Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						5 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1994
Þeir voru þrettán

itiiúsm'dim^
j
í skjóli tignarlegra fjalla Ljósavatnsskarðsins situr hún Stína á Tjarnar-
borg og bjástrar við jólasveinana sína. Þeir eru heldur minni en karlarnir
sem búa í fjöllunum sem Stína sér út um gluggann en það er mikill
svipur meó þeim og þeir eru nafnar. Jólasveinarnir hennar Stínu eru
hver með sínum stíl, kjötkrókur með kjötlærið, bjúgnakræktir meó bjúg-
un og kertasníkir sem sérunnið íslenskt kerti. I jólasveinahópnum sitja
þau við hlóóirnar Grýla og Leppalúði og í einu horninu eru skötuhjúin
Fjalla Eyvindur og Halla.
Stína með cinn af bræðrunum þrcttán, Kjötkrók.
„Þetta jólasveinaævintýri hófst
á þann hátt að Ragnheiður Krist-
jánsdóttir kennari, sem býr á Akur-
eyri en var áður kennari hér, bjó til
jólasveina íil skreytingar í Stóru-
tjarnaskóla. Ég aðstoðaði hana og
þannig lærði ég listina," sagði
Stína, Kristín Siguróardóttir, sem
býr á Tjarnarborg í Ljósavatns-
skarði í Suður-Þingeyjarsýslu en
auk þess að búa til jólasveina
starfar hún í Stórutjarnaskóla.
Jólasveinarnir
eftir Jóhannes úr Kötlum
„I upphaíl gerði ég nokkra jóla-
sveina til gjafa en svo smá vatt
þetta utan á sig og ég fór að fá
pantanir. Ætli það sé ekki rúmlega
ár síðan ég fór fyrst að selja jóla-
sveina. Ég hef jólasveinavísur Jó-
hannesar úr Kötlum mér til leið-
beiningar en í þeim er öllum jóla-
sveinunum þrettán lýst."
Gæra, tré og hraun
- Úr hverju eru jólasveinarnir?
„Uppistaðan er vír og einstaka
munir eru úr leir, en annars eru
jólasveinarnir mínir eingöngu unn-
ir úr íslensku náttúrulegu efni. Föt-
in eru unnin úr ull og ég bý til
tvennskonar jólasveinalínur. Ann-
ars vegar eru fötin þeirra í sauðalit-
unum og hinsvegar er litskrúðuga
línan. Þá klæði ég þá í græn og
rauð föt, sem samt eru í gamaldags
jurtalituóum tónum. Hár og skegg
er úr lambsgæru og þeir eru í sauð-
skinnsskóm. Allt tré er úr Vagla-
skógi og ég nota hraunmola úr
Kröflu. Vissulega eru handtökin
mörg vió hvern jólasvein en full-
skapaðir eru þeir um 30 cm á hæó
ef þeireru uppréttir."
- Hvar hefur þú selt jólasvein-
ana?
„Hingað til hef ég aóallega haft
þá til sólu á markaði Handverks-
kvenna milli heiða á Fosshóli og á
Hótel Eddu hér á Stórutjörnum.
Auk þess hefur alltaf verið töluvert
um það að fólk hafi pantaö jóla-
sveina beint af mér og öllum er
velkomið að hafa samband við mig
í því sambandi.
Þennan mánuðinn eru jólasvein-
ar frá mér til sýnis og sölu á veit-
ingahúsinu Bing Dao á Akureyri
og fleiri veitingahús eru að skreyta
sali sína með þeim þessa dagana.
Meðal annars eru jólasveinar frá
mér sem eru yfir meter á hæð í
verslun á höfðuborgarsvæðinu og
veitingastað á Akureyri."
Danir hrifust af sveinunum
Jólasveinarnir hennar Stínu hafa
farið víða á þessu eina ári. Hún
hefur frétt af þeim í Ástralíu og
þeir eru sérstaklega vinsælir meðal
Vestur-íslendinga  í  Kanada.  En
Arið 1932 kom út bókin, Jólin koma, kvæði handa börnum eftir Jó-
hannes úr Kötlum með teikningum eftir Tryggva Magnússon. I bók-
inni er meðal annars kvæðið, Jólasveinarnir. Arni Björnssonar segir
í bók sinni Saga daganna að þetta kver þeirra félaga hafi orðið eins-
konar námsefni um jólasveinana og atferli þeirra. I kvæðinu eru
fjallað um jólasveinana þrettán og foreldra þeirra Grýlu og Leppa-
lúða. Þeir eru á leið til byggða, sá fyrsti kemur 13 nóttum fyrir jól,
eða 12. desember.                                KLJ
Segja vil ég sögu
afsveinunum þeim,
sem brugðu sér hérforðum
á bæina heim.
Þeir upp áfjóllum sáust
¦ eins og margur veit, ¦
í langri halarófu
á leið niður í sveit.
Grýla varþeirra móðir
og gafþeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
- það var leiðindafólk.
Þeir jólasveinar nefndust,
¦ umjálin birtustþeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.
Þeir voru þrettán
þessir heiðursmenn,
sem ekki vildu ónáða
allir í senn.
Að dyrunum þeir lœddust
og drógu lokuna úr.
Og einna helstþeir leituðu
í eldhús og búr.
Lœvísir á svipinn
þeir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir,
efenginn nœrri var.
Og eins, þó einhver sœi,
var ekki hikað við
að hrekkjafólk - og trufla
þess heimilisfrið.
JÓUI-
svein-
arnir
Stekkjastaur komfyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist ífjárhúsin
og lék á bóndansfé.
Hann vildi sjúga œrnar,
¦ þá varð þeim ekki um sel,
þvígreyið hafði staurfœtur,
- það gekk nú ekki vel.
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úrgili
og skaust ífjósið inn.
Hannfaldi sig íbásnum
ogfroðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Stúfur hét sáþriðji,
stubburinn sá.
Hann krœkti sér ípönnu,
þegar kostur var á.
Hann hljóp með hana íburtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundumfastar
við barminn hér ogþar.
Sáfjórði Þvörusleikir,
varfjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
þvíhún var stundum sleip.
Sáfimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
¦ Þegar börninfengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku' upp, til að gá að
hvortgestur vœri áferð.
Þáflýtti 'ann sér að pottinum
ogfékk sérgóðan verð.
Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dœmalaus. ¦
Hannfram undan rúmunum
rak sinn Ijóta haus.
Þegarfólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
Sjöundi var Hurðaskellir,
- sá var nokkuð klúr,
effólkið vildi í rökkrinu
fá sér vœnan dúr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20