannaður viðvaning- um getur ekki starfað eðlilega. Legu- tími sjúklinganna lengist og kostnaður skattgreiðenda eykst. Burtséð frá öllum krónutölum er þetta ástand vanvirðing gagnvart sjúklingunum. Inn á geðdeild leggst fólk með mjög alvarlega geðsjúkdóma. Þetta Kjör Hvarflar það virkilega að einhverjum, spyrja Asta Svavarsdóttir og Guðmundur Sævar Sævarsson, að starfs- menn sem hafa lang- mestu samskiptin við sjúklinginn séu ekki aðilar að meðferð hans? ætti nú að liggja í hlutarins eðli en launagreiðandi okkar virðist ekki átta sig á þessu. Við þurfum að fást við fólk sem er í sturlunarástandi og óábyrgt gerða sinna. Stundum kemur til ryskinga. Nógu oft samt til þess að ástæða er til að halda átakaskýrslur. Við búum við það öllum stundum að eitthvað geti út af borið á okkar deild eða annan-a. Neyðarbjallan getur glumið hvenær sem er og okkur er skylt að bregðast við. Við höfum enga hugmynd um að hverju við komum né í hveiju við lendum. Starfsfólk hefur orðið fyrh’ meiðslum og sumum alvar- legum. Sumir þessara sjúklinga sem era að bíta okkur og klóra þjást einn- ig af smitsjúkdómum eins og lifrar- bólgu b og c og HIV. Nú verður því ekki neitað að við er- um ófaglærðir stai’fsmenn i ríkisgeir- anum og neðar verður varla komist, það var vitað við ráðningu. En nýver- ið gerðist það að vaktmenn Lsp. tóku við gæslu í geðdeildarbyggingu sem okkar menn, Eflingar- menn, höfðu sinnt. Við það eitt að koma inn í húsið hækkuðu þessir menn um einn launa- flokk vegna áhættunn- ar. Lögreglumenn fá líka áhættuþóknun fyr- ir það að stíga inn um dymar. Við vinnum inni á deildunum cig þykjum óhult! Ófaglærðir starfsmenn Bama- og unglingageðdeildai’ Landspítalans, og takið eftir að þetta er ná- kvæmlega sama stofn- unin, hafa starfsheitið meðferðarfulltrúar og eru fyrir vikið á hærri launum. Með- ferðarfulltrúamir era í SFR en við í Eflingu. Samt era þetta sömu störfin, starfsmenn fara á milli staða og taka aukavaktir. Nú á að taka í notkun bráðaherbergi á Buglinu og fá með- ferðarfulltrúar launahækkun fyrir það. Það era bráðaherbergi hjá okkur og hafa verið í mörg ár en engin er launahækkunin. Hvers vegna starfs- menn Buglsins era með hærri laun er einn af leyndardómum lífsins því eng- in rökrétt skýring hefur fengist á þessu. Kannski er það meiri og erfið- ari vinna að vinna með bömum og unglingum en samkvæmt þeim rök- um ættu leik- og grannskólakennarar að vera með hæstu launin í kennara- stéttinni en sú er ekki raunin. Og hvarflar það virkilega að einhveijum að starfsmenn sem hafa langmestu samskiptin við sjúklinginn séu ekki aðilar að meðferð hans? Sú tíska er í gangi að fólk eigi helst ekki að vera í stéttarfélögunum, hver og einn eigi að semja íyrir sig svo að einstaklingurinn fái að njóta sín. Sem betur fer virðist þorri fólks átta sig á hvílík della þetta er og að samtaka- mátturinn gildir. Auðvitað er hægt að greina störfin í smáeiningar, þau era mjög mismunandi eftir deildum. Eðli málsins samkvæmt er ívið hættu- legra að vinna á móttökudeild en á langlegudeild. Einnig er mismunandi mikið álag á deildum og beinlínis ósanngjamt að starfsmenn tveggja deilda með mjög mismikinn álags- þunga skuli hafa sömu launin. Og það bitnar frekar á körlunum þegar hættuástand skapast. Eigum við að fara í sama gamla farið og byrja hringavitleysuna upp á nýtt? Eða ættum við að standa saman? Því hverjum er það til gagns að við klifr- um eftir bökunum hvert á öðra öðr- um en launagreiðandanum? Með því að slíta okkur í sundur glötum við ekki aðeins samtakamættinum held- ur veitum viðsemjendunum vopn í baráttunni gegn hinum. En það skipt- ir kannski litlu máli því það endist enginn hvort sem er. Ásta Svavarsdóttir er starfsmaður og Guðmundur Sævar Sævarsson starfs- og vaktmaður. exo. is Fákafen 9, Reykjavík s: 5682866 Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR I SVAL-ÉiOftGA ErlF. HOFDABAKKA 9. 1 1 2 REYKJAVIK SIMI 58/ 8750 - FAX 58/ 8751 Veður og færð á Netinu vg> mbl.is *ALL.-M/= £/7T//l^4£7 MÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.