Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 19
Netfangaskrár Af netfangaskrám Magnús Hauksson Á síðustu árum hafa verið settar upp skrár yfir símanúmer sem eru aðgengilegar með aðstoð upplýs- ingatækninnar Mynd 1. Stigveldislíkan af X.500 skrá Fortíðin: Frá því að menn hófu að nota samskiptakerfi af einhverju tagi hefur verið þörf á að skrá auð- kenni annarra notenda viðkomandi kerfis. Skrámar þurftu að vera aðgengilegar öll- um sem á þurftu að halda. Sem dæmi má nefna póstsamgöngur sem notast við ákveðið kerfi sem staðsetur notendur í ákveðnu landi, borg eða sveit- arfélagi, götu og húsi. Til að geta sent öðr- um bréf þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir. Þær er hægt að nálgast á ýmsan hátt en algengasta leiðin er einfaldlega sú að viðtakandi segir sendanda hver sitt auð- kenni í póst-samskiptakerfinu er. Annað dæmi er símakerfið. Hver notandi fær ákveðið símanúmer og hvert land hefur ákveðið auðkenni auk þess sem sumstaðar er að auki til skipting í landsvæði innan viðkomandi lands. Skrár yfir notendur em á pappírsformi. A síðustu árum hafa verið settar upp skrár yfir símanúmer sem em aðgengilegar með aðstoð upplýsingatækn- innar. Framan af vora þessar skrár ein- göngu ætlaðar til notkunar innan viðkom- andi lands eða á milli fárra landa. í Frakk- landi var til dæmis dreift tölvuskjá, Mini- tel, með innbyggðu mótaldi í stað hefð- bundinnar prentaðrar símaskrár. Þetta auð- veldaði leit að númeri enda fengu notend- ur aðeins eina af um fimmtíu prentuðum símaskrám en með Minitel var hægt að fletta upp á öllum símanúmerum í Frakk- landi. Sama gildir um notendur tölvukerfa eða stýrkerfa. Fljótlega var hægt að koma upplýsingum á milli notenda á einhvem hátt með aðstoð skráa yfir notendur. Síðan var farið að tengja saman tölvukerfi og þá þurfti skrár yfir notendur annars staðar. Allt var þetta hægt (til dæmis með whois, dns eða finger) en yfirleitt var það flókið og ekki aðgengilegt fyrir nema fáa. Út- Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.