Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 1
ÞJÓÐMÁL MENNING Tvö þúsund? Þrjú? Fjögur? Fundur BHM og KÍ til stuðnings kennurum í HÍK ígærvarvel sóttur. Þar töluðu Valgeir Gestsson formaður Kl, Auðna Agústsdóttir hjúkrunarfræðingurog fulltrúar nemenda í Iðnskóla og MH. Stuðningsskeyti til fundaríns skiptu tugum. Mynd: EÓI. Kennaradeilan L Stórfundur á Austurvelli. Ráðherrar: semjum ekki. 14. þúsund undirskriftir. Ólafur Ragnar: ríkisstjórnin hafnar sáttum og velur leið ögrunar og hörku Kennaradeilan harðnar dag frá degi. í gær komu þúsundir manna saman á Austurvelli til stuðnings HÍK-kennurum og lá starf niðri í nærfellt öllum skólum landsins. í gærmorgun voru for- sætisráðherra afhentar 14 þús- und undirskriftir með málstað kennara. Á ríkisstjórnarfundi fengust ekki undirtektir við áætl- anir menntamálaráðherra um að útiloka uppsagnarmenn frá stöð- um sínum með „formlegri lausn“, en samráðsfundur forystumanna HÍK og BHM síðdegis með þrem- ur ráðherrum var hinsvegar ár- angurslaus. Á þingi svöruðu sömu ráðherrar ekki spurningum um afskipti sín af málinu, kváðust bíða Kjaradóms, sem Ijóst er að fellur ekki fyrr en langt er liðið á aprfl, og drógu í efa að hægt væri að ræða við forystumenn kenn- ara þarsem þeir væru ekki lengur starfsmenn ríkisins. í umræðum utan dagskrár á þingi dró forsætisráðherra í land með yfirlýsingar sínar um að dag- vinnulaun ættu að vera grund- völlur samanburðar á kjörum. Hann lýsti því yfir að ríkisstjórnin stæði saman, og kæmi fjármála- ráðherra fram fyrir hönd hennar í samningunum. Hann og mennta- málaráðherra efuðust um að for- ystumenn kennara væru starfs- menn ríkisins lengur og væri því varla löglegt að semja við þá. Menntamálaráðherra lofaði þá „stóru og sterku einstaklinga" sem hafa hafið kennslu aftur í skólunum. Uppsagnarmenn halda hinsvegar uppi „ólöglegu athæfi“ að sögn Ragnhildar Helgadóttur. Fjármálaráðherra tók undir ásakanirnar um lög- brot. Hjörleifur Guttormsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon tóku einnig til máls, kröfðust svara við spurningum um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í deilunni og for- dæmdu „persónulegar aðdrótt- anir og formælingar“ ráðherr- anna í garð kennara og forystu þeirra. „Ríkisstjórnin hefur í dag hafnað sáttaleiðinni", sagði Ólafur Ragnar, „og kosið leið ög- runar og hörku.“ -m Leiktækjasalir Böm á spilavítum Móðir 12 ára drengs: Get ekki haldið syni mínumfrá leiktœkjasölunum. Lögreglusamþykktir um aldurstakmarkanir þverbrotnar. Eg er komin í þrot og veit ekki lengur hvað ég á til bragðs að taka. Viku eftir viku hef ég þurft að ganga hringinn á milli þeirra 6 leiktækjasala sem eru hér í mið- bænum til þess að leita að 12 ára syni mínum sem situr þar inni fram á kvöld. Nýlega komst ég að því að hann var hættur að stunda skólann, en fór á leiktækjasalina á morgnana í staðinn. Ég hef horft upp á það síðustu 3 mánuð- ina að hann er hættur að mæta í kvöldmat, hann er fölur og gugg- inn, og mér finnst ég vera að horfa upp á það hvernig sonur minn er að tortíma sjálfum sér. Þannig komst fjögurra barna móðir að orði við Þjóðviljann og spurði hvort þær reglur sem sett- ar hefðu verið um rekstur þessara staða væru bara til málamynda. Samkvæmt þeim er aldurstak- mark á staði þessa 14 ár en 15 ár eftir klukkan 22. Móðirin sagðist hafa leitað í ör- væntingu til lögreglunnar og beð- ið um aðstoð við að finna barn sitt. Eftir nokkra eftirgangsmuni frá hennar hendi hafði hún fengið lögregluna til liðs við sig eitt skiptið, en hún sagðist ekki hafa orðið vör við að lögreglan gerði nokkra athugasemd við eiganda staðarins, þótt sonur hennar hefði fundist þar inni langt undir lögaldri. Sonur minn er 12 ára, en hann er svo smávaxinn að hann lítur út fyrir að vera vart meira en 9-10 ára gamall. Það er kannski minn- imáttarkennd sem hefur leitt hann út í þetta, en það væri óhugsandi að hann væri tekinn fyrir 15 ára ungling. Móðirin sagði að það væri á allra vitorði að spilakassarnir hefðu orðið til þess að ýta stór- ■hii mmmmwm———i fsmsaaasÆBS^am lega undir hnupl og innbrot ung- linga til að fjármagna spilafíkn- ina, og augsýnilega væru miklir ; fjármunir sem rynnu í gegnum þessa staði þar sem brautryðj- | endurnir í þessari atvinnugrein hefðu haft bolmagn til þess að kaupa fasteign á borð við Hótel Borg eftir fárra ára rekstur. Þá sagðist móðirin vita til þess , að vímuefni væru í umferð á þess- ; um stöðum og að börnum væri boðið upp á neyslu þeirra. ________________________ -Ólg- ; Sjá bls. 3 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.