Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 B 25 — MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI / Gerir vaxtarhormón fleira en að örva vöxt bama og unglinga? Vaxtarhormón NÁLÆGT miðju heilans er svæði sem nefnist undirstúka (hypoth- alamus) og niður úr henni gengur heiladingullinn, umlukinn beini. Undii'stúka og heOadingull starfa náið saman að stjórn innkirtla- starfsemi líkamans og hafa þar að auki ýmis önnur hlutverk. Eitt af hormónunum sem myndast í framhluta heiladinguls er vaxtar- hormón sem hefur áhrif á starfsemi hverrar einustu frumu líkam- ans. Ef heOadingullinn framleiðir of lítið vaxtarhormón í bemsku leiðir það til dvergvaxtar en ef framleiðslan er of mikil leiðir það til risavaxtar. Fram undir 1985 var vaxtar- hormón einangrað úr heila- dinglum af læknum sem fengust við krufningar á lík- um. Þessi aðferð dugði alls ekki til að fullnægja eftir- spurninni í heimin- um en eina viður- kennda notkun lyfsins á þeim ár- um var handa börnum sem mynduðu of lítið vaxtarhormón og urðu dvergar ef þau fengu ekki meðferð. A þessum árum var keppnisíþróttafólk farið að misnota vaxtarhormón og tókst stundum að ná til sín einhverju af eftir Mcgnús Jóhannsson framleiðslunni með slæmum afleið- ingum fyrir börnin. Þessi misnotk- un heldur enn áfram eins og sést t.d. af fréttum af Ólympíuleikunum í Sydney. Um 1985 kom á markað vaxtarhormón sem var framleitt með erfðatækni og síðan hefur eng- inn skortur verið á þessu lyfi. Vaxt- arhormón er eitt af fyrstu lyfjunum sem framleitt var með þessari nýju tækni. Þetta er gert þannig að gen úr mönnum, sem geyma upplýsing- arnar um byggingu vaxtarhormóns, eru einangruð. Búið er um genin á sérstakan hátt og þeim komið fyrir í veirum sem síðan flytja þau inn í bakteríur. Bakteríumar eru rækt- aðar í heppilegu æti í stórum tönk- um og að ræktun lokinni er vaxtar- Þ»|ÓÐLÍFSI>ANKAR/V ekkipörf á pokkalegri ballest ípjóðarskútunni? Bjarghringur í ölduróti EINS og allir vita er lífið markað sífelldum breytingum. Einmitt þegar manni finnst að nú sér allt komið í rétt og gott horf - þá ríður yfir ný holskefla af viðburðum sem kollvarpar öllu því sem áður virt- ist svo traust í sessi og óumbreytanlegt. í öllu þessu umróti er nauð- synlegt að eiga sér bjarghring til að halda í svo manni skoli ekki löngu fyrir tímann upp að ströndinni hinum megin. n eflir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Bjarghringurinn í breytinganna ölduróti eru t.d. þær hefðir og venjur sem við höldum með út í lífið. Uppeldi hefur margþættan til- gang, það þarf að kenna einni lítilli mannveru að að- lagast félagslega, að haga sér á við- eigandi hátt í sam- félaginu, virða þær reglur, hefðir og venjur sem gilda á hverjum tíma, en um leið þarf fólk að læra að meðtaka hið nýja sem sífellt skýtur upp kollinum á ólíklegasta stað og tíma. Ef vel tekst til er þama visst sam- ræmi á milli - við höldum þá í nægi- lega mikið af hinu gamla til þess að skapa okkur öryggiskennd en nem- um nægilega mikið af hinu nýja til að fylgja straumnum í samfélaginu. Til að ná hinu eftirsóknarverða jafn- vægi þarf tæki til að miðla þessu hvoru tveggja til fólks. Fyrir utan nánustu fjölskyldu hafa í þeim efnum gegnt stóru hlut- verki sögur á kálfskinni, prestar, kvöldvökur, skólar, ýmis félög, bæk- ur, tímarit, dagblöð, útvarp, sjón- varp og loks Netið. Állt miðar þetta að hinu sama, segja frá því sem var, er og verður. Ef of mikið er af hinu gamla stöðnum við, ef of mikið er af hinu nýja missum við fótfestuna í tilver- unni. Við vitum að ef halda á saman fjöl- skyldum eða þjóðum skiptir hið liðna, sagan, miklu máli. Hefðir og siðir eru nauðsynleg ballest. Ef hormónið losað úr þeim og einangrað. Nú, um 15 árum síðar, er talsverður fjöldi lyfja framleidd- ur með sömu eða svipuðum aðferð- um, þessi framleiðsluaðferð er kostnaðarsöm og lyfin eiga það sameiginlegt að vera dýr. Börn sem framleiða of lítið vaxt- arhormón verða dvergvaxin ef ekk- ert er að gert. Stundum er aðeins um skort á vaxtarhormóni að ræða en í öðrum tilvikum er skortur á fleiri hormónum sem heiladingull- inn framleiðir og þá eru einkennin fleiri en lítill vöxtur. Einstaklingar sem skortir vaxtarhormón verða dvergvaxnir, hlutföllin í líkamanum eru eðlileg en þeir ná kynþroska seint. Greiningin er gerð með þvi að fylgjast með vexti og mæla styrk vaxtarhormóns í blóði. Öll börn sem vaxa of hægt og skortir vaxtar- hormón eiga að fá meðferð með vaxtarhormóni; hér er farið eftir ákveðnum reglum varðandi vaxtar- hraða og styrk vaxtarhormóns í blóði. Læknar eru ekki sammála um hvort gefa skuli þetta hormón ballestinni er varpað fyrir róða er hætt við að yfirbyggingin hvolfi skútunni. Þess meira framboð sem er af hinu nýja og þess hærri öldur breytinga sem rísa, því nauðsyn- legra er að hafa ballestina trausta. Ríkisútvarpið og Morgunblaðið hafa um áratugi myndað traustar brýr, jafnt yfir til þess nýja og gamla. Báðir þessir fjölmiðlar standa föstum fótum í sögu lands og þjóðar en hafa jafnframt náð að vera í framvarðasveit nútímans. Nú standa yfir miklar umræður um framtíð Ríkisútvarpsins. Það er ekki tilviljun að nágrannalönd okkar standa dyggan vörð um sín ríkisút- vörp, þar hafa menn séð við athug- anir að ungar einkastöðvar hyllast til að halla sér ótæpilega að hinu nýja, þeim hinum sömu mönnum er jafn- framt Ijóst hve stórt og nauðsynlegt hið sögulega hlutverk er í þjóðarvit- undinni. Þeir vita að ef sú ballest væri ekki um borð í þjóðarskútunni þá myndi hún fljótlega kollsigla sig. Mikið hefur verið rætt um nauð- syn bættrar reikningskennslu hér á landi. Úrbætur í þeim efnum leiða vonandi til þess að menn geti reikn- að út hvert hlutfall hins gamla og nýja á að vera sem dugir til að við getum áfram verið sameinuð íslensk þjóð. í Ijósi þeirrar vitneskju þarf að taka ákvarðanir um framtíð Ríkisútvarpsins. Skammsýni gildir ekki aðeins um það sem ókomið er heldur hið liðna. Skammsýni má ekki móta stefnuna um svo mikils- verðan hlut sem eitt ríkisútvarp er fyrir litla þjóð sem vill halda sjálf- stæði sínu í stórum og breytinga- gjörnum heimi. Staðfesta þarf pantanir fyrir 23• október. Vaxtarhormón þarf að gefa með sprautu á hverjum degi. bömum sem vaxa of hægt en em með vaxtarhormón í blóði innan eðlilegra marka. Mörgum finnst rétt að gefa þessum börnum vaxt- arhormón í 6 til 12 mánuði til að at- huga hvort vaxtarhraðinn aukist og gefa það áfram þeim sem hafa af því gagn. Fullorðnir með vaxtar- hormónsskort geta einnig haft gagn af meðferð og getur almennt heilsu- far þeirra stundum batnað veru- lega. Offramleiðsla á vaxtarhormóni er mjög sjaldgæf og stafar oftast af hormónamyndandi æxli í heila- dingli. Ef þessi offramleiðsla byrjar á bamsaldri vex bamið óeðlilega hratt og getur orðið risavaxið; einn frægur Islendingur á 20. öld var haldinn þessum sjúkdómi, Jóhann risi. Þegar offramleiðsla vaxtar»__ hormóns byrjar á fúllorðinsáram verða hægfara breytingar á útliti sem kallast æsavöxtur (acromeg- aly). Við þetta stækka hendur, fæt- ur, nef, augabrúnir, eyra og haka, húðin verður dökk og gróf og rödd- in rám. Þessir sjúklingar verða þannig ófríðir og sumir beinlínis tröllslegir. Sjúkdómnum fylgir traflun á starfsemi margra líffæra sem leiðir til alvarlegra veikinda ef ekkert er að gert. Meðferð byggist á skurðaðgerð, geislun á heiladingli eða lyfjameðferð. Vaxtarhormón verður að gefa, með sprautu daglega en nú er búið að finna nokkur efni sem hægt er að taka inn og örva myndun og los- un vaxtarhormóns úr heiladingli. Verið er að gera ýmiss konar rann- sóknir með þessi efni og gera menn sér vonir um veralegt notagildi til lækninga. Efnin má vonandi nota til að örva vöxt barna sem geta þá sloppið við sprauturnar og hugsan- lega má bæta heilsu sumra aldraðra með þessum lyfjum. Vísbendingar era um að nota megi lyfin í barátt- unni við offitu til að minnka fitu og byggja upp vöðva í staðinn og að lokum binda menn miklar vonir við þessi lyf handa sjúklingum sem horast mikið og missa vöðvamassa-r og er þar einkum um að ræða sjúkl- inga með krabbamein og alnæmi. W Innritun W er hafin! hw Ný námskeið byrja 30. október rA • nÝTT-NVTT: XT 1* ^ niorgnana TUVALIN LEH) AÐ bvhjadaginn. m 'lí '0. k FUNDIR VIGTUN MÆLING MATARÆÐI jsb - góður staðurfyrir konur FRA TOPPI TIL TAARI Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fýlgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAAR n - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Fijálsir tímar, 9 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. IBDDDBDi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.