Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.03.1894, Blaðsíða 1
\3\5\^\S\S\S\5\S\ i § ij Vcrfl 2 kr. % \ 50 anra árg., | | Iwrgist fjrir | Í 15. (iltólier. i I I '®5'3S'SQ'SS jjj Auglýsingar | jjj 20 a. niegin- j) H málslina; 25 | | anra smáletur. f III, 9 MARTS 1894 Ari Magnússon í Ögri og Kristin Guðbrandsdóttir voru göfugust hjón á íslandi fyrir flestra hluta sakir á fyrra hluta 17. aldar og þykir oss því líklegt að Islendingum muni þykja fróðlegt að sjá mynd þeirra, úr því að svo ber vel í veiðar að myndir af þeim eru enn til. Ari Magnússon er fæddur í Ögri 1571. Móðir hans var Ragnheiður Eggertsdóttir lögmanns, Hannes- sonar hirðstjóra, Egg- ertssonar lögmanns í Vikinni i Norgi, en faðir hans var Magnús sýslu- maður prúði í Ögri og Bæ á Rauðasandi (d. 1591), Jónsson (á Sval- barði, d. um 1563), Magnússonar sýslu- manns i Skriðu, þor- kelssonar prests í Lauf- ási, Guðbjartssonar prests flóka (um 1390). Voru þeir frændur allir hinir mestu atgervis- menn og harðfeingir, vitrir menn og vel á sig komnir. Voru þeir fimm bræður synir Magnúsar prúða og allir afburða- menn, en mest sópaði að Ara. Bar hann nafn Ara lögmanns Jóns- sonar, biskups, Ara- Ari Magnússon í Ögri og sonar. Hafði verið vin- áttameðal Ara lögmanns og teingdafólksMagnúsar prúða fyrrum og svolMagn- úsar sjálfs, og gefið hafði Ari lögmaður Elínujóns- dóttur fyrri konu Magnúsar mikið kvensilfur, svo sem »kross með silfur,« »sex viravirkisspensl,« »þríbrotið talnaband með kúrelsilfur,« »tvo linda- sprota forgylta með loptskorið verk« og »tvenna húfuskildi gylta.« Magnús prúði var eins og bræður hans, Jón lögmaður, Staðarhóls-Páll og Sigurður á Reynistað, betur mentur en alment gerðist á 16. öld á íslandi og hafði i æsku verið um hríð í þjóðverjalandi og talaði þýzku nær þvi sem innborinn maður væri. Hann mannaði og syni sína og börn forkunnarvel, og svo segir Jón prófastur Arason í Vatnsfirði, að Ari hafi verið i æsku um niu ár í Hamborg: í Hamborg vit sitt vandi, vetur níu sat þar hann.x) Annars vita menn lítið um Ara fyrri en eptir að faðir hans var dáinn, og er þess getið í skipta- bréfinu eptir Magnús 26. Apríl 1594, að Ari fékk Ögur að höfuðbóli, en hver sona Magnúsar fékk í föðurarf 80 hundruð í fasteign, 13 kúgildi og 5 aurum betur í friðu, og 35 hundruð og 5 álnum betur í virðing- arfé, og yrðu það nær 17,000 kr. i núgildandi fé; voru fimm bræðurn- ir, en systur sex, og má af því nokkuð marka auð Magnúsar prúða, að arfur sá, er féll eptir hann hefir verið nær 136,000 kr. allur. Vildi nú Ari festa ráð sitt, þegar hér var komið, og reið norður til Hóla í Hjaltadal ofanvert sumar með friðu föru- neyti og vildi fá Krist- ínar dóttur Guðbrands biskups. Tók biskup því seinlega, þvi að lítil Kristín Guðbrandsdóttir. vinátta var með honum og Jóni lögmanni föður- bróður Ara, og vildi Ari þá ekki ganga inn, heldur reið burtu. Er þá sagt að Kristin hafi séð Ara út um glugga og þótt maðurinn faungulegur og þegar hún frétti erindi hans af föður sínum réðst svo að biskup lét senda eptir Ara, þvi að einsætt þótti, að ekki mundu bjóð- ast margir slíkir mágarnir að ætt, atgjörvi eða auðlegð, og mætti vera traust að slikum mönnum. Fór kaupmáli þeirra fram á Hólum 22. Sept. 1594, ’) Minning AraMagnússonar í AM. 102. 8vo bls. 20—21; Ny kgl. Saml. 56d 8vo bls. 92b—93b.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.