Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 7
Gísli Ragnarsson forstöðumaður, Ameríska bókasafninu Ameríska bókasafnið Ameríska bókasafnið, sem tilheyrir Menningar- stofnun Bandaríkjanna, var sett á laggirnar í Reykjavík í kringum 1950. Menningarstofnunin er rekin á vegum United States Information Agency (USIA) I Was- hington í tengslum við bandaríska utanríkisráðuneytið. USIA rekur meira en tvö hundruð slíkar menningar- og upplýsingastofnanir í um 130 löndum. Bókasafnið er fyrst og fremst ætlað Islendingum þótt það sé að sjálfsögðu öllum opið. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum og fræðslu um allar hliðar bandarísks þjóðlífs, til dæmis bók- menntir og listir, sögu, þjóðskipulag, stjórnmál og efna- hagsmál. Safnkostur Bókakosturinn telur um það bil 8.000 bindi, þar af um 1.800 uppflettirit og handbækur. Auk þess eru um 500 myndbandsspólur í safninu og haldið er úti áskrift að um 100 tímaritum. Allur safnkosturinn er á sjálfbeina, þ.e.a.s. í hillum sem gestir hafa frjálsan aðgang að og geta skoðað að eigin vild. Vegna smæðar safnsins verður að takmarka þá efnisflokka sem aðallega eru keyptir en sleppa öðrum að mestu leyti. Megináherslan í aðföngum safnsins er á hugvísindi og félagsvísindi. Lögð er áhersla á gæði fremur en magn og safnið er ekki látið vaxa heldur eru eldri bækur grisjaðar út nokkurn veginn jafnóðum og nýjar bækur bætast við. Yfirbókavörður safnsins sér um að velja það efni sem keypt er og hefur að mestu frjálsar hendur; eina skilyrðið er að bækurnar séu annað tveggja, eftir banda- ríska höfunda eða fjalli um Bandaríkin. Leitast er við að mismunandi skoðanir og stefnur komi fram í þeim ritum sem keypt eru til safnsins. Frá bókasafnsdeildinni í höfuð- stöðvum USIA í Washington berast safninu hálfsmánað- arlega listar yfir bækur með stuttum lýsingum sem fengn- ar eru úr Library Journal, Choice eða öðrum slíkum tíma- ritum. Aðallega er stuðst við þessa lista þegar bókapantanir eru gerðar og sparar þessi forvinna mikla vinnu hér í safninu. Eins og að ofan greindi leggur safnið megináherslu á hugvísindi og félagsvísindi. Sem dæmi um efnisflokka þar sem bókasafnið á gott safn nýlegra bóka má nefna félags- fræði, stjórnmálafræði, utanríkismál, hagfræði, stjórnun, listir, bókmenntir og sögu Bandaríkjanna. Síðustu miss- erin hefur sérstök áhersla verið lögð á að kaupa inn bækur um umhverfismál. Bókasafnið er áskrifandi að um 100 bandarískum tíma- ritum, bæði almenns efnis og sérhæfðari fagtímaritum. Fagtímaritin eru í sömu efnisflokkum og bókakosturinn. Fjögur dagblöð eru keypt, The New York Times, Int- ernational Herald Tribune, The Wall Street Journal og sunnudagsblað The Washington Post. Tímaritin eru lánuð út, nema nýjustu heftin. Eldri árgangar eru geymdir í eitt til þrjú ár en síðan eru þeir yfirleitt gefnir öðrum söfnum. í safninu eru um 500 myndbönd í evrópska VHS/PAL kerfinu sem hægt er að horfa á í safninu eða fá að láni. Á myndböndum þessum er ýmis konar fræðsluefni, meðal annars um tónlist, enska tungu, bókmenntir, listir, sögu o.fl. Síðustu árin hefur sérstök áhersla verið lögð á að koma upp góðu safni kvikmynda. Reynt hefur verið að kaupa sem mest af klassískum amerískum myndum. í safnið berst bandarískt ríkisprent, skýrslur og bækl- ingar og er því raðað eftir efni. Einnig berast reglulega afrit af mikilvægum ræðum, yfirlýsingum og viðtölum við háttsetta embættis- og stjórnmálamenn. Útlán Allir sem eru orðnir sextán ára og eiga lögheimili á íslandi geta orðið lánþegar hjá Ameríska bókasafninu. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta pantað gögn í gegnum síma og fengið þau send með pósti. Láns- tíminn er einn mánuður fyrir bækur, tvær vikur fyrir tímarit og þrír dagar fyrir myndbönd. Öll útlán eru ókeypis. Það er draumur flestra bókavarða að lifa í heimi þar sem allir skila á réttum tíma og hefur starfsfóik safns- ins reynt að viðhalda þessum draurni með því að inn- heimta engar sektir vegna vanskila heldur höfða til sam- visku lánþega. Því miður hafa ekki allir nægilegt siðferðis- þrek til að standast þetta próf og hefur því komið til tals að breyta stefnu safnsins í þessu máli en það er enn í athugun. Upplýsingaþjón usta Upplýsingadeild safnsins er ætlað að þjóna þeim sem vegna starfa sinna eða náms þurfa á sérhæfðum upplýsing- um um Bandaríkin að halda, t.d. um stjórnarstofnanir, lög og reglugerðir, stefnu Bandaríkjanna í innan- og utanrík- ismálum, þjóðfélagsskipan, listir, bókmenntir o.s.frv. Hægt er að biðja um upplýsingar bréflega, símleiðis eða með því að koma í safnið. Öll upplýsingaþjónusta safns- ins er notendum að kostnaðarlausu. Auk hefðbundinna uppflettirita hefur safnið aðgang að þrem tölvubönkum með beinlínusambandi: Legislate sem inniheldur allan texta bandarísku þingtíðindanna (Con- gressional Record) og stjórnartíðinda (Federal Register), auk greina úr dagblaðinu Washington Post og ýmsum ritum sem fjalla um störf þingsins. Þá má einnig nefna eftirrit af blaðamannafundum, viðtöl o.fl. Allar þessar upplýsingar eru fáanlegar í tölvubankanum áður en þær birtast á prenti. Annar gagnabanki sem safnið hefur að- gang að heitir PDQ (Public Diplomacy Query System) sem rekinn er af USIA í Washington. Þar er safnað saman ýmis konar upplýsingum, blaða- og tímaritsgreinum, ræðum, opinberum yfirlýsingum o.fl. sem talið er að þjóni upplýsingaþörf USIA bókasafnanna víða um heim. Þriðji gagnabankinn er Dialog sem flestir kannast við. Safnið hefur nýlega fest kaup á geisladiskadrifi en sem stendur eru aðeins tveir gagnabankar á geisladiskum í safninu: PDQ og IDL (lnternational Drug Library) sem er safn nærri 6000 skjala um eiturlyf, framleiðslu þeirra, dreifingu, neyslu o.s.frv. Væntanlegar eru símaskrár yfir Bandaríkin og „CDMARC Bibliographic“ (MARC- færslur frá Library of Congress). Tölvuvæðing í ársbyrjun 1990 hófst notkun á bókasafnskerfinu Data- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.