Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 1
VEIÐI BÚSÝSLA HEIMURINN IANDIÐ Samningar Bónusinn úreltur Jón Kjartansson: Úreltkerfi. Hœrra tímakaup eina lausnin. Viðrœðurí Eyjum Auðvitað væri allra best að leggja bónusinn niður, en það verður þá að koma eitthvað al- mennilegt í staðinn og þar hef ég enga aðra eða betri lausn en hærra tímakaup og þá verulega hærra“ sagði Jón Kjartansson formaður verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum í gær aðspurð- ur um bónusmál, en verkalýðsfé- lagið þar hefur ásamt öðrum fé- lögum víðsvegar um landið sagt upp bónussamningum. Fyrsti samningafundur aðila um bónus- inn var í gær og fyrir hann spurð- um við Jón um kröfur þeirra og um bónusmáiin. „Bónus er nú eitthvert flókn- asta fyrirbæri sem fyrirfinnst; að minnsta kosti í launakerfi á ís- landi, og sennilega með vilja gert svo flókið að fólkið sem vinnur eftir því skilur hvorki upp né nið- ur í því. Útkoman er náttúrulega eftir því. Þetta er orðið tuttugu ára gamalt kerfi og löngu orðið úrelt“. „Það er mikill áhugi víða um land að leggja hann alveg niður og hækka tímakaupið í staðinn og hljómgrunnur fyrir þessu hefur aukist. Við vorum að reyna að fá Verðlag Svart- olían lækkuö Olíufélögin láta undan útvegsmönnum í gær ákváðu olíufélögin í sam- ráði við Vcrðlagsráð að lækka verð á svartolíu og kostar hún nú svipað og í grannlöndum. Tonnið kostar nú 10.000 krónur en áður 11.800 krónur. Mikil óánægja hefur ríkt yfir háu svartolíuverði meðal útvegs- manna, en hún var orðin álíka dýr og gasolían. Þess má geta að hinir fjölmörgu togarar sem höfðu tekið upp svartolfu- brennslu voru hættir því, og svartolía orðin nær óseljanleg hjá olíufélögunum. Lækkunin tók gildi í dag. - m þetta í gegn í samninganefnd fisk- vinnslufólks á dögunum, en þær kröfur voru svo notaðar í skipti- mynt. Á þessu stigi er ekkert hægt að segja um viðbrögð at- vinnurekenda því þeir skilja varla sjálfir þessi flóknu mál og eru með sérfræðing úr Reykjavík með sér á fundinum á eftir“. „Bónuskerfið ýtir undir ójöfnuð í launum. Það er ekki sama hvaða verk þú vinnur þegar þú ert í bónus í frystihúsi. Þú hef- ur ekki sömu tekjumöguleika alls staðar. Þetta viðurkenna at- vinnurekendur en gera ekkert í því. Það halda margir að það séu allir á toppbónus í frystihúsi, en það er mikill misskilningur. Það er álíka gáfulegt að halda að allir sjómenn séu á aflahæsta loðnu- bátnum. Margt fólk í fiskvinnu er á lægsta taxta sem fyrirfinnst í launaköku ASÍ“. Setuverkfallið Sigur vaimst! Konurnar sem verið hafa í setuvcrkfalli í eina viku á Þingeyri unnu sigur í gærkveldi, þegar samkomulag tókst um nýtt kerfi í staðinn fyrir refsibónusinn sem þar hefur verið í gildi. í samkomulaginu milli starfsmanna og frystihúss Kaupfélags Dýr- firðinga er gert ráð fyrir að Alþýðusamband Vestfjarða og verkalýðs- félagið Brynja á Þingeyri verði með í gerð nýja bónuskerfisins sem á að taka gildi 1. ágúst. Ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma, verður sama endurvinnslukerfi látið gilda á Þingeyri og annars staðar vestra. -óg Hœstiréttur_ , Skafb vann malið Meirihluti Hæstaréttarfinnur lögregluþjón sekan um líkamsmeiðingar Igær féli dómur Hæstaréttar í svonefndu Skaftamáli og náðist ekki eining meðal dómara um niðurstöðuna. Meirihlutinn, 3 af S dómurum komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri tvo af þremur lögregluþjónum sem ákærðir voru en sá þriðji, Guð- mundur Baldursson, var dæmd- ur til að greiða 15 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og 25 þúsund krónur í skaða- og miskabætur tU Skafta Jónssonar blaðamanns. Auk þess var Guðmundur dæmdur til að greiða málskostn- að þannig að í heild ber honum að greiða 134 þúsund krónur. Meirihlutinn fann Guðmund sek- an um líkamsmeiðingar við hand- töku Skafta. Minnihlutinn vildi staðfesta dóm undirréttar en samkvæmt honum voru lögreglu- þjónarnir þrír allir sýknaðir. „Mér finnst þetta eðlileg niður- staða sem meirihluti Hæstaréttar komst að og ég er feginn að þessu máli sé lokið", sagði Skafti Jóns- son þegar Þjóðviljinn innti hann álits á dóminum. Meira vildi hann ekki segja. - ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.