Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 13
u ÞEGAR vinir og samverka- menn falla frá, rísa öldur minninganna hver af annarri. Og í því umróti er víða numið staðar og skyggnst um víðáttu liðins tíma, innri augun greina nú betur en nokkru sinni fyrr hugþekk atvik og endurskin þeirra valda ó- sjálfrátt söknuði og trega. í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík Sigurður Birkis söngmála- stjóri Þjóðkirkju íslands. Hann andaðist eftir stutta sjúkrahúslegu 31. desember síðastliðinn. Sigurður Birkis fæddist 9. ágúst árið 1893. Hann var Skagfirðingur að ætt, sonur hjónanna Eyjólfs Einarssonar og Margrétar Þor móðsdóttur, er bjuggu á Reykj um í Tungusveit. Sigurður Birkis ólst upp að mestu leyti utan föðurhúsa. Hann missti foreldra sína er hann var korn ungur og fluttist þá til frú Steinunnar og séra Vilhjálms Briem er lengst af var prest ur á Staðarstað á Snæfells- nesi. Á yngri árum lauk Sigurð- ur Birkis gagnfræðaskólaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnaríirði 'og nokkru síðar sigldi hann ti-1 Kaupmanna- hafnar og innritaðist í verzl- unarskóla Pohlmanns þar í borg. Ilann lauk þaðan prófi 1919. Sigurður Birkis var nem andi við verzlunarskólann, er hann gekk undir raddpróf. Frammistaða hans í því prófi vakti sérstaka eftirtekt próf- dómenda og vegna hennar var honum veitt ókeypis náms- dvöl við konunglega tónlistar- háskólann. Frá Musikkonservatoriunu lauk Sigu ður Birkis prófi 1923 með söng sem aðalnáms- grein. Samtímis listanáminu við músikskólann starfaði Sigurður Birkis sem söngfé- lagi í einum þekktasta karla- kór Dana, „Bel Canto“. Þar söng hann tenór — efstu rödd undir stjórn og leiðsögn hins þekkta tónskálds og eins hins vinsælasta tónlistarmanns Dana — Carls Nielsen. Sigurð ur Birkis ferðaðist víða með þessum fræga karlakór. Bel Conto-kórinn efndi oft til söngskemmtana og hélt kons- erta í flestum stærstu borg- um Evrópu. 1926 fór Sigurður Bivkis til ítalíu og jók þar enn kunn- áttu sína hiá ágætum söng- kennurum. Hann dvaldi eitt ár í Milano og naut tilsagnar meðal annars Fernando Carpi. Að lokinni námsdvöl í MLlano hélt Sigurður Birkis heim til fósturjarðarinnar og b\-rjaði MINNINGARORÐ: S0NGMALASTJO þegar í stað að kenna sör.g — vocalmúsik — með öðrum hætti en áður hafði tíðkasi. Hann kenndi hverjum ein- stökum manni og þjálfaði rödd hans samkvæmt hinum fræga ítalska söngskóla. 1928 er Sigurður Birkis ráð- inn söngkennari hjá Sam- bandi íslenzkra karlakóra og ári síðar er honum falin söng- kennsla við guðfræðideild Há- skólans, og gegndi hann því starfi til dauðadags. í fullan tug ára starfaði Sig- urður Birkis á vegum Karla- kórasatribandsins með frábær- um árangri og sívaxandi vin- sældum. Allt starf kóranna, hvort heldur var hið félags- lega eða sönglega, tók- skjót- um framförum, raddir söng- manna leystust úr viðjum og áhugi hvers söngmeðlims margfaldaðist, og mun í ann- an tíma aldiæi hafa verið hér á landi æfður jafn almennt og víða karlakórssöngur. Jafnframt þessu erfiða og erilsama söngkennarastaríi kenndi Sigurður Birkis mörg- um einsöngvurum og munu nokkrir þeirra hafa síðar bor- ið hróður íslands vítt um lönd. í september 1911 var Sig- urður Birkis ráðinn söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, og gegndi hann því til dauða- dags. Þetta starf mun ávallt verða talið hans aðal lífsstarf og hið langmerkasta, þótt fyr. ir daga þess hafi honum á- unnizt mikið til framfara sönglífi þjóðarinnar. Þegar Sigurður Birkis hóf starf sitt sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar ríkti oft víða ótrúleg auðn í kirkjutónlist þessa lands, einkum og sérí- lagi í dreifbýlinu. Hér var því mikið og erfitt starf fyrir höndum. En vegna prýðiiegra liæfileika Sigurðar Birkis, lærdóms hans og dugnaðar og reynslu í starfi urðu hér skjót og stór umskipti til heilla kirkjusöng og kirkjulífi í land inu. Hann ferðaðist til safnað- anna út um landsbyggðina með eldlegum áhuga og dreif upp þróttmikinn kirkjusöng og sýndi glöggt fram á að í dreifbýlinu gat fólkið sungið eins og í þéttbýlinu, sér og safnaðarfólki til gleði og á- nægju. Sigurður Birkis lagði á. herziu á að skipuleggja starf sitt sem allra bezt, og tókst honum það mjög vel. Hann stofnaði söngfélag við sér- hverja kirkju og þessir kirkju kórar mynduðu samband, sem venjulega miðaðist við próíast dæmið, og eru nú slík kirkju- sambönd 18 alls með um það bil 200 kirkjukórum. Síðan mynduðu þau lands- samband — Kirkjukórasam- band íslands. Það var stofnað 23. júní 1951 og frá upphafi hefur Sigurður Birkis verið formaður þess. Það verður hverjum Ijóst, sem íhugar störf Sigurðar Birkis söng. málastjóra, að hann hefur sinnt og stýrt einu víðtækasta tónlistarstarfi, sem hefur ver- ið í þessu landi og mjög víða um landsbyggðina hefur hann lagt grundvöllinn að söng- menningu. Kirkj ukórarnir hafa ekki einungis sungið við ahnennar guðsþjónustur vítt um land, heldur einnig æft þar fyrir utan við gleðiihátíðir og sorgarathafnir að ógleymd- um sjálfum söngmótunum, sem alls hafa verið 59 frá stofnun Kirkjukórasambands- •ins. Sigurði Birkis varð það á- vallt ljóst að mikil nauðsyn var á því, að organistar gætu notið kennslu og fengju með þeim hætti sem traustastan undirbúning undir starf sitt. Og með það í huga stofnaði hann og starfrækti skóla — regið í FYRRADAG var dregið í 9. fl. Happdrættis DAS um 50 vinninga og féllu vinningar þannig: 4ra herb. íbúð, Kleppsv. 28 kom á nr. 8119. Umfooð Styklkishólmur. Eigandi Sig- urður Hauksson, Amarstöð- um, Helgafehssvei t. 2ja 'herb. íbúð. Klepps. 30 ti'lbúin undir tréverk kom á nr. 14447. Umboð 'Vesturver. Eigandi Halldóf Júlíusson, Silfurtúni 7. Consul Estate foifreið kom ó nr. 7650. Umfooð Vesturver. Eigandi Sigríður Gisladóttir, húsmæðrakennari, Vífilsg. 3. Moskvitch tfólksbifreið kom á nr. 11999. Umböð Sauðár- krókur. Eigandi Sigurður Björnsson bifr.stj. Píanó: Hornung & Mu.ller, koni á nr. 40401. Umfooð Hafn arfjörður. Eftirtalin númer hlutu hús búnað fyrir kr. 10 000 hvert: 6841 (Ólafsfjörður), 23443 (Akranes), 38744 (Vesturver), Söngskóla Þjóðkirkjunnar —• og veitti á þann hátt organ- istaefnurn gott tækifæri til tónlistarmenntunar. Sigurður B&rkis var fádæmía vinsæll maður um alla landsbyggðina og mun hans ávallt minnst með hlýhug og þakklæti og alla tíð mun hann verða tal- inn meðal mætustu starfs- manna Þjóðkirkjunnar. Leiðir okkar Sigurðar Birk- is lágu fyrst saman þá ég var söngstjóri við karlakórinn ,,Þresti“ í Hafnarfirði. Hann kom þangað sem leiðbeinandi á vegum Karlakórasambands íslands. Mér eru þær stundir í fersku minni, er ég naut hans ágætu tilsagnar og síðar urðu hans leiðbeiningar mér hollur og góður skóli þá ég vann að tónlistarstörfum og söngkennslu. Nú síðustu árin áttum við Sigurður Birkis mjög náið samstarf viðkom- andi Kirkjukórasambandi ís- lands. Sú samvinua var alla tíð hin ánægjulegasta, þar réðu hans ágætu mannkostir, lifandi áhugi og starfsgleði, lipurð og nákvæmni. Ég kveð Sigurð Birkis söngmálastjóra með fyllstu virðingu og þakka honum elskulegt samstarf og Ijúfa viðkynningu. Eftirlifandi kona Sigurðar Birkis er Guðbjörg.dóttir hins landskunna læknis Jónasar Kristjánssonar, fyrrum héraðs læknis á Sauðárkróki. Börn þeirra eru Regina, gift Jóni Gunnlaugssyni frá Ólafsfirði við Eyjafjörð og Sigurður Kjartan, nemandi við gagn- fræðaskóla í Reykjavík. Ég sendi þér, frú Guðbjörg Birkis og ættingjum Sigurðar Birkis söngmálastjóra, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón ísleifsson. í DA 57661 (Hreyfill), 59678 (Graf ames), 61863 (Vesturver). Ptfaff saumavél kom á nr. 61918. Umboð Vesturver. Eig andi Ólatfur Guðmundsson, Hamrahlíð 7. Eftirtalin númer hlutfu hús búnað fyrir kr. 5000 hvert: 684 (Vesturver), 2268 (Hatfn- arfjörður), 3828 (Siglufj.), 4649 (Vesturver), 5669 (Keíla vík), 8096 (Stykkishóimur), 8743 (Vestur.ver), 11416 14773 (Vesturver). 16928 (Siglufjörður), 17429, 17860 (Vesturver), 18173 (Ólafsv.), 21588 (Akureyri), 22239, 22847 (Vesturver), 23098 (Hólmavik), 26337, 26618, 27455. 28333, 30258 (Vestur- ver), 32489 (Hafnarfjöröur), 33515, 33689. 33903 38355, 39807, 42722 (Vesturver), 45077 (Sigr. Helgad.), 46680 (Hafnarfjörður), 49357 (Sigr. Helgad.), 50212 (Hveragerði), 51876 (Aíkranes), 52046 (Sigr. Helgad.), 55110, 58466, 62466 (Vesturver). Alþýðublaðið — 11. jan. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.