Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85., 88. og 93. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Ásbúö 43, Garðakaupstað, þingl. eign Pálinu Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 3. desember 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Mosabarði 15, Hafnarfirði, þingl. eign Kristófers Bjarna- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. desember 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Brekkuhvammi 2, Hafnarfirði, þingl. eign Birnu H. Bjarna- dóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Utvegsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. desember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn íHafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Strandgötu 50, (hluta af lóð), Hafnarfirði, þingl. eign Vél- smiðju Hafnarfjarðar hf., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. desember 1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Fögrukinn 9, Hafnarfirði, þingl. eign Trausta Ö. Lárussonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðju- daginn 4. desember 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Bröttukinn 5, risíbúð, Hafnarfirði, þingl. eign Sigríðar Þorleifsdóttur og Hjálmars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Olafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. desember 1984 ki. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Alfaskeiði 82, 3. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Guðnýjar Baldursdóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. desember 1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Alfaskeiði 90, 3. h.t.v., Hafnarfiröi, þingl. eign Harðar Jóns- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. desember 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Alfaskeiði 100, íbúö á jarðh., Hafnarfirði, tal. eign Brynjars Bragasonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Landsbanka Islands og Gests Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. desember 1984 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Alfaskeiði 115, Hafnarfirði, þingl. eign Alfaskeiðs sf., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Baldurs Guðlaugssonar hrl. og Utvegsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. desember 1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Gunnarshús v/Nýbýlaveg, þingl. eign Katrínar Harðardóttur, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Brunabótafélags Islands og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. desember 1984 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Hrím-flokkurinn: frá vinstrí eru Hilmar J. Hauksson, Wilma Young og Matthias Kristiansen. HRIMONDLUR — þjóðlagatríó sendir frá sér plötu „Platan okkar heitir Möndlur. Það er einstaklega misheppnuð þýð- ing á enska orðinu „NUTS”. En lík- lega á nafnið ágætlega við einmitt núna þegar jólin nálgast. Notar fólk ekki möndlurí graut og glögg? Matthías Kristiansen sagöi þetta. Hann er í þjóðlagatríóinu Hrím sem nú er aö stenda frá sér fyrstu liljóm- plötu sína. Aðrir í tríóinu eru Wilma Young fiðluleikari, Hilmar J. Hauks- son sem leikur á öll möguleg hljóð- færi en sjálfur leikur Matthias eink- um á gítar. Þeir Hilmar syngja og semja hluta efnis þess sem Hrím flytur. „Upphaflega vorum við fimm í hljómsveitinni og lékum þá alls kon- ar músík,” sagði Matthías. „Þegar Wilma bættist í hópinn breyttist margt. Hún er frá Hjaltlandseyjum og vakti áhuga okkar á þjóðlagatón- list, bæði frá Irlandi og Skand- inavíu.” Hrím var stofnuð fyrir þremur ár- um og æ síðan hefur hún leikið mikið erlendis. Það yrði of langt mál að telja hér upp allar ferðir hljómsveit- arinnar til útlanda, en hún hefur leik- ið á flestöllum Norðurlöndunum, á Grænlandi og Glasgow á mikilli þjóð- lagahátíö sem þar er reglulega hald- in. Hrím hefur tvisvar sinnum veriö boðið á þessa hátíð en slíkt mun vera afar fátítt. Það var einmitt hvatning frá gestum á Glasgow-hátíömni sem varð til þess að Hrím dreif í aö taka upþ Möndlur sínar. ,,Á plötunni eru sextán lög, öll fremur stutt,” sagöi Matthías. ,,Um þaö bil helmingur þeirra er saminn af okkur, öll sungin, en hinn helming- urinn er „instrúmental”. Það eru aöallega lög frá Irlandi, nokkur frá Skandinavíu og eitt kemur alla leið frá Ungverjalandi.” Ætlar Hrím að fylgja plötu sinni eftir með einhverjum hætti? „Viö ætlum aö reyna þaö þótt við séum öll önnum kafin. Við erum í fullu kennarastarfi, öll þrjú. Ætli viö látum ekki að mestu leyti nægja að leika á veitingastöðum um helgar, líkt og viö höfum gert hingaö til. Mér sýnist aö okkar públíkum haldi sig töluvert þar sem hægt er að fá bæði bjórogmat.” Og möndlur, væntanlega. -IJ. Þrjár sýningar — 11 listamenn sýna á Kjarvalsstöðum Svo þú hefur áhuga á myndlist? Þá skaltu, sem oftar, leggja leiö þína á Kjarvalsstaði í dag sem er laugardag- ur. Þar verða opnaðar þrjár sýningar, ólíkar innbyrðis, enda eru það alls ell- ef u listamenn sem sýna. I eystri salnum sýna fimm ungir og íslenskir listamenn. Þeir eru Pétur Stefánsson, Steingrímur Þorvaldsson, Stefán Axel, Omar Skúlason og Magn- ús V. Guðlaugsson. Enginn þeirra er nýgræðingur í listinni svo sem allir þeir vita sem hafa fylgst með vexti og viðgangi íslenskrar myndlistar. Þeir f élagar sýna mál verk. I svonefndum vesturgangi verður í dag opnuð ljósmyndasýning. Þar sýnir Höröur Vilhjálmsson þrjátíu og fimm ljósmyndir og eru þær allar í f ullum lit- um. Loks koma svo fimm góðir gestir frá Gautaborg og sýna verk sín í vestur- salnum. Þeir ku lengi hafa haldið hóp- inn; í sýningarskrá segir á þessa leiö: „Þeir eiga allir rætur í því andrúms- lofti sem ríkt hefur í málaralist í Gautaborg síðastliðna fjóra áratugi og þeir lærðu allir í Listaskóla Valand á f jóröa og fimmta tug aldarinnar.” Gestir frá Gautaborg Listamennirnir eru eftirtaldir: Tore Ahnoff sem málar natúralískar eða expressjóniskar myndir, sem og tilbúið landslag og sérlega vandvirkn- islegar landslagslíkingar; Erland Brand sem færir sig æ fjær jörðinni með myndverkum er helst virðast tilheyra fjarlægri framtíð; Islensku listamennirnir sem sýna saman í austursal. Standandi eru Omar Skúla- son (lengst t.v.), Pétur Stefánsson og Steingrimur Þorvaldsson; fyrir framan þá krýpur Stefán Axel. Á myndina vantar Magnús V. Guðlaugsson. DV-myndBj.Bj. Lennart Landqvist sem tekur form sín beint úr ríki sjálfrar náttúrunnar en mótar þau á sinn eigin hátt; Lars Swan sem leggur landslag til grundvallar hugmyndafræðilegum vangaveltum sinum, meöal annars um jafnvægið miili hins mannlega og hins tækniIega,ogloks: Jens Mattiasson með víöan sjón- deildarhring sinn og fagurfræði. I sýningarskrá segir ennfremur að þessir fimm listmálarar séu mjög frá- brugðnir hver öðrum í listrænni tján- ingu, „en eiga samt sem áður margt sameiginlegt.” Allar þær þrjár sýningar sem hér hafa veriö nefndar veröa opnaðarí dag klukkan tvö eftir hádegi, klukkan fjórt- án. Þær standa síðan opnar allt fram til 16. desember og að venju eru Kjar- valsstaðir opnir frá klukkan fjórtán til tuttugu og tvö. Alla daga. -IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.