Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. LAUGARDAGUR 21. MAl 1983.
Vm og eítir 1890 gerðust þeir
undarlegu atburöir í Austur-Eyja-
{jaliahreppi, sem hér á eftir verður
skýrt frá. Þá tók við starfl sýslu-
manns í Rangárvailasýslu maður að
nafui Páll Bricm og átti bann eftir aö
ráðskast meft örlög tuga sveita-
manna í hreppnum næstu fimm áriu
sem hann gegndi starfi slnu.
Sk ummu eftir að Páli tök við embaetti
fór haiin að ríða um sveitir Austur-
Eyjafjallahrepps með oddvitanum
Jðni Hjörleif ssynl og yfirheyra ýmsa
sakiausa sveitameun um hvort þeir
hefðu stundað þjófnað eða brotið á
annaii hátt af sér. Þrátt fyrlr engar
sannanir kærði hann suma þessa
menn f yrir ýmis lagabrot og hafði þá
með sér að Þorvaidseyri til Þorvalds
bónda Bjaraasonar, sem þar stjórn-
aði býli, og varpaði þeim i tugthús.
Þar máttu hinir sakiausu dúsa við
illt viðurværi i lengri eða skemmri
tíma, eða þangað tU Páll hafði f undið ¦
upp sennilegar sektir á mennina tíl
að dæma þá til fangelsisvistar. Þess-
ari gegndarlausu valdníðslu hélt
sýslumaðurinn áfram næstu flmm ár
og þurftu hrcppsbúar að liða miklar
kvalir og órétttati fyrir þetta fram-
ferði vald' mannsins. Erfitt er að
finna skýringu á þessum athöfnum
hans, aðra en þá að hann hafi verið
haldinn sérstakri mannfyrirlitningu,
ellegar undarlegri þörf fyrir að sýna
yfirmáltugt vald sitt með þessum
miður d rengilega hæ t ti.
Litið sem ekkert hefur verið skrif-
að um þessa valduíðslu sýslumanns-
ins i sagnfræðirit og má hún heita
næsta óþekktur hluti islandssög-
unnar. Mun orsökin einkum vera sú,
að Austur-Eyjafjallahreppur var
fremur einangrað samfélag á þeim
tfma sem þessir atburðir gerðust.
Samtímamenn þekktu þvi ekki þess-
ar aðfarir sýslumanns, og þeir fáu
sem eitthvað heyrðu til þeirra voru
alókunnugir öiium mála vöxtum.
Hér á eftir verður birt f rásögn frá
þessum undarlegu atburðum i
Austur-Eyjaf jallahreppi, en húu er
feugin úr einstakri heimild sem
varðveist hefur í áratugi og ekki
hefur birst áður opinberlega. Hana
skrifaði Sigurður Halldörsson, bóndi
frá Skarðshiíð í nefndum hreppi, en
hann var uppi á þeim árum þegar
Páll Briem gegndi sýslumamu-
embætti sinu i Rangárvallasýslu.
Sigurður varð beint vitni að aðfrirum
sýslumannsins að hreppsbúum, og
varð sjálf ur f yrir vaidhroka hans.
Þessi merkilega sagnfræðiheimild
er birt hér svo til obreytt eins og
Sigurður reit hana fyrir t*pri öld
síðan, en þó nokkuð stytt. Er stfll Sig-
urðar og setningaskipan látin halda
sér óbreytt, sem vonandi ætti að auð-
velda lesendum að upplifa þann
aldarhátt og það andrúmsloít sem
riktí í Austur-Eyjafjallahreppl milli
áranna 1890 og 1895 þegar eftirfar-
andi atburðir gerðust.
^SER.
Það var áriö 1890, að Páll Briem fékk
Rangárvallasýslu og kom hann í hana í
september sama ár, en stuttu eftir vet-
urnætur fór að sjást heldur en ekki
mannreið um héraðið (Austur-Eyja-
fjallahrepp). Menn fóru að verða for-
vitnir, sem sáu þetta álengdar, en voru
ekki lengi í óvissu, því það fréttist
skjótt, hvað þetta var. Það var þá ný-
komni sýslumaðurinn og Jón Hjörleifs-
son í Eystri-Skógum, sem þá var
hreppstjóri, og voru þeir að sækja
hvern mannahópinn á fætur öðrum og
fóru með þá að Þorvaldseyri. Þetta
áttu þá allt að vera þjófar. Aö þessu
voru þeir, þar til stóra timburhúsið á
Þorvaldseyri var orðið fullt, en þegar
það þraut, var farið að troöa fólkinu í
hesthús eöa aðra óþrifa kofa.
Mér og öðrum fór að þykja þetta
nokkuð einkennilegt, allt hafði gengið
sinn vanagang og ekkert horfið. Svo
dynur þetta yfir eins og skrugga úr
heiðskíru lofti. Nú fór að heyrast hverj-
ar voru sakirnar, sem þeir voru ákærð-
ir fyrir, og var það þá helzt, hvaö þeir
hef ðu hirt af fjörum.
Nú ætla ég að lýsa því hvernig farið
var með fólkið, mátti segja alsaklaust,
og ætla ég nú lítilsháttar að skýra frá,
hvernig það gekk til.
„Þaö var nokkru eftir aö þetta byrj-
aði aö hreppstjóri, Jón Hjörleifsson,
kallaði menn saman úr sveitinni til
þess að moka útfall suður við sjó og
Einstök f rásögn nr
sem ekki hef nr
opinberlega:
gunm
Austur
malin
— eða gegndarlaus valdníðsla og hrokafullar
aðf arir sýslumannsins Páls Briem ad
h reppsbúum undir Fjöllum sem hann ákærði
saklausa f yrir stuldi og haf ði í langan tíma
saklausaíhaldiáÞorvaldseyri viðillan
og ömurlegan aðbúnað
^^gs^*
?v^>>


¦4"

** —*^i*,;~f,.J
¦r**,<*!>*1
" ,:^.u !2M"TF í" -'i
Séð heim að Þorvaldseyri í Austur-Eyjafjallahreppf. Þangað voru saklausir sveitabœndur leiddir i valdatið
Páls sýslumanns Briem og settir í hald við illt viðurvœri. Á þessum árum réð Þorvaldur Bjarnason rikjum á
Þorvaldseyri, en hann ku vera fyrirmynd Björns á Leirum sem er ein sögupersónan i bók Halldórs Laxness,
Paradísarheimt.                                                                  DV-mynd: GVA.
yar þar maður frá hverjum bæ, sem
ekki var búið að taka fasta. Var hrepp-
stjórinn þar yfirmaður. Þar fóru menn
að spyrja hann tíðinda frá Þorvalds-
eyri, og varö nokkurt tal út af þessu.
Þá segi ég: „Ég er alveg hissa á því,
að þú skulir sitja dag eftir dag yfir
þessu og vera bæði hreppstjóri og odd-
viti í hreppnum." Þá sagði hann:
„Sýslumaöur skipar mér þaö." Þá segi
ég: „Getur verið, en trúaö gæti ég
því eins vel, að þið Þorvaldur séuð að
segja sýslumanni einhverjar óhróöurs-
sögur um sveitunga ykkar og að sýslu-
maður sé einhver ræfill, sem dansi eft-
ir ykkar pípu." Þá sá ég, aö honum
mislíkaði, og hann sagði: „Þú verður
líklega látinn sanna þetta." Þá sagði
ég: „Sanna hvað? Já, það að ég
ímynda mér, að vinnubrögð ykkar
núna á Þorvaldseyri muni ekki vera öll
sem heiðarlegust, og ég ætla aö bæta
því við, að mér finnst það nokkuð und-
arlegt, að sýslumaðurinn, sem engan
þekkir hér, og enginn þekkir, skuli
byrjaáþessu."
Sýslumaður heldur
heim að Skarðshlíð
Nokkru eftir þetta var ég um kvöld
uppi í heygarði að láta í meisana. Þá
kemur þangað til mín Olafur nábúi
minn og segir mér, aö sýslumaöurinn
sé kominn og Jón hreppstjóri, og hafi
sýslumaður beðið sig um hús og að
vera vott aö því, að hann ætli að yfir-
heyra Sigurö Halldórsson. Sagðist
hann hafa sagt, að hann mætti fá hús,
en sagöist hafa beðið hann aö láta sig
vera lausan við að vera vott og hafi
hann þá sent austur að Drangshlíð. Þá
sagöi ég: „Alltaf ert þú eins, Olafur
minn, en við skulum vera rólegir hvað
sem á dynur." í því er kallaö á mig inn
og undir eins kemur inn Björn í
Drangshlíð og segir nokkuð alvarlega:
„Hvað á ég að vilja hingaö?" Þá segir
sýslumaður: „Eg ætla að biðja þig aö
vera vott meöan ég yf irheyri hann Sig-
urö Halldórsson, því hann Ölafur vildi
ekki vera vottur." Þá segi ég: „Þess
var von af honum. Hann hefur kannske
hugsað, að mér væri móögun í því, en
það er ekki tilfellið, því mér er alveg
sama hvor er, Björn eöa Olafur, og
helzt vildi ég að þeir yrðu báðir vottar
ef ég er yfirheyrður, því ég vil mikið
heldur að það séu vinir mínir en óvin-
ir."
Nú fer sýslumaöur að tala og minn-
ast á það, sem ég heföi átt að segja við
útfallsgröftinn, og sagði, að Jón Hjör-
leifsson hefði sagt sér að ég hefði sagt,
að Þorvaldur á Þorvaldseyri og hann
væru að bera í sig óhróðurssögur og
hann væri sá ræfill aö trúa því og
myndi dansa eftir þeirra pípu. Þá
sagði ég: „Hefur þú, hreppstjóri góð-
ur, boriö sýslumanni svona sögur? Ég
veit að þú manst hvað ég sagði," og
hafði upp þau sömu orö og áður er
sagt. „Trúaö gæti ég o.s.frv., og ekki
veikir það mig í trúnni hér eftir, að
vinnubrögð ykkar á Þorvaldseyri muni
ekki öll vera sem heiöarlegust, og þú
manst víst eftir því, Jón hreppstjóri,
þegar þú komst á heimili mitt og tveir
menn meö þér og sagðir að ég heföi
farið íram aö Krókvelli til þess að
spana hana Steinvöru upp til þess að
þræta. Eg veit það, að ég átti ekki að
spana hana upp til þess aö þræta og
líka ekki að ráðleggja henni að með-
ganga, en þó skal ég meðkennast þaö
að ég er ekki alveg saklaus af því
síðarnefnda og fyrir það held ég hún
hafimeögengiö."
Þá sagði sýslumaður: „Þetta er satt,
hún er búin að segja mér það." Jón
hreppstjóri steinþagði og sagöi ekki
orð. Ekki veit ég hvort sýslumaður
bókaði nokkuð af þessu, ég held helzt
ekki. Svo fóru þeir burtu, og ekki hefur
þetta verið nefnt við mig síðan.
Þar var þá
ekkert til að éta
Eg ætla aö minnast meira á áður-
nefnda Steinvöru. Hún bjó á Krókvelli
með manni, sem hét Pétur. Hann fór út
á Eyrarbakka, en á heimleið var hann
tekinn og settur í gæzluvarðhald á Þor-
valdseyri. Það var fyrir' mörgum ar-
um, að þau bjuggu í tómthúsi í svo-
nefndum Svaðbælismúla. Þaö var þar
sem sauðahúsin hans Þorvalds standa
nú. Pétur rneðgéngur að þegar þau
bjuggu í áðurnefndum Múla, þá hafi
hann tekið eina kind og skorið hana,
því þar hafi þá ekkert veriö að éta, svo
var þétta nefnt við Steinvörú, en hún
var nokkuð stíf og vildi ekki meöganga
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24