Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						ES55    K-"
ANNÁLL
DAGS
i&
3.  MAÍ. Þjóðverjar tilkynna,
að Hamborg og Flensborg verði
ekki varðar. Brezkur her fer inn
í Hamborg. Rússar og Bretar
sameinast fyfir austan Lúbeck.
Allsherjar upplausn í þýzka
heraum. Bandamenn taka
hundruð þúsunda till fanga.
4. MAÍ. Þýzki herinn í norð-
vestur Þýzkalandi, Hollandi og
Danmörku gefst upp fyrir herj-
um Montgomery marskálks. —
Noregur og Tékkó-Slóvakía
helztu varnarstöðvar Þjóðverja.
Bandaríkjamenn komnir gegn-
um Brennar-skarð.
5. MAÍ. Danir og Hollending-
ar fagna frelsinu. Kristján kon-
ungur ávarpar þjóð sína í út-
varpi. Ný stjórn mynduð í Dan-
mörku undiir forsæti Vilhelm
Buhl. Tvéir þýzkár herir gefast
upp í Austurríki. Bretar og
Bandaríkjamenn hætta viðræð-
um við Rússa um Póllandsmálin
í tilefni þess, að Rússar hafa
handtekið 16 pólska leiðtoga,
sem fóru till Rússlands til samn-
ingagerðar fyrir land sitt.
6.  MAÍ. Hundruð þúsunda
þýzkra hermanna gefast upp. —
Orðrómur um að allsherjar upp-
gjöf sé í vændum. Bretar taka
Rangoon í Burma.
7. MAÍ. Associated Press birt-
ir fregn um, að uppgjafasamn-
ingar hafii verið undirritaðir í
Rheims kl. 2,41, franskur tími,
aðfaranótt 7. maí. Utanríkisráð-
herra Þýzkalands staðfestir fregn-
ina í útvarpsræðu. Fregnin fær
ekki staðfestingu meðal Banda-
manna, en er ekki andmæilt. Til-
kynnt síðla dags í London að sig-
urdagur (verði 8. maí. Dönlitz
skipar þýzkum kafbátum að
hætta hernaði.
8. MAÍ. Churchill og Truman
tilkynna stríðslok í Evrópu. —
Sigri fagnað víða um lönd.
9.  MAÍ. Sigurdagur í Rúss-
landi. Þakkardagur í Bretlandi.
DAGU
XXVIII. árg. ¦
Akureyri, miðvikudaginn 9. maí 1945
19. tbl.
Friður í Norðurálfu
Þjóðverjar gáf-ust upp skilyrðislaust
kl. 2,41 aðfarauótt 7. maí
Sigurhátíð var haldin um gjörvalla frjálsa Evrópu í gær
Þriðjudagurinn 8. maí, 1945, var sigurdagur í Ev-
rópu. Milljónir manna um heim allan hlýddu á til-
kynningar foryztumanna sameinuðu þjóðanna um frið
í Norðurálfu, skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja og upp-
haf nýs tímabils í sögu allra þjóða.
Þessi miklu tíðindi komu í
kjölfar fregnanna um glæsilega
sigra Bandamanna á öllum víg-
stöðvum í Evrópu, frelsun Hol-
lands og Danmerkur og fall Ber-
línar. Um síðastliðna helgi vissu
allir, að hinn mikli dagur var í
nánd. Þýzka herveldið riðaði á
fótunum og fall þess var fyrir-
sjáanlegt. Eftir var aðeins að
vita, hvort ofstækisfullir nazisit-
ar mundu enn draga stríðið á
Francois Severs hershöfðingi fyr-
ir hönd Frakklands og Suslupor-
ov hershöfðingi fyrir hönd Sov-
ét-stjórnarinnar. Fregnin vakti
óhemju fögnuð hvarvötna í
löndum Bandamanna. Um. há-
degið yar hún staðfest af utanrík-
isráðherra Þjóðverja. Allir
bjuggust því við, að sigurdagur-
inn væri upprunninn. En fregn-
in hlaut ekki opinbera staðfest-
ingu  Bandamanna,  en  var þó
langinn  um  nokkra daga eða ekki andmælt. Tilkynnt var í
Þýzk flugyél lendir
við Leirhöf n
4 Þjóðver jar handteknir
í síðastliðinni viku bar það til
tíðinda í Leirhöfn í Norður-
Þingeyjarsýslu, að þýzk Junkers-
flugvél nauðlenti þar. Áhöfnin,
4 menn, var itekin ú\ fanga af
hernaðaryfirvöldunum. í frétta-
tilkynningu frá hernum segir, að
fangarnir séu allt ungir menn í
þýzka flughernum, þrír þýzkir
og einn austurrískur. Þeir fóru
frá flugstöð í Norður-Noregi og
áttu að gera veðurathuganir á
svæðinu frá Jan Mayen til ís-
lands. Vélarbilun varð þess vald-
andi, að þeir lentu hér.
vikur með tilgangslausri haturs-
baráttu í Noregi og Tékkó-
Slóvakíu. En að morgni hins 7.
flaug  amerísk fréttastofu-
mai
fregn á öldum ljósvakans um
gjörvallan heim: Sáittmáli um
skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja
hafði verið undirritaður í aðal-
bækistöð Eisenhowers yfirhers-
höfðingja í Rheims kl. 2,41 þá
um nóttina. Jodl yfirhershöfð-
ingi hafði undirritað fyrir hönd
Þjóðverja, en Walter Bedel
Smith hershöfðingi, herráðsfor-
ingi Eiserihowers, fyrir hönd
Breta   og   Bandaríkjamanna,
Bretlandi síðar um daginn, að
hinn mikli sigurdagur yrði hald-
inn hátíðlegur að morgni 8. maí,
og Churchill mundi itilkynna lok
Evrópustyrjaldarinnar í útvarpi
kl. 1 e. h. eftir ísl. tíma.
Ræða Churchills.
Churchill staðfesti í ræðu sinni
fréttastofufregnina frá 7. maí. —
Uppgjafaskilmálarnir höfðu ver-
ið undirritaðir í Rheims kl. 2,41
eftir frönskum 'tíma aðfaranótt
7. maí. En samningurinn hlaut
staðfestingu með athöfn í Berlín
í  gærkvöld  og  öll  vopnavið-
skipti skyldu hætta klukkan 12 á
miðnætti 8. maí. Staðfestingin
um uppgjöfina skyldi undirrit-
uð af von Keitel yfirmanni þýzka
herforingjaráðsins og æðstu
mönnum landhers, flota og flug-
hers Þjóðverja, af Þýzkalands
hálfu, en Tedder flugmarskálk-
ur skyldi undirrita fyrir hönd
Breta og Bandaríkjamanna, de
Lattre de Tassigny hershöfðingi
fyrir hönd Frakka og Zhukov
marskálkur fyrir hönd Sovét-
stjórnarinnar.
Churchill lýsti því næst lok-
um Evrópustyrjaldarinnar og
rákti í fáum orðum aðdráganda
hennar og sögu. Hann þakkaði
herjum Bandamanna vaska
framgöngu og minnti á, að
heimsstríðinu væri ekki lokið:
Japan væri enn ósigrað og þótt
staldrað væri við og fagnað í dag
og á morgun, yrðu allir að gera
skyldu sína með sömu hugarró
og þreki í þeirri miklu baráttu
sem framundan væri við jap-
anska herveldið.
Truman, forseti Bandaríkj-
anna, skýrði þjóð sinni frá sigr-
inum í útvarpi á sama tíma.
Hann lagði áherzlu á það, að
þóttmikill sigur væri ^unninri,
væri mikil barátta framundan:
(Framhald á 8. síðu).
*#V#*^*S*#sr#N#S*#S#*'
Þakkarguðsþjónustur.
! Á morgun, Uppstigningar-
dag,  verða  haldnar þakkar-
! guðsþjónustur í öllum kirkj
um landsins, þar sem því verð

ur við komið. — í Akureyrar-1!
kirkju verður guðsþjónusta ||
kl. 5 e. h. á morgun
Sigurv e g a r ar
'-¦', ¦-"'.        ¦'J'^f-','"''-'':
Chuarchill,
fofSætisráðherra Bretlands, maðurinn,
sem taíaði kjark í alla frelsisunnandi
menn á hinum dimmu dögum sumars-
ins 1940. Ef til vill hefir enéinn lagt
meiri skerf til sié^sins en hann. - -
Hann á 5 ára stjómarafmœli
é moréun.
Roosevelt, forseti
Mandaríkjarma, sem ekki fékk að sjá
ávöxt starfa sinna. Hann lézt 12.
apríl siðastliðinn. Siéurinn var þá við
þröskuldinn. Hugsjónir hans og for-
ingjahæfiteikar skipa honum á bekk
með stórmennum mannskynssöé-
WWMHV
Stalin, marskálkur,
forseti stjórnarráðs Sovét-ríkjanna og
æðsti maður Rauða hersins. Undir
öruéérí foryztu hans vörðust Rússar
árásum Þjóðverja unz vörn varð að
sókn með orrustunni við Stalíngrad.
Þeirri sókn lauk í Berlín, o£ þar stóðu
Rássar ytit mqlium m$iftmm
Friðarins minnzt um
gjörvallt Island
Islendingar f agna f relsun
Norðurlanda
Mikill og einlægur fögnuður
hefir ríkt um allar Islands
byggðir þessa síðustu daga í til-
efni af frelsun Norðurlanda og
endalokum ófriðarins, sem stað-
ið hefir í 5 ár, 8 mánuði og 8
daga. Síðastliðinn laugardag bár-
ust fregnirnar um frelsun Dan-
merkur. Blöktu þá fánar við hún
á hverju húsi að kalla í bæ og
byggð. í fyrradag, er fregnirnar
um skilyrðislausa uppgjöf Þjóð-
verja fóru fyrst að berasit, voru
sömuleiðis fánar við hún alls
staðar og eftir hádegi var al-
mennur frídagur. í gær var sig-
urdagurinn haldinn hátíðlegur.
í Reykjavík, Akureyri og fleiri
kaupstöðum og kauptúnum var
mikið um dýrðir.
AKUREYRJ.
Fánar voru við hún frá því
snemma um morguninn. Veður
var hið fegursta, sunnan andvari
og sólskin. Verzlanir og skrifstof-
ur voru lokaðar frá hádegi og
vinna féll niður víðast eftir þann
tíma. Efitir hádegi safnaðist fólk
saman á Ráðhústorgi. Gjallar-
horni hafði verið komið fyrir á
torginu og heyrðist útvarp frá
Reykjavík um torgið og ná-
grenni. Fjöldi manns hlýddi þar
á ávörp Forseta íslands og for-
sætisráðherra. — Að ávörpum
þeirra loknum hóf Lúðrasveit
Akureyrar að leika og Karlakór
Akureyrar og „Geysir" sungu
sameiginlega þjóðsöngva Norð-
urlanda. Snorri Sigfússon flutti
situtt ávarp, en mannfjöldinn
hyllti friðinn og frelsið með
margföldu húrrahrópi.
Klukkan 5 e. h. hófst sam-
koma í Menntaskólanum. Skóla-
meistari, Sigurður Guðmunds-
son, flutti ræðu um hin miklu
tíðindi og þýðing þeirra. Að
ræðu skólameistara lokinni
sungu nemendur og gestir þjóð-
söngva Norðurlanda.
REYKJAVÍK.
Bærinn var fánum prýddur frá
-því snemma um morguninn. All-
ar verzlanir og sitofnanir voru
lokaðar frá hádegi. Eftir hádegi
hófst hátíðahald við Austurvöll
að tilhlutan ríkisstjórnarinnar
og borgarstjórans í Reykjavík.
Þar flu'ttu Forseti Islands og for-
sætisráðherra  ávörp  og  sendi-
FTamhald á 8, síðu,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8