Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Síldin Mikil veiði og söltun Búið að salta í meira en 130.000 tunnur Pegar búið að selja 225.000 tunnur Síldveiðarnar hafa gengið mjög vel að undanförnu og síð- ustu daga hefur verið mokveiði og stutt á miðin. í gær var búið að salta í á milli 130 og 140 þúsund tunnur og þá var saltað á öllum stöðvum á söltunarsvæðinu. Síld- arútvegsnefnd hefur samið um ísafjörður Símamálið ekki til saksoknara Símamálið svokallaða sem undanfarna daga hefur staðið yfir hjá bæjarfógeta á Isafirði verður tæplega sent saksóknara. Pétur Hafstein bæjarfógeti og sýslumaður sagði í samtali við Þjóðviljann um miðjan dag í gær að miðað við það sem þegar væri fram komið sýndist honum þetta málefni ekki þess eðlis að það ætti að sæta opinberri ákæru. Hann myndi að öllum líkindum senda niðurstöður rannsóknarinnar til kærandans, póst- og símamála- stjóra. Framhaldið væri svo undir hinum síðarnefnda komið. Þegar tal náðist af Pétri átti fulltrúi hans eftir að taka skýrslu af einum símavarða, en ekki var búist við að framburður hans breytti niðurstöðum. Fimm síma- menn höfðu verið yfirheyrðir í gær. Tildrög eru þau að sunnudag- inn21. októbersamþykkti Kjara- deilunefnd að haldið skyldi uppi símasambandi við fjóra hreppa í Djúpi umfram öryggis- og neyðarþjónustu. Petta var gert næsta dag á venjulegum síma- tíma, 9-12, en BSRB mótmælti úrskurði nefndarinnar og stöðv- uðu verkfallsverðir símaþjónu- stuna. Það kærði póst- og símam- álastjóri og sér bæjarfógetinn á ísafirði um rannsókn sem lög- regluyfirvald. -m Kirkjuþing hófst í gær Hið árlega kirkjuþing þjóð- kirkjunnar var sett í gær. Hófst það með guðsþjónustu í Hall- grímskirkju og prédikaði sr. Þor- bergur Kristjánsson. Þingið mun standa í 10 daga og verða fundir þess í safnaðarsal Hallgríms- kirkju. Þingfulltrúar, kjörnir úr kjör- dæmum landsins, eru 20, 10 prestar og 10 leikmenn. Auk þess sitja kirkjuþing fulltrúar frá guð- fræðideild Háskólans, prestum í sérþjónustu og kirkjumálaráðu- neyti. Þá eiga vígslubiskupar og kirkjumálaráðherra sæti á kirkju- þingi, auk biskups, sem stjórnar því. Sex mál frá Kirkjuráði liggja nú fyrir kirkjuþingi. Meðal þeirra er svonefnt starfsmannafrum- varp kirkjunnar, sem kveður á um verksvið og stöðu hinna ýmsu starfsmanna kirkjunnar. -mhg sölu á 225 þúsund tunnum af Suð- urlandssíld á þessu hausti, þannig að þegar er búið að salta rúmlega helming þess magns. Eins og komið hefur fram í fréttum var gengið frá sölu á 200 þúsund tunnum af Suðurlands- síld til Sovétríkjanna. Staðfesting hefur nú borist fyrir 185 þúsund tunnum, en Sovétmenn höfðu fyrirvara á 40 þúsund tunnum þegar samningurinn var gerður. Þessu til viðbótar hafa verið seld- ar 40 þúsund tunnur til Svíþjóðar og Finnlands og er hluti þessa magns sérverkuð síldarflök til Svíþjóðar. I fyrra var saltað samtals í 245 þúsund tunnur, en þá fór 60% síldaraflans í salt, 37% til fryst- ingar og 3% í bræðslu, en það sem af er þessari sfldarvertíð hef- ur svo til allur sfldaraflinn farið í salt. Fituinnihald sfldarinnar hefur verið mun minna í haust en á sama tíma í fyrra og Iítið af stórri sfld í aflanum. Þá hefur það vald- ið erfiðleikum hve mikið átu- magn hefur verið í sfldinni frá sumum veiðisvæðum og er það óvenjulegt miðað við árstíma. -S.dór Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lýstu ábyrgð ó hendur ríkisstjórnlnn! í gærmorgun. Fró vinstrl Sigríður Dúna Kristmundsdóttlr, Kjartan Jóhannsson, Steingrímur Hermannsson forsætisróðherra, Svavar Gestsson og Guðmundur Einarsson. Ljósm. Atli. Stjórnarandstaðan Stjómin ber ábyrgðina Fulltrúar stjórnarandstöðunnar komu saman tii fundar með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gærmorgun til að ræða stöðu kjaramála. ítrekuðu þeir þá afstöðu sem fram hefur komið á Alþingi, að ríkisstjórnin bæri ábyrð á kjaradeilu opinberra starfs- manna og að einstakir talsmenn stjórnarflokkanna efndu til úlflúðar í stað þess að reyna að ná sáttum. Þá lýstu stjórnarandstæðingarnir því yfir, að af þeirra hálfu kæmu lög gegn verkfallinu ekki til greina. Var ennfremur lögð áhersla á kjarajöfnun og nauðsyn þess að rétta hlut kvenna sérstaklega. Þau bentu og á nauðsyn kjaratryggingar til þess að koma í veg fyrir að launafólk verði svipt árangri kjarabaráttunnar. Kjarvalsstaðir Gestum vísað frá Hundruö boðsgesta urðu að hverfa frá opnun sýningar Steinunnar Marteinsdóttur á Kjar- valsstöðum sl. laugar- dag. Það voru verkfalls- verðir BSRB sem komu í veg fyrir að húsið yrði opnað. Sýning hennar og fleiri listamanna hafði, verið auglýst í blöðum og Steinunn hafði sent út boðskort til hundruða boðsgesta. Steinunn sagði í samtali við blaðið að opnun sýningarinnar hafí verið ákveðin í miðri vikunni sem leið í samráði við æðstu starfsmenn stofnunarinnar. Sagðist hún ekki hafa vitað betur en að leyfi hafi legið fyrir á föstu- dag, en síðan hafi það verið aftur- kallað. Steinunn sagði að lokun Kjar- valsstaða bitnaði eingöngu á listamönnum. Hér er allt í hers höndum og ekki hægt að fram- lengja sýningar. Ég held að verk- fallsverðirnir hafi haft alla samúð með mér og vart vitað til hvers þeir voru að loka, enda varð þetta ekki til þess að vekja samúð með verkfallinu á meðal við- staddra, sagði Steinunn. Þeir hjá verkfallsnefnd BSRB sögðu að Kjaradeilunefnd hel sínum tíma veitt undanþági öryggisgæslu og vörslu á li verkum að Kjarvalsstöðum. undanþága næði þó ekki rekstrar listamiðstöðvarin: Engin umsókn hefði borist undanþágu til rekstrar fyrr t sunnudag, en henni hefði þá ið hafnað. Verkfall BSRB bii óhjákvæmilega á aðilum sem eigum ekkert sökótt við, sö þeir hjá verkfallsnefnd BSRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.