Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 2
IBltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — ASstoSarritstjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu •—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. -Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Tap kommúnista KOMMÚNISTAR 'hafa algera sérstöðu meðal stjórnmálaflokkanna; því þeir eru svamir andstæð ingar 'þess lýðræðis, sem fóstrar þá. Þess vegna er með þ\ í fylgzt af nokkurri forvitni, 'hvemig þeim vegnar í kosningum, hvort þeir geti talið sig feti nær takmarki byltingarinnar eða. ekki, þegar at- íkvæði hafa verið talin. Kosningarnar síðastliðinn sunnudag voru ósigur fyrir íslenzka kommúnista. Þeir töpuðu mörg liundruð atkvæðum í kaupstöðunum, þó að ekki ísé reiknað með fólksfjölgun. Þeir misstu hreinan Íieimrihluta í Kópavogi, og er það eitt alvarlegt á- fall. Þá vantaði aðeins rétt yfir 100 atkvæði til að A-listinn feldi þriðja kommúnistann í Reykjavík. ‘Pegar litið er á heildina, standa kommúnistar í svipuðum sporum og þeir gerðu, áður en Hanni <bál V(aldimarsson og Alfreð Gíslason stofnuðu með J>eim Alþýðubandalagið. Aðþessu sinni var mjög.hart sótt að kommúnist iim varðandi samband þeirra við hinn alþjóðlega %ommúnisma og yfirráð erlendra afla í flokki þeirra. Morgunblaðið hafði stórathyglisverð skjöl í höndum, en fór illa með þau. í stað þess að birta J>au sem ómengaðan áróður með skrumfyrirsögnum •og skopteikningum, hefði átt að birta þetta sem skjalleg gögn og gefa síðan út sérprentað með for • imála eftir einhvem þeirra fyrrverandi kommún- ista, sem hafa yfir.gefið flokkinn, eða annan sér- ■froðan mann. Þannig hefði orðið varanlegra gagn • -af þessum „leyn:skjölum“. agalaust hefur þessi árás á kommúnista gert inikið tjón, sérstaklega innan flokksins. Viðbrögð in voru athyglisverð. Skjölunum var ekki afneit- að og samsæristengskn við alþjóðahreyfinguna -voru játuð. Þegar þessa er gætt, verður að telja það furðulegt, að kommúnistar skyldu ekki tapa meiru en raun bar vitni. Fer að verða erfitt að trúa, að innan raða þeirra sé mikið um fólk, sem ekki eru (kommúnistar á alþjóða <vísu, heldur aðeins róttæk ir, íslenzkir vinstrimenn. Réttara er að álykta, að allur þorrinn af kjósendum kommúnista hljóti að vera fólk, sem vel getur hugsað sér að búa í aust- rænu alþýðulýðveldi eða eftir mynd þeirra hér á landi. Uppljóstranir leyniskjalanna og kosningarnar . Ænunu án efa valda langvarandi eftirleik innan raða kommúnista. Munu hinar ýmsu klíkur þar magn- •ast og berjast meir en nokkru sinni. Hreinræktað ir hugsjónakommúnistar munu gefa lausan taum- inn fyrirlitningu sinni á agaleysi og tækifæris- stefnu núverandi ráðamanna flokksins. Verður (það uppgjör þýðingarmikið fyrir báða og mun ráða því, hvers konar kommúnistaflokk verður við að <etja á næstu árum. Kosningarnar voru spor aftur á bak fyrir komm •únista. Það hefði aðeins þurft að vera- stærra. % 30. imaí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ já, Tívolí hefir opnað hlið sín upp á gátt; Tivolívarðliðið marsérar I hátíðabúningi sínum og flugeldar varpa bjarma á hlýjan næturhimininn yflr Kaupmannahöfn. Það er vor í Kaupmaonahöfn - og Kaupmannahöfn er falleg f birtu vorsins og hlýindum sumarsins. Kaupmannahöfn er lífs- glöð borg; þar er alltaf eitthvað að gerast á ölium tímum sólarhringsins. Takið sumarleyfið snemma - og krækið yður í aukaskammt af sumrinu - og ferðizt með Flugfélagi íslands; það er skemmtilegur viðburður útaf fyrlr slg. Skipulegglð sumarleyfl. yðar í samráði við ferðaskrifstofu yðar eða Js/œ/tdsm' ^ ^ ICJELAMDATá* \ 1 HANNÍS Á HORNINU ★ Með siðsamlegri svip en áður var. ★ Smekkleysi nokkurra kaupmanna. ★ Pólitísk matarkaup. ★ Hverjir ráða úrslitum? KJÓSANDI SKRIFAR: „Mér finnst að ekki megi skiljast svo við síðustu kosningabaráttu að ekki sc minnst á ýmislegrt sem má til bóta verða í liegðun stjórnmálaflokk- anna í framtíðinni. Það cr áreiöan- legt mál, að breytingin, sem gerð var fyrir nokkrum árum liefur orð- ið tfl mikflla bóta, en hiin var i því fólgin, að bannað er að hafa borða lagöa áróðursmenn á kjörstaö og einnig er bannað að liafa merki á bílum. KOSNINGABARÁTTAN hefur með þessum reglum orðið siðlegri en hún var og ofríki við kjóscndur á kjörstöðum og við.þá er ekki eins og það var. Áður var varla hægt að þverfóta í portum barnaskólanna fyrir aðgangsfrekum smölum með borða og bindi bak og fyrir og var þetta mörgum hvimleitt. Alveg eins var þetta með bílana. Sá flokkur sem mest hafði af peningum reyndi að yfirgnæfa allt með merktum bílum og þetta varð til þess að smalarnir sendu hver öðrum tóninn vegna þess áð þá þekktu þeir hver annan. ALLT ER ÞETTA HORFIÐ. Og eitt, eða öllu heldur tvennt sem allt er með siðlegri svip. En það er þarf að minnast á og lýsir ekki siðsemi. Nokkrir kaupmenn, fylgis menn Sjálfstæðisflokksins gleymdu því fyrir kjördag að með verzlun sinni eru þeir í raun og veru þjón- ustumenn viðskiftavina sinna án tillits til stjórnmálaskoðana. Þessir menn fylltu búðaglugga sína með auglýsingum frá Sjálfstæðisflokkn- um. ÉG VAR STADDUR i stórri verzl un einn daginn. Kona kom inn úr dyrunum og sagði: ,,Er ég kann ski að villast. Ég ætlaði ekki inn í kosningaskrifstofu heldur í mat- vöruverzlun.“ Og hún snéri út aft- ur. „Hún hefur alltaf verzlað hér,“ sagði afgreiðslustúlka. „Það er vit laust að vera að hafa þessa miða.“ — Ég var sammála konunni. Kaup- maðurinn gat barist fyrir flokk sinn eins og hann vildi. En það er móðgun við viðskiftavinina að syo að segja öskra framan í þá póli- tísk slagorð kaupmannsins. I ÉG VEIT að þessir kaupmenn hafa tapað viðskiftavinum á þess- ari smékkleysu sinni. Þeir mega ekki gleyma því, að allt að þvf Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.