Heimskringla - 30.07.1914, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.07.1914, Blaðsíða 1
GIFTINGALEYFIS- I VEL GEKÐOR ------------ ‘HÖF BRLF SELÐ I LETUR GRÖFTUR Th. Johnson Watchmaker, Jeweler& Optician Allar viðgerðir tljótt og vel af hendi Ipyst.ar 248 Main Street Phone Maln 6606 WINNIPBfl, MAN 9 Fáið npplýsingar um DUNVEGAN PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG fraintídar höfaðból héraðsin* HALLDORSON REALTY CO. 710 tlclutyre Itlock Fhone Maln 2844 WINNIPEG MAN XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN 30. JOLÍ 1914. Nr. 44 i Islendingadagurinn í Winnipeg 1. Ágúst 1914. Einsog þegar er margbúið að auglýsa, verður hinn almenni þjóð- minningardagur íslendinga hald- inn hátiðlegur hér í borginni laug- ardaginn þann 1. ágúst næstkom- andi. Hefir mikið verið vandað til hátiðahaldsins, svo sjaldan hefir betur verið en einmitt nú. Enda á Winnipeg hægast með það allra þeirra staða, þar sem Islendingar búa. Hér er mest fjölmenni íslend- inga saman komið á einum stað i þessu landi. Hér eru rúmbetri og| fegurri skemtigarðar, en finnanleg- ir eru i öllu Vesturlandinu; og hér er leikment og íþróttalíf íslend- inga þroskaðra en á nokkrum öðr- um stað utan íslands. Svo er þetta hátíðahald orðið elzt hér i borg. Er þetta tuttugasta og fimta árshátiðin, sem hér hefir ver- ið haldin. Fyrsti íslendingadagur er haldinn hátiðlegur hér árið 1890. Strax frá fyrstu byrjun var svo alment álitið meðal allra íslend- inga hér vestra, að hátiðin i Winni- peg væri aðal-þjóðminningarhátið- in hér vestra. Hingað sóttu flestir; hér var mest vandað til með ræðu- höld og aðrar skemtanir, og fjöldi hafði gaman af þvi, að koma inn til borgarinnar til að sjá ættingja og vini. Eftir að hátíðin hafði verið hald- in um nokkur ár, smádróg úr áhug- anum með að sækja. Bæði var það, að þá var síður vandað til hennar en áður hafði verið, og svo voru nokkrir, er koma vildu að öðrum þjóðminningardegi, i stað 2. ágústs, sem nú drógu sig til baka og vildu ekki vera með. En íslendingar fundu brátt til þess, að þjóðminningardagurinn mátti ekki falla niður. Ekki var of- margt samt, sem minti á sameigin- legan uppruna, starfssvið og köllun þjóðarinnar, þó hann héldist við. Ekki voru mótin ofmörg, sem allir gátu sótt, til þess að endurnýja fornan vinskap. Hefir því íslendingadagurinn hér i bæ risið, sem mætti segja, úr rúst- um nú síðari ár. Er óhætt að telja þá framför hans og endurfæðingu yngri kynslóðinni að þakka. Hefir hún barist fyrir, að gjöra hann engu viðhafnarminni og ófjölbreytt- ari, en samskonar þjóðminningar- daga brezkra þjóða hér i landi. Var það lika óhjákvæmilegt, ef íslend- ingar ætluðu að halda sæmd sinni óskertri. Þeir eru bornir saman við aðrar þjóðir, og sem að sjálf- sögðu hátiðahöld þeirra líka við hátíðahöld innlendra þjóða. Áttu samkomur þeirra að bera vott um fátækt, i allri mynd, og það höfuð-hátíðin, þjóðminningardagui - inn sjálfur? Það var óhugsandi, ef orð og álit vort sem þjóðar átti ekki að ganga til rýrðar. Mest kvað að hátíð þessari síðast- liðið ár, hvað allan undirbúning snerti. Skrúðför var hafin um kveld- ið fyrir hátíðina, einsog nú er fyr- hugað; en fyrir henni var flutt á stórum mótorvagni víkingaskip, — smiðað eftir líkingu víkingaskips norræns, og vakti það mikla eftir- tekt, hvar sem það fór. Tilgangur og tillraun nefndar- innar, sem nú hefir staðið fyrir há- tíðahaldinu síðustu ár, er að gjöra þessa þjóðminningarhátið hér i bænum, að aðal iþróttamóti allra íslendinga hér vestra. Til þess hafa verið fengnir verðlaunamunir — skjöldur, belti, bikar — og verða þeir veittir ýmist einstaklingum eða félögum, er flestar sigurvinn- ingar hreppa í það og það skiftið. Iþróttafélög hafa myndast víðs- vegar út um bygðir, og munu þau ætla að keppa við Víkinga hér, en svo heitir iþróttafélag Winnipeg- íslendinga. Við Víkinga keptu i fyrra Iþróttafélag Selkirk íslend- inga og “Grettir’,’ íþróttafélag Alft- vetninga. íslenzkar glimur verða sýndar, en i þetta sinn af æfðum glímuflokki, er verið hefir undir stjórn Guð- mundar glímukappa Sigurjónsson- ar í allan vetur. Verður alt kapp lagt á, að glima af list, en ekki kröft- um og verðlaunin fara eftir því, — til þess, sem af mestri list glímir. ------------- I' U ■■ ---------------- Það er ekki eingöhgu skylda bæði gagnvart þjóðflokknum og sjálfum oss að sækja hátíðina og gjöra hana sem tilkomumesta, heldur er það lika metnaðarmál, að geta sýnt það eanadiskum samborgurum sinum, að vor þjóðernislegu samtök séu meira en nafnið tómt, og hátíðir vorar með þeim veglegustu í land- inu. Það gagnar el^kert minna. Að gjöra sig ánægða með, að jafnast á við þá, sem eru fámennastir, er ó- sæmd. Eða að sýna lítið mannsmót af sér, vinnur öllum vorum islenzku málum tjóii. “Við skulum sjá hver skjöldinn ber”. ...Oddson skjöldur. — Skjöldur þessi er úr skiru silfri og er gefinn af hr. Thorst. Oddson og sonum hans íslendingadeginum. Er svo til ætlast, að um hann keppi iþróttafélög íslenzk á þjóðminningar- hátíðinni hér i bænum. Hlýtur það félagið skjöldinn, sem getið hefir sér flest frægðarmörk við iþróttirnar. Var hann unninn i fyrsta skifti í fyrra, og báru þá “Víkingar” skjöldinn. Hver vill verða til þess að vinna hann nú. Þorir nokkur að fást við “Víkinga”? Þeir eru harð- ir i sókn, vægðarlausir og hinir vigfimustu. Glímubelti Vestur-Islendinga. Um belti þetta var kept einnig í fyrra í fyrsta sinn. Hlaut það þá hr. Guðmundur Stefánsson, glímumaðurinn góðkunni. Verður nú kept um það á ný á laugardaginn kemur, og hreppir sá það, sem af öllum öðrum ber í islenzkustu iþróttinni, sem nú er til, — glimunni. Skúli Hansson s bikarinn. Bikar þessi er úr skiru silfri, gefinn af hr. Skúla Hanssyni, með þeim fyrirmælum, að um hann skuli kept árlega hér í bæ á þjóðminningarhátíð- ínni. Bikarinn hreppir sá, sem flestum mörkum nær að öllu samanlögðu í leikum og i- þróttum þenna dag. Bikar þessi var unninn í fyrsta skifti síðastliðið sumar af háskólastúdent Magnúsi Kelly frá Selkirk. Aftur verð- uf kept um hann nú þjóðminn- ingardaginn. Bikarinn mikli i Fréttir. Austurríkismenn segja Serbum stríð á hendur. Síðustu Evrópu fréttir segja, að Austurríki hafi sagt Serbum stríð á hendur þriðjudaginn var þann 28. þ.m. Hefir nú um tima alt af verið að aukast fjandskapur á milli ríkjanna, síðan ríkiserfingi og kona hans voru myrt á dögunum — Fer- dinand keisaraefni Austurríkis- manna. Var Serbum kent um morð- i'ð. Upphaflega deilan er þó eldri, og stafar frá byrjun Balkan ófriðar- ins þegar Austurriki sló eign sinni yfir slavnesku hertogadæmin, Bozn- íu og Herzegovina. Hversu þessum ófriði kann að lykta er ervitt um að segja, en minna þarf nú út af að bera en nokkru sinni áður, svo öll Evrópa standi i björtu báli. Svo er háttað bandalagi meðal þjóðanna nú. Fari Serbar halloka, skerast Rússar i leikinn að sjálfsögðu; en veiti Austurríki miður, eru Þjóð- verjar sjálfsagðir að veita þeirri. — Er þá og hætt við, að Frakkar og ftalir liggi ekki niðri. Irsku málin. Ekki batnar enn á eyjunni grænu, og varð þar slagur i Dýflinni þann 26. júlí. Að morgni hins 26. söfnuðust 2,000 sjálfboðaliðar Nationalista, eða heimastjórnarmanna, saman og gengu með fylktu liði niður til sjáv- ar og skipuðu sér i þéttar raðir á skipabryggjunum, svo að enginn gat þar nærri komið af landi ofan. En ástæðan var sú, að þar var þá skúta komin, hlaðin byssum og skotfærum. Jafnóðum og byssurnar komu i land, vopnuðust þeir þar til hver þeirra hafði sinn Mauser-riffil og skotfæri með. Vagnar voru þar likfr lil að hirða skotfæri öll og byss- ur, sem afgangs voru. Gengu þeir svo með fylktu liði upp i borgina. En þar mætti þeim hópur lögregluliða borgarinnar, alls 200, og hin irsku pólití, 150 manns. Allir voru menn þessir vopnaðir, og að auki voru tvær sveitir af skozkum hermönnum. Báðu þeir sjálfboðaliðana, að leggja vopnin af hendi, en þeir vildu ekki. Og réð- ust þá pólitiin á þá með bareflum. Sjálfboðaliðar sneru þá við og héldu undan, en mættu þá aftur sveitum öðrum af lögregluliði og hermönn- um. Var nú enn ráðist á írsku sjálf- boðaliðana og þeir barðir óþyrmi- lega og stungnir með byssustingj- um. Fóru þeir þá fyrst að skjóta á móti nokkrir. Héldu þeir nú enn undan; en þá kom til móts við þá hópur stór af bifreiðum og vögnum öðrum; voru það vinir þeirra. Þar hlóðu þeir á rifflunum og stukku svo sjálfir í vagnana og komust all- ir undan, — aðrir en þeir, sem lágu þar særðir eða dauðir eftir. Meðan á þessu stóð var múgurinn í þyrpinguin á strætununi, en vissi eiginlega ekki, hvað var að gjörast. Urðu menn þó fljótt æstir, og þurftu hermennirnir að snúa móti þeim byssustingjunum, annars hefði múg- urinn hlaupið á þá. Nokkrir féllu þar á strætunum fyrir skotum her- mannanna eða byssustingjum, en ekki voru þeir margir. Hitt er meira, að alt er þar nú i tryllingi og vill hver sjá annars blóð. Stórir hópar særðust af skot- uin hermannanna, segir fregn frá London, og höfðu strætin verið sem þakin af særðum og spriklandi mönnum, körlum og konum. En undir eins og fregnin barst um þetta til Lundúna, voru ströng boð send á allar hafnir Englands, að ekkert herskip mætti úr höfn fara, en skyldi vera albúið, hvenær sem skipun kæmi. Hindúar í Vancouver. Skrykkjótt gekk það með þá Hindúa-tetrin á Komagata Maru, skipinu japanska, sem þeir komu á til Vaneouver. Þeim var bönnuð lending þar; svo var því hleypt til laga yOg þeir fengu ekki að heldur, dómstólarnir neituðu þeim um landgöngu. Það fór fyrir stjórnina í Ottawa. Hún neitaði. Einnig var því áfrýjað til stjórnarinnar á Englandi; hún vildi ekkert skifta sér af því,— sagði, að Canada og stjórnir fylkj- anna hefði þar öll ráð. En nú vildu Hindúar ekki fara. Þeir voru farnir að svelta, en ekki vildu þeir snúa aftur heimleiðis. Þeir tóku kapteininn á skipinu og vélamennina og höfðu þá í haldi og fyrirbuðu að kveikja upp undir kötlunum. En stjórnin vildi hafa þá burtu, hvað sem það kostaði. Og nú var farið að taka til vistir handa þeim til ferðarinnar yfir Kyrrahafið. Og stjórnin lagði fram $6,000 til þess. Gufubáturinn Sea Lion skyldi fara með vistirnar út til þeirra og taka skipið og draga það út á rúmsjó, hvort sem þeir vildu eða ekki. 125 lögreglumenn 'úr borginni fóru út á bátnum og 50 menn aðrir, allir undir forustu kapteins War- den, nema lögregluþjónarnir, sem voru undir forustu yfirmanns lög- reglunnar, McLennan. Nú átti mikið að gjöra, og losast að fullu við leið- indagesti þessa.. Voru þetta alt vald- ir men, sem út fóru, og skipshöfnin á Sea Lion að auk. Höfðu menn þessir bæði riffla, skambyssur og barefli. Gufustrókarnir sendust nú upp úr strompunum á Sea Lion og strik-. aði skipið hægt og hægt út höfnina, unz þeir komu svo nærri, að þeir gátu kallað á skipið. Sáu þeir þá, að Iiindúar stóðu i þéttri fylkingu meðfram öllum borðstokk skipsins, og heyrðust þar köll mikil á skip- inu fram og aftur; voru Hindúar æstir mjög og veifuðu öllum vopn- um, sem þeir höfðu höndum á kom- ið. Reyndi lögregluliðið nú að koma stafnljám á skipið, en Koma- gata Maru var úthafsskip stórt og borðhátt, en gufuskipið Sea Lion miklu lægra, og gekk þeim það illa mjög. En loks gátu þeir fest stafnljáinn á skipinu, en þá kom Hindúi einn með exi mikla, og fór að höggva stálþræðina eða stálreipin á lján- um sundur, og hjó bæði hart og títt, og var á góðum vegi að höggva reipið sundur. Lætur fossa á þá sjóðandi vatnið En i þvi kemur einn af vfirmönn- um lögregluliðsins með vatnsslöngu á lægra þilfari Sea Lions. Annar endi slöngunnar var i kötlunum á Lion, og nú sendir hann bununa á Hindúana, lét hana leika fram og aftur á röðunum við borðstokkinn. Þeir stóðust ekki þetta, þvi að vatn- ið skaðbrendi hvern, sem það kom á, ef það hitti bert hörund, og svo var bunan svo hörð, að þeir féllu fyrir. Riðlaðist nú flokkur þeirra. Lögrgluliðið barið og hrakið. En þetta var ekki nema rétt snögg- vast. Brátt snörist orusta þessi. Þvi hópar Hindúa komu aftur og létu öll vopn ganga á hinum, sem þeir höfðu: Járnbúta, axir, kolastykki. Og þar sem þeir stóðu miklu hærra en hinir.'varð þeim léttara að vega niður fyrir sig. Flugu kolastykkin sem skæðadrífa niður á lögreglulið- ið; og þar sem hver kastaði af afli, en skamt var í milli, þá meiddust þeir mikið; brotnuðu liendur og fætur, en sumir rotuðust. Þetta gekk nokkrar mínútur og varð eng- in vörn af lögreglumönnum. Þeir gátu ekki horft í móti liríð þessari og sneru bökum við, þeir sem uppi stóðu, og hörfuðu undan og hnöpp- uðust allir i þá hliðina á bátnum, sem fjær var. En mannfjö dinn var svo mikill, að báturinn hallaðist, svo að við lá að honum hvolfdi. Þá hljop leynispæjarinn McArthur fyr- ir borð, eða var hrundið, en tveir aðrir náðu i hann og drógu hann innbyrðis. Var þar nærri hver mað- ur særður á höfði, andliti eða út- limum; sumir hálfrotaðir sumir rif- brotnir; en blóðið streymdi niður klæði þeirra, og lituðust einkennis- föt þeirra rauðu. Allir yfirmennirn- ir voru meira eða minna meiddir. Er óvist, hver endirinn liefði orðið þarna, eða i rauninni einn endir fyrirsjáanlegur, ef ekki hefði lögreglumaður einn getað losað stafnljáinn, svo að gufubáturinn fór að færast hægt og hægt frá stóra skipinu. Heyrðust þá óp mikil og sköll frá Hindúum og hlátrar gífur- legir. En Sea Lion hélt hið hraðasta til lands með lögregluliðið sært og barið, og var þá margur þeirra i illu skapi. En nú er alt þetta um garð geng- ið. Borgarmenn fengu hið afdank- aða herskip Rainbow og hlóðu það hermönnum og pólitium, og út- bjuggu sig til að spýta á Hindúana sjóðandi vatni, og svo lögðu þeir út tveim dögum seinna. En þá voru Hindúar farnir að svelta af matar- leysi, og vissu, að flónska var, að veita viðnám lengur. Voru þeir svo Ogilvie's Royal Household Hveiti Gjörir besta brauð hvar sem brauð er gjört Th« Ogilvie FlourMills Co.Ltd WÍNNIPEG, PORT WILLIAM. MEDICINE HAT, MONTREAL, Stærstu hveitimölunarmenn i brezka ríkinu. Mala dag- lega 18,000 tunnur. Konunglegrlr malarar. dregnir út á rúmsjó og fengnar vistir heim. — En i hótunum höfðu þeir, að þeir myndu æsa Hindúa til uppreistar, er heim kæmi. Og er ekkert vísara, en að þeir reyni það af fremsta megni. Er nú ískyggilegt þar sem viðar. Vesturfarar. í vesurfarahópnum, sem kom að heiman fyrra miðvikudag, voru: Magnús Ásgrimsson, bóndi frá Sleitubjarnarstöðum í Skagafirði, og kona hans, Þorbjörg Sigurðar- dóttir; Ásgrímur, Elin, Þórey, Krist- in Bergrós, börn þeirra fulltíða, og dóttursonur ungur. Helga Magnús- dóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Helgadóttir, Guðfinnur Pétursson, Margr. Péturs- dóttir, Jón Sigurðsson og Daníel Sigurðsson, — Þessi öll úr Skaga- firði. Frá Akureyri komu: Jóhann kaupmaður Christiensen og frú hans, Nikolina Christiensen; Hall- dór Trampe, Guðrún Berg, Guðrún Kristinsdóttir, Haraldur . Möller, Ástvaldur Sigurðsson, Barney Jó- hannsdóttir, Matthías ísleifsson, Elín Pétursdóttir, Ingibjörg Sigurð- ardóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Einar Sigurgeirsson, Rannveig Einars- dóttir kona hans og börn þeirra 6. Frá Húsavík: Indriði Árnason og Jóna Sigurjónsdóttir, kona hans og 3 börn þeirra. Frá Seyðisfirði: Guðrún Sigurjónsdóttir, Guðmunda Þórarinsdóttir, Ástriður Eggerts- dóttir og Þórunn Stefánsdóttir. Flest er fólk þetta á bezta aldri og í hið mannvænlegasta. Auk þessara voru í hópnum: J Mrs. O. G. Olson, héðan úr Winni- peg, og Jón Sigurðsson, bóndi úr Grunnavatnsbygð, er bæði höfðu verið á skemtiferð heima. Hópurinn fór frá íslandi að morgni þess 7. júli og kom hingað, sem fyr var sagt, að kveldi þess 22. eftir 15 daga ferð. Leiðbeinandi fólksins var Gunnl. Tr. Jónsson, er dvalið hafði i Ev- rópu síðan í febrúarmánuði. Ekki það. “Dauður eldurinn hinu megin í I vikunni sem leið; ómögulegt að I baka neinar kringlur”, segir Lögb. I — Eigi er það. Vér vildum ekki J hleypa í þá óáti meðan þeir væru í að Ijúka við garnirnar og slógið. ________________________ WONDERLAND. — Allir viðskifta- vinir vorir, sem líka brezkir leikir, i þar sem eitthvað gjörist, ættu að geta fengið að sjá atburðina garyja hratt og skýrt næsta mánudag. Það eru Lieutenant Rose myndirnar, er byrja og enda sama kveldið, og eru óviðjafnanlega góðar og skýrar. — Takið eftir breytingu ú auglýsingu i þessu blaði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.