Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 263. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
Erlend bóksjá
Á búgarði Karen
Blixen í Afrí ku
„Eg átti búgarö í Afríku, viö rætur
Ngong hæöanna."
Með þessum orðum hóf Isak
Dinesen, öðru nafni Karen Blixen,
heimsfræga frásögn sína af erfiðum
en hrífandi árum í Kenýa. Hún varð
afar hrifin af landinu, dýrunum og
fólkinu um leið og hún kom þangað
árið 1913. Nærri tuttugu árum síðar
hvarf hún þaðan tilneydd þegar pen-
ingaleysi knúði hana til að selja
búgarðinn og fara á ný til Danmerk-
ur.
En Karen Blixen átti eftir að gera
dvöl sína í Afríku ódauðlega í bók-
inni um Afríkubúgarðinn - Out of
Africa - frá árinu 1937. Frekari end-
urminningar frá Kénýaárunum,.
Shadows on the Grass, komu svo út
árið 1960.
Heimilið að safni
Hús Karen Blixen við rætur Ngong
hæða er nú í eigu Þjóðminjasafns
Kenýa. Þar er safn henni helgað opið
almenningi dag hvern.
Þegar Karen Blixen kom til Afríku
var Nairobi smáþorp og nokkur leið
að fara á hestum þaðan að búgarðin-
um. Nú hefur borgin þanist út sem
undarlegt sambland af fátæklegu
þorpi og nútímalegri stórborg og það
er fljótlegt að bruna á bíl frá mið-
borginni að Blixen-safninu.
Húsinu hefur verið haldið mjög vel
viö. Og þegar gengið er um stofur,
svefnherbergi og eldhús þessa húss,
sem Blixen lýsti svo ljóslifandi af
auðsærri eftirsjá, verður margt til
að minna á hana; bækur, myndir,
skrifborð, ritvél, plötuspilari, fornfá-
legt baðkar, gamaldags rúm. Gestin-
um finnst sem andi hennar svífi yfir
vötnunum í þessu húsi - getur jafn-
vel séð fyrir sér hvar Karen sat að
kvöldlagi við arininn á meðan ást-
vinur hennar, Denys Fynch-Hatton,
vart upp plötuspilarann þar rétt hjá
og vitnaði í Shakespeare.
Ástaróður til Afríku
Fyrir þá sem ferðast til Afríku og
vilja njóta til fullnustu dýrðar og
dulúðar hásléttunnar og gresjunnar
Búgarður dönsku skáldkonunnar Karen Blixen við rætur Ngong hæðanna skammt frá Nairobi í Kenýa. Hér bjó hún
i nærri tvo áratugi á fyrri hluta aldarinnar. Greinarhöfundur virðir fyrir sér húsið sem nú er rekið sem safn til
minningar um dvöl Blixen í Kenýa.
'QutOf
J^FRICX
O.sTlll, GlLViS
Afríku aukið inntak. Þær eru allar
til í pappírskiljum.
Leiðsögurit
er gagnlegt að lesa ekki aðeins leið-
sögurit nútímans heldur einnig frá-
sagnir góðra rithöfunda sem létu
heillast af Kenýa fyrr á öldinni og
skrifuðu eins konar ástaróð til Afr-
íku. Þótt margt hafi breyst í Kenýa
á síðustu áratugum eru töfrar álf-
unnar hinir sömu og fyrr þegar hald-
ið er frá stórborgunum út í frjálsa
og villta náttúruna.
Áðurnefnd bók Karen Blixen er þar
auðvitað í sérflokki og ætti nánast
að vera skyldulesning allra sem ætla
til Kenýa. Blixen gefur ekki aðeins
frábæra lýsingu á landinu og dýralíf-
inu heldur einnig fólkinu, frum-
byggjunum.
Um svipað leyti og Out of Africa
kom út sendi bandaríski rithöfund-
urinn og veiðimaðurinn Ernest Hem-
ingway frá sér Green Hills of Africa.
Þar lýsir hann mikilh safariferð um
Austur-Afríku þar sem markmiðið
var að vísu að veiða dýrin en ekki
bara mynda þau eins og nú tíðkast.
En frásögn Hemingway af náttúr-
unni, eltingaleiknum við dýrin og
samskiptunum við frumbyggjana er
enn lifandi og skemmtileg.
Beryl Markham, flugmaður og
hestaræktandi í Kenýa um langt ára-
bil, sendi á stríðsárunum frá sér end-
urminningar sem ná yfir hliðstætt
tímabil og frásögn Karen Blixen.
Þetta er afar vel skrifuð og eftir-
minnileg bók.
Þessar þrjár frásagnir frá fyrri
hluta aldarinnar lifa allar enn góðu
lífi vegna þess hversu sannar þær
eru. Lestur þeirra gefur safariferð til
Fjöldi leiðsögurita hefur verið sam-
inn um Kenýa. Sú sem kom mér að
bestum notum í ferð minni um það
land nú nýverið var „Insight Gui-
des" APA-útgáfunnar.
Þetta er mjög skipulegt rit þar sem
efnið er vel flokkað eftir einstökum
svæðum. Sérkaflar eru um helstu
friðlöndin, sömuleiðis um fjölmenn-
ustu ættbálkana. Margar frábærar
myndir ög góð kort prýða bókina. í
lokin er afar gagnlegur kafli meö
hagnýtum upplýsingum og góðum
ráðum til ferðamanna.
INSIGHT GUIDES - KENYA.
Ritstjórar: Mohamed Amin & John Eames.
APA Publications.
OUT OF AFRICA & SHADOWS ON THE
GRASS.
Höfundur: Karen Blixen.
Penguin Books.
GREEN HILLS OF AFRICA.
Höfundur: Ernest Hemingway.
Penguin Books.
WEST WITH THE NIGHT.
Höfundur: Boryl Markham.
Penguin Books.
Metsölukiljur
Bretland
Skaldsögur:
1.  Stephen Klng:
FOUR PAST MIDNIGHT.
2.  Catherlne Cookson:
THE QYLLYWORS.
3.  Maovo Binchy:
CIRCLE OF FRIENDS.
4. Thomaa Harris:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
5. Ellis Peter:
THE SUMMER OF THE DANES.
o. Wllllam Boyd:
BRAZZAVILLE BEACH.
7. Scott Turow:
THE DUROEN OF PflOOF.
*. Terry Pratchstt:
WINGS.
3. Wllbur Smlth:
ELEPHANT SQNG.
10. Thomua Horris:
HED DRAGON.
Ril almenns eólis:
1. Petor Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
2.  Mlchael Palln:
AROUND THE WORLD IM 80
DAYS.
3. Simon Mayo:
SIMON MAYO'S CONFESSIONS.
4. Moureen Lipman:
THANK YOU FOft HAVING ME.
5.  Hannah Hauxwoll:
DAUGHTER OF THE DALES.
6.  Hannah Hauxwelt:
SEASONS OF MY LIFE.
7. Gary Larson:
PRE-HtSTOHY OF THE FARSIDE.
8.  Wonsloy Clarkson:
HELL HATH NO FURY.
9.  Btll Wateruon:
.  TME AUTHORITATtVE CALVIN *
HOBBES.
10. Ctalre Tomalln:
THE INVISIBLE WOMAN.
(Byggt á The Sunday Timos)
Bandaríkin
Skaldsögur:
1.  Jean M. Auet;
THE PLAINS OF PASSAGE.
2. Stdney SheWon: :
MEMORIES OF MIDNIGHT.
3. Slophon King:
FOUR PAST MIDNIGHT.
4. Peter Oavkt;
THCRtFT.
8. Anne Blce:
THE MUMMY.
6. Maeve Blnchy:
CIRCLE OF FRIENDS.
7. Amanda Quick:
RENDEZVOUS.
8.  Lorry McMurtry:
BUFFALO GIRLS.
9.  Morgarot Mllchcll:
GONE WITH THE WIND.
10. Jack Higgina:
THE EAGLÉ HAS FLOWN.
11. Pters Anthony:
QUESTION QUEST.
12. Cathorlne Coultei:   .
SEASON OF THE SUN.
13. Ðana Fullor Ross:
HAWAIt HERITAGE.
14. Janello Taylor:
FOLLOW THE WINO.
15.  Kurt Wonnerjut:
HOCUS POCUS.
Rit almenns eðlis:
1.  Forrest Cartor:
THE EDUCATiON OF UTTLE
TREE.
2.  Doboroh Tannon:
YOU JUSTDONT UNDERSTAND.
3.  Potoi Moyto:
A YEAR iH PROVeNCE.
4.  M. Scott Peck:
THE HOAD LESS TRAVELLED.
5.  Robort Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
06. Ðarbara Mundrell & G, V«e»ey:
GET TQ THE HEART.
7. Truddl Chase:;
WHEN RABBIT HOWLS.
8.  Robert Fulghurn:
IT WAS ON FIRE WHEN 1 LAY
DOWN ON IT.
9.  Kennuth C. Davis:
DON'T KNOW MUCH ABOUT
HISTORY.
10.  Camlllo Paglio:
SEXUAL PERSONAE.
11. Don Davis:
THE MILWAUKEE MURDERS.
12. C. David Heymann:
A WOMAN NAMED JACKIE.
(Byggt á Now York Timos Book Roviow)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Johannos Mollehave:
HOLGER DANSKES VEJ 60.
2.  Ernest Hemíngway:
ÐEN GAMLE MANÐ OG HAVET.
3. Betty Mahmoody:
IKKE UDEN MIN DATTER.
4.  Alico Walkor:
HANS TREDJE LIV.
5. Jan Guillou:
DEN DEMOKRATISKE
TERROHIST.
6.  Herbjörg Wassmo:
DINAS BOG.
7.  A. do Saint-Exupery:
DEN LILLE PRINS.
8.  Stephen King:
CHRISTINE.
9.  IbMichuel:
REJSEN TILBAGE.
10. BjarneReuler:
DRENGENE FRA SKT. PETBf.
(Byggt á Polltikon Sandag)
msjón: Elías Snæland Jónsson


Fyrsti áratugur
Rolling Stones
Félagarnir í bresku rokkhljóm-
sveitinni Rolling Stones eru
komnir yfir fimmtugsaldurinn og
farnir að líta til baka yflr farinn
veg.
Rolling Stones voru áhrifamikl-
ir þátttakendur í sviptingum sjö-
unda áratugarins; grófir og óhefl-
aöir en afar vinsælir meöal unga
fólksins sem þá var í virkri and-
stööu við eldri kynslóðina. Þeir
hafa einnig reynst langlífari en
aðrar hljómsveitir sem risu til
frægðar á þessum tíma og eru enn
í fullu fjöri.
Einn félaganna í RoUing Stones,
Bill Wyman, rekur hér í ítarlegu
máh sögu sína og hljómsveitar-
innar frá því þeir voru óþekktir
tónhstarmenn í leit að fé, frægð
og glaumi þar til sjöundi áratug-
urinn rann sitt skeið á enda.
Hann dregur ekkert undan; segir
frá átökum og deilum þeirra fé-
laga og því hversu vonin um
frægðina getur leikið menn grátt.
Einnig segir hann frá kvennafari
og eiturlyfjaneyslu, en sumir
þeirra stunduðu hvoru tveggja
ótæpilega. Þannig tekst honum
að veita lesendur innsýn í hvern-
ig það var að vera Rollingur á
sjöunda áratugnum.
STONE ALONE.
Höfundar: Bill Wyman & Ray Cole-
man.
Penguin Books, 1991.
Bresk skáld
millistríða
Stephen Spender er einn af
kunnari gagnrýnendum og ljóð-
skáldum Breta á þessari öld. Frá
því hann hóf nám við Oxford
háskóla kynntist hann ýmsum
helstu menningarvitum síns
tíma, svo sem Auden, Isherwood,
Woolf, Yeats og Eliot.
Fyrsta bindi sjálfsævisögu
Spenders kom fyrst út árið 1952.
Að meginstofni til er þetta frá-
sögn af tímabilinu frá 1928, þegar
hann hóf nám í Oxford, til upp-
hafs síðari heimsstyrjaldarinnar.
Á þessum rúma áratug kynntist
Spender nýjum straumum og
stefhum í skáldskap og stjórn-
málum sem höfðu mikil áhrif á
ævi hans og lífsstarf.
Spender fjallar hér einkum um
skáldskapinn, stjórnmáun og þau
siðalögmál sem urðu honum hug-
leikin, en einnig um persónulegt
samband sitt við karla og konur
þar sem hann fór gjarnan ótroðn-
ar slóðir. Þetta er fyrst og fremst
frásögn sem hefur gildi fyrir þá
sem hafa áhuga á breskum skáld-
skap núlUstríðsáranna og vissu-
lega forvitnileg sem slík.
WORLD WITHIN WORLD.
Höfundur: Stephen Spender.
Faber &'Faber,1991.
,ri,( i.rr; y,f, -i n r,, i r. f-n m-ii, nn'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72