Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. 5 DV Stefnuskrá Kvennalistans: Reynsla, menning og viðhorf kvenna verði stefnumótandi „Markmið Kvennalistans er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefhumótandi afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla,“ segir í stefnuskrá Kvennalistans í alþingiskosningun- um. ■ „Kvennalistinn vill varðveita og þróa hið jákvæða í lífssýn kvenna og nýta það í þágu samfélagsins alls. Kvennalistinn vill breyta samfélaginu og setja virðingu fyrir lífi og sam- ábyrgð í öndvegi. Konum er tamt að hugsa um þarfir annarra. Þær hafa kynslóð fram af kynslóð borið ábyrgð á heimilum, bömum, öldruðum og sjúkum. Vegna þessara starfa sinna sem og uppeldis búa konur yfir annarri reynslu en karlar. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verðmætamat, önnur lífsgildi en þau sem ríkja í veröld karla. Þekk- ing og viðhorf kvenna koma þó lítt við sögu þar sem ákvarðanir em tekn- ar, samfélaginu til ómælds tjóns. Markmið Kvennalistans verða ekki að vemleika nema að aðstæður og kjör kvenna batni og áhrif þeirra á stjóm samfélagsins aukist. Enn sem fyrr vinna konur láglaunastörfin á vinnumarkaðnum og hafa minni möguleika þar en karlar. Ólaunuð störf á heimilum og umönnun bama er á ábyrgð kvenna og frítími þeirra er af skomum skammti. Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna skilar sér í réttlátara og betra þjóðfélagi. Framboð til Alþingis er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra. Með því viljum við tryggja að kven- frelsisstefna eigi sér málsvara á Alþingi og konur eigi þar fulltrúa sem gæta hagsmuna þeirra. Kjaraskerðingar og húsnæðisstefha undangenginna ára hafa kippt fótun- um undan fjölmörgum heimilum í landinu og leitt af sér bæði upplausn og óhamingju. Þetta hefur komið verst niður á þeim sem hafa veikasta stöðu og minnst vald en í þeim hópi em konur fjölmennastar. Ef flóðgáttir frjálshyggjunnar ná að opnast er sú litla samhjálp sem til boða stendur í hættu. Samhjálp sem byggð var upp með þrotlausri baráttu fyrri kynslóða og byggir á þeirri hugsjón, að jafna skuli aðstæður fólks. Kvennalistinn á Alþingi hlýtur því að standa vörð um þessa ávinninga og leggja sitt af mörkum til að ná fram nýjum.“ -KMU Þjóðaiflokkurinn með bókstafinn Þ Þjóðarflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafhum Þ. Flokkurinn býður fram í fimm kjördæmum; Vest- urlandi, Vestfjörðum, Norðurlands- kjördæmum og Austurlandi. Norðurland eystra Sjö efstu í Norðurlandi eystra: 1. Pétur Valdimarsson tæknifræðing- ur, Akureyri. 2. Anna Helgadóttir kennari, Kópa- skeri. 3. Sigurður Jónsson byggingarfræð- ingur, Akureyri. 4. Margrét Bóasdóttir söngkona, Grenjaðarstað, S-Þing. 5. Ingunn Svavarsdóttir sálfræðingur, Kópaskeri. 6. Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræð- ingur, Húsavík. 7. Sveinn Bjömsson tæknifræðingur, Akureyri. Norðurland vestra Fimm efstu í Norðurlandi vestra: 1. Ámi Steinar Jóhannsson garðyrk- justjóri, Rein, Eyjafirði. 2. Þórey Helgadóttir húsfreyja, Tunguhálsi, Skagafirði. 3. Bjöm Sigurvaldason bóndi, Litlu- Ásgeirsá, V-Hún. 4. Guðríður B. Helgadóttir húsfreyja, Austurhlíð, A-Hún. 5. Hólmfríður Bjamadóttir verkakona, Hvammstanga. Vestfirðir Á Vestfjörðum em í efstu sætum: 1. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifstofumaður, Isafirði. 2. Sveinbjöm Jónsson sjómaður, Suð- ureyri. 3. Halldóra Játvarðardóttir bóndi, Miðjunesi, Reykhólasveit. 4. Þormar Jónsson sjómaður, Patreks- firði. 5. Jón Magnússon skipstjóri, Drangs- nesi. Austurland Efstu sæti listans á Austurlandi: 1. Guðni Nikulásson, héraðsstjóri Vegagerðar ríkisins, Amkelsgerði, Völlum, S-Múl. 2. Sigríður Rósa Kristinsdóttir hús- freyja, Eskifirði. 3. Bragi Gunnlaugsson bóndi, Set- bergi, Fellahreppi, N-Múl. 4. Kristín Jónsdóttir bóndi, Hlíð, Lóni, A-Skaft. 5. Björgúlfur Hávarðarson sjómaður, Stöðvarfírði. Vesturland Efsti sætin á Vesturlandi skipa: 1. Gunnar Páll Ingólfsson bryti, Hvanneyri. 2. Sigrún Jónsdóttir Hallewall, verka- kona, Akranesi. 3. Sigurður Oddsson bóndi, Innra- Leiti, Skógarströnd. 4. Olga Sigurðardóttir húsmóðir, Hraunbæ, Norðurárdal. 5. Skúli Kristjónsson bóndi, Svigna- skarði, Borgarhreppi. -KMU Átta sameiginlegir fundir á Suðurlandi í Suðurlandskjördæmi er þegar lok- ið helmingi þeirra átta framboðsfunda sem frambjóðendur allra flokka mæta saman á. Fundir hafa þegar verið haldnir á Kirkjubæjarklaustri, í Vík, á Hvols- velli og í fyrrakvöld vom frambjóð- endur í Skálholtsskóla. Næsti fundur verður á Flúðum ann- aðkvöld, fimmtudag, 2. apríl. Vest- mannaeyingar fá frambjóðendur í heimsókn á sunnudag, 5. apríl. í Þor- lákshöfn verður fundað 7. apríl. Síðasti sameiginlegi fundurinn verður á Sel- fossi miðvikudaginn 8. apríl. -KMU Stjómmál A kosningaskrifstofu Borgaraflokksins i gær. Við borðið eru Helena Albertsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Hreggviður Jónsson, Július Sólnes og Ásgeir Hannes Eiríksson. DV-mynd KAE. Mild og mannúðleg - segir Albert um stefnuskrá Borgaraflokksins „Hún er mild og mannúðleg," sagði Albert Guðmundsson í gær um stefnu Borgaraflokksins. „Þetta er mildari stefha heldur en nýffjálshyggjumenn boða. Hún er meira i anda sjálfstæðisstefnu eins og hún var í ffamkvæmd fyrir nokkm síðan. Hún er gegn flokksræði og einok- un einstakra fámennra hópa á pólitískum flokkum, sem eiga að vera eign fólksins en ekki eign ein- staklinga sem verða sterkir í slíkum samtökum. Þetta er stefha sem tekur tillit til tilfinninga einstaklingsins. Flokkur- inn býður sig ffam til þjónustu við fólk og þjóð. Hann tekur sérstaklega ffam hlutverk sitt gagnvart sjúkum, öldmðum og öðrum þeim sem i vanda em staddir," sagði Albert. Reglulega endurskoðun varnarsamningsins Stefriuskrá Borgaraflokksins var birt í gær. Skiptist hún í sjö kafla. Hér birtast einstakir liðir: Ríkisvaldið á ekki að vera þrándur í götu athafnasemi einstaklingsins en ber heldur ekki ábyrgð á mistök- um hans. Utflutningsverslun verði gefin frjáls í áföngum. Stofnanir og rekstrareiningar rík- isins verði gerðar sjálfstæðari og fjárhagsleg ábyrgð þeirra aukin, einnig með tilliti til launamála. Það er sjálfsögð krafa að ríkissjóð- ur sé rekinn hallalaust í góðæri. Tekjuskattur af almennum launa- tekjum verði lagður niðui’. Borgaraflokkurinn leggur til að tekið verði upp nýtt og einfaldara söluskattskerfi. Eðlilegt er að vamarsamningurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður reglulega. Lögð verði ríkari áhersla á al- mannavamir og öryggismál íslend- inga sjálfra í þessu samstarfi. Állt verði gert til að þess að létt verði á íslandi sem átakasvæði á stríðs- og hættutímum, svo sem með þvi að koma upp öflugri eftirlitsstöð á Jan Mayen. Nýja löggjöf um fóstureyðing- ar Umhvggja fvrir mannlegu lífi. gagnstætt eyðingu þess, er æðsta markmið góðrar ríkisstjómar. Því mun Borgaraflokkurinn beita sér fyrir þvi að sett verði ný löggjöf um fóstureyðingar. Borgaraflokkurinn mun leggja áherslu á að levsa félagsleg vanda- mál vegna bameigna og stórauka aðstoð við einstæða foreldra. Stuðlað verði að bættum skilyrð- um fi-rir kirkju og trúarlíf í landinu. Athuga þarf samband ríkis og kirkju. Hann vill vinna að því að Alþjóða- hvalveiðiráðið verði lagt niður og stofnað verði nýtt ráð sem einungis fiskveiðiþjóðir eigi aðild að. Hvala- stofnar verði áfram nýttir. Hugað verði að heimsverslunar- miðstöð á íslandi með beinum fjar- skipta- og tölvutengslum við allar helstu kauphallir heimsins. Borgaraflokkurinn vill bvggja landið allt eftir því sem landkostir bjóða upp á. Hann leggur áherelu á þýðingu landbúnaðar. sem undirstöðuat- vinnuvegar í dreifbýli. og mikilvægi hans fyrir þjóðina í heild. Aukin völd verði færð til sveitar- stjóma og landshluta. Jafnframt verði dregið úr miðstýringu og sam- þjöppun framkvæmdavaldsins á einum stað. Stjómkerfi landsins verði einfald- að og þingmönnum fækkað. -KMU NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ í tilefni breyting-a í húsgagnadeild veitum við pessa dagana 20-40% AFSLÁTT AF ÝMSUM HÚSGÖGNUM Verslid þar sem úrvalid er mest og kjörin best. Munið JL- kaupsamningana. E EUOOCABD jis KORT Komið, sjáið og sannfærist. OPIÐIDAGTILKL. 18,30 Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 /AAAAAA ’ |L- □C.D3P OuJLKJl ..— *—. * J Qö j j-f j uumjjl-a ua( iuuihiuui iitii,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.