Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.08.1949, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. ÁGÚST 1949 T)il Sólandó Kvæði flutt á íslendingadeginum á Gimli, 1. ágúst 1949. I. Á heimsþingi safnast menn saman og sitja þar umhverfis borð. — Ef minst er á stríðlausa stefnu, þeir stöðva hvert hálftalað orð. Og samt átti samkunda þessi að semja og líftryggja frið; og hermanna hópana alla að hefja’ upp í starfandi lið. Það dygð er að standa gegn stríðum, því stríð eru skipulögð morð: — Og feldu það fulltrúum þínum að finna þeim hugsunum orð. Ef einhverjum framhleypni finst það; um forustu heimildir spyr, þá sýndu honum söguna þína; þar sést: Þú varst leiðandi fyr. Með þingbundna þjóðstjórn í framkvæmd, sem þektist ei neinstaðar fyr, þú sigldir á undan þeim öllum: — Nú enginn um heimildir spyr. Og nú áttu nýfenginn sigur: — mót nágranna þínum: með sátt þú vanst hann — í vopnlausu stríði, og vegur þinn stendur því hátt. Já, feldu það fulltrúum þínum, að flytja með andlegri glóð þá tillögu’ að margfalda mótið: Svo mæti hver einasta þjóð. Og skora með einurð á allan þann aljarðar fulltrúa lýð: — Með bróðurhug, ástúð og eining að útlægja'morðvopn og stríð. Ef felurðu fulltrúum þínum með fullkominn tillögurétt, að flytja það mál allra mála, þér mark hefir framtíðin sett. Því aldrei á þvílíku þingi var þess konar málefni flutt.-- Þó ógrynni atkvæða neiti, af einhverjum verður það stutt. II. Þeim fækkar í landnema flokknum — í förina draumbróðir slæst. — Þeir hverfa nú hver eftir annan: — og hver ætli kveðji’ okkur næst? Það vitum við ekki. — En Island — hvers einasta frónborins manns, um leið og hann lífinu skilar, er ljósið í draumunum hans. Hann sér það um leið og hann sofnar: hann sér það er endurfætt: er blómum og skógi klætt. Það brosir í vorsólar bjarma: Og fossinn, hann syngur sem fyrri með fagra og sterka raust. Nú vinnur hann samtímis söngnum, og sinnir því hvíldarlaust. Hann dreifir nú blessun og birtu um bústað hvers einasta manns. Og horfið er stritið og stríðið — það stöðvaði krafturinn hans. Og mýrlendið alt breytt í engi, í akur hvert móabarð, og hrísið í hreina skóga og hraunið í aldingarð. III. Það fjölgar í væringja flokknum, háhn flýgur um gjörvalla jörð. — Samt man hann þig, Fjallkonan fagra: Um frægð þina heldur ’hann vörð. Hann rís upp í heilagri reiði, ef rógburðar sár er þér veitt. Hann tignar þig mann fram af manni, þó málið hans kannske sé breytt. Þó væringjar dreifi sér víða, þá verður ei frummyndin gleymd úr sígildu sögunni þinni í sál hans — en þar er hún geymd. Og landneminn klökknandi kveður — hans kynslóð er ærlega þreytt. En væringinn hugrakkur heilsar: þvi honum er framtíðin veitt. Sig. Júl. Jóhannesson Erlendur Guðmundsson FRÆÐIMAÐUR frá Mörk, i Fremri-Laxárdal i Húnavatnssýslu Erlendur Guðmundsson Hann var fæddur 6. nóvember 1863, að Ásum í Svínavatnshreppi i Húnavatnssýslu, sonur Guð- mundar bónda Jónssonar og konu hans Steinunnar Erlendsdóttir frá Sveinsstöðum í Þingi. For- eldrar hans bjuggu fyrst á Torfa- læk á Ásum en síðar á Ásum í Svínavatnshreppi, en síðast á Stóru-Mörk í Fremri-Laxárdal; við þann bæ kendi Erlendur sig jafnan, þar dvaldi hann unglings- ár sín til þroskaaldurs, var hann yngstur af 6 systkinum. Þann 27. október 1892 kvæntist hann Ingibjörgu Kristmunds- dóttir Þoihergssonar hreppstjóra frá Vakursstöðum í Hallárdal og konu hans Elínar Pétursdóttir úr Óslandshlíð. Þau Erlendur og Ingibjörg fluttu á næsta ári að Sæunnarstöðum í Hallárdal og bjuggu þar í 4 ár. Þá brugðu þau búi, fór hún 1898 með 2 börn þeirra til Canada og settist að á Gimli, en Erelndur maður henn- ar kom ári síðar. Þau áttu heima á Gimli til ársins 1905, þá keyptu þau 20 ekrur af landi 2 mílur norður frá Gimli, þar sem nú er Canadian Sunday School Mission Camp. Árið 1912 fluttu þau til Lóni Beach, bygðu sér þar heim- ili go nefndu það Birkilund. Þar bjuggu þau til ársins 1942, en síðla það ár dó Ingibjörg kona Erlendar. Þau eignuðust 3 börn: Steinunn Brynhildur, Seattle, Wash. Hún giftist Þorbimi Jónssyni, trésmíðameistara, Borgfirðingi að ætt; — fæddur 3. marz, 1877, að Geldingaá. Síð- ari ungþroska ár sín dvaldi hann í Deildartungu hjá frændfólki sínu. Hann nam trésmíði í Reykjavík, fékk 300 kr. verðlaun fyrir frábæra afstöðu í námi. Fór til Danmerkur 1897, var þar við smíðanám, var um hríð í Ham- borg, gekk þar á kvöldskóla, og nam Architectural Drawing. Var í Sviss 1909, og gekk þar á Wood- working Technical School. Kom vestur um haf 1915, dvaldi í New York, Winnipeg, og Minneapolis. Kom til Seattle 1918, andaðist þar 27. apríl 1947, fullra 70 ára að aldri. Þorbirni og Brynhildi varð 3 mannvænlegra barna auð- ið, eru þau með móður sinni í Seattle. Elin Kristín Áróra, varð kenn- ari í alþýðuskólum, hún giftist enskum manni, Alfred Peppler að nafni, árið 1918. Þau dóu bæði á jólamorgun það sama ár, úr spönsku veikinni. Ragnar Haraldur, Vancouver, B. C., er starfsmaður hjá Mar- shall Wells Co., kvæntur konu af hollenskum ættum, þau eiga 2 börn. Eftir lát konu sinnar dvaldi Erlendur um hríð hjá börnum sínum. Síðar, átti hann um nokk- ur ár dvöl á heimili Sigurjóns bónda Jóhannssonar á Sóleyjar- landi við Gimli. — Þá gerðist hann vistmaður á Elliheimilinu Betel, og dvaldi þar á annað ár, og þar andaðist hann 1. júní s. 1. án nokkurrar rúmlegu, þótt veil væri heilsa hans hinstu æfiárin. Nærri full 50 ár hafði Erlend- ur dvalið á Gimli og í næsta um- hverfi. Þar var æfibarátta hans háð, barátta hins nýkomna frum- byg&ja 1 nýju landi. Hér inti hann af hendi skyldur lífsins eft- ir beztu getu, sem heiðarlegur og sannur maður, er ávann sér traust og virðingu samtíðar- manna sinna fyrir orðheldni og áreiðanlegleik. Eiga margir sam- ferðamenn ljúfar minningar um hann, ástvini hans og heimili þeirra. Frá barnæsku mátti um Er- lend segja að hann lifði í öðrum heimi en samferðamenn hans. — Upplag hans, skarpar og gagn- rýnandi gáfur, samfara óslökkv- andi fróðleiksþrá og þolinmóðri leitun að sannana gögnum í hverju máli er hann hafði áhuga fyrir gerðu hann að sérstæðum manni. Alt er hann las gagn- rýndi hann af óvenjulegri ná- kvæmni, engu síður en samtíðar- menn sína. Ævilangt leitaði hann að nýrri fræðslu, gróf sig djúpt inn í þau viðfangsefni er honum voru hugstæð, var þolinmóður og nákvæmur að viða að sér efni til athugunar og merðferðar. Þess utan átti hann staðbundið og far sælt minni. Alt þetta átti sinn þátt í því að gera hann að óvenju- legum manni, og munu margir samferðamenn hans til þess finna að fáa honum líka höfum við fyr- irhitt á æfileið okkar. Enda tel eg hann ótvírætt verið hafa einn hinn einstæðasta mann í hópi ó- skólagenginna manna íslenzkra, er vestur um haf hafa flutzt, síð- an að landnám vort hófst hér í álfu. Eins og gefur að skilja átti Erlendur lengi æfi sinnar mjög tvo takmarkaðan tíma til líklegra athuguna og ritstarfa. En tóm- stundir sínar, einkum á vetrum, mun hann ávalt hafa notað til þeirrar iðju er næst stóð huga hans. Árum saman viðaði hann að sér, samdi drög að ritgerðum og lauk við sum þau efni er lengi höfðu í huga hans dvalið. Um mörg síðustu æfiárin vann hann stöðugt að því að hrein- skrifa og ljúka við sér hugstæð viðfangsefni. Á þessum árum gekk hann að verki með árvekni og áhuga þess manns, sem veit að: “Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langt um meir”. — Eftir því sem eg bezt til veit, vann hann þannig að hinzta æfidegi fram. Mátti segja að hann dæi með pennann í hendi sér. — Við- fangsefnin sóttu stöðugt að hon- um og létu hann ekki í friði. Því miður hefi eg ekki með höndum skrá yfir ritverk hans, hefi enda aldrei séð hana. En af Þetta NYJA Ger VINNUR HRATT! - HELDUR FERSKLEIKA Þarfnast engrar kælingar Nú getið þér bakað i flýti án fersks gers. Takið pakka af Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast af búrhillunni og notið það á sama hátt og köku aí fersku geri. Þér fáið sömu fljótu hefinguna. Þér fáið bezta árangur í öllum yðar bakningum. Fáið yður mánaðar forða af þessu ágæta, nýja geri. Notið það í næsta bakstur af brauðum og brauðsnúðum. Þér verðið hrifin. Þér munuð aldrei kviða oftar viðvíkjandi því að halda ferska gerinu frá skemdum. Þér munuð ávalt nota Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. Pantið það frá kaupmanninum yðar, í dag. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! Öll ritverk Erlendar bera vott um sérkennilegt gáfnafar hans, skarpar athuganir um samtíð hans, menn og málefni, ná- kvæmni í meðferð efnis, rithátt- ur ram íslenzkur, málið vandað og kjarnmikið og stundum fornt, ep lítt snert af nýjustu áhrifum sem nútíðar ritmál íslenzkt með sér ber. Viðhorfið jafnan sér- stætt og gagnrýnandi hvert sem efnið er, og hver sem í hlut á, en ávalt ítarlegt og nákvæmt, hisp- urslaust en stundum kankvísis- kent. Erlendur var meinskygn mað- ill og lifandi þeim er á eftir komu. Þeir rituðu af innri hvöt en ekki neinni embættisskyldu um samtíð sína, lögðu menn og málefni undir smásjá sinnar eig- in athugunar, juku við ýmsa hálf- gleymda fræðslu og gerðu hana aðgengilega og lifandi og áttu sinn stóra þátt í mentun þjóðar- innar í ýmsum efnum. Þannig hygg eS Erlend Guðmundsson hafa verið knúðan af innri þörf og ást á fræðslu til þess að rita; það var hans innri köllun er lét hann ekki í friði vera. Viðhorf hans vory sérstæð og vekjandi ur að upplagi og gáfnafari og! og vörpuðu kastljósi glöggra at- þessvegna fundvís á það sem að hugana á kosti og ágalla samtíð- áfátt var í fari manna og fram-! arinnar. komu. Eigi að síður hygg eg, að I f huga mínum er Erlendur ó- hann gerði sér far um að vera ijúfanlega tengdur minningunni jafnan réttlátur í dómum sínum. | um Gísla Konráðsson alþýðu- Eg hefi með höndum greinargerð sagnaritarann íslenzka á síðustu frá hans hendi, þar sem að hann hl(h víkur að viðhorfi sínu og afstöðu til íslenzkra félagsmála vestan hafs. Hann telur sig þar áhorfanda, og með öllu óháðan að vera. — Þessvegna lýsir hann mönnum og málefnum eins og þau koma hon- um fyrir sjónir. Eins og kunnugt er hefir Er- lendur skrifað mikið í blöðin hér vestra, ritgerðir frá hans hendi hafa og birst í þjóðræknisritinu. En handritasafn hans er stórt, og Til hárrar elli stundaði Gísli ritstörf sín, knúður af innri þörf. Ellihrumur, þrotinn að heilsu, með krepta fingur svo að nauð- uglega mátti hann á penna halda, ritaði hann fram í andlátið. Þessi sami áhugi knúði Erlend áfram og bauð byrgin þrotnandi heilsu og þverrandi kröftum, og var lif- andi vottur þess að: “Inni’ í sálum ekki frýs, ef að bál þar loga.” sæmir sér bezt að til íslands verði 28 ára kynningu við Erlend veit sent, og birtist þar á prenti — er eg um sum viðfangsefni hans, er tímar líða, mun það og verið hafa & nu er hann horfinn burt af hann hefir ritað um, og las hann; áætlun hans að flest af ritum; þessu tilverusviði þessi athuguli sum þeirra í áheyrn minni. Ýms! hans birtist ekki í tíð núlifandi, °& Sa aðl slendingur, sem ekki þeirra eiga upptök sín í sögu ís- manna. En þegar ritverk hansl batt bagga sína með sömu hand- lands og bókmentum þess, í sögn-! koma á prent, er eg þess fullvissj brogðum og samtiðarmenn hans, um, þóðarháttum, rímum, (um að þau eignast sérstakt sæti í en for sinar elSln lelðlr rímur hefir hann ritað langa og sögulegum fróðleik, svo glögg og yfirgripsmikla ritgerð. Þá hefiri ítarleg sem þau eru. hann og ritað afar itarlega um' Að mínum skilningi á Erlend- sJalfstæður maður er hirtl lrtt búskaparháttu á íslandi, alt frá ur sæti á bekk með íslenzkum um annara doma-en mat Það mest miðri síðastliðinni öld, til þess sagnariturum og fræðurum úr að vera sinni elSln hugsun trur; tíma að hann flutti frá íslandi! hópi alþýðumanna er að fornuj Helðvirður maður, er i engu vrldi á síðasta ári aldarinnar. Þar er,1 og nýju grófu upp ýmsan fróð- m. a. ítarleg saga búskapar og leik, sem fyrir meðhöndlun og starfa á æskuheimilinu hans á1 meðferð þeirra var þýðingarmik- S. Ólafsson oft all fjarri fjöldans vegum, og var stundum misskilinn sökum þess; vamm sitt vita. Vertu sæll! Mörk. Daglegt starfslíf til sveita er þar rakið með stakri nákvæmni enda í smáatriðum, en nákvæmn- in var áberandi einkenni hans. Þá hefir hann og ritað alUítar- lega um nýbyggjara lífið hér vestra, einkum um Gimli um- hverfi þar sem hann var kunnug- astur. Um sérstök atriði og straumhvörf í sögu Vestur-ís- lendinga hefir hann eftir sig skil- ið ítarlegar ritgerðir. Einnig hefir hann og skirfað all mikið um einstaka menn, presta og ýmsa aðra leiðandi menn, svo að nokkuð sé til nefnt. You will find yourself one of the best informed pertons in your communify when you reod The Christion Science Monitor regularly. You will find fresh, new viewpoints, o fuller, richer understonding of world affoirs . . . truthful, accurote, unbiased news. Write for somple copies todoy, or send for o one-month triol subscription to this internotionol doily newspoper .... ^ The Christian Science Publishing Society One, Norwoy Street, Boston 15, Moss. NAME. I I I j STREET......................... • CITY....*..............STATE. . □ Monitor including copy ot I Weekly Mogozine Section. 0 . Pleose send somple copies § of The Christion Science I Pleose send o one-month } triol subscription to The j □ Christion Science Monitor, for which I enclose $. |

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.