Þjóðólfur - 15.07.1910, Blaðsíða 4
ÞJOÐOLFUR.
116
borgarstjóra jafnframt, nú er útséð þykir
um, að leið sú, sem valin var síðastl.
haust, muni leiða til nokkurs árangurs, að
kæra hr. Brillouin fyrir lögregludómaran-
um, samkv. heimild í i. gr. laga nr. 20,
2. okt. i8gi, til sekta eftir opnu bréfi 29.
Maí 1839, 3. gr. E„ sbr. 32. gr. byggingar-
samþyktar Rvíkur 7. Sept. 1903, og til
niðurrifs á hesthúsi því eða vagnhúsi, er
hr. Brillouin bygði f. á. á lóð sinni í óleyfi
byggingarnefndar og bæarstjórnar".
Gasið er nú komið í bæinn. Á
Þriðjudaginn og síðan hefir í Góðtempl-
arahúsinu verið sýnd Ijós, suða og hitun
með gasi.
Hljómh'iUar. Hr. Arthur Shat-
tuck hélt fyrra hljómleik sinn í gærkveldi
í Báruhúsinu. — Sýndi hann það, að hann
er snillingur með afbrigðum og voru
menn stórum hriínir af listfengi hans. Án
efa sá langbesti og ánægjulegasti hljóm-
leikur þetta, sem Reykvíkingar hafa átt
tækifæri til að hlusta á. Nánar í næsta
blaði. — Hr. Shattuck heldur afturhljóm-
leik 1 Bárubúð annað kveld (laugardag).
Ætti að vera óþarft að hvetja menn til að
hlusta á snillinginn.
Hr. Julius Foss heldur fyrri (eða fyrsta)
hljómleik sinn 1 kvöld í dómkirkjunni. —
Það verður án efa mikilfengleg og góð
skemtun. Reykvíkingar! Notið tækifær-
ið og heyrið góða músík, — hana má
heyra í kvöld. Á1 f u r.
Ferðamennirnir á „Oceana"
sendu héðan 256 bréf og 2674 bréfspjöld.
Hvað er að frétta?
Ársfundur Búnaðarsam-
bands Suðurlands var haldinn við
Þjórsárbrú 8. þ. m. og næsta dag varþar
smjörsýning.
íþróttamót var haldið við Þjórs-
árbrú 9. þ. m. Þar voru glímur og fengu
þessir verðlaun : x. Haraldur Einarsson frá
Vík í Mýrdal, 2. Ágúst Andrésson frá
Hemlu í Landeyum og 3. Bjarni Bjarna-
son frá Auðsholti í Ölfusi. — Grísk-róm-
verska glímu sýndu þeir Haraldur og Sæ-
mundur Friðriksson frá Stokksey'ri. —
Einar skáld Hjörleifsson flutti ræðu um
kveldið, og fleiri töluðu þar.
Kæbtunarfél. Norðurlands
hélt aðalfund á Breiðumýri 24. og 25. f.
m. Stefán Stefánsson skólarneistari var
endurkosinn forinaður félagsins.
Þúsund ára hátíð héldu Svarf-
dælir 26. f. m. á Böggversstaðasandi.
Slys. 30. f. m- datt sjómaður að
nafni Valdimar Friðriksson út af Tanga-
bryggju á Akureyri og druknaði. Maður-
inn hafði verið mjög drukkinn, segir
„Norðurl.".
Á Sunnudaginn var druknaði stúlka,
Ingibjörg Sveinsdóttir í Dalsá í Blöndu-
hlíð. Hún kom frá biskupsvíglunni á
Hólum, og var í för með mörgumöðrum.
Féll hesturinn er hún reið út af brú, er
liggur yfir á þessa, og týndust hvoru-
tveggja. — Einn förunauta hennar var
rétt að segja druknaður við að reyna að
bjarga henni.
Skiptapi. Nú þykja komnar fullar
sannanir fyrir því, að hákarlaskipið „Kær-
stine", eign Gránufélagsins á Oddeyri,
hafi farist 1 vor og er talið víst, að það
hafi skeð í mikla veðrinu 7. Júní, þegar
„Hektor" á Siglufirði var nærri farinn,
en tveir menn af því skipi druknuðu. —
Skipsbáturinn hefir fundist, þó eitthvað
dálítið brotinn.
Tólf menn voru á skipinu og voru þeir
þessir: Jóhann Jónsson í Litla-Árskógi,
formaður; Ólafur Jónsson í'Litla-Árskógi,
Jóhann Jóhannesson í Litla-Árskógssandi.
Jóhann Þorvaldsson í Arbakka, Stefán Hans-
son í Hauganesi, stýrímaður, Sigurpáll Guð-
mundsson í Hauganesi, Jón Skarphéðins- I
son í Litla-Árskógssandi, Gunnlaugur Jó-
hannsson í Litla-Árskógssandi, JakobJóns-
son í Birnunesi, Sigurbjörn Gissursson á
Hjalteyri, Arngrímur Jónsson, á Jarðbrú og
Jón Friðriksson í Tjarnargarðshornf.
(„Norðurl.").
Giillbrúókanp héldu Haganesbú-
ar 30. Maí Magnúsi Árnasyni og Sigur-
björgu Guðmundsdóttur í Utanverðunesi.
Týntli flrengurinn. Eins og
getið var um í síðasta blaði, týndist
drengur úr Hafnarfirði 3. þ. m., Stefán
Kolbeinsson að nafni. Var hann á leið
austur í Holt, með bónda þaðan, og lágu
þeir úti aðfaranótt 3. þ. m. hjá Fóerlu-
vötnum. Um morguninn sendi bóndi
drenginn að sækja hesta þeirra, en dreng-
urinn kom eigi aftur, og hefir hann enn
eigi fundist, þrátt fyrir rækilega og fjöl-
menna leit, er gerð hefir verið.
Sú flugufregn hefir gengið hér, að dreng-t
urinn hafi fundist austur í Grafningi, en
fyrir þeirri fregn er enginn fótur.— Áreið-
anlega vissu fengum vér í morgun um
það, frá sýslumanninum í Hafnarfirði, því
þaðan hatði maður verið séndur austur
til að vita hið sanna f málinu.
1910.
IVýii* og skilvísir
kaupendur ía ókeypis um
leið og blaðið er borgað:
1. Roðney Stone,
skáldsaga eftir hið fræga
skáld Englendinga, C o n a n
Doyle, 168 bls. í stóru broti
og prentuð með smáu letri.
2. íslenskir sagnaþættir.
2. hefti, 80 bls. Par er í
l*áttur af Árna Grimssyni, er sig
nefndi síðar Einar Jónsson, eftir
Gísla Konráðsson.
Frá Bjarna presti i Möðrudal.
Draugasaga.
Um Hjaltastaðafjandann. Mjög
merkileg og áður ókunn frá-
saga um þennan merkilega
anda eða fjanda. Rituð af
samtíðarmanni sjónar- og
heyrnarvotti.
Frá Eiríki Styrbjarnarsyni og
frá Metúsalem sterka i Möðrudal.
Ennfremur verður bráð-
lega fullprentað:
íslenskir sagnaþxttir,
3. hefti. Par í verður meðal
annars:
Fáttur af Kristínu Pálsdóttur
úr Borgarfiði vestra og
Sagnir úr Austfjörðum.
Concert
helður organleikari Julius Foss
ir í kvöld
í Reykjavíkur dómkirkju, og hefst
kl. 9.
Adgöngumidar íást í aí-
greidslu ísafoldar og bóka-
yerslun Sigf. Eymundssonar og
við iniigangiim, og kosta 1 kr.
Sé keypt fyrir 1. og 2. eoncert
í einu, kosta J>eir aðeins 1 kr.
50 au. fyrir bæði kvöldin.
<JCljóml<2Ífiar
Jlrthurs Shattuck
verða endurteknir eftir almenmm óshnm
I.augardagiim 16. júlí kl. 9 síðdegis
í Bárubúð.
Aðgöngumiðar kosta 2 kr.
Tekið á móti pöntunum i bókaverslunum ísafoldar og Sigf.
Eymundssonar.
Holsapfels
viðurkenda ág'æta, b o t n ni á 1 n i n g
,.BundsmöreÍse“
á fárnskip
og á trjeskip
o „jfational komposition“
011 „Iravler komposition“,
„Cobber !Komposition“
Afgreiðsla blaðsins er á
JLaugaveg líl (austurendanum).
Undirrltnð tekur að sér allskonar
saum á kven- og barnafötum.
Guðný Jörgensdáttir,
' Þíngholtsstræti 7.
er altaf til við
„<Jim6ur- ocj fíofaversfunina dZayRjavíR^.
Ritstjóri og abyrgðarmaður: E*étar Zóplióníasson.
Prentsmiðjan Gutenberg.