Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 21
skorinn upp - frá í 6-S vikur Pétur Guðmundsson, leikmað- ur með San Antonio Spurs, slas- aðist í leik með félagi sínu gegn Houston Rockets í NBA-deildinni sl. þriðjudagskvöld og gekkst undir aögerð á fimmtudaginn. „Þetta gerðist í bytjun fiórðu lotu, ég sneri mig illa á hnénu þannig að brjósk losnaöi. Hnéð var speglað og læknarnir segja að ég verði frá keppni í 6-8 vik- ur. Ég er nú þegar laus við hækj- urnar og get farið að hlaupa eftir viku og reikna með að vera fljót- ari að ná mér en þeir vilja vera láta,“ sagði Pétur í samtali við DV í gærkvöldi. Pétur var í byijunarliði Spurs og hafði leikið í 17 mínútur þegar óhappið gerðist. Hann skoraði 8 stig í leiknum og tók 6 fráköst. Houston vann leikinn 120-102. „Ég lenti í villuvandræðum en fann mig vel og fannst allt vera farið að ganga í haginn hjá mér þannig að það er auðvitað mikið áfall að verða fyrir þessum raeiöslum," sagði Pétur. -VS Hólmbert til ÍBK? Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Miklar líkur eru á að Hólmbert Friðjónsson verði ráðinn þjálfari 1. defldar liðs ÍBK fyrir næsta keppnistímabil. Samkvæmt ör- uggum heimildum DV hafa Kefl- víkingar átt í viöræðum við Hólmbert en málið veVður ekki til lykta leitt fyrr en ný stjórn hefur tekið við hjá knattspymu- deildinni eftir næstu helgi. Hólmbert hefur verið einn Ut- ríkasti þjálfari landsins í áraraöir en hann hefúr nú verið í tveggja ára fríi frá knattspymunni. Hann þjálfaöi síðast sumarið 1986 og þá einmitt lið Keflvíkinga. Þriðji sigur „Tickans“ Svíinn Ulf „Tickan“ Carlsson tryggði sér sigur á Flugleiðamót- inu í borðtennis þriðja árið í röð á laugardaginn þegar hann sigr- aði landa sinn, Peter Karlsson, í bráðskemmtilegum úrsiitaleik. „Tickan" vann fyrstu hrinu, 21-18, Karlsson þá næstu, 21-17, og „Tickan" þá þriðju, 21-19. Þeir félagar sigruðu Kjartan Briem og Albrecht Ehmann í undanúrsht- um mótsins en aðrir, sem boðin var þátttaka í mótinu, vom Jó- hannes Hauksson, Kristinn Már Emilsson, Gunnar Vaisson og Krisfián Jónasson. -VS Iraklis vill fá Amljót - spenntur fyrir atvmnumennsku, segir Amljótur Gríska 1. deildar félagiö Iraklis Saloniki hefur mikinn áhuga á aö fá lands- liðsmanninn unga úr Fram, Arnljót Davíðsson, til liðs við sig. Forráðamenn Iraklis hafa hringt oft í Arnljót síðustu daga og vdja fá hann til sín til reynslu. Einn íslendingur hefur leikið með félaginu, Sigurður Grétarsson var hjá því eitt keppnistímabil fyrir nokkrum árum, en hann er eini ís- lenski leikmaðurinn til þessa sem hefur spilað með grísku liði. „Þeir ætla að senda mér flugmiða í næstu viku Maður frá Bröndby er væntanlegur til landsins og þetta er mjög spennandi. Það yröi gaman að fljótlega tii viðræöna viö Amljót og Fram. fara og sjá hvað er í boði,“ sagöi Amljótur i spjalli „Það er erfitt aö standa í þessu öllu og þurfa að við DV í gærkvöldi. hugsa um skólann í leiðinni. Svona utanferöir Eins og áður hefur komið fram í DV vill annað myndu stangast mjög á við hann. En ég er spennt- griskt félag, AEK Aþena, fá Arnljót og Þorvald ur fyrir atvinnumennskunni og býst við því að slá Öriygsson til sín til reynslu og þá var Arnljótur til ef rétta boðið kemur,“ sagði Amljótur Davíös- hjá danska atvinnuliðinu Bröndby á dögunum. son. -VS • Arnljótur Davíðsson hefur í mörg horn að líta þar sem tvö grísk lið og eitt danskt hafa sýnt honum mikinn áhuga. • Valsmenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í handknattieik í gær er þeir unnu Stjörnuna auðveld- lega, 20-16. Á myndinni reynir Skúli Gunnsteinsson, fyrirliði Stjörnunnar, að brjótast i gegnum hina geysiöflugu vörn íslandsmeistaranna. Sagt er frá 3. umferð 1. deildarinnar í opnunni. DV-mynd EJ Atli neitaði - tilboði Old Boys „Tilboðið var ágætt en mér fannst ekki taka því að rífa mig upp og fara aö setjast að í Sviss svona skömmu fyrir jólafrí. Ég ætla að bíða rólegur um sinn og fer tæplega neitt fyrir áramótin en ég á von á því að boð Old Boys standi þá enn,“ sagði Atli Eðvaldsson, landshðsfyrirhði í knattspyrnu, í samtali við DV í gær- kvöldi. Old Boys frá Basel, eitt toppliða svissnesku 2. deildarinnar, vildi fá Atla til sín og gerði honum tilboð, sem hann ákvað í gær aö hafna, a.m.k. í bili. „Ég stefni að því að.leika erlendis í 2-3 ár í viðbót en ætla ekki að flýta mér að neinu. Þaö verður síðan að ráðast hvort ég leik með Val næsta sumar, ég held öllu opnu í þeim efn- um,“sagðiAth. -VS Stærri mörk í Belgíu? - Guðmundur átti tvö stangarskot í fyrsta leiknum með Rapid Wien skyldiíeikastraxmeðenþjálfarinn komast burt frá Genk þar sem ég sagði við mig eftir fyrstu og einu sá ekki að staða félagsins myndi æfinguna sem ég hafði mætt á að batna á næstunni og forráðamenn hann vildi nota mig undir eins. Síð- félagsins vissu af því,“ sagði Guð- an var mjög tæpt að ég mætti leika mundur. þvi pappírarnir um samninginn Guðmundur kom til Beigíu í gær- bárust ekki austurríska knatt- kvöldi en fer í dag alfarinn til Vín- spyrnusambandinu fyrr en á laug- arborgar. Rapid komst með sigrin- ardagsmorgun og leikurinn hófst um í fimmta sæti 1. deildar en hð- kl. þrjú um daginn. Mér gekk ágæt- inu hafði gengið óvenju illa til aö lega, meiddist reyndar aðeins á öxl byija meö í haust. Eftir 19 um- þegar ég datt á frosinn völlinn, en ferðir eru Tirol og Admira með 27 þaö ætti ekki aö há mér neitt. Ég stig, Austria Wien 25, St. Poelten hafði sjálfur mikinn áhuga á að 23 og Rapid 20 stig. Knstján Bembuxg, DV, Belgíu: „Blaðamennirnir spurðu mig eft- ir leikinn hvort mörkin í Belgíu væru fimm sentimetrum stærri en mörkin í Austurríki og áttu þá við stangarskotin tvö! En ég vona að þetta sé skref í rétta átt hjá mér og það er ljóst að Rapid Wien er stærra lið en Genk 1 aha staði, og ég er bjartsýnn á framtíðina hjá mér,“ sagði Guðmundur Torfason, lands- hðsmaður í knattspymu, í samtah við DV i gærkvöldi en á laugardag lék hann sinn fyrsta leik með aust- urrísku meisturunum Rapid Wien. Rapid vann Austria Klagenfurt 3-1 í 1. deildar keppninni og Guömund- ur var óheppinn að skora ekki þar sem hann átti tvö hörkuskot í stöng. Guðmundur gekk á fóstudaginn frá samningi viö Rapid Wien en Genk leigir hann austurríska félag- inu til vorsins. Guömundur baö Genk um sölu en félagið var ekki tilbúið nema til að leigja hann. „Það kom mér á óvart að ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.