Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. 25 DV Ólyginn sagði... David Cassidy hefur tekist aö brúa kynslóðabil- iö. Þessi sætabrauðsdrengur, sem söng sig inn í hjörtu almennings fyrir tæpum 20 árum með vellu- legum ástarsöngvum og lék í sjónvarpsþáttunum um Partridge fjölskylduna, sem var sá allra lummulegasti, hefur nú gefið út nýja plötu. Að þessu sinni reynir hann að höfða til unglinga nútímans með fáguðu þunga- rokki. Ef marka má amerísk slúð- urblöð þá hefur honum tekist það. Það sem er fróðlegt er að Davíð lítur nákvæmlega eins út og hann gerði fyrir tveimur ára- tugum. Slíkt er ekki hægt nema með annaðhvort engilhreinu líf- erni eða andlitslyftingum. Hvorn kostinn Dabbi hefur valið er vont að segja en trúlega hefur hann lagst undir hnííinn og fómað nokkrum fellingum. Penelope Ann Miller er ung og upprennandi leikkona sem meðal annars gefur aö líta í nýrri kvikmynd í Stjömubíói þar sem hún leikur dótfur mafíósans sem leikinn er af Marlon Brando. Eins og fleiri ungir leikarar var hún nokkuð taugaóstyrk yfir þvi að þurfa að leika á móti lifandi goðsögn sem var að springa úr spiki í þokkabót. Hún segir að þetta hafi verið afar skemmtileg reynsla og Brando hafi kennt sér eina haldgóða brellu. Það er að þykjast svelgjast á eða fá skyndi- legt hóstakast ef maður gleymir textanum. Þá er ráðrúm til þess að'rifja upp textann eða ná sam- bandi við hvíslarann. Auk þess fullyrti Brando að leikstjórar væru ávallt hrifnir af dramatísk- um hósta. HenryThomas varð svokölluð barnastjarna þeg- ar hann lék í fjölskyldumyndinni um E.T. geimbúann góðlega sem minnti á vanskapaðan frosk. Thomas er nú 18 ára gamall óg hefur heldur betur söðlað um í hlutverkavali sínu því hann fer á kostum í kvikmyndinni Psycho IV en óprúttnir peningamenn eru langt komnir með að gera þetta gamla meistaraverk Hitchcocks að einhvers konar endaleysu í formi framhaldsmynda. Thomas er brattur yfir sínum hlut og seg- ir að ungar stúlkur fái í hnén á stefnumótum þegar hann segi þeim frá morðum sem hann hefur framið á hvíta tjaldinu. Sviðsljós Fnrðuverk á Kjarvalsstööum Nú stendur yfir sýning á Kjarvals- stöðum á verkum Brynhildar Þor- geirsdóttur myndhöggvara. Bryn- hildur er búsett í Bandaríkjunum og sýnir samlöndum sínum skúlptúra úr gleri, steinsteypu og hrosshári. Verkin líkjast oft einhverjum stein- runnum dýrum eða furðuverkum. Fjölmenni var að vonum við opnun sýningarinnar enda telst hún til stærri listviðburða. wm Eins og hvað er þetta eiginlega? DV-myndir Brynjar Gauti i:; ;• > ílltll.'i A myndinni má meðal annars þekkja Arna Bergmann ritstjóra. Neita að framselja dóttur Brandos Frönsk yfirvöld neita að fram- selja Cheyenne Brando, dóttur leikarans góðkunna, til Bandaríkj- anna svo að hún geti borið vitni í morðmáh sem höfðað er gegn hálf- bróður hennar. Cheyenne dvelst á Tahiti sem er frönsk nýlenda en réttarhöldin fara fram í Kalifomíu. Hún er franskur ríkisborgari. Christian Brando er ákærður fyr- ir að hafa skotið til bana Dag Drol- let, heitmann hálfsystur sinnar. Hann hefur lýst sig saklausan en segir skot hafa hlaupið úr byssunni þegar hann og Drollet tókust á. Arnarflug sáluga hélt árshátið sína á dögunum eins og ekkert hefði í skor- ist en félagið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta. Á myndinni sjást Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri og Geir Gunnarsson stjórnarfor- maður spá í bolla af kaffi. DV-mynd Brynjar Gauti Ingerborg Kolseth er Ijóshærð og bláeyg. Símamynd Reuter Ungfrú Iille- hammer Þessi íturvaxna blondína frá Lille- hammer er framlag frænda okkar Norðmanna til alþjóölegrar kven- legrar fegurðar. Þessa stúlku kusu þeir þá fegurstu í Noregi og ætlar hún því að etja kappi við aðrar feg- urðardísir heimsins um titilinn feg- ursta kona heims.. Frökenin heitir Ingerborg Kolseth og er ljóshærð með blá augu. Hún er fimm fet og tíu þumlungar á hæð og leikur á fiðlu í frístundum sínum en starfar í gestamóttöku. Á mynd- inni er hún á heimaslóðum í Lille- hammer en þar eiga næstu vetrar- ólympíuleikar að fara fram. Allsberir kúnnar Hljómplötuverslun í Melbourne í Ástralíu datt niður á óvenjulega að- ferð til þess að laða til sín viðskipta- vini á dögunum. Hún lofaði, hverjum þeim sem treysti sér til þess að spranga nakinn um búðina og gramsa, ókeypis tímum í stúdíói. Þeir voru talsvert margir sem tóku kaupmennina á orðinu og vöppuðu á fæðingarfótunum um verslunina öðrum til augnayndis og sjálfum sér til framdráttar. Naktir kunnar í verslun í Melbourne. Símamynd Reuter Bush í hundana Þrátt fyrir hugsanlegan Flóabar- daga á Persaflóa gefur önnum kafinn forseti Bandaríkjanna sér tíma til þess að bregða á leik með ferfættum vinum. Forsetahjónin eiga nokkra hreinræktaða hunda og er ættmóðir- in Millie eflaust þeirra þekktust en hún komst á síður heimspressunnar í fyrra þegar jiún fann moldvörpu í garði Hvíta hússins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.