Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 10
10 ' / / DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Hannes Heimisson og Björg Eva Erlendsdóttir Gaddafi nýtur ekki góðs uiff- tals erlendis —en mjög dáður heima fyrir þar sem hann hef ur veitt olíuauðnum til að bæta lífskjörin Muammar Gaddaíi ofursti, sem sakaður er um að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkaöfl eins og þau er stóðu að árásunum á flughafhimar í Vín og Róm í síðasta mánuði, er mikils metinn heima fyrir í Líbýu en víða erlendis teija menn hann óútreiknanlegan og hættulegan í ofstæki sínu. Fáir þjóðarleiðtogar hafa kallað yfir sig á seinni árum aðrar eins vammir og skammir og Gaddafi. Því yrði helst jafhað við Idi Amin áður einvald í Uganda. „Brjálæðingur" Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti hefur kallað Gaddafi hryðju- verkamann og brjálæðing. Bush varaforseti segir Gaddafi svo egó- manískan að hann gæti hleypt af stað þriðju heimsstyrjöldinni til þess eins að komast sjálfur í fyrir- sagnirblaðanna. Anwar Sadat, heitinn - fyrrum forseti Egyptalands, lýsti gjaman Gaddafi sem „hundrað prósent brjáluðum". Shimon Peres, forsæt- isráðherra ísraels, kallar hann „eitt ægilegasta fyrirbrigði okkar tíma“. Útrýmdi hann fátæktinni? í höfuðborg Líhýu, Trípólí, em flestir veggir klístraðir meö risa- stórum myndum af Gaddafi en þar er hann dáður af flestum. Jafnvel keppinautar eða andstæðingar em sammála fylgismönnum hans um að Gaddafi hafi máð út fátækt í landinu. Gaddafi er eldheitur andstæðing- ur auðvaldshyggju og er í nánum tengslum við austantjaldsríkin. Líbýa hefur verið einn af stærri viðskiptavinum Moskvu í vopna- kaupum. Hefur Gaddafi núna við- urkennt að Líbýa hafi í fyrra sett upp langdrægar SAM-5 eldflaugar. Hvað sem þeim tengslum líður þykist Gaddafi fara eigin götur sem liggi á milli kapítalisma og kom- múnisma. Hann segir heimspeki sína geta verið leiðarljós fyrir allt mannkyn. Fæddur í eyöimörkinni Foreldrar Gaddafis vom eyðimerk- urhirðingjar enda fæddist hann í eyðimörkinni árið 1942. Gaddafi var ekki orðinn nema 27 ára gamall þegar hann ásamt örfáum lágtsett- um foringjum í hemum steyptu Idris konungi af stóli 1969. Á síð- asta áratug óx mjög metnaður hans til þess að breiða út áhrif sín er- lendis sem leiddi Gaddafi oft upp á kant við nágranna sína í Norður- Afiríku og arabíska bandamenn að ekki sé minnst á Vesturlönd. Gaddafi sendi um sex þúsund hermenn til þess að styðja upp- reisnarmenn í Chad 1983, sem knúði Frakklandsstjóm til þess að senda herlið til hjálpar stjómarher Chad. Frakkar hafa síðan borið Gaddafi á brýn að hafa margsvikið samningana frá 1984 sem gerðu ráð fyrir að bæði ríkin kölluðu her- flokka sína hurt úr Chad. Ýfingar við Bandaríkin Sambúð Gaddafis við Bandaríkin Ræður einn öllu 1977 hreytti Gaddafi nafninu á landinu í „líbýska jamahiriyah" (sem þýðir ríki fjöldans) og íbúar landsins, þrjár milljónir að tölu, fengu rétt til að láta í ljós skoðanir sínar á svonefndum alþýðuþingum. Formlega afsalaði Gaddafi sér öll- um emhættislegum völdum 1979 en áhrif hans em svo sterk að enginn lætur sér neitt annað í hug koma en að hann og fáeinir til viðbótar hafi öll tögl og hagldir í höndum sínum. Það er sagt að Gaddafi hafi í aðalherskálahverfinu í Trípólí standandi stórt tjald og þangað fari hann annað veifið til að minna sjálfan sig á uppruna sinn meðal eyðimerkurhirðingjanna. Vinir hans segja að stundum aki hann Gaddafi hefur birgt Líbýu upp af sovéskum hergögnum en á þessari mynd sjást langdrægar sovéskar út í eyðimörkina til innhverfrar Sam-5 eldflaugar á hersýningu í Trípólí. íhugunar. Þessi mynd er táknræn fyrir undirstöðuna að veldi Líbýu en það hefur verið hinn feikilegi olíuauður sem Gaddafi ofursti hefur þó notað mikið til að vinna gegn ólæsi og bæta lífskjör alþýðunnar enda er hann mjög ástsæll meðal hinna lægra launuðu. fremur að hafa alið á samsærisráði um að sprengja í loft upp Aswan- stífluna miklu við Níl. Sameiningarhugmyndir Gaddafi, sem er mikill talsmaður einingar meðal araba, hefur verið með ýmsar uppástungur um að ganga í eina ríkishjónasæng með löndum eins og Egyptalandi, Súd- an, Sýrlandi, Túnis og Marokkó. Á síðasta ári var undirritað sam- komulag þess efnis við Marokkó, en það hefur lítið bólað á efndum þess. Jórdanía sleit stjómmálatengsl ríkjanna 1984 þegar skríll lét greip- ar sópa um skrifstofur í sendiráði Jórdaníu í Trípólí en Jórdanir héldu því fram að sá skríll hefði verið sendur út af örkinni af Líbýu- stjórn sjálfri. Gaddafi hefur kallað Jórdaníu „nýlendu ísraels“. Á meðan flest arabaríkin styðja Bagdad-stjórnina í Persaflóastríð- inu þá hefur Líbýa stutt klerka- veldið í íran. Hefur oft og tíðum verið fremur grunnt á því góða í samskiptum Líbýu við önnur Persaflóaríki. Einhvern tímann hvatti Gaddafi arabana, sem í þess- um löndum búa, til þess að rísa upp og bylta „spilltum konungsstjórn- um“ sínum. Trípólí gleðisnauð en þrifaleg Heima fyrir hefur Gaddafi varið milljörðum dollara af olíuauðnum til þess að bæta lífskjör lands- manna sinna og hefur það gert hann feikivinsælan meðan hinna lægra launuðu. Baráttunni gegn ólæsinu hefur miðað stórkostlega áfram, góðir vegir hafa verið lagðir og mikið átak gert í húsnæðismál- um. I trúarvakningu múslíma (Gadd- afi er heittrúaður) hefur verið stranglega fylgt banni við neyslu áfengra drykkja, næturklúbbum og spilavítum í Trípólí hefur verið lokað. Þykir hún því ein með gleð- isnauðari borgum Austurlanda nær en jafnframt ein þrifalegasta höfuðborgin sem fyrirfinnst í þró- unarlöndunum. Tveir góðir saman: Idi Amin, fyrrum leiðtogi Úganda, og Muammar Gaddafi, ofursti og leiðtogi Líbýu. til Líbýu og ennfremur allan inn- flutning á olíuvörum þaðan. Eftir hryðjuverkin í Vín og Róm ó dögunum milli jóla og nýárs sáust ófriðarblikur á lofti, svo mjög versnaði sambúð Bandaríkjanna og Líbýu. Reagan sakaði Abu Nidal-skæruliðahópinn um hryðju- verkin og vildi draga Gaddafi til ábyrgðar að nokkru því að allra hald er að Abu Nidal fari huldu höfði í Líbýu í skjóli Gaddafis. - sjálfsmorðssveitir til hryðjuverka- árása í borgum Ameríku. Sambúð Líbýu við Italíu og Aust- urríki hefur stirðnað eftir árásirnar á flughafnirnar. Einkanlega eftir að Líbýufréttastofan hljóp á sig og hrósaði hryðjuverkamönnunum fyrir drýgðar „hetjudáðir" þótt stjórnin í Trípólí flýtti sér að bera slíkt til baka og fordæma mann- drápin. Bretar slitu stjórnmálasambandi Það sama ár voru að minnsta kosti níu Líbýumenn myrtir í hinum og þessum borgum Evrópu. Egyptaland, sem háði stutt landamærastríð við Líbýu 1981, hefur sakað Trípólístjórnina um að standa að baki tveim samsærum um morð á líbýskum útlögum í Egyptalandi síðustu tvö árin. Sömuleiðis kenna Egyptar Líbýu um að hafa látið koma fyrir tundur- duflum í Rauða hafinu 1984. Enn- hefur lengi verið stirð. Carter Bandaríkjaforseti kallaði banda- ríska diplómata heim frá Líbýu eftir að skríll réðist inn í banda- ríska sendiráðið í Trípólí 1979. Og aftur versnaði sambúðin til muna eftir að Reagan varð forseti 1981. - í ágúst 1981 skutu bandarískar þotur af flugmóðurskipinu Nimitz tvær líbýskar herþotur niður eftir að flugmenn hinna síðarnefndu höfðu ögrað bandarísku flugmönn- unum. Árið eftir bannaði Reagan alla sölu á hvers kyns hergögnum Siglingar bandarískra herskipa undan ströndum Norður-Afríku komu mörgum til að halda að Reaganstjómin hygði á hemaðarí- hlutun í Líhýu. Hún hefur síðan látið sitja við efnahagsþvinganir og hvatt bandalagsríki sin til þess að einangra Líbýu úr alþjóðlegu viðskiptalífi. Hótar sjálfsmorðssveitum Gaddafi hefur svarað þessu með því að hóta að senda út af örkinni við Líbýu í apríl 1984 þegar lög- reglukona var skotin til bana við störf vegna mótmæla utan við líb- ýska sendiráðið í London. Bana- skotinu var skotið úr glugga sendi- ráðsins en aldrei fékkst upplýst hver hinna líbýsku „diplómata" hefði verið morðinginn. Útlögum útrýmt 1980 hótaði Gaddafi opinberlega pólítískum útlögum að þeir mundu drepnir ef þeir snem ekki heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.