Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.04.1984, Blaðsíða 10
í 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. apríi 1984 Afnám álags á ferðamannagjaldeyri Tekjutap rOdssjóðs 170-180 milj. „Undirritaðir nefndarmenn telja það einkar táknrænt fyrir vinnu- brögð stjórnarmeirihlutans á Al- þingi að leggja til staðfestingar á bráðabirgðalögum um afnám álags á ferðamannagjaldeyri sömu dag- ana og stjórnarliðið leitar logandi Ijósi að öðrum sköttum til þess að fylla upp í ríkissjóðshítina. Ríkisút- gjöldin eru nú stærri hluti þjóðar- framleiðslunnar en nokkru sinni fyrr.“ Þannig hefst nefndarálit minni- hluta fjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis um frv. til laga um að fella niður álag á ferðamannagjaldeyri. í minnihlutanum eru Svavar Gests- son, Kjartan Jóhannsson og Guð- rún Agnarsdóttir og leggja þau til að frv. verði fellt. Meirihlutann skipa Páll Pétursson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal, Jón Magnússon og Guðmundur Ein- arsson, sem skrifar undir nál. með fyrirvara, en meirihlutinn leggur til að frv. verði samþykkt. f nefndaráliti minnihlutans segir ennfremur: Afnám álags á ferðamannagjald- eyri var vitaskuld ótímabært á sama tíma og félagsleg þjónusta er skorin niður. Full heimild var í lögum til álagningar gjalds þessa út árið 1983 og engin brýn nauðsyn bar til þess að fella gjaldið niður. Minnihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar hefur gengið ítrekað eftir upplýsingum um formlegar kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varð- andi niðurfellingu gjaldsins. Hefur komið fram að engin bréfaskipti liggja fyrir um þessi efni, þannig að krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurfellingu gjalds þessa rétt- lætti á engan hátt setningu bráða- birgðalaganna. Auk þess hlýtur Á sama tíma og ríkisstjórnin sker niður félagslega þjónustu og leitar aó nýjum skattstofnum afsalar hún sér 170-180 miljónum af álagi á ferðamannagjaldeyri. slík skattlagning að vera á valdi ríkisstjórnar íslands hverju sinni og Alþingis og óeðlilegt er að bera kröfur erlendra stofnana fyrir sig í þessum efnum, en það hefur verið ein meginmálsástæða ríkisstjórnar- innar. í fjárlögum ársins 1983 var gert ráð fyrir að innheimta 75 millj. kr. af gjaldi þessu á sl. ári. Miðað við breyttar gengisforsendur - er ríkis- stjórnin felldi gengið á miðju sl. ári - má hins vegar gera ráð fyrir að gjald þetta hefði gefið í ríkissjóð 100 millj. kr. 1983. Þegar gjaldið var fellt niður í júlímánuði nam innheimta þess um 58 millj. kr. og má því áætla tekjutap vegna niður- fellingarinnar á sl. ári 40-50 millj. kr. í ár hefði þetta gjald gefið í tekjur handa ríkissjóði um 130 milij. kr. þannig að samtals nemur tekjutap ríkissjóðs vegna niðurfell- ingar gjalds þessa um 170-180 millj. kr. á þeim tíma sem liðinn er frá útgáfu þeirra bráðabirgðalaga sem nú stendur til að staðfesta á Alþingi. Eðlilegra hefði verið að nota tekjur þessar til þess að tryggja lífsnauðsynlega þjónustu við aldraða og öryrkja en að fella gjaldið niður. Auk þess verður út- gáfa bráðabirgðalaga í þessu skyni að teljast á ystu brún þess sem eðli- legt má telja þar sem engar sannan- ir liggja fyrir um að brýn nauðsyn hafi verið að fella niður gjald þetta. Nú er ríkisstjórnin önnum kafin við að setja saman frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum vegna óreiðunnar, sem skapast hefur í yfirstjórn ríkisfjármála. Er það einkar athyglisvert að meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar skuli sömu dagana knýja mál þetta fram til staðfest- ingar. - mhg. Frádráttur vaxta en ekki verðbóta kostar húsbyggjendur tugi þúsunda í skattgreiðslur. Óþolandi ranglæti gagnvart húsbyggjendum: Verðbætur verði frádráttarbærar skv. frumvarpi Guðrúnar Helgadóttur Guðrún Helgadóttir flytur frum- varp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt frá 14. sept. 1981 með síðari breytingum. Er frumvarpið samhljóða breytingartillögu er Guðrún Helga- dóttir hafði áður flutt en dró til baka vegna tilmæla fjárhags- og viðskiptanefndar. Frumvarpið felur í sér að „til gjalda sem verðbætur og gengis- töp, samkvæmt 1. málsgrein, sem menn bera og ekki eru í tengslum við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, teljast aðeins gjald- fallnar verðbætur, eða þriðjungur áfallinna verðbóta fyrir næstu 3 ár, sé stofnað til skulda vegna íbúðar- kaupa, eða 1/6 áfallinna verðbóta næstu 6 ár sé stofnað- til skuldar vegna nýbyggingar og gjaldfallin gengistöp á afborganir og vexti“. Lögin öðlist þegar gildi. fgrg. segir: - Eftir að skattalögin frá 1978 tóku gildi varð sú þróun í þjóðfélaginu, að menn hættu að fá lán til húsbygginga með vöxtum fyrst og fremst heldur komu verð- bætur til sögunnar. T.d. er öllum ljóst, að menn fengu næstum alls ekki önnur lán en verðtryggð á síð- asta ári. Samkvæmt skattalögum fá menn einungis vexti frádregna frá tekjuskatti, ekki verðbætur nema að litlu leyti. Þetta þýðir, að þegar menn sjá skattana sína kemur í ljós að venjuleg fjölskylda, sem er með verðtryggð lán, fær að borga tugum þúsunda meira í skatt en ella. Einfaldað dæmi lýsir þessu nokkuð: Fólk sem tók lán með verðbótum og 2,5% vöxtum, 500 þús. kr., fær í vaxtafrádrátt 12.500 kr. Hefði sama fólkið fengið lán með t.d. 45% vöxtum hefði frá- drátturinn verið allt upp í 200 þús. kr. Þetta getur munað venjulegan húsbyggjanda 50-70 þús. í greidd- um skatti. Venjan er sú, að þegar lán eru til 20-25 ára, að verðbætur eru reiknaðar á öll þessi ár, þannig að verðbótahlutinn, sem til frádráttar er, er ekki nema 1/25,1/20 eða 1/40 ef lánin eru löng. Með frumvarpi þessu er lagt til að þetta hlutfall verði mjög stækkað. - mhg. FRÁ ALÞINGI: Rannsókn og meðferð nauðgunarmála Alþingismennirnir Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir flytja tillögu til þingsályktunar „um rannsókn og meðferð nauðgunarmála“. Er til- lagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa fimm manna nefnd er kanni hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta í þeim efnurn." í greinargerð segir m.a. að enskar og bandarískar rannsókn- ir bendi til þess að mikill meiri- hluti nauðgunarbrota sé, af ýms- um ástæðu, aldrei kærður. Megi ætla að svo sé einnig hérlendis. í nefnd þeirri, sem dómsmálaráðherra er falið að skipa, er lagt til að eigi sæti: full- trúi Kvennaathvarfs, lögfræðing- ur, rannsóknarlögreglumaðui, læknir (sérfræðingur í kvensjúk- dómum), félagsráðgjafi eða sál- fræðingur. Sjálfsagt er talið að nefndin sé að meirihiuta skipuð konum. Meðal úrbóta, sem kæmu til greina, nefna flutningsmenn eftirfarandi: Lögreglu sé skylt að benda brotaþola á aðstoð Kvennaat- hvarfs eða einhvers sambærilegs aðila þegar á fyrsta stigi kæru- málsins. Brotaþola sé tryggð lögfræði- aðstoð og aðstoð geðlæknis, fél- agsráðgjafa eða sálfræðings þeg- ar á fyrsta stigi rannsóknar. Læícnirinn, sem skoðar brota- þola, sé kona. Rannsóknarlögreglumaður- inn, sem yfirheyrir brotaþola, sé kona. Haldin verði námskeið fyrir þá, sem aðstoða brotaþola og þá, sem annast lögreglurannsókn vegna nauðgunarmála. Lagt er til að nefndin hraði störfum sínum og skili áliti á þessu ári. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.