Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 38
38
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986.
Verkfræðingar
Laust er starf forstöðumanns hönnunardeildar við emb-
ætti bæjarverkfræðings í Hafnarfirði. Umsóknir er greini
menntun og fyrri störf skulu berast bæjarskrifstofunni í
Hafnarfirði eigi síðar en 4. des. nk.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
ÚRVAL - NÓVEMBER - ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI
ÚRVAL LESTRAREFNIS VIÐ ALLRA HÆFI
MEÐALS EFIMIS Í NÓVEMBERHEFTI MÁ NEFNA:
FASIÐ SEGIR TIL UM ÁSTARHITANN
ÚRVAL TÍMARIT
FYRIR ALLA
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 68., 70. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign-
inni Breiðvangi 11,1. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Haraldar Jónssonar
og Huldu Benediktsdóttur, fer fram eftir kröfu Olafs Jónssonar hdl. á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1986 kl. 13.30.
____________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Skútahrauni 3, norðurenda, Hafnarfirði, þingl. eign Gellis hf„ fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Othars Arnar Petersen hrl. á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1986 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Vesturbraut 2, Hafnarfirði, þingl. eign Snjólaug-
ar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember
1986 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Garðavegi 6B, Hafnarfirði, þingl. eign Péturs Sigurgunnarssonar, fer fram eftir kröfu Róberts Árna Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðsins '84 og 2. og 8. tölublaði þess 1985 á eigninni Urðarstíg 3, Hafnarfirði, þingl. eign Margrétar Egils- dóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands, Bjarna Asgeirssonar hdl. og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 57., 63. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Melholti 6, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Guðnýjar Haraldsdóttur og Ólafs Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. nóvember 1986 kl. 17.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Meiming
Málari á vettvangi
Sýning Sigurðar Örlygssonar að Kjarvalsstoðum
I myndlist sinni hefur Sigurður Ör-
lygsson jafnan tvíhent hin breiðu
spjótin. Myndflöturinn hefur verið
honum vettvangur fyrir mikil átök,
stundum svo mikil að brestir hafa
komið í myndimar. Nú hafa þessi átök
borist út fyrir flötinn og út um víðan
völl, eins og sést á sýningu þeirri sem
Sigurður heldur að Kjarvalsstöðum
um þessar mundir.
Hugmyndin um málverkið sem risa-
stóran vettvang fyrir margskonar
togstreitu, mjmdræna og tilfinninga-
lega, er amerísk að uppruna, eins og
raunar margt annað í myndlist Sig-
urðar. Frá upphafi ferils síns hefur
hann verið veikur fyrir því sem amer-
ískir listamenn hafa verið að gera og
hefur gert sér mat úr ýmsum upp-
götvunum þéirra. Einkum hefur hann
sótt innblástur til nokkurra afstrakt-
listamanna sem af rökhyggjuviti sínu
ályktuðu að flatur myndflötur gæti
aldrei orðið neitt annað en flatur
myndflötur. Því væri út í hött og eng-
um sæmandi að nota hann til blekk-
inga, búa til eftirlíkingu af þrívídd eða
öðru því sem ætti þar alls ekki heima.
Þaðan af síður átti myndverkið að
vera spegilmynd alls kyns vitsmuna-
legra eða tilfinningalegra hugleiðinga.
Það átti að vera eins og hver annar
hlutur.
„What you see is what you see,“
sagði Frank Stella, einn af átrúnaðar-
goðum Sigurðar.
Rótlaus tilfæring
í myndum þessara listamanna gerist
allt á yfirborðinu og fyrir opnum tjöld-
um. Sigurður tók upp sömu siði og
þeir, nema hvað hann sætti sig ekki
fyllilega við samanrekna og óbifanlega
myndbyggingu margra þessara flatar-
málara. „Le style est l’homme" segja
Fransmenn. Maður er stíll og sjálfsagt
er málarinn lifandi kominn í þeirri
rótlausu tilfæringu á hvelfdum form-
um sem áttu sér stað í málverkum
Sigurðar upp úr 1973 eða svo.
Það var svo ekki alveg fyrir tilviljun
að ég nefndi verk Franks Stella hér
að ofan. Hann var að vísu einn af
strangtrúarmönnum þeim sem Sigurð-
ur felldi sig ekki alveg við - Kelly og
Newmann voru hans menn.
MyndJist
Aðalsteinn IngóHsson
En í verkum Sigurðar á sér stað ekki
ósvipuð þróun og í verkum Stellas,
fráhvarf frá rökrétt uppbyggðum, tvi-
víðum fleti, til næstum því ærslafúllrar
þrívíðrar myndsköpunar.
í verkum Sigurðar hófst þessi þróun
fyrir alvöru með alls kyns innskotum
á algengum brúkshlutum, popp-vakn-
ingu, ef svo má segja.
Þessir hlutir voru notaðir sem mót-
vægi eða áhersluauki við afetrakt
myndfleti, þó ekki alltaf með sann-
færandi hætti.
Þegar nær dregur fór Sigurður að
ná tökum á þessum sambræðingi og
nota hann með allt að þvi Dadaísku
hugarfari.
Spennan í hjólvindunni
Til dæmis hefur það lengi verið til
siðs að tala um „jafhvægi" eða
„spennu" i myndverkum. Hans karl-
inn Hofmann, einn af guðfeðrum
ameríska afstrakt-expressjónismans,
talaði mikið um „push and pull“ regl-
una í myndlist, eins og Sigurður vissi
eflaust mætavel.
Hann tók upp á því að hlutgerva
þessi hugtök, ef svo má segja, mála
vogaskálar fyrir „jafhvægi", hjólvind-
ur og blakkir fyrir „spennu", þannig
að enginn gat sett út á myndbygging-
una hjá honum meðan þessi búnaður
var fyrir hendi.
Meðfram þessu hóf Sigurður að setja
í gang fjölbreytta og margræða at-
burðarás í kringum þessa burðarása,
tefla saman þungum, skarpt afmörk-
uðum blökkum og frjálslegri pensil-
skrift. Það er eins og himinn, haf og
landslag komi inn í myndir hans með
þessum tilfæringum, blandist vélvæð-
ingunni í þeim og mennski hana.
Og nú er svo komið að burðarásar
þessara mynda Sigurðar eru orðnir svo
frekir til fjörsins að þeir teygja sig í
átt til áhorfenda og út á mitt gólf. Ég
sé ekki betur en listamaðurinn stefiii
hraðbyri í átt til einhvers konar lit-
aðra lágmynda. i
Sýning Sigurðar að Kjarvalsstöðum
hefur glæsilegri heildarsvip en nokkur
önnur sýning á nútímamyndlist sem
þar hefur verið haldin.
Myndimar em aðeins fimmtán tals-
ins, ftestar gríðarstórar, allar sam-
stæðar, og em hengdar upp þannig
að hver og ein þeirra fær að njóta sín.
Hér hefur listrænn metnaður ráðið
meirn um upphengingu heldur en
gróðavon. Samt væri óskandi að lista-
maðurinn þyrfti ekki að gjalda fyrir
metnað sinn með gjaldþroti.
-ai
Sigurður Örlygsson - Hver klippir á borðann, bl. tækni, 1986.