Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. Andlát Dóróthea Halldórsdóttir, Hringbraut 116, Reykjavík, andaðist 19. júlí. Jarðarfarir Guðjón Halldórsson húsgagnasmiður, Höfðatúni 9, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 15. Hanna Elsa Jónsdóttir, Meðalholti 4, vistmaður að Hátúni 12, er lést laugar- daginn 15. júlí, verður jarðsungin mánu- daginn 24. júlí kl. 15 í Fossvogskapellu. Haraldur Ólafsson, Nökkvavogi 62, er lést þann 17. júlí sL, verður jarðsimginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 15. Útför föður okkar, tengdafoður og afa, Lárusar Lúðvíks Magnússonar vél- stjóra, Seljavegi 17, Reykjavík, fór fram ,v íkyrrþeyþannl9.júhaðóskhinslátna. Þórdís Hallgrimsdóttir Ammendrup lést 12. júlí. Hún fæddist á Akureyri 4. janúar 1946 og voru foreldrar hennar þau Hallgrímur Stefánsson og Fríða Sæ- mundsdóttir. Þórdls lauk námi frá Ljós- mæðraskóla íslands í september 1971 og síðan framhaldsnámi frá Hjúknmar- skóla íslands í september 1974. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Páll Amm- endrup. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Útfór Þórdísar verður gerð frá Arbæjar- kirkju í dag kl. 15. Tombóla Nýlega héldu þessir krakkar tombólu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þau 1335 kr. Þau heita Sigurður Garðar Flosason, Kristín Halldórsdóttir, Linda Garðarsdóttir, Jófriður Halldórsdóttir, Helga Björg Garðarsdóttir en á myndina vantar Birgi Má Jónsson. Tombóla styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu Nýlega héldu Lára Rúnarsdóttir og þaer 700 kr. Bryndis Guðmimdsdóttir tombólu til Nauðungaruppboð annað og síðasta á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embætösins, Hafnargötu 62, á neðangreindum tíma . Fagranes GK-171, þingl. eig. Sigurður Tr. Þórðarson o.fl., þriðjud. 25. júlí nk. kl. 13.30. Uppþoðsbeiðendur eru Ólafiir B. Amason hdl., Trygginga- stoíhun ríkisins, Búnaðarbanki ís- lands og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum Drangavellir 8, Keflavík, þingl. eig. ■* Hreggviður Hermannsson o.fl., fer fram á eigninni sjálfii, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Guðmundur Knstjánsson hdl., Bæjarsjóður Keflavfluir, Trygginga- stofiiun ríkisins, Vilhjálmur H. Vil- hjáfmsson hrl., Veðdefld Landsbanka íslands, Landsbanki íslands og Jón Þóroddsson hdl. Fitjabraut 30, Njarðvík, þingl. eig. Sigurjón hf., fer firam á eignirmi sjálfri, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur eru Rúnar Mogensen hdl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Garðar Garðarsson hrl. og Gjald- heimta Suðumesja. Garður Grindavík, þingl. eig. Þorleif- ur Hallgrnnsson, 250453-2059, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Inn- heimtumaður rfldssjóðs, Ásgeir Thor- oddsen hdL, Tryggingastofiíun rflris- ins, Jón. G. Briem hdl. og Reynir Karlsson hdl. Iðndalur 10, Vogum, þingl. eig. Fisk- torg hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 25. júh' nk. kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru Iðnlánasjóður, Bruna- bótafélag íslands, Vflhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Skúh J. Pálmason hrl., Guðmundur Kristjánsson hdl., Othar Öm Petersen hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Garðar Briem hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Vatnsleysustrandar- hreppur, Byggðastofiiun, Andri Áma- son hdl., Ingi H. Sigurðsson hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl., Magnús Norðdahl hdl. og Ásbjöm Jónsson hdl. Smáratún 35, neðri hæð, Kéflavík, þingl. eig. Marteinn Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Vil- hjálmur H. VilhjálmsSon hrl., Jón G. Briem hdl., Garðar Garðarsson hrl. og Ásbjöm Jónsson hdl. Tjamargata 31A, Keflavík, þingl. eig. Ánton Narvaes, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur em Bæjarsjóður Keflavíkur, Valgarður Sigurðsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Bruna- bótafélag íslands og Landsþanki ís- lands. Vesturbraut 9, efri hæð, Keflavík, þingl. eig. Bjami Skúlason o.fl., fer fram á eigninni sjálfii, þriðjud. 25. júlí nk. kl. 11.50. Uppþoðsbeiðendur em Vilhjálmur H. Viíhjálmsson hrl., Tryggingastofiiun rflrisins, Ásbjöm Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Víkurbraut 23, Keflavík, þingl. eig. Víkurbraut sf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjud. 25. júh' nk. kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Bæjarsjóður Keflavíkur, Brunabótafélag íslands, Iðnaðarbanki íslands hf. og Ævar Guðmundsson hdl. Bæjarfógetim í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Menning Viðtal við Bemard Huin safnstjóra: Nútímalist eftir eigin höfði Bernard Huin innan í verki eftir Gilberto Zorio DV-mynd Brynjar Gauti Listasafnið í Epinal í Frakklandi, sem lánað hefur verk til sýningar þeirrar sem opnuð verður um helg- ina að Kjarvalsstöðum, er sérstakt um margt, ekki síst fyrir það að á undanförnum sjö árum hefur safn- stjórinn, Bemard Huin, fengið að kaupa nútímalist algjörlega eftir eigin höföi. Það er einmitt sú list sem við fáum að sjá að Kjarvalsstöðum, verk eftir Warhol, Frank Stella, Donald Judd, Richard Long, Gil- bert og George, Tony Cragg og marga fleiri. Við gripum Huin þar sem hann var að stilla af mynd eftir Sigmar Polke og báðum hann segja frá safni sínu og þeirri list sem þar er að flnna. „Eins og þú kannski veist er Epinal safnið nokkuð gamalt. Það var stofnað árið 1822 og á talsvert af málverkum og vatnslitamynd- um eftir gamla meistara, Rembrandt, de la Tour, Brueghel, Boucher, Watteau og fleiri. Safnið átti hins vegar enga nútí- malist þegar ég hóf þar störf fyrir fjórtán árum - og raunar nær enga peninga til kaupa á slíkri list. Þegar Jack Lang varð menning- armálaráðherra hóf franska ríkið að veila stóra styrki til listasafna úti á landsbyggðinni og nutum við góðs af þeim. Epinal safnið var allt í einu í stakk búið til aö kaupa nútímalist en þó ekki í miklum mæli. Við gát- um augljóslega ekki náð í skottið á listasögunni. Því urðum við að gera upp við okkur hvemig kaupunum skyldi hagað. Póetísk innkaupastefna Niðurstaðan varð sú að mér var falið að kaupa inn verk eftir eigin smekk, rétt eins og ég væri að koma mér upp einkasafni. Þegar ég er spurður um inn- kaupastefnu mína segi ég stundum að hún sé póetísk, þar eö hún grundvallast fyrst og fremst á minni eigin upplifun, því tilfinn- ingasambandi sem myndast milli mín og ákveðinna verka.“ Við spurðum Huin hvers konar nútímalist höföaði helst til hans. „Eins og þú sérð af sýningunni skiptist hún aðallega í þrennt. í fyrsta lagi reyni ég að safna „Arte Povera“, verkum þeirra Mario Merz, Giovanni Anselmo og fleiri. i öðru lagi sækist ég eftir alls kyns „minimal“ list, naumhyggju, það er, verkum eftir Carl Ándré, Donald Judd, Dan Flavin, Richard Long og Frank Stella. Loks er ég líka veikur fyrir list sem erfítt er að flokka en hefur þó ákveðinn hugmyndalegan slag- kraft, til dæmis verk Richards Artschwagers, Tony Cragg, Gil- berts og George og Richards Tuttle." Það vekur athygb að Huin virðist ekki hafa smekk fyrir nýja expres- sjónismanum svokallaða því ekk- ert verk af því tagi er í safni hans. Klifað á gömlum kllsjum „Það er rétt. Ég er ekki par hrif- irm af þessum germanska expres- sjónisma, Kiefer, Basehtz & Co. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Mér finnst þeir vera að klifa á gömlum klisjum. Ég er í sjálfu sér ekki á móti expressjónisma, mér hugnast til dæmis gamh expres- sjónismi þeirra Kirchners og fleiri." Við spjöhum um verðlag á nútí- malist sem gerir Utlum söfnum eins og Epinal safninu erfitt fyrir. „Þaö gefur augaleið að við getum ekki keypt mörg verk eftir Steha á hverju ári. Satt að segja eyddi ég helftinni af innkaupafé okkar fyrir árið 1986 þegar ég keypti málverkið eftir Stella sem er hér á sýning- unni. Glaður mundi ég vilja kaupa fleiri verk ungra listamanna en ég geri en eins og stendur reyni ég að treysta undirbyggingu safnsins með lykilverkum eftir þá Usta- menn samtímans sem mest hafa lagt af mörkum til nútímalistar - að mér flnnst. Til þessa hef ég keypt um 150 verk til safnsins á því tímabih sem ég hef verið þar við stjómvölinn." Tahð berst að einstökum verkum í safninu, til dæmis mynd Warhols með súpudósunum. Hvað réð því að hún var keypt? „Ég hef takmarkaðan áhuga á sjálfri poppfílósófíunni. Ég keypti það verk fyrst og fremst vegna þess að í því er gengið út frá ýmsum forsendum naumhyggjunnar, minimahsmans, til dæmis endur- tekningu staðlaðra forma.“ íslendingar á óskalistanum Önnur mynd, ljósmynd Helmuts Newton af nakinni og fjallmyndar- legri konu í fullri lengd, sem ís- lenskir fjölmiðlar hafa verið mjög áfram um að birta, er einnig til umræðu. „Ég lít eiginlega ekki á hana sem ljósmynd heldur sem skúlptúr. Newton er þarna aö nota kvenlíka- mann til tjáningar á líkamlegum og sálfræðhegum sannindum." Það kemur í ljós að Huin þekkir vel til íslenskrar nútímahstar og segist hann undrandi á því hve margir af bestu listamönnum Norðurlanda séu íslenskir. Loks upplýsir hann að meðal þeirra sem séu hátt á óskalista hans fyrir Epinal safnið séu þeir Guðmunds- synir, Sigurður og Kristján. -ai. SMÁAUGLÝSINGAR mam Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga. 18.00 - 22.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.