Vísir - 24.08.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 24.08.1962, Blaðsíða 1
 VISIR Á SKÍÐUM í GRÓANDANUM 52. árg. — Föstudagur 24. ágúst 1962. — 198. tbl. Hótel um borð í Gu/lfossi Um næstu mánaðamót breytast áætlunarferðir Geysir Sifnar við á ný 1 gær gerðist það, að Geysir í Haukadal rumskaði við og gaus fallegasta gosi eftir langan Þymirósarsvefn. Þegar Sigurð- ur Grelpsson í Haukadal sá gos- ið koma allt í einu varð honum að orði: „Guði sé lof, að hann er byrjaður á ný.“ Það voru tveir starfsmenn frá Flugfélaginu, þeir Birgir 'Þórhallsson og Snorri Snorra- son sem fengu hinn gamla jöfur til að gjósa á ný. Settu þeir í hann sápu til að reyna hvort hann fengist ekki á leik og ætl- uðu m. a. að taká af honum myndir fyrir Flugfélagið. Aðstöður voru góðar, loftvog ágæt og hlýtt og gott veður. Biðu menn nú um stund eftir gosinu, og allt f einu kom það, 45 — 50 metra hátt og stóð það yfir f nærri hálftíma. Sagði Sigurður Greipsson, að þetta yrði að teljast gott meðalgos. Þegar þetta gerðirt hafði ekk- ert lífsmark verið með Geysi síðustu átta vikurnar. Gullfoss á þann veg sem verið hefur undanfarna vetur, en ýmsar nýstárleg- ar breytingar verða á þeirri lilið, sem að farþegunum sjálfum snýr. Sá háttur verður hafður á í vet- ur„ að annað og þriðja farrými verð ur Iagt niður, og aðeins fyrsta far- rými verður opið. Hins vegar verð- ur verðið lækkað niður í það, sem verið hefur á öðru farrými í sum- ar. Sú nýjung verður einnig tekin upp að skipið verður notað sem nokkurs konar hótel, meðan það dvelur í Kaupmannahöfn. Er þá farþegum gefinn kostur á að halda herbergjum sinum og gista i Gullfossi f þá 6 eða 7 daga, sem þar er dvalið. Ekki er að efa að þessar ráðstaf- anir Eimskipafélagsins eiga eftir að verða mjög vinsælar og margur á eftir að nota sér þá ágætu þjónustu sem hér er boðið upp á. Eimskipafélagið bauð fréttamönn um til sín skömmu fyrir hádegis- bilið og skýrði þar frá ýmsum fleiri nýjungum í starfsemi og ferðum Gullfoss og verður væntanlega hægt að skýra frá því hér I blað- inu á morgun. Þær eru skrítnar þessar — þær ætla virkilega að nota skíðin og það strax í dag! — Blómarósirnar (þ. e. a. s. þær með skíðin) heita Guðný Theodórsdóttir og Anna Kristjánsdóttir og eru þátttakendur í skíðanámskeiði því, sem Valdimar Örnólfsson efnir til í Kerlingarfjöllum á sumri hverju. Fjöldi fólks tekur þátt í þessu námskeiði Valdimars og hélt hópurinn af stað I gærdag, og þar tók Ingi- mundur Magnússon þessa ágætu Ijósmynd. Bændur /10 sýslum undirbúo mmmmmnmmmanmummnmmmnmmmammnmmmmnmammnmmmmíamnmammmmmBmnmmmmmmmmommmmmnmmmmmmmmmmmmmmmnmmmmmmmmmnmmnnmmmmnmmmmnumamnmmmmumnanmnmummmnnmmnmmmmnamnmmmnanmmmmunuuunummmm sölustöðvun afurðu sinna Bændur í 10 sýslum | hækkun á afurðum að norðanlands og austan j ræða, auk hækkunar vegna telja óhjákvæmilegt að und!aukins rekstrarkostnaðar trbúa sölustöðvun land- j visitölubús.________________ búnaðarafurða til þess að árétta kröfur sínar um j bætt kjör. Var samþykkt þessa efnis gerð af fulltrú- um bænda frá Stranda- sýslu til Austur-Skaftafells sýslu að báðum meðtöld- um, auk fulltrúa Stéttar- satnbandsins. Er hér um kröfu um 15% Kveðast bændur á Norður- og Austurlandi munu stöðva sölu á afurðum sfnum, ef voru fram síðastliðið haust, verði ekki samþykktar, ★ ef ekki bætist vi ðþað verð ný ★ tillögur Stéttarsambands bænda 1 afurðahækkun vegna hækkunar um afurðaverðið, sem bomar 1 Framhald á bls. 5. Pyngjan opnaðist í tukthúsinu Sakadómaraembættið i Reykja- vík hefur mjög hert á innheimtu hvers konar sekta og ráðið sér- stakan sektarinnheimtumann, sem gengur skelegglega fram I því að sektir séu greiddar á tilskildum tima. Gegn þeim sem þrjóskast eða vanrækja að koma á tilskildum tlma til sakadómaraembættisins verður gefin út handtökufyrirskip- un og þeir fluttir I hegningarhúsið.þrjóskazt við að borga þær hefur Þegar búið er að sekta einhvern borgara þjóðfélagsins, sama hvort það er fyrir ölvun á almannafæri, umferðarlagabrot, vanrækslu í því að koma með bifreið til skoð- unar eða hvað annað, er viðkom- andi manninn gert að greiða sekt- ina fyrir ákveðinn dag. Hafi menn trassað að greiða þessar sektir eða það oft og einatt dregizt úr hömlu að innheimta þær, einkum vegna’ annríkis hjá sakadómaraembætt- inu. En nú hefur embættið ráðið sérstaklega mann I þennan starfa — sektarinnheimtustjóra — sem reynzt hefur hinn skeleggasti starfi, og hikar ekki við að fa., Framhald á bls 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.