Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.08.1971, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagjur 21. ó@úst 1071, Fjörug skák og æsileg biðskák úr 5. umferð Ingvar Barda Fknimta umferð var heldur daiufleg á Norðurlan d askákmót- inu. Þó vann Finninn Miehael Nykopp Hákon Akvist í fjör- ugri skák, sem við birtum hér að neðan Biðskák varð hjá Jóni Kristinssyni og Yngvari Barda frá Noregi. Jón átti unnið tafl lengst af, en urðu á þau mis- tök að leika kóngi sínum á f8 í stað g8; þá hefði Norðmaður- inn mátt gefa strax. Eins og máiin standa nú miun þó stað- an töpuð hjá Jóni og Norð- maðurinn á að vinna með mjög óvanalegri riddarafiéttu. Bið- staðan er þessi, hvítur á leik: hvítt: Ingvar Barda, Kh2. Hb7, Rc5, peð á a7, f2. g3 og h3. Svart: Jón Kristinsson, Kf8, Ha8, Bd5, Rd8 og peð á c6, e5, f6, g6 og h7. AðstoSariæknir Staða aðstoðarlæknis er laus til umsóknar við svæf- mgadeiLd Borgarspítalans. Upplýsingar varðandi stöðuna veit'ir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavík- ur við Reykj avíkurborg. Staðan veitist frá 1. október til 6 eða 12 mánaða. U’msóknir sendist til Heil'brigðismáílaráðs Reykja- víkurborgar fyrir 15. sept. n.k. Reykjavík, 19. 8. 1971. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Félags íslenzkra myndlistarmanna. Afhending sýningarpappíra í skrifstofu Norræna hússins virka daga milli kl. 15 og 17. SÝNINGARNEFND. Frá Vélskóla íslands Inntökupróf í 2. stig verður miðvikudaginn 1. sept. kl. 9.30. Innritun fer fram dagana 2. og 3. sept. Þeir sem hafa sótt um skólavist. þurfa að mæta til innritunar eða láta mæta fyrir sig eða hringja í síma 23766. Skólastjóri. Skrifstofumaður óskast á skrifstofu Borgarspítalans til launaút- reiknings og fleira. Verzlunarskóla, eða hliðstæð menntun áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist skrifstofu Borgarspítalans fyrir 28. ágúst n.k. Reykjavík, 19 8. 1971. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Biðskákir verða tefldar í dag, laugardag, klukkan 10 fyrir há- degi. 1 lægri flokkunum haifa landar vorir staðið sig illa, það sem af er. Eftir fimm umferðir var stað- an þessi: í meistaraflokki A er Paul Hansen (D) efstur með 4 vinninga og biðskák. Kaj Funck (F) hefur 4, A. Vognsen (D) 3 og biðskák og Einar M. Sigurðs- son 3 vinn og biðskák. 1 meist- araflokki B er Vaage Ingerslev (D) efstur með 4 vinninga. H. Norman-Hansen hefur 3V2, og H. H. Vognsen 3 vinninga. 1 1. flokki er Colin A. Moffat (S) efstur ásamt Bimi Hall- dórssyni með 4 vinninga. Ari Guðmundsson hefiur 3% og Gunnar Finnlaugsson sömuleið- is. í 1. flokki er teflt eftir Monrad-kerfinu. I unglingaflokki var Magnús Ólafsson efstur eftir fimm um- ferðdr með „hreint“ borð, sem svo er nefnt, hafði unnið allar sínar skákir. Þess er þó að geta að mjög mikið er af biðskákum hjá þeim ungu mönnunum. Hvítt: Svart: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. Michael Nykopp Hákon Akvist b3, e5 Bb2, d6 d3, Rf6 d4, exd4 exd4, d5 Rf3, Bd6 Be2, 0—0 Rd2, He8 0—0, Rbd7 Hel, c6 Bd3, Rf8 Re5, Rg4 h3. Rxe5 dxe5, Bc5 Rf3, Be6 Dd2, a5 a3, Be7 Rd4, c5 Rxe6, fxe6 De2, Bg5 g3, g6 h4, Bh6 Dg4, He7 Kg2, De8 a4, Df7 Hhl, Hc8 h5, Bg7 Hel, gxh5 Hxh5, Rg6 Hhl, Hf8 f4, d4 Hxh7, Rxf4 Hh8 mét. Akvist og Josefsson Aövörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna van. skila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykja- vík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrir- tækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir maí og júní s.l., og nýálagð- an söluskatt frá fyrri tínna, sitöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 19. ágúst 1971 SIGURJÓN SIGURÐS SON. Fæddur 22. febrúar 1880, dáinn 15. ágúst 1971 Margt hefur Jón í Möðrudal, mestur tindur á fjölluoti, veitt oss gott, er virða skal, vegfarendum öllum. Sól fór að skína um síla lón; sást ei Máríufása, ef að mökkvanum yfir Jón aðeins náði að blása. Viðrandi af oss veðrin hörð vakti hann uppi’ í skýjum, en skýldi nokkru neðar við nægtabrunnum hlýjum. Kom ei neinn svo aumur að öðlings rausnarbóli að eigi bæri boru af stað brattari’ en hvannarnjóli. Líking öll um listadreng lagin er til að skeika. — Minning tekur við tæran s'treng á tómlegri nótt að leika. Hillir yfir alda sveit öræfagarðinn bjarta. Aldrei sló í öðrum reit íslenzkara hjarta. Þokaði ei af þrumubrá þúsund vetra ljómi, raddir allar runnu frá rammra vatna hljómi. Þeim, er ylinn þekktu bezt af þessum tryggðalindum, kann að þykja færra um flest, er fýkur í tíðar vindum. Ský um dalinn skugga ber, skúrir tekur að slíta. Nú er gott að sofna sér á svæflinum fífuhvíta. ÞORSTEINN VALDIMARSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.