Lögberg - 05.11.1914, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.11.1914, Blaðsíða 2
2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1914. Hálffiðraður fer Kann — fleygur kemur hann aftur. Látið taka góða mynd af honum áður en hann fer út í víða veröld áður en aldurinn hefir rist rúnir sínar á andlit hans og máð af honum æsku- blæinn. Ef þér finnið ljós- myndarann í dag þá verð- ur yður hughægra á eftir. Það er ljósmymdari í borg yðar . ,es 490 Main St. Austur í blámóðu fjalla. Ferðasaga eftir Aðalstein Kristjánsson IV. Eg gat ekki kynst nærri því eins mörgum í Reykjavík, þessa viku sem eg var þar, eins og eg vildi, af því eg eyddi svo miklum tíma viS aö sjá okkur fyrir skipsferö til Akureyrar; þangatS vildi eg komast sem allra fyrst, Mig langaði til þess aö kynnast Tryggva Gunnarssyni; cn J)ó gat það aldrei látiS sig gera. Mér finst eftir því, sem eg hefi getað skili'S, aö hann (Tryggvi) hafi veriS einn af hinum allra stórhuguðustu framfara- mönnum, sem ísland hefir átt; á- hugi hans og utnhyggjusemi hefir komið fram svo víöa. Nú er hann orðinn háaldraöur og þess vegna hafði eg sterka löngun til að mæta honum og heyra álit hans á því liðna, yfirstandandi og ókomna. Mér hef- ir fundist og fanst á Jæssu ferðalagi f'eins og eg kannske reyni að benda á síöarj, að þaS skorta svo tilfinn- anlega þennan yfirgripsmikla og straumþunga áhuga, sem hefir kom- iS fram hjá Tryggva Gunnarssyni, þann áhuga, sem fer sveit úr sveit og “brúar” allar torfærur og breiSir sig út yfir landiS alt í milli fjalls og fjöru. ÞaS er svo afar algengt bæSi á tslandi og annarsstaSar, aS maSur kynnist áhuga manna eins og ófram- færnum. seinlátum, Ijósfælnum og heimaöldum viSvaning, sem er mjög óvanur viS aS komast fylgdarlaust út fyrir túngarSinn eSa upp fyrir grundarhöfuSin. Mig langaSi til aS fara út uin sveitir þarna frá Reykjavík, og sé eg eftir því nú, aS eg ekki kom því í framkvæmd aS heimsækja Mosfell og þó sérstaklega IJcssastaSi og ViS- ey, því "Aldnar rónia raddir þar, reika svipir fornaldar hljótt um láS og svalan sæ, sefur hetja^á hverjum bæ.” I’aS hafSi veriS ka.lt og óþurka- samt vor, enda báru fjöllin þess Ijós merki, því víSa var stórfenni niður í miSjar hlíSar á útkjálkum og sum- staSar niSur í sjó. f»ó var gras- spretta orSin sæmilega góS og stóS nú túnasláttur sem hæst i Reykjavík og grendinni. T»aS var talsverSur fiskafli, og dálitlar húsabyggingar, hér um bil eingöngu úr steinsteypu, svo hafnargerSin, sem má heita stór- virki, og svo uppskipun og fram- skipun á vörum, og fiskþurkun og fleira. I»aS virtist |»vi vera all-líf- legt í höfuSstaSnum og allir hafa nóg aS gera. I>aS var mjög ánægjulegt aS sjá svo mörg hús í tœnum hafa svo stór- ar og myndarlegar lóSir, enda eru mörg húsin stór og rúmgóS; allur er bærinn mikiS fremur hrcinlegur og vfirleitt allvel húsaSur, samanboriS viS bæi af svipaSri stærS annars- staSar. ViS vórum þar á söngsam- komu og hreyfimvndasýningu. og fór hvorttveggja mjög vel fram og virtist aSsókn vera mjög mikil, sér- staklega aS söngsamkomunni, enda var þá mjög margt af utanbæjar- fólki í bænum eins og eSlilegt var um þinetímann og þegar siglingar eru hvaS mestar. Ef viS hefSum beSiS eftir strand- ferSaskipi, þá hefSum viS ekki kom- ist norSur fyr en um miSjan Ágúst og þótti mér þaS alt of seint. Eg var búinn aS gera ráSstöfun fvrir aS kaupa hesta norSur í SkagafirSi og bjóst viS aS geta fengiS þá til Akureyrar eins fljótt og eg kæmist norSur; vitanlega hefSi eg getaS fengiS hestana til Revkjavíkur, en mér fanst að þaS mundi taka lengri tíma en eg mátti vel missa, því það var farið aS líða á sumariS; jafn- framt hafði eg ásett mér, ef eg ein- liverra orsaka vegna ekki gæti séð nema lítinn part af landinu. að þá fyrst af öllu vildi eg ferðast um norSursýslurnar: EyjafjarSar, Skaga- fjarSar og Þingeyjar sýslur. f Eyja- fjarðarsýslu höfSu foreldrar mínir og forfeSur veriS, og þar og í Skaga fjarðarsýslu var margt af nákomnu skyldfólki mínu enn. Svo voru fleiri ástæður, sem ekki þýSir aS greina frá hér, sem drógu mig sér- staklega aS NorSurlandi. Fiskigufuskipin voru aS fara norS- ur til EyjafjarSar um þessar mundir til sildarveiSa. Þau hafa eiginlega ekkert farþegarými; þó var eftir- sókn mjög mikil að komast með þeim, af því strandferSirnar voru svo ógreiöar, og talsvert margir, sem ferðast á milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar á þessum tíma árs. Eftir talsvert mikla erviðismuni þá hepn- aöist mér aö fá káetuna skipstjórans á “Eggert Ólafssyni”. Eru þeir eig- endur aö “Eggert” Elias Stefánsson t Reykjavík og Pétur ólafsson á PatreksfirSi; en skipstjóri heitir Jón Jónasson, sem hefir verið sér- staklega heppinn síðan hann tók viö “Eggert”; aflaö meS þeim allra beztu. Þann 23. Júl't lögöum viö út frá Reykjavík vestur um land til Akur- eyrar, og geröi skipstjóri og skips- menn alt sem 't þeirra valdi stóS til þess aö Iáta fara sem allra bezt um okkur, og var ekki viö það komandi, aö Jæir tækju nokkuS fyrir skips- rúmiö; sagöi Elías Stefánsson, aö þeir heföu komfö sér saman um þaS eigendur skipsins “aS þeir tækju ekki einn eyri.” Kl. 10 um kveldiS vorum viö fyrir framan Snæfells- jökul og fórum þar allnærri; jökull- inn stendur framarlega á allbreiðum tanga eSa skaga, sem myndar Snæ- íellsnessýslu; tekur Hnappadals- sýsla f'sem er lítil ummáisj dálítinn part af nesinu ofan til og bugöuna í kring aö sunnanveröu viS Hítá. ÞaS var mikill fiskiútvegur undir Snæ- fellsjökli til foma, eöa þar 't kring um Snæfellsskagann, og er það vel skiljanlegt, aö þaö hafi veriö heppi- legur staöur til sjóróöra, þar sem er Faxaflóinn aS sunnan en Breiöi- fjöröur aö noröan, og eru ótal firöir og víkur er skerast inn úr Faxaflóa og BreiöafirSi á allar hliöar. Þaö er afar löng leiö frá öndveröamesi, setn er norövestast í Snæfellsnes- sýslu, og alla IeiS inn meö Snæfells- nesi og inn t botn á HvammsfirSi t Dalasýslu. Eg haföi reyndar búist viö, aö Snæfellsjökull væri mikiö hærri og tignarlegri heldur en mér virtist hann vera, og hefir hann kannske orðið mikilúðlegri í huga mínum fyrir þjóðsögur þær, sem mér höfðu veriS sagöar og eg haföi lesiS um ýntsa einkennilega galdra- menn og tröllamaka þar í kringum jökulinn: BárS Snæfellsás og fleiri. Haföi eg gert mér hugmynd um, J»egar eg var lítill, aö þesskonar stór- menni mundu ekki taka sér “ból- festu” nema Jjar sem }»eir fyndu afar háa fjallshnjúka með veggjavtöum hamraborgum, sem gætu verið sómi fyrir framtiS ættarinnar. Ef þess- konar stórmenni hefir nokkurn tíma átt þar heima, J»á er þaS víst alt flutt burtu nú og “borgirnar” teknar niöur; hefir J>ví liði máske þótt dauflegt eftir aö sjósóknir minkuSu þar í kring. Mig langaöi mjög mikiö til |>ess aS fara inn á Breiðafjörð; eg hafði heyrt svo mikiö látiS af, hvaS þar væri fallegt; hefSi cg sjálfsagt leit- aö fyrir mér á Reykhólum, treyst- andi J)ví, aö vistin yröi þar betri nú en þegar Grettir var J>ar; en Jæss var enginn kostur, aö eg kæmist |»angaS. Eftir 14 kl.tíma ferö frá Reykja- vík komum viö til PatreksfjarSar. Þar er dálítiö kauptún, einar 4 eða sannast. Manni finst, meS því aö fylgja oröfæri skáldsins um hina fá- tæku fóstru vora, aö þaö megi meö sanni segja, aS hún teygi helfreöna, klökuga fæturna noröur í íshafiS, sem sólmánuöimir ekki orka aS þýða klakann af. Horn á Ströndum er rétt innan viS noröurheimskauts- bauginn, en Rifstangi á Melrakka- sléttu teygir sig ofurlítiS norður fyr- ir og er Grímsey í beinni línu vestur af Rifstanga. ÞaS er stór furða, aö mannabygö hefir haldist viS á þess- um útkjálkum, enda kvaS nú fólki fækka þar meö hverju líöanda ári, eftir því sem mér var sagt. Þegar eg kom upp á þilfar þann 25. Júlí, þá var bruna kuldi og haföi snjóaö í fjöll báöumegin viS mynni EyjafjarSar. Þóttu mér þaö kaldar viðtökur; J)ó treysti eg því, aö úr mundi rætast, enda hlýnaSi til muna, þegar kom inn á fjöröinn—og var bezta veður næsta dag, og fór nú heldur aS veröa kunnuglegra í kring. Þegar við komum fram undan Hjalt- eyri og inn á HörgármiS, þá gat eg séö mjög greinilega í sjónauka fram í dalina, Hörgárdal og öxnadal, þar sem eg var fæddur og uppalinn, og virtist mér aS snjórinn þar vera fylli lega eins mikill eins og oft haföi veriö fyrir og um miöjan Júnt. “Eggert ólafsson” Eg sté á land á Akureyri með hlýj- an hug bæði til skips og skipverja, eftir ferSalagiS frá Reykjavík, og dálítiS fróöari eftir en áöur um sjó- mannslífiS; vitanlega átti eg ekki kost á aS kynnast þeim í hinni eig- inlegu baráttu viö veiðarnar sjálfar, en bæöi skipstjóri og stýrimaður og fleiri af skipverjtun sögöu mér hvar þeir heföu verið, þegar Jæir lentu í hriSargörðum og illviörum á umliön- um árum, og þá vitanlega oftast á lélegri skipum en því, sem þeir höföu nú. Þeir sögöu mér frá ýmsu, sem fyrir haföi komiS, er geröi útkomuna tvísýna. Eg hafði heyrt sjómenn segja frá svaöilförum sínum áður, J>egar þeir voru staddir á landi; en mér fanst alt annar blær yfir frá- sögum ]>essara manna. V'iö höföum oft sjó alt aö J)ví í miöjum hlíöum, svo }>að sáust aö eins kaldir og klök- ugir fjallatopparnir, og öldurnar rugguðu skipinu, og virtist það á- stand gera J>eim eölilegra aS segja írá—eins og þeir væru aö lifa sig í gegnum frásöguna; en þar viö Ixett- ist, að nú gátu þeir athugaö hætturn- ar frá fleiri hliöum, sem gaf frásög- unni meiri þunglyndis og alvörublæ. Það fanst mjög greinilega á þeim, aö þeim fundust bjartari timamót vera upp runnin fyrir sjómanna- og mestalla'lifsbjörg, þá er }>aö engu að síður sannleikur. Það viröist vera jafn fjarri öllum sanni aS ráða mann i skipsrúm, sem ekki kann aS synda, eins og aö ráöa mann, sem 5 búöir. Er þar lítiö undirlendi, en e*kí árala^ÍS' Þar,na.er verk' há fjöll og all klettótt báðum megin|eím ^ ungmennafelogm, bæö, , gagnvart sjomonnum og öörum. fjaröar; en þratt fyrir þaö, er þar “ " , . _ , . „ .. _ . . ... _. _ .. j Vitanlega ætti aS banna þaS meö eitthvaö svipl>ytt og aðlaöandi, sem „ ..... logum, að menn væru tekmr í skip- mætir auganu; og maöur cr glaöur yfir því að hafa komiö }>ar, þó mað- ur jafnframt finni til yfir erviöleik- unum, sem þeir eiga viö aö stríða er berjast þar fyrir tilverunni. Húsin eru öll fremur lagleg, og eru þar all- stór tún í kring, en líklega fremur lélegt, því alstaðar er þar víst fremur grunt á grjóti, svo túnrækt hlýtur aS vera }>ar mjög erviS; og ekki var þar sjáanlegt slæjuland neinstaðar i nágrcnninu. ÞaS Joótti mér afar merkilegt, aö }>ar skyldi vera komin raflýsing í svo litlu J»orpi, og mun þaö vera framtakssemi Og dugnaði Péturs Ólafssonar að J»akka. Viö stóöum Jiar viö í 7 tima og klifraöi eg all-langt upp í fjalliö fyr- ir ofan kaupstaðinn. Þar hitti eg einn gamlan kunningja, scm eg hafSi ]>ekt á Akureyri áöur en eg fór til Ameríku, Benedikt Sigmundsson, Húnvetning aS ætt, en því miöur höfðum við engan tíma til þess aS segja hvor öðrum frá þvi, “sem á dagana hafSi drifiS”, því skipiS var rétt aö fara. LögSum viS út frá Patreksfirði kl. 11 f.h. þann 24. í björtu veöri og þéttri hafgolu, og fór nú aö verða fremur kuldalegt eftir })ví sem noröar dró meðfram Vestfjörðun;, og frá Aðalvík Dg noröur fyrir Horn á Ströndum voru snjófannir alveg niöur í sjó. “íshafs bylgjan óvæg þvær á þér fætur báða” segir skáldið á Sandi, og er það mála rúm, sem ekki kunna aö synda. Tveir ungir menn druknuðu á svo nefndri Leiru suðaustur af Akureyri meðati j viS dvöldum þar, líklega á minna en 6 feta dýpi, og mætti nefna mörg dæmi þessu lík. Mun áhugi fyrir sundkenslu vera helzt til lítill, nema helzt í Reykjavík. A Akureyri. Á Akureyri leigöi eg stofur aö frú ÁlfheiSi, konu Páls Jónssonar kenn- ara og skálds. Hann hefir atvinnu á sumrin viö aö stjórna vegagerS á póstvegum landsins; frú ÁlfheiSur var nú aö fara burtu yfir sumar- mánuðina til dóttur sinnar. Höfð- um viö þar ljómandi góðar stofur og fór vel um okkur. ViS vorum bæöi þreytt á því aö lifa á hótelum, og bjuggumst viö aS verða talsvert lengi á Akureyri, á milli þess sem viö værum aö feröast um sveitina. Eg var þreyttur á hótelunum íslenzku a fyrir matarhæfiö; mér líkaði þaS mikiS betur á algengum sveitabæ, og minnist eg máske á þaö síðar. Eg vissi, aö þaS mundu talsvert margir koma aö sjá okkur, og langaði mig til aS geta lalað við fólk í næöi. Eg haföi skrifast á viS talsvert marga, sérstaklega nú í seinni tíö, svo var þarna í nágrenninu margt af fólki, sem var aö nokkru leyti . uppeldis- systkini min, skyldir og vandalausir, aliö upp á na»tu bæjum og í grend- inni, og sem eg bar eins hlýjan hug stéttina íslenzku. Skipum þeim, sem nú eru mest höfð til fiskiveiöa, treysta þeir mjög vel. Þaö er sann- arlega tími til kominn að sjómanna- stéttin gæti verið óhultari en hún hefir verið á undanförnum áruin og öldum; hætturnar hafa veriö marg- vislegar og miklu fleiri en }>ær heföu átt aö vera og þurft aö vera. ÞaS er meö naumindum, aö maSur trúir sínum eigin augum eöa eyrum, þegar maður les eöa heyrir sagt frá því, að íslenzkir sjómenn drukna i blíöalogni uppundir landsteinum, ef að þaS hvolfir undir þeim eöa }>eir detta út- byröis af bát eða bryggju. En þrátt fyrir það, þótt maður eigi bágt meS a'ð trúa því, aS landsmenn séu svona iila undir J>á atvinnu búnir, sem gef- ur líklega þriðjungi þeirra atvinnu var miki11 . síldarafli um 'Þessar mundir, tíöin hin ákjósanlegasta og til eins og maríuerlunnar, lóunnar og spóans, og er meS því mikið sagt. Einn af Jæim fyrstu, sem eg mætti á Akureyri af þeim, sem mér voru fiérstaklega minnisstæöir, var séra Matthías; hann var þá nærri 79 ára, þó virtist mér hann ganga mikið rösklegar en flestir hinir, rétt eins og hann væri aS eltast viö og reyna aS komast fyrir einhverja hugmynd, sem hinir höfðu gefist upp viö, og fann eg J>aö út siöar, aS þessi tilgáta mín hafSi rétt verið. Af Jjeim sem fyrstir komu lengra aö til aö mæta okkur, var Jón Þor- steinsson bóndi frá Hólum í öxna- da!; erum viS bræörasynir og höfö- um viö skrifast á. Eg hlakkaði til þess einsog hátíöisdaganna, þegar eg var lítill, og átti von á aö mér yrði lofaö aö heimsækja foreldra hans, Þorstein Jónasson og Friöriku Jóns- dóttur og börn þeirra. Bjuggu þau mestallan sinn búskap í Engimýri í öxnadal, og voru mestu sómahjón. Þá komu hjónin frá Ásgerðar- staöaseli, Kristján Jóhannsson og Ásdýs Jónsdóttir. Faðir Kristjáns var Jóhann Gunnlögsson bróðir Egg- erts Gunnlaugssonar, sem lengi var hér suöur í Dakota og dó þar nú fyrir stuttu. Jóhann heitinn var vel efnaöur og hjálpaöi mörgum, sem fátækari voru; hélt hann uppi fremstu bygðum í Hörgárdal, bjó á Flöguseli líklega um eða yfir 30 ár. Flögusel er fremsti bær aö vestan- verðu en Framland aS austan, og haföi hann þaö meö til margra ára; nú eru þeir synir hans, Friöbjörn og Kristján, sjálfseignarbændur í Ás- geröarstaðaseli, sem er næsti bær viö Flögusel, og munu þeir vera allvel efnaðir. BæSi Jón og Kristján buð- ust til aö sækja okkur og flytja okk- ur til baka, ef við vildum koma fram í dalina fyrir nokkra daga; er þaö lífleg 6 tíma ferö frá Akureyri. Þá kom Stefán Bergsson, sem lengi bjó rausnarbúi á Þverá í öxna- dal en er nú farinn aö hafa minna um sig; hefir hann nú part af Hrauni á móti dóttur sinni, Rann- veigu, sem býr ]>ar ekkja; er Stefán hreppstjóri þar í dalnum. Þá hitti eg kunningja og nágranna úr Hörgárdal, stórbónda og hrepp- stjóra Guðmund Guömundsson á Þúfnavöllum, Magnús Oddsson frá Saurbæjargerði og Svein Jóhannsson frá Flögu, og buðu ]>eir mér allir aS heimsækja sig; en eg haföi gert dá lítið ööru vísi áætlanir, svo eg hafn- aði öllum Jæssum vingjarnlegu boð- um þá í bráö. Eg skal reyna aö þreyta ekki Ies- arann fram úr öllu hófi, þó langar mig til aS minnast ofurlítiö á dalina meira siöar, því þar sá eg fyrst svo undur fíngerö og viökvæm “blómstur spretta og springa út úr sprungum kletta víöa.” Um mánaSamótin Júlí og Ágúst fóru aö koma fréttir af Noröurálfu- stríðinu, og geröi þaö fólk mjög svo hrætt um aö siglingar mundu alger- lega teppast, matvara hækkaöi afar- mikiö í verði og efnaðra fólkið, sem haföi peninga, geröi tilraun til aö kaupa svo miklar birgöir, að þaö leit út fyrir aö vöruskortur mundi verða innan fárra daga; fátækara fólkið hélt, aö ]>að mundi veröa algerlega út undan, svo }>aS vitanlega fyltist sorg og kvíða yfir framtíöinni; þó lagaðist Jætta heldur fljótlega. ÞaS allir voru önnum kafnir; fátækara fólkið innvann sér mikla peninga og hjálpaöi því mikiS til aS gleyma hinu tvísýna, erviða útliti. Svo taldi fólk sér trú um nærri undantekningar- laust, aS Þjóöverjar og Austurrikis- menn mundu veröa “barðir niöur” á mjög skömmum tíma, svo stríðið mundi ekki standa lengi. Þó voru vitanlega nokkrir, sem litu ööru vísi á máliS, og meðal þeirra var einn aldraður kaupmaöur á Akureyri, einn af þeim tiltölulega fáu þar, sem eg fann aS fór saman hjá skarpskygni og víösýni, sem vitanlega haföi skapast af viStækri þekkingu, brenn- andi áhuga og langri lifsreynslu. Kaupmaöur þessi var Eggert Laxdal á Akureyri. ViS hittumst einn dag- inn rétt um þaö leyti, sem stríðið byrjaöi, og segir hann viö mig að fyrrabragöi: “Máske vonir ykkar Vestur-íslendinga rætist jafnvel fyr en þiö eöa viö bjuggumst viö.” Hann haföi ekki veriö lengi aö at- huga ástandið og möguleikana. ÞaS sem hann átti viö, var vitanlega, aö stríðið mundi verða til þess aö flýta fyrir því, aö ísland reyndi aS ná beinu verzlunarsambandi vestur um haf, viö Norður Ameríku. “Spá er spaks manns geta.” Þaö eru miklar líkur til, aS því máli hafi orðið meiri sigurs auöiö síSan en flesta grunar. ("Meira.J Aths.—Prentvilla í þessari ritgerö í síöasta blaði: jarörækt fyrir garö- rækt. Björgun sokkinna skipa Mörg félög- hafa arSmikla at- vinnu af því, aö koma strönduðum skipum á flot og þeim, sem sokkið hafa til mararbotns, á þurt 'and, og er oft sýnt mikiö hyggjuvit og þol í J>eim athöfnum. Fá skip eru svo brotin eða djúpt sokkin, aö ekki séu slík félög fús til að reyna sig á aö bjarga þeim. mörgum ráö- um er beitt til þessa, en aöallega eru samt aðferðimar aöeins tvær. önnur er sú, að beita afli aöfalls eöa útfalls á þyngdina, hin sú, aö festa lofti fylt hylki viö flakiö og útrýma meö ]>eim nægilegum vatnsþunga kringum þaö, eöa fella yfir ]>aö loftþétt hólf, til þess aö lyfta þvi. Þegar flakið er svo nærri landi, að flóös og fjöru gæt- ir, eru flothylki fest við flakiS með keöjum, meSan lágt er i; þegar hækkar í sjó, strikkar á festunum, flakiS losnar við botninn og má þá toga það til lands. Ein frægasta viðureign björgun- armanna viö sokkin skip, var sú, er reynd var til aö bjarga herskip- inu Gladiator, er sökk eftir árekst- ur á Solent sundi milli eyjarinnar Wight og Englands. HerskipiS lá í svo grunnum sjó, aö graa bumbu J>ess bar upp úr, og þaö lá á hliS- inni. Kafarar fundu, aS stórt gat var á því, fimtíu feta langt, og katlarúmin sum voru opin, svo aö þar rann sjór út og inn. Sjávar botninn var snarbrattur, þarsem skipið lá, og J>ó þungt væri, um sex þúsund tons, var þaö létt í vöfunum, er stormur og stríðir straumar, einsog gerast þar í sund- inu, lögðust á eitt. Því varö sem fyrst'viS því aö gera, aö þaö sigi niSur á viö og færi í kaf. ÁSur en til }>ess kæmi aS þaö yröi fært, voru kafarar sendir til þess aö svifta af því öllu sem viS þaS varö losaö. Fyrst voru teknar af því fall- byssur allar, meö hlífum, og færö- ar til lands, og síöan hvaö af ööru, er kafarar losuöu meö tólum þeim er knúin voru þrýstingar afli of- ansjávar. Reykháfamir voru meitl- aSir frá og loftstrompar sömu- leiðis og dregnir á þurt, }>amæst bátar allir meö trönum. er ]>eir héngu í, og þetta var látiö ganga J>artil öllu var bjargaS, sem losaö varö, en meS hvíldum gekk þaö starf, J>vi að skipið lá í röst, og varS köfurum ]>ví oft ókleyft aö vinna á flakinui neöansjávar. Næst var felt yfir öll göt á | skipinu. Tréhlemmar voru feld- ir yfir opin, þarsem reyk- háfar og loftstrompar höfðu verið, er haldiö var aS meö járnslám, og yfir öll önnur op og gengiö svo frá, j að vatn kæmist hvergi um, nema gegnum rifuna á hliðinni. Þegar fariS var að skoSa hana, kom í ljós, aS stálplötumar sem hliðunum áttu aS hlífa, höföu lagst út af eins og pjáturþynnur. öll horn og beyglur vom sléttuð meS-j fram rifunni og var haft til þess ■ sérstakt sprengiefni, síSan var tveim lofthylkjum lagt aö hliöinni og traustlega felt aS henni, en hvert [>eirra gat lyft yfir eitt hundraö smálestum, til þess aS lyfta undir skipiö, meðan reynt væri aö toga það upp á viS. Nú kom gufukuggur meö botn- sköfu til sögunnar, er var haföur til aS rySja á burt sandhaug, er sezt haföi aS stefni skipsins. Þar- j næst var fimm fallbyssubátum lagt aö því, 'hver meö sterka, gufuknúna loftdælu, en kafarar komu endum á sogpípunum fyrir í ýmsum pörtum skipsins. ÞaS Jxátti auS- séö, að ekki mundu gufukuggar orka því, aS færa flakiö úr staö, ■ og voru því reistar tvær tröllvaxn- ar trönur á landi, og afargildir! vírstrengir lagðir frá þeim og fest- ir traustlega í skipskrokkinn, og J»eir undnir meö gufuafli. Nú tóku allar dælur til að vinna í einu og var jafnframt hert á vir- j strengjunum og þar kom aö stál- bákniö fór aö færast til, hægt og hægt, — rétt sex fet; þá sat alt j fast, vegna }>ess aS stefniö grófst í sand. Svo til þess aö fyrirbyggja þaö, aö skipiö rynni niöur á viö, varS aö fylla alt með sjó og sökkva I skipsskrokknum á ný. Margar nýjar atrennur voru j geröar. Eitt sinn var hert svo á stálstrengjunum, milli skips og1 lands, aö annar þeirra slitnaöi og þeyttust endarnir hvor í sína átt-1 ina, meö háum hvin; ef maSur | hefSi oröiö fyrir þeim, þegar þeir komtt niöur, annar á land, hinn i sjó, þá heföi hann vissulega tekið i sundur. Enn voru trönur reistar viö hlið- ina á skipinu, strengjum fest í toppinn á þeim og í stálsiglur | skipsins, til J>ess aö reyna aö rétta' þaS viö. Þarnæst var flothylkjum lagt aö þvi, er borið gátu til sam- { ans ioco tonna þunga og enn voru járnstengur festar á kjöl þess, 280 tonn á þyngd. Nú fór skipiö aS rétta við, og stóö aö lokum á réttum kjöl, en ekki náSu þilförin upp úr sjó og tóku þá björgunarmenn þaö ráö, aö byggja yfir þaö loftheldan stokk, stafna og boröa á milli. Eftir fimm mánaöa strit og strið var loks alt tilbúiö til siöustu átaka. Dælumar voru settar á staS og tóku þær að ausa sjóinn úr skipinu. Lengi davs héldu þær áfram, þartil skipsflakiS tók aö STOFNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. W00D & SONS, ---------LIMITED--------- verzla með beztu tegund af = K O L U M = Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKR1FST0FA: 904 Ross Avenue horni Arlington TALSÍMI: Garry 2620 Private Exchange ■ ■'ÁÚA'ÍU rísa viö og losna frá botni. Afram héldu dælumar meö fullum krafti. Sjórinn sem út var ausiö, skifti lit, var fyrst gulur, síöan grár, oks svartur, og sást þá aS komiö var að dreggjunum í stálskrokknum. H<,nn smáhækkaði í sjónum, þartil kuggarnir, sem viö hann voru fest- \ ir, toguöu hann úr staö og 'heila hersingin hélt hægt og líðandi yfir sundiö. Um kveldiö fyrir sólar- fall var hinurn særöa vigdreka skilaö í skipakví i Portsmouth höfn. Ef þvi veröur viS komiS, er þaö ráö tekið, aö gera sokkna skip- skrokka svo vatnsþétta, að dæla megi allan sjó úr þeim. Spjöldum er sökt niður til kafarans, og á þaö markar hann hverra viögerða er ]>örf, og einkum göt, sem setja má! plöttir yfir. MeSan kafarar losa eins mikiö af farminum og yfir verður komist, eru plötumar slegnar til og gataöar í smiöju hj ö rgu narskipsins, J>g J>œr látnari síga niSur, jafnóöum og tilbúnar eru, kafarar negla þær á, og þetta gengur, þartil hægt er aö dæla skrokkinn tóman og koma honum upp á yfirborð sævar. Oft kemur það fyrir, aS slík skip taka difur og stinga sér til botns, áöur en komiS verður til lands. Þá veröa björgunarmenn aö byrja á nýjan leik, og er þá stundum erfiöara viS að eiga, en nokkm sinni fyr. Saga er til um þaS, aS við Englands strönd komu björgunarmenn stóru flaki fjóram sinnum upp úrj sjó, en niður fór það jafnharöan í j hvert sinn ; ekki gátust þeir upp að heldur, og komu því til lands í fimta skiftiö. Þegar stórskipiö Milwaukee hóf sina fyrstu ferö, fórst þaö með því móti, aS það skorðaðist milli blindskerja, svo að engin von var til, aö unt væri aö toga þaS úr J>eim skorSum. Björgunannenn sáu ]>etta strax, en þeir höföu líf- legt imyndunarafl og hugsuöu sér aS gera tilraun, sem aldrei hafSi veriö áöur reynd. Til þess aö bjarga hinum dýrmætu vélum í afturpartinum, hugsuöu þeir sér, aö hluta skipiö í tvent, meö dýna- miti. í því skyni var hólkum, fullum j af dýnamiti raöaö kringum skipiö,' nokkru framar en miöskipa, og kveikt í þeim. Þeir sprangu m-S ógurlegum hvell, afturhluti sk;ps- ins losaöist frá og seig niöur af skerinu niSur á klapparbotn. Sá partur var svo togaöur til lands og lagt í Skipakví, þar var smíöaö nýtt stefni og söx og þau skeytt viS skipsflakiö, var þaö sem nýtt, þeg- ar smíðinni var lokið og er það skip enn í förum. Enn má nefna það dæmi, Jægar skipið City of Paris strandaöi fyr- ir suöurströnd Wales; þar voru klettasnasir i sjó, sem gengu inn í skipiö og héldu því föstu, svo að hvergi varö bifaö, en mjög brima- samt fyrir ströndu, svo aö eigen l- ur eöa réttara sagt félag þaö sem tekið haföi skipiö í ábyrgö, hugs- uöu ekki til aS bjarga því. Eitt björgunarfélag var svo áræöiö, aö bjóSa þann samning, aB reyna aö losa skipiS, skyldi }>aS enga! borgun fá, ef illa tækist, en ríflegt gjald, ef því hepnaSist, aö ná út skipinu. Kafarar voru látnir sprengja burt klettana, sem gengu inn í skipiö, og tókst þetta svo vel, aö eftir lítinn tíma varö skipinu komiö til hafnar og gert sjófært meS tiltölulega litlum tilkostnaöi. En svo er sagt, aö hepni hafi þar ráð'ö ekki siöur en forsjá, þvi aö litlu munaSi, aö skrokkurinn mol- Lófalestur KARO Hinn nýi lófalesari EftirmaSur Crescentia og læri. sveinn hins fræga Chelro, frá Regent St., London. 8 Stobart Block 290 Portage. F. Main 1921 ViSlátinn: 2 til 6 og 7 til 8 Gjald: $1.00 og $2.00 aSist um leiö og klettamir, sem inn i hann stóöu. Á íslandi hefir félag nokkurt haft eitt af björgunarskipum sín- um í allmörg ár, og hefir þaö haft nóg- að gera meö köflum. Aður en það kom til sögunnar, haföi steinsmiöur nokkur stundaö aö bjarga brotnum skipum, meö því móti, aö fella cementsteypu í göt, sem á þau komu. Nokkram botn- vörpungum mun hann hafa bjarg- aS frá fullti strandi á þann nýstár- lega og mjög svo ódýra máta, því að ekki mun hann hafa tekiö meir en svo sem hundrað krónur fyrir snúS sinn, í hvert sinn. Jarðskjálftar hafa gengiö yfir suSurhluta Evrópu. Á Grikklandi uröu skaö- ar á mönnum og húsurn, einkan- lega í hinni fomu Þebuborg; þar skemdust flest hús en sum hrundu til grunna, íbúamir mistu lífiö hundruSum saman. Rétt um sarna leyti gekk jaröskjálfti yfir borg- ina Florens á Italíu og yfir Milano borg í sama landi. —Bændtir í silðurhluta Alberta hafa haldiS fundi og samþykt aö skora á Canadastjórn aS stofna til áveitu í }>eim parti landsins. Þeir vilja þaS til vinna, aö setja jaröir sinar í pant til þess aS ná saman fé í þessu skyni, og borga kostnaðinn á fjörutíu árum. $1.00 afsláttur á tonni af kolum Lesið afsláttarmiðann. SeudiÖ hann með pöntuo yðar Kynnist CHIN00K Ný reyklaus kol $9.50 tonnið Enginn reykur. Ekkert eét Lkkert gjall. Ágaett fyrir eldavélrrog ofna, einnig fyrir aðrar hitavélar hautt og vor. Þetta boð vort stendur til 7. nóv- embe 1914. Pantið sem fyrat. J.G. HARGRAVE & C0., Ltd. 334 MAIN STKEKT Phone Main 432-431 Klipp úr og sýn meB pöntun. $1.00 Afsl&ttnr $1.00 Ef þér kauplö eitt tonn af Chinook kolum á $9.50, þft gildir þessi mii5i einn doilar, ef einhver umboíematSur fé- lagsins skrifar undir hann. J. G. Hargrave & Co., 1/td. (ónýtur &n undirskrlftar.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.