Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1989, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989. 3 Fréttir Að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Þorsteinn með gult spjald - rætt um að Davíð Oddsson taki við formennskunni eftir tvö ár „Það má segja að Þorsteinn Páls- son hafi fengið að sjá gula spjaldið með þessari kosningu Davíðs Odds- sonar í embætti varaformanns fiokksins," sagði framámaður í Sjálf- stæðisflokknum um þann viðburð sem vakti mesta athygli á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk um síðustu helgi. Það fór ekki leynt að fyrir lands- fundinn voru uppi háværar kröfur um að skipt yrði um forystusveit flokksins en þegar leið að fundinum virtist ekkert ætla að gerast í þeim málum - mest vegna þess að Davíð sjálfur sýndi ekki mikið frumkvæði í þá átt. Það mun mörgum áhrifamönnum í flokknum ekki hafa líkað og rétt fyrir fundinn var sett upp mikil pressa á Davíð og þá Þorstein og Friðrik með aðstoð Morgunblaðsins. Niðurstaða þess var að fórna Friðriki enda treystu menn sér ekki til að ráðast í formannsslag með svo stutt- um fyrirvara. „Það hefði komið alltof miklu róti á landsfundinn ef hann hefði allt í einu staðið frammi fyrir því að kjósa um formann - menn voru komnir hér tii að taka þátt í skemmti- og skrautsýningu og vildu ekki raska því,“ sagði einn landsfundarfulltrúi og bætti við: „Það vakti hins vegar ánægjutilfinningu hjá landsfundar- fulltrúum aö eitthvað skyldi hafa verið gert og eftir frábæra ræðu Dav- íðs á sunnudeginum efaðist enginn um að þetta hefði verið það eina rétta." Þá hlýtur öllum að vera ljóst að staða Davíðs er feikisterk í flokknum og sést það auðvitað best í því hve auðveldlega hann hrifsaði til sín varaformannssætið, nánast um leið og hann sýndi því áhuga. Það hlýtur að vekja upp spurningar um hver staða Þorsteins Pálssonar verður við hlið Davíðs. Það mátti greinilega heyra á mörgum landsfundarfulltrú- um að eftir tvö ár biði Þorsteins sama hlutskipti og Friðriks - hann verði að víkja fyrir Davíð. Þorsteinn tekur sjálfur undir þetta að nokkru en í DV í gær sagðist hann sjá framtíðar- formann í Davíð. Staða Friðriks óljós Bæði Davíð og Þorsteinn hafa gert sér sérstakt far um að halda því á lofti að Friðrik Sophusson verði áfram í forystusveit flokksins. Þeir hafa þó allir þrír neitað því að ein- hverjir samningar hafi verið gerðir Næstu tvö árin munu þeir Þorsteinn Pálsson og Davið Oddsson standa i fylkingarbrjósti sjálfstæðismanna. Hvað þá verður er hins vegar erfiðara að spá en væntanlega munu þeir báðir reyna að sýna forystuhæfileika sína þangað til. DV-mynd GVA bak við tjöldin. Því hefur þó verið haldið fram að það sé bamaskapur að ætla annað en að Friðrik hafi feng- ið einhver vilyrði fyrir ráðherradómi ef sú staða kemur upp. Þá hefur því verið haldið fram að Friörik hafi sjálfur vakið upp efa- semdir um varaformennsku sína. Með því að vekja upp ágreining við formanninn út af auðlindaskatti og með óvenjuharðorðri yflrlýsingu sinni um landbúnaðinn á SUS-þingi hafi hann veikt sig, einmitt þegar hann hefði þurft að tengja sig sem mest við formanninn. Einn þingmanna flokksins sagði að hann heíði skynjað öldu gegn Friö- riki upp úr þessu og óánægjan með forystu flokksins hefði því beinst að honum síðustu dagana fyrir lands- fund. Með því að vera orðinn varafor- maöur flokksins kemst Davíð í miklu nánari snertingu við landsmálapólit- íkina en hann verður t.d. í meiri tengslum við þingflokkinn. Þótt hon- um hafi verið frjálst að sækja þing- flokksfundi hingað til hefur hann ekki gert mikið af því. Þingflokkur sjálfstæðismánna er margslungið afl og ekki vonum seinna að Davíð kynnistþví. -SMJ Stjómmálaályktun landsfundar: Gengisskráning verði tengd markaðsaðstæðum í stjórnmálaályktun Sjálfstæðis- flokksins, sem samþykkt var á 28. landsfundi flokksins, voru eftirfar- andi áhersluatriði: 1. Gengisskráning krónunnar verði tengd markaösaðstæðum. Viðskipta- bankar og sparisjóðir fái fulla heim- ild til að versla með erlendan gjald- eyri og gjaldeyrisviðskipti verði gefin frjáls. 2. Eiginfjármyndun í atvinnulífinu verði örvuð með ráðstöfunum í skattamálum. Geraþarffyrirtækjum kleift að mynda sveiflujöfnunarsjóði, en starfsemi verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins hætt. Fiskverð verði á ábyrgð sjávarútvegsins. 3. Ný vinnubrögð verði tekin upp við íjárlagagerð og heimildir til aukafjárveitinga úr ríkissjóði stór- lega skertar. Hætt verði óhóflegri skattlagningu á fyrirtæki og heimili, m.a. með því að lækka skatta á mat- vælum, lækka eignarskatta, og af- nema hin óréttiáta ekknaskatt. Skattar verði aldrei afturvirkir og sparifé ekki skattlagt. 4. Ríkisbankar verði hlutafélög. Ríkisábyrgð á starfsemi lánasjóða atvinnuveganna verði afnumin. 5. Aðlaga verður íslenskt atvinnu- og efnahagslíf breytingum vegna til- komu sameinaðs Evrópumarkaðar. 6. Setja þarf almenn lög um um- hverfismál og fela sameiningu þeirra einu ráðuneyti án þess að stofnað verði nýtt ráðuneyti um þessi mál. 7. Með markvissum samgöngubót- um og endurreisn atvinnulífsins verði lagður grundvöllur að vaxta- svæðum á landsbyggðinni. 8. Sjálfstæöi sveitarfélaga aukið og til þeirra fluttir tekjustofnar og verk- efni, m.a. rekstur heilsugæslu og grunnskóla. 9. Flokkurinn leggur áherslu á að sem flestir búi í eigin húsnæði. Þá telur hann að fara verði fram heild- arendurskoðun á hinu opinbera hús- næðislánakerfi sem miði að því að færa verulegan hluta þess yfir í bankakerfið og tryggja að opinber fyrirgreiðsla gagnist mest þeim sem þurfa á henni að halda. 9. Vegna fjölskyldunnar vill flokk- urinn að eftirfarandi verði tekið til athugunar: Sveigjanlegur vinnutími, ijarvistir foreldra frá vinnu vegna veikinda barna, framkvæmd fæðing- arorlofs, dagvist barna, samfelldur skóladagur og lengri fyrir yngri nem- endur, réttindi fatlaðra, endurbætur á tryggingakerfi og jöfn foreldra- ábyrgð. 10. Við endurskoðun stjórnar- skrárinnar ber að leggja áherslu á skarpari skil á milli framkvæmda- valds og löggjafarvalds, tryggingu mannréttinda í breyttri kjördæma- skipun sem miöi aö því að jafna at- kvæðisréttinn og auka stöðugleika í stjórnmálum. -SMJ Skemmdu átta bíla Eigendur átta bíla sem voru á bíla- stæðum við Hraunbraut í Kópavogi uppgötvuðu í fyrradag að bílar þeirra höfðu verið skemmdir. Bílarnir eru flestir dældaðir og allir rispaðir þannig að um talsvert eignatjón er að ræða. Skemmdimar eru allar á vinstri hlið bílanna og greinilegt að skemmdarvargarnir hafa gengiö eft- ir hægri vegarhelmingi og sparkað í bílana. Ekki er ljóst hvenær skemmdar- verkin voru unnin. Þeir sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir við Ásbraut og Hraun- braut aðfaranótt sunnudags eða í fyrradag eru beðnir aö hafa samband við lögregluna í Kópavogi. -ÓTT Kynnum í dag og nœstu daga 1990 árgerðina af PEUGEOT 205 Komið og kynnist af eigin rann þessum skemmtilega bíl sem kosinn liefur verið,,BES7I BÍLL í HEIME ár eftir ár.* íTij Verð 3 dvra kr. 565.700,- «|g Verð 5 d\ra kr. 589.500. - Auto Motor und Sport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.