Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR2«.MAKS 1990.!! "'f'J'.1. . ■ !■, J ,'.'l i ' . I.. . . , ■ 4 U I .» • íslandsmeistarar Þróttar 1990. Standandi: Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, Gunnlaugur Jónasson, Sveinn Hreinsson og Jason ívarsson. Krjúp- andi: Jón Árnason, Leifur Harðarson fyrirliði, Einar Þór Ásgeirsson og Örn Kr. Arnarson. Á myndina vantar þjálfara liðsins, Jia ChiangWen. DV-mynd SÞ Stúdínur meistarar - og Þróttur í karlaflokki Heilmikið var um að vera um helg- ina. Fjórir leikir í úrslitakeppninni og í þeim réðst hvar íslandsmeistara- titlarnir í karla- og kvennadeild höfnuðu. Veturinn hefur verið nokkuð svipt- ingasamur og þegar upp var staðið reyndust þau lið, sem höfnuðu í þriðja sæti í deildarkeppni hvorrar deildar, sterkustáendasprettinum. Kvennalið ÍS og karlalið Þróttar eru íslandsmeistarar í blaki 1990. Þróttur íslandsmeistari karla „Þetta var aldrei í hættu,“ sagði Leif- ur Harðarson, fyrirliði Þróttar, eftir að þeir höfðu tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn með 3-1 sigri á HK. „Við vorum í toppformi í úrshtakeppn- inni, svo er þjálfuninni fyrir að þakka. Og auk þess voru hinir nýju liðsmenn okkar, þeir Einar og Örn, loks búnir að læra á það leikskipulag sem við leikum eftir,“ sagði hann ennfremur. Þróttarar voru áskrifendur að ís- landsmeistaratitlinum árin 1981 til 1988 en tvö síðustu ár höfðu ÍS og KA hreppt þessa nafnbót. Þróttarar komu harðákveðnir til leiks og léku meistaralega vel. HK- menn voru hikandi og gekk illa að svara fyrir sig enda vörðu Þróttarar sinn vöh af mikilli grimmd. Þeir komust í 14-8 í þriðju hrinu en þá vöknuðu HK-ingar til lífsins og með Kristján Magnús Arason í farar- broddi tókst þeim að saxa á forskotið og vinna hrinuna, 16-14. í íjórðu hrinu unnu Þróttarar síðan nokkuð örugglega og fögnuðu þá ógurlega enda íslandsmeistaratitillinn þeirra á ný eftir tveggja ára hlé. Breiðablik - Víkingur: 2-3 Fyrir þennan leik áttu Breiðabliks- stúlkur þokkalegan möguleika á titl- inum góða. Þær mættu hins vegar ekki nægilega ákveðnar til leiks og líklega hefur góður leikur Víkinga komið þeim á óvart. Víkingar hafa átt slaka leiki í úrslitakeppninni en á laugardag léku þær ágætlega hvort sem var í sókn eða vörn. Víkingur vann tvær fyrstu hrinurnar og stað- an var 11-4 þeim í hag þegar hjólin tóku loks að snúast fyrir Breiðablik. Þær unnu þennan mun upp af mikl- um krafti og sigruðu í hrinunni og þeirri næstu. Úrslitahrinan var æsi- spennandi og jöfn á öllum tölum en Víkingar höfðu heppnina með sér í lokin og stóðu uppi sem sigurvegar- ar. ÍS íslandsmeistarar kvenna Með 3-ú sigri á K A try ggðu í S-stúlkur sér íslandsmeistaratitilinn. Sigurinn var þeim auðveldur og vafalaust hef- ur það hjálpað þeim að vita að þeim stóð engin veruleg ógn af Breiðablik eftir tap þeirra gegn Víkingum. Frammistaða þeirra í úrshta- keppninni hefur verið mjög góð en liðið hefur átt í töluverðum vandræð- um í vetur vegna meiðsla leikmanna. Það var ekki fyrr en rétt fyrir úrslita- keppnina að hægt var stilla upp sterkasta liði á ný og þá tóku Stúdín- ur að blómstra og unnu alla sína leiki nema einn. Kvennalið ÍS hefur þrisvar áður orðið íslandsmeistari, árin 1982,1985 Og 1986. KA-ÍS:3-0 Heimamenn léku vel og áttu ekki í neinum vandræðum með að sigra hð Stúdenta. Þetta var úrslitaleikur um annað sætið og það eru því KA- menn, sem hreppa silfrið. Vegur KA-manna í úrshtakeppn- inni hefur verið mjög misjafn. Þeir urðu fyrir því óláni í upphafi að einn lykilmanna þeirra meiddist og voru fyrstu leikir þeirra langt frá því sem þeir geta best. Þeir hafa farið mjög vaxandi, leikið vel að undanförnu og mæta væntanlega firnasterkir í úr- slitaleikinn í bikarkeppninni þar sem þeir mæta Þrótturum. Staðan í úrslitakeppninni Öllum leikjum er lokið í karladeild- inni en ennþá er einumi leik ólokið hjá konunum. Sá leikur ræður úrslit- um um hver fær bronsið. Úrvalsdeild karla Þróttur 6 5 1 15-9 10 KA 6 4 2 15-9 8 ÍS 6 3 3 11-11 6 HK 6 0 6 7-18 Úrvalsdeild kvenna 0 IS 6 5 1 17-8 10 Breiðablik 5 3 2 13-10 6 Víkingur 6 2 4 11-14 4 KA 5 1 4 5-13 -1 2 gje 18r II > M l"J ! T'! 'TITrfTTI II ! ! . ) ! L ■ ■ Iþróttir ■ ■ ■ VXU - ísland lengstum undir en jafnaði, 23-23, í lokin landsliðiö í handknatt- leik gerði í gær jafntefli við Norð- menn í vináttulandsleik sem fram fór í Nadderudhallen í Osló, Loka- tölur leiksins urðu 23-23 eftir að Norðmenn höföu haft forystu í íslendingar hófu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á meðan Norðmenn skoruðu aðeins tvö mörk. Mestall- an háifleikinn voru Norðmenn með tveggja marka forystu en á lo- vikum æft stíft fyrir C-keppiúna, sem hefst í Finnlandi á fimmtudag en bjartsýni ríkir í Noregi að liðið nái að tryggja sér sæti meðal B- þjóðaíhandknattleik. -JKS hálfleik, 12-8. Islenska liðið var kakaflanum jafnaði íslenska liðið mikið breytt frá því í heimsmeist- metin og þegar upp er staðið veröa arakeppninni í Tékkóslóvakíu á úrsht leiksins að teljast sanngjörn. dögunum og út frá því verða úrslit Leifur Dagfmnsson varði markið á leiksins að teljast þokkaleg, Lands- lokakaflnum og varði mjög vel. liðsmennirnir fóru nánast beint úr Konráð Olavsson var marka- flugvélinni í leikinn en engu að síð- hæstur í íslenska liöinu og skoraði ur náði liðið á stundum að sýna sjömörk.SigurðurSveinssonskor- þoltkalegan leik og þá sérstaklega aði 4, Júlíus Jónasson 4, Valdimar í síðaii hálfleik. Grimsson 3, Óskar Ármannsson 3, Norðmenn, sem standa í loka- Birgir Sigurðsson 2, Héðinn Gils- undirbúningi fyrir C-keppnina, son 1. náðu fyrst yfirhöndinni eftir*að ís- • Dómarar leiksins komu frá lendingar skoruðu fyrsta markið í Finnlandi og dæmdu ágællega. Um leiknum. Guðmundur Hrafnkels- 1500 áhorfendur fylgdust með son stóði í markinu lengst af og leiknum og í þeirra hópi voru fjöl- varði vel. Norömenn voru sterkari magir islenskir námsmerm i Osló í fyrri hálfleik og náðu mest fjög- sem stóðu vel viö bakið á sínum urra marka foi-ystu undir lok hálf- mönnum. leiksins. Norðmenn hafa á undanförnum • Konráð Olavsson var marka- hæstur gegn Norðmönnum. TOHHAHÓT TTS1990 27. júní - 1. júlí Þau lið sem óska eftir að taka þátt í TOMMAHAMBORGARAMÓTI TÝS 1990, sem er liður í Íþróttahátíð Í.S.Í. að þessu sinni, og verður haldið 27. júní til 1. júlf n.k. vinsamlegast skilið þessum skráningarseðli útfylltum til: Knattspyrnufélagið Týr BOX 395 900 Vestmannaeyjar Skráningarseðill Nafn félags Nafn þjálfara Sími_ Sími. Fjöldi þátttakenda Nafn og sími þess aðila sem veitt getur nánari upplýsingar Til að tryggja þátttöku verður skráningarseðillinn að berast Knattspyrnufélaginu Tý fyrir 5. apríl 1990. Æskan og íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.