Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 13. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN
(3
(slands
Rabbað við Sigurjón Rist vatnamælingamann um dýptar-
mælingar á Lagarfljóti, jarðíræði, Lagarfljótsorm o. fl.
TJndanfarin tvö ár hefur Sigurjón Rist vatnamælingamaður
mse£t öll helztu vötn á landinu í þeim tílgangi að fá vitneskju
um að hverjum notum þau kunna að geta komið sem vatns-
forðabúr fyrir rafvirkjanir þær sem gera þarf í framtíðinni.
I eftirfarandi viðtali segir hann frá mælingum þessiun o. fl.
Hallormsstað í júlílok
Sunnudagsmorgun einn í á-
liðnum þessum mánuði átti und-
irritaður leið út með Lagar-
fljóti — svo sem varla er í frá-
sögur færandi — en þá bar þá
rnýlundu fyrir augu að í nokkr-
um víkum, og við sum nes hafði
einhver skrautgjam náungi
komið fyrir veifum í öllum regn-
bogaris litum í vatninu skammt
undan landi. .Er ég nokkru
utar sá einn mikinn trukk
útí móumög litla'flatbytnu með
utanborðsvél í fjörunni, grunaði
mig, að kominn væri Sigurjón
Kist vatnamælingamaður Raf-
orkumálaskrifstofunnar.
Grunur minn  reyndist réttur,
¦ og ^nokkrum dögum seinna, er
hafgolan hafði rekið Sigurjón
og Eberg Elefsen handlangara
hans  upp  að  austurlandinu  í
! Atlavík, hitti ég þá félaga, þar
¦ sem þeir" stóðu í f jörunni „vað-
málskufli víst óþurrum vafðir
frá höku að kné" og í rosabull-
urn þar fyrir neðan. Þar sem ég
¦ fer ætíð margs fróðari af fundi
þeirra hugsaði ég mér og lesend-
Ferðir Ferðaskrif -
stofunnar og BSI
Ferðaskrifstofa ríkisins og
Bifreiðastöð Islands efna til
eftirfarandi ferðalaga í þessari
viku:
1) Pimmtudag, 14. ágúst,
verður farið til Þingvalla, Sogs-
fossa og Hveragerðis. Lagt
verður af stað kl. 11 frá Ferða-
skrifstofu ríkisins, Gimli, Lækj-
argötu. Komið verður til baka
í bæinn um kvöldið.
: 2) Föstudag, 15. ágúst, kl.
9, verður lagt af stað í ferð
að Gullfossi og Geysi frá sama
stað. Til Reykjavíkur verður
komið  aftur kl,  21.
3) Laugardag, 16. ágúst kl.
13,30 hefst ferð til Krísuvík-
nr, með viðkomu á Bessastöð-
um. Lagt verður af stað frá
Ferðaskrifstofunni.
4)  Sunnudag,  17.  ágúst
, liefjast tvær ferðir kl. 9 frá
Bifreiðastöð Islands, Kalkofns-
•vegi:
Ferð að Gullfossi og Geysi.
Aðrir viðkomustaðir eru Þing-
•vellir, Skálholt, Iðubrú og Sel-
foss.
Ferð um sögustaði Njálu. —
¦  Báðum  þessum  ferðum  lýkur
að kVöldi sama dags.
Auk þessara eins dags ferða
¦efna Ferðaskrifstofan og BSl
til helgarferðar til Þórsmerk-
ur. Lagt verður af stað kl.. 14
á laugardag frá BSl og komið
til baka á sunnudagskvöld.
Einnig verður efnt til ferða-
lags  á  hestum  um  sögustaði
. Njálu. Þessi ferð verður far-
. in um næstu helgi.
Ferðaskrif stof a rEkisins veit-
ir allar nánari upplýsingar um
f erðir þessar. Væntanlegir þátt-
takendur eru beðnir um að
taka farseðla sína í tíma.......
um Þjóðviljans gott til glóðar-
innar, dreg blað og blýant upp
úr vasa mínum, sný mér að Sig-
urjóni og spyr:
Vatnsíorðabúr — Fiski-
rækt — Líí og gróður
— Á hvaða ferðalagi?
—   Við dýptarmælingar á
stöðuvötnum með bergmálsdýpt-
armæli. Komum sunnan Kjöl,
eftir að hafa mælt Hvítárvatn.
— Síðan nokkur smávötn á hún-
vetnsku heiðunum. Og nú erum
við komnir að Lagarfljóti.
—  Hver er tilgangurinn með
að mæla dýpí Lagarfljóts —
finna orminn kannski?
—  Síðastliðin tvö ár hafa öll
helztu vötn á íslandi verið dýpt-
armæld. Höfuðtilgangurinn er
hugsanleg not þeirra sem vatns-
forðabúra fyrir raforkuver. Enn-
fremur fiskirækt og almennar
rannsóknir á lifi og gróðri.
— Og væntanlega jarðfræði?
— Jú, einmitt í sambandi við
Lagarfljót hefur mælingin kann-
ski mest gildi fyrir jarðfræði.
Með bergmálsmæli
— Hvernig er unnið að mæl-
ingum þessum?
— Með aðstoð flugmynda stað-
setjum við okkur við ströndina
og  setjum  niður  þessar  veifur
Að velja snið
— Hvernig velurðu sniðin?
—  Þegar maður kemur að
vatni, og áður en dýptax-mæl-
ing hefst, verður að reyna að
gera sér í stórum dráttum grein
fyrir jarðfræðilegri myndun
vatnsins. Tökum t. d. Lagarfljót,
sem í'lokka verður undir jökul-
sorfið  dalvatn.
—  Má ég aðeins trufla: eru
mörg slik hér á landi?
— Já, þau eru æðimörg, t. d.
Skorradalsvatn, Svínavatn í
Húnavatnssýslu, svo að einhver
séu nefnd.
—  Hvað einkennir slík vötn?
—  Þau eru löng, miðað við
breidd og liggja eins og skrið-
stefna jökulsins hefur, verið.
Ennfremur eru þau yfirleitt
djúp og með reglulegum botni,
miðað við vötn sem mynduð eru
af jarðsigi, með hraunstíflum
eða sem gígvötn.
— Dæmi um vötn sem mynd-
azt hafa við jarðsig?
— Þingvallavatn og Mývatn.
— En komum aftur að hvern-
ig sniðin eru valin.
—  Fyrst er lagt gróft net af
sniðum til að finna takmörk
ásenda oe skora útfrá ströndinni
En oft ér það svo, að nes á
ströndinni halda áfram sem
hryggir út í vatnið.
Jökulsorfin vötn og
jarðsigsvötn
— En hvaða not geturðu haft
við lagningu sníðnetsins af þvi
Ef myndin prentast vel ættuð þið að geta séð Jínuritið sem
mælirinn hefur gert af botni Lagarf 1 jóts. — Ljósm. Sig. Bl;
undir Arnheiðarstaði, rétt norð-
an við mitt Fljót.
— Er mikið aðdýpi?
—¦ Já, það er mjög mikið,
mest þó undan Geitagerði, þar
sem 50 m dýpi nær upp undir
hamrana á ströndinni, og næst-
um  eins utan við Hafursá.
— Hvað svo um dýpið utar í
Fljótinu?
—  Úti við Lagarfljótsbrú er
dýpið aðeins 1%—2 m, en strax
undan Egilsstöðum um 40 m.
Grynnist síðan lítillega undan
Þórsnesi og fer svo að mestu
jafndýpkandi.

f>H'
ss ~sméf í»</Úm^J
Eberg og Sigurjón með „trukk" sinn og ferðaútbúnað við Lagarfljót. Bak við þá sjáið þið
veifurnar sem þeir setja upp á ströndunum til r.ð sigla eftir við mælingu fljótsins. — Ljósm.
Si^.  Blöndal.
sem þú sérð þarna ú'ti, 10—20
metra frá ströndinni, allt eftir
því hve aðdjúpt er. Á ströndinni
hinum megin eru hliðstæðar veif-
ur og frá einni veifu í aðra, —
þvert yfir vatnið — er bátnum
siglt með alveg jöfnum hraða og
haldið í í-éttri línu með svo-
nefndu vakmiði, sem ber í veifu
við ströndina sem siglt er að.
—  Hvað gerist svo á þessari
siglingu?               í  .' '
—     Bergrnálsdýptarmælirinri
skrifar samfelt linurit af botn-
jnum. Hér utan á borðstokknum
er hnallur með sendara og íriót-
takara fyrir hljóðbylgjur,: sem
tækið framleiðir. Þse-r fara með.
1450 m hraða á sekúndu í vatni
og er því augljóst að því lengri
tíma sem tekur fyrir hið burt-
sénda hljóð að skila sér,- því
meira dýpi.
að   hafa   ákvarðað
stöðuvatnsins?
myndun
— Hve þétt á að leggja sniðin.
T. d. verða sniðin færri í reglu-
legum jökulsorfnum dalvötnum
en jarðsigsvötnum. Samt þarf
alltaf að gera sérstaka leit að
á§um og hryggjum, sem liggja
frá ströndinni út í vatnið, og
eihnig hvar skorur hefjast og
enda á botninum og eru þá sam-
liggjandi snið borin saman og
séð. hvort nokkur óvænt stökk-
breyting hafi átt sér stað.
—  Hvað hefurðu svo fundið
mikið dýpi?
— Hérútifyrír Hallormsstað er
dýpið röskir 100 m, allt frá Haf-
ursgerði og inn á móts við Atla-
vík — og dýpst 112 iri, sem er
nokkuð breið spilda, lárétt. Hún
Dýpstu punktar íslands
— Eru margir staðir á íslandi
lægri en Lagarfljótsbotn?
— Það er ekki líklegt að svo
sé. Nokkrir vatnsbotnar ná nið-
ur fyrir hafflöt, svo sem botn
Þingvallavatns, sem er 10 m
undir sjó, Haukadalsvatn í Dala-
sýslu 5 m undir sjó. Eini staður-
inn sem áhöld eru um að liggi
lægra en Lagarfljótsbotn er í
Jökulsárlóninu á Breiðamerkur-
sandi. Báðir þessir staðir eru
um 90 m undir haffleti.
Eg get bætt því við að Lögur-
inn er 52 ferkilómetrar og þar
með þriðja stærsta stöðuvatn
landsins og hið mikla dýpi
sem þar hefur kómið í ljós á
stóru svæði bendír sennilega til
liggur frá Droplaugarstöðum inn að hér sé saman komið mesta
vatnsmagn á landinu, þótt Þing-
vallavatn og Þórisvatn séu meiri
að flatarmáli (82 og 70 ferkm),
þá mun rúmtak Lagarins reyn-
ast meira.
Lagaríljótsormurinn
—  Þið hafið auðvitað lóðað
Lagarfljótsorminn  sérstaklega?
— Já, það er nú það, við höf-
um séð hann skjóta kryppunni
upp úr vatnsskorpunni! En það
sem við í fyrstu héldum Orminn
reyndist við nánari kthugun
vera klappir sem öldurnar léku
um. f Fljótinu eru engar eyjar
en klappahryggir halda áfram á
nokkrum stöðum út i vatnið, svo
boðar eru þar tíðir, einkum við
austurlandið. Þeir verða merkt-
ir á væntanlegu korti ,af Lagai--
fljóti. Þar með vsrður Ormurinn
kortlagður!
Annars má vera að fyrirbrigð-
ið með Orminn sé ekki hreinn
hugarburður. Plöntuleifar .^eta
hafa safnazt saman og rotnað á
vatnsbotninum, rnýrargas mynd-
azt og gosið upp dökkum, boga-
mynduðum strók upp úr vatn-
inu, eins og sagnirnar lýsa fyr-
irbærinu. Glöggar skýrslur um
slík fyrirbæri eru til frá Noregi.
Væri auðvelt . . .
— Og áfram skal förinni hald-
ið til ........
— suður á Þjórsársvæði.
— En meðal annarra orða, þú
sagðist hafa komið frá Hvítár-
vatni. Hvað var merkilegt þar?
— Vatnið reyndist 85 m djúpt
Annars var þar ágætt að vera,
nema hvað mývargur og borg-
aris angraði okkur dálítið.
—  Hvert er annars dýpsta
stöðuvatn Islands?
—  Þingvallavatn. Þar er 114
m dýpi á ofurlitlum bletti. í
flóðum verður því Lagarfljót á-
líka. Og ef Héraðsbúar óskuðu
sérstaklega eftir væri auðvelt og
ódýrt með stíflu við Lagarfoss
að gera fljótið að dýpsta stöðu-
vatni landsins'.
S. Bl.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12