Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 8
Spjallað við Eyborgu Guðmundsdóttur listmálara Þeir sem leiS hafa átt um Skóla vörðustíginn, hafa ef til vill hrokkið upp úr skamdegisdvalan um og staidrað við fyrir framan Mokkakaffi til að virða fyrir sér nýstárlegar myndir, sem hanga í glugganum og kannski verður suinum gengið þar inn og yfir ex pressókaffinu, sem Guðmundur réttir brosandi, hrökkva þeir við í annað ginn, því myndirnar hafa sem sé skipt um svip og eru allt aðrar. Þetta eru engar venjulegar mýndir, heldur síkvikar. Vetrar skúggarnir hafa brugðið á leik milli lita og forma og halda áfram sköpunarstarfi listamannsins. Á gegnsærri plötu, sem hangir í dyraglugganum má lesa nafnið: Eyborg. Sé Guðmundur á Mokka inntur eftir því nánar hver þessi Eyborg er mun hann segja: ,,Hún er nýkomin frá París“. Ég hitti Eyborgu að máli í lát lausri íbúð hennar í vestur hluta borgarinnar. Hún sat við skatt holið og var að glugga í bók sem hún segist hafa einna mestar mæt ur á allra bóka, og heitir „Frá Sjónarheimi“ og er eftir dr. Guð mund Finnbogason. „Mikið hefur það verið vitur maður hann dr. Guðmundur“ seg ir Eyborg, og um það eru vist flest ir lienni sammála. Á veggjum héngu málverk eft ir listakonuna og nokkrar bókahill ur voru troðfullar af innlendum og erlendum bókum, ekki eingöngu um myndlist, heldur og merkileg ar bókmenntir frá fyrri og síðari tímum. Ég fann strax hvernig and ans auðlegðin streymdi á móti mér eins óg maður væri kominn í nýtt og ferskt andrúmsloft. Frá öllu stafaði viss hlýleiki, sem torvelt er að útskýra. Eyborg Guðmundsdóttir er upp alin við Ingólfsfjörð í- Stranda sýslu. Gekk hún í Laugarvatns skóla en varð að hætta námi vegna alvarlegra veikinda og varð hún að liggja tvö ár á Vífilsstöðum. Ár i'ð 1945 settist hún að í Reykjavík og hóf störf hjá Búnaðarfélagi ís lands. Um 10 árum síðar bvrjaði hún að mála í frístundum sínum. — Þú hefur ferðast mikið, Ey borg? — Já, talsvert, en þó ekki nærri nógu mikið enn. Ég vona að ég komist til Japan áður en ég dey! Ég fór til Parísar árið 1959 til að k.vnna mér mvndlist. Ég hafði sem sé tekið bakteríuna, eins og stund um er sagt. Og leiðin ligggur allt af einhverntíma til Parísar þegar í'ólk hefur áhuga á listum. París er dásamleg borg, full af fegurð. Fyrst í stað eyddi ég miklum tíma í að skoða söfn. Ég kom við í Hol landi á leiðinni suður. Mikið varð ég heiliuð af að sjú myndir Rem brandts.og Vermeers, þú skiiur, or iginalarja. Ég á bágt með að skilja að fólk sem hefur séð verk þessara manna,' skuli hafa einurð til að mála myndir af fólki. í París kynntist ég mörgum góð um málurum, m.a. Vasarely, sem ég á mest að þakka, hans leiðsögn var mér ómetanleg. Vasarely er stórkostlegur málari og vísinda- maður í myndlistinni, ef ég má komast þannig að orði. Það er á við marga Akademíuna að vinna undir hans handleiðslu. Ég hef eiginlega aldrei verið í skóla, það fór allt i hundana eins og ég sagði þér. Ég hef heldur aldrei verið á Akademíu og þess vegna halda sumir vinir mínir að ég kunni ekki að tcikna mvnd af ketti, af bví að ég hef enga þörf fyrir að sanna þeim að ég kunni að teikna kött. En það eru sjálfsagt margir sem teikna kattarmynd bet ur en ég. Það lærir enginn að verða málari — tæknihliðina, jú, en ekki hitt að skapa mynd. Ég vona að þetta sé nógu skilmerki lega að orði komizt. Ég er ekki sér lega orðfim um myndlist; hef aldr ei álitið það nauðsynlegt að út ■pMp BILAR í BOÐI skýra myndirnar rnínar eða það sem ég álít að verkið segi sjálft með því að vera til. — Varstu byrjuð að mála geo metrískar myndir áður en þú fórst út ? — Já, að nokkru leyti. Ég hef lengi aðhyllzt geometríska ab- straktion. Þar eru óendanlegir möguleikar og engin liætta á stöðn un meðan líkami og sál eru heil brigð og innri þörf knýr ekki til breytinga. — Þú ert meðlimur hóps er held ur farandsýningar? — Ég er meðlimur hóps .málara og myndhöggvara: Groupe Mesure. Við höfum sýnt víða; i Frakklandi og Þýzkalandi. í þessum hópi er fólk af mörgum þjóðernum, Belgíu menn, Þjóðverjar, Frakkar, Suður Ameríkumenn og einn Svíi. Það er mjög interesant að starfa með svona mörgu fólki af ólíkum upp runa. Eitt af áhugamálum flestra okkar er samvinna ýmiskonar við arkitekta. Svo er það þroskandi fyrir listafólk að starfa saman, ég held það_ útrými öfund og smá smuguskap, sem listamenn eiga til eins og annað fólk. —Hvað um aðrar sýningar er- lendis? — Ég hef tekið þátt í fjölmörg um sýningum bæði með Mesure- hópnum og utan hans. í Frakklandi Þýzkalandi og Belgíu. Annars er ég orðin leið á samsýningum. Ég hef góða von um að halda einka sýningu í Paris eftir svona ár. Það er ekki lilaupið að því að fá góð gallerí í París. Mér liefur samt tekizt að fá hengdar upp myndir á tveim ágætum gaileríum þar cg tel mig hafa verið mjög heppna. „Þessi alvarlega stemning sem einkennir myndir E.vborgar getur af sér tregafulla og heillandi ijóð rænu, einkennandi f.vrir eyja- skeggja, sem lifa langt frá heims ins glaumi; en vita um allt, sem. smám saman hverfur úr borgum okkar; lífshamingjan sjálf.“ hefur einn franskur gagnrýnandinn kom izt að orði um myndlist Eyborgar. — Hvernig verkar það að opin bera myndirnir sínar .almenningi? — Það var erfitt fyrst, maður gefur svo mikið af sjálfum sér, af hjúpar sjálfan sig. Stendur fá klæddur eftir —svo ég noti lík ingamál — og er ógurlega við- kvæmur fyrir öllum vindum sem um mann blása. Svo venst þetta eins og annað, maður verður líka öruggari og linnst það jafnvel posi tivt ef svolítið köldu andar. Það herðir. 8 14. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.