Þjóðviljinn - 01.08.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. ágúst 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 MISSKILNIN GUR Einn ágætur kennimaður og fyrrverandi skólastjóri, Þor- steinn Matthiasson, flutti á mánudaginn var erindi i út- varpið undir dagskrárheitinu Um daginn og veginn. Var er- indi Þorsteins hið áheyrilegasta fyrir margra hluta sakir. Þar kom i flutningi erindisins er Þorsteinn vék að þvi, að hon- um þætti hið mesta óréttlæti, að menn skuli hafa stórar fjárfúlg- ur upp úr að selja samborgurum sinum þak yfir höfuðið, svo lifs- nauðsynlegt sem þak er mönn- um að búa undir. Þetta er að sjálfsögðu hinn allra mesti sannleikur, og vakti þetta upp þann hug með mönnum, að nú væri vissulega ástæða til að vega að slikum gróðasöfnurum sem fasteignasalar eru. Þá varð að sjálfsögðu fyrst fyrir að lita i skattskrána, leita uppi fasteignasala og sjá hversu gifurlegum auði þeir safna. Þvi auðvitað tiunda þeir hverja krónu eins og heiðvirðum borg- urum ber að gera. En hvað varð ofan á? Tökum tvö dæmi. Maður er nefndur Lárus Þ. Valdimarsson. Hefur sá viða komið við stjórnmálasögu landsins og jafnan þar i fylking- um, sem harðast hafa barist gegn spillingu hvers konar, og nú siðast i Frjálslyndaflokkn- um, sem alla spillingu vildi höggva niður i einni og sömu handsveiflunni. Lárus á og rek- ur fasteignasölu, sem nefnd er Almenna fasteignasalan. Tekjur Lárusar af fasteigna- söiunni eru mjög rýrar. Tekju- skatt greiðir hann upp á 136.034 krónur og útsvar upp á 73.200 krónur. Þetta bendir til þess, að árstekjur Lárusar séu 800 þús- und krónur. Nú heldur máske einhver, að Almenna fasteigna- salan borgi þá dágóða upphæð. En samkvæmt sömu heimild, skattskránni, greiðir hún i tekjuskatt rúmlega 86 þúsund krónur, og samkvæmt þvi hefur gróði fyrirtækisins ekki verið nema um 2000 þúsund þegar bú- ið var að greiða Lárusi laun. Þetta er nú allt og sumt, og bendir ekki til að Lárus sé mikill sölumaður, þvi fasteignasalar fá a.m.k 2% af söluverðmæti seldra fasteigna. Hefur hann þvi ekki selt margar ibúðir á liðnu ári og þvi siður aðrar né verð- meiri fasteignir. Annan sala litum við á, svona til þess að sjá hvort Lárus væri nokkur sérstök undantekning i stéttinni. Varð þar fyrir Arni Stefánsson, fasteignasali og lög- maður með hæstaréttarréttindi. Sá er heldur meiri söluskussi og aumari tekjuöflunarmaður en Lárus og hefur þó við iögmanns- störfin að styðjast i dauðu tim- unum við söluna. Arni greiðir 142.096 krónur i tekjuskatt, en ekki nema 67.600 krónur i útsvar. Tekjur hans á liðnu ári eru þvi ekki mikið yfir 700 þúsundum, svo kannski má Lárus vel við una. Af þessum tveimur dæmum er ljóst, að Þorsteinn Matthias- son fór villur vegar i erindi sinu um stórgróðasöfnun fasteigna- UR SKAfT- SKRÁNNI sala, þvi ekki lýgur skattskráin. Það er þvi hinn mesti misskiln- ingur, að slik starfsemi sé góður vegur til auðsöfnunar, og má reyndar búast við, að á næst- unni fari fasteignasalar að biðja um rikisstyrk, eða að fara fram á að fá að skila lyklunum að fasteignasölunum til stjórnar- herranna, eins og „ginreifur” (Jóhann Hafstein) frystihúsa- eigandi, útgerðarmaður og ör- eigi af hinni nýju stétt lét Morg- unblaðið hafa eftir sér á dögun- um. —úþ ÞJÚÐHÁTID í REYKJAVÍK: Þjóðdansar og þjóðlög flutt af áhugafólki Kammersveit Eeykjavlkur — samankomin utan við Laugardalshöllina — efnir til áskriftar- tónleika f vetur. Kammersveit Reykja víkur stofnuð Vœntir samvinnu við skóla og vinnustaði við að stœkka hóp tónlistarunnenda á Islandi Um 65 einstaklingar taka þátt i glæsilegri uppfærslu á þjóðdöns- um og þjóðlögum, sem sýnd verð- ur i Þjóðleikhúsinu nk. föstudags- kvöld. Félagar úr Þjóðdansafé- lagi Reykjavikur syngja og dansa afkvæmi samvinnu þeirra Sigríð- ar Valgeirsdóttur, sem uppfærði dansana, og Jóns Asgeirssonar, sem útsetti gömui þjóðlög. — Ég lagði áherslu á að útbúa hljóöfæraleikinn sem mest þann- ig, aö dansararnir heyri nóg til að halda takti, en áhorfendur eiga hins vegar að heyra litið annað en sönginn. í gamla daga þekktust ekki hljóðfæri og eiga þau þvi eig- inlega ekki heima þar sem is- lenskir þjóðdansar eru færðir á svið, sagði Jón i samtali við Þjóð- viljann. Þau Sigriður og Jo‘n, sem bæði eru kennarar við Kennaraskól- ann, hófu samstarf fyrir alllöngu siðan og eru þvi ekki byrjendur i uppfærslu þjóðdansa. Jón hefur i langan tima safnað saman göml- um textum og þjóðvisum. I þessu F élagsundur Yerðandi Fundur verður haldinn i Verð- andi, félagi róttækra stúdenta i Háskóla Islands, næstkomandi sunnudag kl. 3 s.d. i Félags- heimili stúdenta. A dagskrá verður skipulagning vetrarstarfsins. Gæslumcnu á Kópavogshæli liafa sent frá sér tilkynningu i sambandi við kröfugerð gæslumanna á Klepps- spitalanum sem frá hefur ver- ið skýrt i fréttum. Gæslumenn á Kópavogs- hælinutaka fram eftirfarandi: Við eigum fulla samstöðu með kröfum gæslumanna þjóðhátiðarverki er rakin saga þeirra Eilifs og Úlfhildar og sagt frá hvað gerist, þegar Eilifur heldur i verið til tekjuöflunar. Er þá litið við hjá Úlfhildi sem ekki reynist hjónabandinu alveg trú, en siðan er skyggnst um hjá Eilífi i verinu, sem kemst þar i kynni við konur og brennivin ásamt ýmsu öðru. Verður þvi ekki annað sagt en að textarnir séu rammislenskir, — konur og brennivin hafa jú löngum verið stór þáttur i lifi is- lenskra hörkutóla. Þó bregður svo við, að konurnar brigsla Jóni bónda og fleirum um náttúru- leysi, en þeir svara fyrir sig og ásaka þær um léttúð og vergirni úr hófi fram. ,,Þetta smeUur allt saman” 65 manns er ekki smár hópur, þegar á svið er komið, og engum má mistakast til að allt fari ekki úr skorðum. Þegar blaðamaður Þjóðviljans leit inn á æfingu i Þjóðleikhúsinu i fyrrakvöld gekk á ýmsu eins og oft vill verða, en Jón Asgeirsson var hinn brattasti og sagðist hvergi smeykur. — Við erum að prófa ljósin og annað tæknidót og þess vegna gengur -þetta fremur hægt fyrir sig. Þvi verður að vfsu ekki neit- að, að timi til æfinga hefur verið fremur nauraur, en það skiptir engu máli. Reglan með þetta þjóðdansafólk virðist vera sú, að það getur allt þegar á hólminn er komið, og ég er sannfærður um að þetta smellur saman i tæka tið. —gsp. áKleppienda settum við frám kröfu um samskonar lagfær- ingu á niðurröðun okkar i launaflokk fyrir seinustu kjarasamninga BSRB. Ef ekki verður tekið tillit til þessarar kröfugerðar okkar,höfum við fullan hug á þvi að gripa til einhverra aðgerða ef hefð- bundnar baráttuaðferðir duga Kammersveit Reykjavikur lieitir nystofnuð hljómsveit nokkurra reykviskra tónlistar- manna. Sveit þessi var mynduð á s.l. vetri, en tekur ekki til starfa fyrr en nú. Hún er mynduð úr Barokk- kvintett llelgu Ingólfsdóttur, sem ferðaðist um landið i vor, og Blásarakvintettinum, svokallaða. Kammersveitin gerir sér vonir um að verkefni fyrir hana verði nokkur á vetri komandi, en hún hefur boðað áskriftartónleika i sal Menntaskólans við Hamrahlið ekki. Ennfremur vekjum við athygli á leiðinlegum mis- skilningi sem gætt hefur i fjöl- miðlum á túlkun starfs okkar, þar sem við erum kallaðir meðferðarfulltrúar, og þvi hefur sá leiði misskilningur risið upp að við séum i 14. launaflokki. Hið sanna i mál- inu er, að starf gæslumanna á Kleppsspitala og Kópavogs- hæli er metið til sama launa- flokks, þ.e. 12. launafl., og flokkað undir sama starfs- heiti, enda samskonar störf. fjórum sinnum i vetur, þ.e. 27 - október, 8. desember, 9. febrúar og 20. april. Allir þessir tónleikar verða klukkan 16 þessa daga. Þorkell Helgason er fram- kvæmdastjóri hópsins, sem samtals er 12 manns. Þau Gunnar Egilsson, Helga Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir og Stefán Þ. Stephensen eru helst i forsvari fyrir Kammersveitina, og er hægt að panta áksriftarkort með þvi að hringja i þau. Vilja leika á vinnu- stöðum og i skólum Þorkell Helgason, sem nefnir sig útréttara sveitarinnar, sagði á blaðamannafundi, sem sveitin hélt nýlega, að þvi miður væri staðreynd, að i Reykjavik væri það tiltölulega þröngur hópur sem sækti hljómleika af öllu tagi. Kammersveitin vill hins vegar leitast við að stækka þann hóp tónlistarunnenda, t.d. með samstarfi við skólafólk, svo sem listafélög menntaskólanna. Þá er hugsanlegt að samstarf takist með Menningar- og fræðslu- stofnun alþýðu um tónleikahald á vinnustöðum. Kammersveitin ætlar sér að leika helst gamla tónlist, eða tónlist frá barokk-timabilinu, og svo nýja tónlist, vandaða, sagði Þorkell Helgason. Fyrstu tónleikar Kammer- sveitarinnar verða hinn 4. ágúst n.k. að Kjarvalsstöðum i tilefni þjóðhátiðar. Að Kjarvalsstöðum leikur sveitin klukkan 17 þann dag, og á efnisskranni eru verk eftir A. Corelli. Brúðkaupskantata eftir Bach, sem ekki hefur áður verið flutt hér á landi. Einsöng með hljómsveitinni syngur Elisabet Erlingsdóttir, Þá verða og flutt verk eftir Pál P. Pálsson og B. Martinu. Eftir Pál flytur sveitin Kristalla, sem fluttir voru fvrst á Listahátið i Reykjavik 1970 og hafa ekki verið fluttir siðan. Þeim flutningi stjórnar Páll sjálfur. Þorkell Helgason sagði Blaðamönnum, að væntanleg starfsemi Kammersveitarinnar grundvallaðist á áhuga meðlima hennar. Fjárhagshlið tónleika- haldsins kæmi ef til vill með að valda erfiðleikum, þvi að sveitin fær engan styrk til áfram- haldandi starfsemi. ,,Það er þvi miður staðreynd”, sagði Þorkell, ,,að styrkur rikisins við frjálst tónleikahald er sáralitill og hefur verið hinn sami i krónum talinn um langt árabil”. —GG Kókbíll í rétti Allharður árekstur varð á mot- um Njálsgötu og Frakkastigs. Rákust þar saman útkeyrslubill frá kóka-kóla verksmiðjunum og Fólksvagenbill. sem i voru tvær konur og tvö börn. Minni billinn. sem kom niður Frakkastig, skemmdist mjög verulega og er að öllum likindum ónýtur. Var hin mesta mildi að ekki urðu meiri slys á farþegum hans en raun varð á, en talið er að aðeins sé um litilsháttar mar að ræða á öðru barninu og konu, sem i framsæti sat. Krefjast kjarabóta eins og gœslumenn á Kleppsspitala Gæslumenn á Kópavogs hæli í 12. flokki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.