Þjóðviljinn - 20.04.1985, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Qupperneq 9
FRÉTTIR Metnaðarfull sýning Myndhöggvarafélagið í Reykjavík sýnir að Kjarvalsstöðum Um síðustu helgi opnaði Myndhöggvarafélagið í Reykja- vík stóra samsýningu að Kjar- valsstöðum. Hvorki meira né minna en 20 meðlimir félagsins sýna þar verk sín, nær 50 að tölu. Þetta er án efa veglegasta sýning félagsins til þessa, en Mynd- höggvarafélagið var stofnað árið 1972 með það fyrir augum að stuðla að framgangi höggmynd- arinnar, en fram til þess tíma hafði höggmyndum verið sýnd fremur lítil virðing og fáir lista- menn lagt hana fyrir sig. Reyndar var hafin vakning meðal mynd- höggvara á 7. áratugnum með sýningum á Skólavörðuholti, framan við Ásmundarsal. Það er nokkuð táknrænt að sýningar þessar skyldu einmitt vera stað- settar fyrir framan fyrrum vinnu- stofu Asmundar Sveinssonar og við hliðina á Listasafni Einars Jónssonar. einnig. Nú stígur Myndhöggvara- félagið fram á völlinn sem sam- stæð og virk heild, ákveðið í að sýna sínar bestu og fjölbreytileg- ustu hliðar. Með starfinu að Korpúlfsstöðum hefur hópurinn öðlast styrk og staðfestu sem birt- ist á Kjarvalsstöðum í óvenjuk- raftmiklu og heilsteyptu fram- Iagi. Það er unun að sjá hvernig hver einstakur meðlimur leggur sig fram um að gera sýninguna sem veglegasta. Myndhöggvarafélagið hefur þurft að sækja á brattann gagnvart almenningi og einnig sjálfu sér til staðfestingar, því höggmyndalist er vandasöm list og uppskeran ekki alltaf í sam- ræmi við púlið. Með þessari sýn- ingu standa þeir með pálmann í höndunum. Þetta er greinilega framsæknasta liðsheildin innan Sambands myndlistarmanna, sú sem leggur sig mest fram oe er í Án titils, 1985, eftir Jón Gunnar Árnason. Cliché: Tveim dögum eftir að Alice fór að heiman, 1985, eftir Ólaf Lárusson. mestri snertingu við líðandi stund. Samheldni og þróttur Við getum spurt okkur hvað liggi til grundvallar þessari vel- gengni. Það þarf ekki að fara langt til að leita svara. Nærtækast er að benda á allt það unga fólk sem nú fylkir sér inn á braut höggmyndalistarinnar og er fullt af krafti og vilja til að brjóta upp á ferskum leiðum. Að baki því stendur hópur eldri manna sem halda sér ungum í anda og brydda ætíð upp á nýjungum af fullkomnu fordómaleysi. Slíkt andrúmsloft gæti ekki skapast innan félagsins ef forpok- un réði ferðinni. Myndhöggvarar virðast hafa átt því láni að fagna að geta unnið saman að sameigin- legum málum og þá hefur ekki skort kjark til að bregðast rétt við nýjum tímum. Innganga nýrra fé- laga hefur að því er virðist gerst átakalaust og félagið hefur getað stýrt framhjá þeim deilum sem svo oft hafa plagað og dregið víg- tennurnar úr stórum myndlist- arfélögum. Vissulega er sýningin misjöfn í smáatriðum. Hér eru á ferð tveir tugir listamanna og upplag þeirra er ólíkt og gæði og efni einnig. En samsetning og skipulag gerir það að verkum að frjáls andi ríkir þar og hver listamannanna nýtur sín með ágætum. Að vísu má sakna vissra manna s.s. þeirra ívars Valgarðssonar og Brynhildar Þorgeirsdóttur. En þau eru bæði erlendis að því er ég best veit og einnig slæðingur annarra lista- manna sem lagt hafa höggmynda- list fyrir sig. Það eitt sýnir hvílíkt úrval er af ungu og upprennandi blóði í þessari listgrein. Ef heldur fram sem horfir, þá má búast við gullöld á sviði högg- myndalistar á komandi árum. HBR Sýningarnar á Skólavörðuholti hófust árið 1967 og mörkuðu vissulega tímamót. Þeim var ekki sérlega vel tekið af borgarbúum, sem eins og svo margir sýningar- gestir fyrr og síðar héldu að verið væri að gera gys að sér. Fyrst og fremst voru það uppátæki lista- mannanna og óhefðbundin fram- setning listaverkanna sem reittu fólk til reiði, þau þrjú ár sem sýn- ingin var haldin á Holtinu. Frá Skólavörðuholti að Korpúlfsstöðum Á þeim árum var það andrúms- loftið, afstaðan og afdráttarleysið sem blés lífi í starfsemi væntan- legra meðlima Myndhöggvarafé- lagsins. Verkin skiptu minna máli en fjaðrafokið kringum þau. Brauðvarðan var dæmd til að verða að graut eða fuglum að bráð. Mestu máli skipti að hún var fjarlægð af heilbrigðisyfir- völdum og varð þar með ódauð- leg. Þvottavélin og grasflaugin voru jafn forgengileg verk, en hafa þrátt fyrir það öðlast sinn varanleika í hugum þeirra sem börðu þessi verk augum. Það var m.ö.o. nýstárleiki þessara verka í landi sem ekki hefði komist fyrr í kynni við rót- tæka framúrstefnulist 7. áratug- arins, sem skipti sköpum fyrir ís- lenska höggmyndalist. Núna, nær tuttugu árum síðar hafa flest- ir jafnað sig eftir „sjokkið“, enda hafa aðstæður breyst og verkin Metnaðarlaus sýning FÍM með vorsýningu í Kjarvalssal Félag íslenskra myndlistar- manna (FÍM) sýnir a austursal Kjarvalsstaða (Kjarvalssal) og verður að telja það viðburð þegar tvö stór félög, FÍM og Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík leggja undir sig þetta stóra hús. Sýnendur á vorsýningu FÍM, 1985, eru hvorki meira né minna en 30 talsins og verk þeirra eru 112 að tölu. í kjarna sýningarinnar eru 5 listamenn að þessu sinni, þau Jó- hann Briem, Magnús Kjartans- son, Valgerður Bergsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Sig- urður Sigurðsson. Þessi kjarni er myndaður af félögum, en enginn gestur er þetta árið. Segja má að þessi kjarni sé auk tveggja til þriggja annarra listamanna, skammlausasti partur sýningar- innar. Bútasala Það er ekki gaman að þurfa að segja það, en vorsýning FÍM er jafn mislukkuð og sýning Mynd- höggvarafélagsins er vel heppn- uð. Samanburðurinn er óhjá- kvæmilegur, svo ólíkar eru þessar sýningar. Fimmmenningunum í kjarnanum tekst ekki einu sinni að hysja upp um heildina, þótt framlag þeirra sé metnaðarfyllra en hinna. Sýningin er svo þurr og dapur- leg að nálgast eyðimörk. Þótt ein- hverjar vinjar megi finna nægja þær engan veginn til að svala áhorfendum sem álpast inn í sal- inn. Það vantar m.ö.o. safa í heildina, áræði jafnt sem sköpun- argleði. Það er leitun, hreint og beint, að fínum dráttum í þessari vesöld. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og hallast maður helst að því að betur hefðu lista- mennirnir haldið sig heima. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að þeir bestu meðal einstakl- inganna líða fyrir heildina sem dregur þá niður. Það er ekki nokkur vafi að allt þetta böl staf- ar af metnaðarleysi og mórals- leysi. í stað þess að hver einstak- lingur sýnir sínar bestu hliðar og keppist um að gera heildina sem heilsteyptasta, er afgöngum fleygt í hítina, einhverju sem ekki hefur selst á öðrum sýningum og því verður sýningin eins og búta- sala hjá gjaldþrota búðarholu. Svona þrotabú er ekki vænlegt til að auka orðstír félagsins út á við né sjálfsvirðingu inn á við. En þetta er vandamál sem alltof lengi hefur legið óleyst; nefni- lega, hvernig eigi að lífga lúin bein. Hvar er gleðin? Eða hvað á þetta andlausa dútl að þýða? Það sem af er áratugn- um hefur málverkið ráðið lögum og lofum í listaheiminum. FÍM er einmitt félag málara fyrst og fremst, sem á liðnum áratug kvörtuðu sáran undan ágangi hugmyndalistarinnar sem var við það að ganga af málverkinu dauðu. Nú þegar málaralistin hefur lifnað að nýju er eins og liðirnir í FÍM hafi stirðnað og penslarnir ofþornað. Hvað ræður þá ferðinni? Það er einhver gömul akademísk tregða ofnosturs og offágunar; draumurinn um að „l’oevre bien faite“ geti dulið andleysið. Það er trúin á það að listin sé ekki annað en upphafin iðnaðarmennska. Slík trúarbrögð eru ekki annað en spark í rassinn á þenkjandi listamönnum. Þau eru í andstöðu við sanna list, því allar götur frá því Leonardo reyndi að koma mönnum í skilning um að listin væri annað og meira en stássmubblugerð, (L’arte e una cosa mentale: Listin er afurð hug- ans), hefur þurft meira en iðnað- armennsku til að gera listaverk. FÍM er orðið líkt og Saloninn gagnvart impressionistunum. Yfir starfsemi félagsins er ein- hver köngurlóarvefur sem fram- sæknustu meðlimum hefur ekki tekist að rífa fremur en flugunum sem í honum festast. Hvar er gleðin? spyrja menn. Hvar er sorgin, heiftin, áræðið og allt hitt sem gerir list að list? Þetta er al- vörumál sem félagið verður að ráða bót á hið snarasta, ef ekki á að fara fyrir næstu vorsýningu eins og komið er fyrir þessari. HBR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.