Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 15 Menning Menning Menning Menning NÚOGÞÁ Listsýning kvenna að Kjarvalsstöðum Hulda Hákonardóttir — In the Night: one-hundred-thirty seven German shepherds Waiting by the fire. Fáar listgreinar á Islandi geta státað af eins mörgum og dugmikl- um listamönnum af kvenkyni og ein- mitt myndlistin. Myndverk eftir kon- ur prýða margar opinberar bygging- ar og fyrirtæki, þær eru landinu til sóma á erlendri grundu og í þá tvo áratugi, sem ég hef fylgst með myndlist á Islandi, veit ég ekki til þess að myndlistarkonum hafi nokk- urn tímann veriö mismunað á grund- velli kynferðis síns, hvorki við val til sýninga — né í styrkveitingum, hvað þá í listaverkakaupum opinberra aðila. Gagnstæðar staöhæfingar eru aö mínu viti marklaust hjal. Hins vegar hafa þjóðfélagslegar aðstæður orðiö þess valdandi að færri myndlistarkonur hafa náð að koma verkum sínum á framfæri en karlar. Þessar sömu aðstæður hafa einnig valdið því að margar konur hafa mætt til leiks verr undirbúnar en æskilegt væri. Myndmál kvenna? Hafa þær oftar en ella mætt nei- kvæðum viðbrögðum við verkum sín- um með ásökunum um kynferðislega mismunun karlaveldis sem ekki skilji sértækt myndmál kvenna. Þaö Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson er svo önnur saga að enginn fræði- maður hefur getað fært sönnur á til- vist sérstaks myndmáls sem sé kon- umeinumeiginlegt. Allt um það hafa þær þjóðfélags- legu aðstæður, sem ég gat um hér að ofan, einkum hin hefðbundnu fjöl- skyldubönd, stuðlað að vanmeta- kennd meðal listhneigðra kvenna, dregið úr kjarki þeirra. Hafi sérstakar kvennasýningar einhvern tilgang ætti hann að vera sá að stappa í konur stálinu, fullvissa þær um að verk þeirra séu jafnmark- tækt framlag til nútímamenningar og verk karla og að verk beggja verði metin í samræmi viö gæði, og aöeins gæði. Fjölbreytt og spennandi Ég ætla að vona aö kvennasýning- in að Kjarvalsstöðum komi einmitt til með að virka sem slíkur hvati en ekki sem löggilding á ímyndaðri sér- stöðu listamanna af kvenkyni. Sýningin hefur nefnilega alla burði til að hvetja og uppörva þar sem hún er í senn fjölbreytt og spennandi. Þekktir listamenn, eins og Björg Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Jóhanna K. Yngvadóttir og Jóhanna Bogadóttir, eru hér með sín bestu verk í langan tíma. „Flug- drekar” Bjargar teygja sig nú yfir mikið flæmi, glóbjartir og innilegir, fjarvíddar-samsetningar Þorbjarg- ar hafa enn aukið viö sig í ljóðrænum áhrifamætti, málverk Jóhönnu eru reist á djúpstæðri sannfæringu per- sónulegrar innlifunar og Jóhönnu Bogadóttur tekst að koma til skila harmrænum þönkum um mannlífiö. Hundamyndir Nýliðar koma sömuleiðis á óvart með þroskuðum og gagnvönduöum verkum af ýmsum stærðum og gerð- um. Hulda Hákonardóttir hefur verið aktíf í New York þar sem verkum hennar hefur verið vel tekið. Þær viötökur eru skiljanlegar í ljósi þeirra myndverka sem hún sýnir hér. Hulda hefur einfaldlega sniö- gengið viðtekin myndlistargildi og tískubylgjur og búið sér til einkar- lega myndveröld þar sem hún fléttar saman atburðum og ímyndunum sem varða hana sjálfa og nánasta umhverfi hennar. Hundaseríur henn- ar eru bæði fyndin verk og ljóðræn. Arngunnur Ýr Gylfadóttir er sömu- leiðis nýtt nafn fyrir mér. Málaðar lágmyndir hennar úr viði draga að sumu leyti dám af hinum nýja expressjónisma, þar sem ýmisleg forn og frumstæð gildi eru ítrekuð, en henni tekst að setja eigin svipmót á þau. Verk hennar eru ekki öll jafn- heilleg en heildin er sterk. Nýr tónn Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir er sennilega þekktust fyrir bækur sínar en ,,installation”-leg myndröð henn- ar hér sýnir á henni nýja og merki- lega hliö. Hún minnir að vísu á sam- sett verk nokkurra ungra Itala en engu að síður slær hún nýjan tón í íslensku myndlistarlífi. Guðrún Kristjánsdóttir kemur einnig sterk út úr þessari sýningu. Málverk hennar eru einföld og öguð en innan hinnar ströngu formbygg- ingar þeirra rúmast mikill tilfinn- ingalegur slagkraftur. Aðrir listamenn, sem lítið hafa haft sig í frammi, gleðja augu og huga áhorfenda með myndrænum sjálfstæðisyfirlýsingum, t.d. Guðný Magnúsdóttir, Ina Salóme, Sóley Eiríksdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Björg örvar, Rósa Gísladóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Ljóst er að íslenskur skúlptúr á eftir að taka mikinn f jörkipp við tilkomu margra þessara listamanna. Bernskur stíll Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þátttakendur þótt flestir hafi þeir eitthvað til síns ágætis. Einum þeirra, Þórunni S. Þorgríms- dóttur, hefur þó brugðist alveg boga- listin. Málverk hennar og „installa- tion” eru eins og leifar af banalli sviðsmynd fyrir skólaleikrit. Sýningunni fylgir sýningarskrá sem er að sumu leyti ágæt, að öðru leyti afleit. Leturgerð og leikur með liti í henni eru skemmtileg til- breyting en hefting á síðum er slæm og beinlínis misvísandi. Hinn bernski stíll á textunum er sömuleiðis afar þreytandi. ‘AI- STJÚRNENDUR FYRIRTÆKJA, STOFNANA OG FÉLAGA Hvencer á að vera ákveðinn ... eða geffa efftir ? ___Námskeið í „Ákveðinni stjórnun” (Assertive Management)_ Þetta námskeið hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjun- um því framsæknum stjórnendum er Ijós þörfin á markvissri stjórn- unar- og samningstækni. Torveld samskipti við einstaka viðskiptavini eða starfsmenn, mis- skilningur, lélegir samningar eða lítil vinnugleði eru vandamál sem bregðast má við með réttum stjórnunaraðferðum, án hörku eða átaka. Markmió námskeiösins er: - Bæta eigin ímynd - Komast hjá því að vera í vörn - Hafa minni áhyggjur af samþykki annarra - Öðlast meira sjálfstraust við ákvarðanatöku - Öðlast sjálfstraust í samskiptum við valdameiri aðila - Mæta óæskilegri hegðun af fullri einurð Leidbeinandi: Mike Fisher stjórnunarráðgjafi Organisation Dynamics, sér- fræðingur í stefnumótun og markmiðasetningu fyrirtækja, fram- leiðniaukandi aðgerðum og samskipta- og hvatningatækni. Stjómunarfélag island5 Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Stjórnunarfélag íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.