Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Fréttir Sýslumaður Húnvetninga: Framkvæmdi ólöglegt nauðungaruppboð - að mati Hæstaréttar Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli sem kært var vegna nauðung- aruppboðs sem fram fór á Blönduósi 21. desember 1987. Það var Lífeyris- sjóður verkalýðsfélaganna á Norður- landri vestra sem kærði Jón ísberg sýslumann. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að uppboðið hefði verið ólöglegt og vísaði því heim í hérað til löglegrar meðferðar. Lífeyrissjóðnum var slegin húseign á nauðungaruppboði. Lífeyrissjóður- inn krafðist úúagningar á eigninni sem ófuUnægður veöhafi. Lögmaður Lífeyrissjóðsins lét bóka við upp- boöið að Lífeyrissjóðurinn áskildi sér rétt til að koma á mótmælum gegn hluta fjárnámskrafnanna. Mótmæl- unum er fylgt eftir með bréfi sjöunda mars síðastliöinn. • Mótmælt var fjárnámum sem gerð voru vegna skulda eiginmanns fyrr- verandi eiganda íbúðarinnar. Lögmaðurinn taldi að þó um þjón væri aö ræöa þá stæöu hjúskapar- eignir konunnar ekki til fullnustu á skuldum eiginmannsins. Þess var krafist að úrskurðaö yröi að viðkom- andi skuldareigendur ættu ekki kröfu í uppboðsandvirði eignarinn- ar. Frá Jóni ísberg sýslumanni kom ekki fram formleg greinargerð. Bréf- lega lét hann þess getið að um kæruna segði hann ekkert en heföi talið greinargerð óþarfa og viljaö flýta málinu. Dóminn kváöu upp hæstaréttar- dómaramir Guðmundur Skaftason, Benedikt Blöndal og Hjörtur Torfa- son, settur hæstaréttardómari. -sme Ríkissjóður: Gatið er 3,7 milljarðar Rikissjóður var rekinn með 2,1 milljarös króna halla á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Um 3,7 milljaröa vantaöi svo að sjóð- urinn stæði undir afborgunum lána. Þetta hvoru tveggja er svip- að og áætlaö var. Þetta á að vera svona, samkvæmt áætlun fjár- málaráðuneytisins. Stefnt er að þvi að endar náist saman í lok ársins. Nokkur frávik urðu þó frá áætl- unum. 470 milJjón króna erlent lán var slegið en ekki hafði verið gert ráð fyrir slíku. Þá voru ein- ungis greiddar 40 milljónir 1 afborganir af erlendum lánum en stefnt hafði veriö á 355 milljónir. Vaxtagreiðslur urðu meiri og sömuleiöis uppbætur ríkissjóðs á lifeyri starfsmanna sinna. Þær fóru 105 milljónir fram úr áætlun eða 48 prósent. Ef fer sem horfir má því búast við aö þessi póstur veröi um 1.318 miHjónir á árinu í stað 861 milljónar eins og gert var ráð fyrir. Flest önnur frávik voru lítils háttar eða stafa af sveiflum innan ársins. Á blaðamannafundi, .þar sem þessar niöurstöður voru kynntar, lýstu Forsvarsmenn fjármálaráöuneytisins yfir ánægju með hvernig eigin áætl- anir hefðu staðist. -gse Morgunblaðið breytir auglýs- ingu landlæknis um eyðni Auglýsing frá landlæknisembætt- inu, sem sýnir samfarir karls og konu og hefur vakiö mikla athygh í sjónvarpi, vakti enn meiri athygli þegar Morgunblaðið birti auglýsing- una í gær þar sem fólkið hafði verið klippt af myndinni. Auglýsingastofan Svona gerum við sá umgerð auglýsingarinnar. Ólafur Ingi Ólafsson hjá Svona gerum við sagði í samtaU við DV að Morgun- blaðið hefði ekki viljað birta auglýs- inguna eins og hún birtist t.d. í DV, heldur hefði verið fariö fram á aö henni yrði breytt. „Viö völdum frek- ar að birta auglýsinguna breytta en að fá hana ekki birta. Morgunblaðið Jfór fram á að auglýsingunni yrði breytt þrátt fyrir að landlæknir hefði lagt blessun sína yfir hana og hún hefði birst athugasemdalaust í öðr- um fjölmiðlum. Það er hins vegar ekki um þaö að ræða að henni hafi verið breytt aö okkur forspurðum. Viö erum auövitað ekkert ánægðir með þetta, enda er þetta ekkert voða- legt klám. Við reyndum í þessari auglýsingu að sýna fólk í kynlífi á Seðlabanki skattlaus vegna dýrra innréttinga Ríkissjóður missir spón úr aski BankinnhafðiborgaðrúmarSOmillj- vegna tapsins sem aö stórum hluta sínumvegna 1.100 taprekstrar Seöla- ónir til samneyslunnar bæði í fyrra má rekja til innréttinganna í stóra bankans í fyrra. Bankinn borgar ogáriðþaráundan.Núsleppurhann húsið við Kalkofnsveg. engan skatt í ríkissjóð sökum hans. hins vegar við allar skattgreiöslur -gse Klippta auglýsingin eins og hún birtist i Morgunblaðinu. Til samanburðar er auglýsingin óbreytt eins og hún birtist i DV. eins saklauSan hátt og mögulegt er, til að koma boðskapnum til skila,“ sagði Ólafur. Landlæknir, Ólafur Ólafsson, vildi aöeins segja um breytingu Morgun- blaðsins á auglýsingunni að báöir aðilar væru sáttir við þessa lausn. Ekki náðist samband við ritstjóra Morgunblaðsins. -JBj Menning Svipir í myrkri Sýning Valgerðar Bergsdóttur í Gallerí Svart á hvítu Valgerður Bergsdóttir - Án nafns, blýteikning. Valgerður Bergsdóttir hefur ævinlega farið sínar eigin leiðir í myndlistinni, óháö listrænu veður- fari og ástandi vega. Til skamms tíma skáru dúk- skurðarmyndir hennar sig úr annarri íslenskri grafik fyrir dálít- ið myrka og sérsinna úrvinnslu á einfoldum forsendum, aö því marki að viöfangsefni hennar virtust taka á sig dýpri merkingu fyrir listakon- una sjálfa en áhorfandann. Ég hef grun um að á endanum hafi þessi grafík komið Valgeröi í listræna sjálfheldu, sem er kannski ein skýringin á því hve lítið hefur sést eftir hana í talsvert langan tíma. í framhaldi af því er ekki fráleitt aö líta á risastórar og ólgandi teikn- ingar hennar í svart/hvítu (í GaUerí Svart á hvítu) sem meiri háttar útrás, viðleitni til að brióta af sér hlekki vanans og byrja upp á nýtt. Viö gerð þessara mynda gengur Myndlist Aðalsteinn Ingólfson Valgerður til verks nánast eins og myndhöggvari, rissar með ritblýi uns hún er komin nægilega djúpt „ofan í“ flötinn, notar síöan mýkri og „grynnri“ fleti sem mótvægi við þær, lýsir ennfremur og dekkir strúktúrinn eftir þörfum með strokleðri og öðrum ráðum. Samt sem áður ræðst uppbygging þessara verka fyrst og fremst af dráttlistinni, misjafnlega fastri og víðtækri sveiflu handarinnar með ritblýið - og í stærri myndum af viöbrögðum alls líkamans við víð- áttu flatarins. En þótt ég sé fullur aðdáunar á því hvemig Valgeröur byggir upp og blæs lífsanda í hina stóru mynd- fleti sína með ritblýinu einu get ég ekki gert upp hug minn gagnvart „felumyndum“ hennar. Ég var nefnilega orðinn alveg sáttur við byggingu þeirra, tog- streitu kraftlínanna og samspil blæbrigða, er ég uppgötvaöi að inn- an í þessum verkum voru faldar mannverur eða „svipir". Þá fóru myndirnar að trufla mig, og þá helst fyrir það að mér þótti þessar verur hafa of almenna til- finningalega skírskotun til að bæta nokkru sem máli skipti við það sem þegar kom fram í óhlutbundnum formum þeirra. Hins vegar magnar nærvera „svipanna" upp togstreitu, og þá jafnframt myndspennu, í þessum verkum, sem annars væri ekki fyr- ir hendi. .ai Ákærður fyrir að bana konu sinni Bragi ólafsson, Klapparstig 11 í Reykjavík, hefur verið ákærður fyrir manndráp, Bragi er ákærð- ur fyrir aö hafa svipt eiginkonu sína, Grétu Birgisdóttur, lifi á heimili þeirra aðfaranótt sunnu- dagsins 10. janúar 1988. i ákærunni segir að Bragi Ól- afsson hafi misþyrmt eiginkonu sinni með spörkum í andlit og höfuð og vafiö síðan köðlum um háls hennar. Viö það brotnaði skjaldbrjóskið. Banamein hennar var köfnun. Eftir handtöku neitaði Bragi aö hafa orðið konu sinni að bana. Hann hélt því fram aö hún heföi skaðað sig sjálf. Þau höföu bæði komiö við sögu lögreglu, fyrst og fremst vegna óreglu. Bragi Ólafsson er fæddur 17. nóvember 1936 og er 51 árs gam- all. Gréta Birgisdóttir fæddist 23. apríl 1961, hún var 26 ára gömul er hún lést. -sme Bjórfhimvarpið: Breytingartillaga líkleg í efri deild Meirihluti allsherjarnefndar efri deildar hefur nú afgreitt bjór- frumvarpið og mælir með þvi að frumvarpiö verði samþykkt eins og það kom frá neðri deild. Undír þetta skrifa Jóhann Einvarðsson formaður, Guðmundur Ágústs- son, Salome Þorkelsdóttir, Eiöur Guðnason, Eyjóliur Konráö Jónsson og Stefán Guðmundsson. Guðrún Agnarsdóttir er eini nefndarmaöurinn sem ekki skrif- ar undir þetta álit en hún hefur þó ekki skilað séráliti. Guðrún sagði aö vel gæfi svo farið aö hún mundi leggja fram breytingartil- lögu ásamt öörum en hún heföi ekki tekið ákvöröun um það enn. Talið er líklegt aö breytingartil- laga komi fram um frumvarpið og þá helst rætt um að tillagan um þjóðaratkvæöi verði viðruö á nú. Þar sem skammt er nú til þingloka þá gæti breytingartil- laga hægt svo á málinu að það fengi ekki afgreiðslu. -SMJ lOOþúsundísekt -afll og velðarferi upptæk Skipstjórinn á fiskibátnum Faxaborgu GK 7 hefur verið dæmdur til aö greiöa 100 þúsund króna sekt vegna veiöa í lokuöu hólfi vestur á Stafnesi. Það var á miövikudag sem báturinn var staöinn aö ólöglegum veiöum. Skipstjórinn var dæmdur í 50 daga varðhald til vara. Afli og veiöarfæri voru gerð upptæk. Báturinn var aö byrja veiðiferð. Afli var mjög lítill, eöa 40 kíló af kola og 20 kíló af ýsu. Veiðarfæri voru metin á 200 þúsund krónur. Faxaborg er tæplega tíu tonna dragnótarbátur. Skipstjórinn bar því viö að hann liaifi ekki vitaö aö hólfiö væri lokað. Ásgeir Ei- ríksson, dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans í Kefla- vík, kvaö upp dóminn. -sme Fleiri grisir hafa drepist Fleiri grísir hafa drepist f svína- búinu þar sem kom upp torkenni- leg veiki fyrir páska og leiddi nokkur dýr til dauða. I fýrstu töldu dýralæknar að um svina- pest væri aö ræða. Sýni voru send til Danmerkur til rannsóknar. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að hafa borist til landsins. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir sagðist eiga von á niðurstöðunum á allra næstu dögum. Einkenni á grísunum sem dráp- ust nú eru svipuð og á þeim dýrum er drápust fyrir páska. DV hefur þaö eftir öruggum heimild- um aö dýrin hafi ekki drepist úr svínapest. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.